Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 39
HJfcfi i va __ , _„ _ _ _ __ _ _ ~ hr MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 Kúnnarnir komu eftir að rökkva tók AFANGI Tékk-Kristall í - tuttuguár Villi rakari að störfum. Nú í haust voru 25 ár liðin síðan að Vilhelm Ingólfsson, eða Viili rakari, flutti inn fyrstu hár- toppana til handa sköllóttum íslend- ingum. Hann var „fyrstur í mörg ár”, eins og hann segir sjálfur, einn um hituna og í þá daga var þetta viðkvæma mál svo viðkvæmt, að kúnnarnir komu ekki fyrr en að rökkva tók, rakarastofan lokuð og búið að slökkva á skiltinu. Þá leiddi Villi kúnna sína inn í bakherbergi og hófst handa. „Það var sláandi, að sumir urðu fyrir nokkrum von- brigðum. Ékki að þeim litist ekki á spegilmynd sína heldur vegna þess að svo vel hafði tekist til, að fólk tók ekki eftir breytingunni utan þeir sem best þekktu viðkomandi. Það er nefnilega þannig, að mannin- um er eðlilegt að hafa hár og því er fremur tekið eftir sköllunum,” segir Villi rakari. En hveijir koma og hvers vegna? „Sumir koma til mín frá sálfræð- ingum. Menn með minnimáttar- kenndir vegna hárleysis. Það koma líka einstaklingar sem misst hafa hárbletti vegna geislunnar, fólk sem er með heilaæxli. Enn aðrir eru ein- faldlega óhressir með kollvikin eða skallann og telja sig líta betur út með hár. Svo er það líka til að á sumum er svo grunnt á háræðarnar á kollinum, að ef þeir fara út í kulda, herpast æðarnar saman og blóðstreymi um höfuðið minnkar. Það getur steinliðið yfir þá og því koma þeir til mín að læknisráði. Það er því margt inni í myndinni,” segir Villi. En hvað með framfarir á 25 árum, endingu og umgengni? „Framfarirnar hafa verið slíkar að það eru þó nokkur ár síðan að ég varð fyrst sannfærður um að lengra gætu framleiðendur ekki komist til fullkomnunar. Miðað við hártopp í dag, voru hártopparnir fyrir 25 árum nokkurs konar lopa- húfur. Um endingu er það að segja, að allir hártoppar ganga úr sér, en það fer eftir einstaklingnum hvað þeir endast. Hvað umgengni varð- ar, þá eru festingarnar límband sem lagt er saman. Menn geta því tekið toppinn af sér hvenær sem þeir vilja, t.d. undir nóttina og hvílt sig þannig á honum. Aftur á móti er þetta það góð festing að það má koma meira en lítill hnykkur á topp- inn til þess að hann sviptist af. Menn geta stundað alls konar íþróttir með toppinn í föstum skorðum, t.d. synt. Annars vil ég segja frá því hvað mér finnst merkilegast við hártoppana og það er hversu vel nú er hægt að hjálpa þeim sem fá hárlausa bletti vegna geislameðferð- ar. Þetta geta verið blettir frá 2x4 upp í 10x10 og í sumum tilvikum er eins og hárið ætli ekki að vaxa aft- ur. Tæknin er nú slík, að það er hægt að loka þessu svo vel að enginn getur fest auga á vað gerst hefur,” segir Villi rakari. En gerist það aldrei, að frá honum fara menn sem hafa ákveðið að halda skal- lanum góða? „Jújújújú, blessaður vertu. Regla núm- er eitt er að ráðleggja engum að fá sér hártopp. Það ætti enginn að setja upp topp nema að viðkomandi sé full- komlega sáttur við það. Ég er oft spurður hvort mitt mat sé að viðkomandi séu myndarlegri með topp. Ef ég finn að menn eru eitthvað óákveðnir sting ég upp á því að þeir hugsi málið aðeins betur, sérstaklega ef eitt- hvað er eftir af hárinu. Þetta er það viðkvæmt mál að það má alls ekki plata fólk í svona lagað,” seg- ir Villi. Villi veitir 25 prósent af- slátt á öllum hártoppum sínum til 1. desember í tilefni 25 ára áfang- ans. Hann segir að framleiðendurn- ir styðji við bak sitt, því geti hann boðið slík vildarkjör. En hvað með konur? „Það hefur verið lítið um konur hjá mér, þær sækja meira í hárkollurnar. Sumar verða alveg eins og billíarðkúlur eftir geislun og lyfjameðferð og eldri konur verða oft þunnhærðar. Ég hef lítið getað gert fyrir þær, en breyti því nú, því í tilefni aldarfjórðungsins mun ég byija á innflutningi á hár- toppum fyrir konur og við sjáum til hvort þær vilja koma til mín. Villi rakari vildi endilega segja tvær grínsögur tengdar hártoppa- mennsku og hér koma þær: Kona ein kom ásamt bónda sín- um sem hafði fengið topp hjá mér 2 eða 3 sinnum áður, en ég spurði hana hvort að karlinn svæfi með toppinn. Hún leit á mig stórum augum og sagði langt haaaaaaaaa- ?„Ertu vitlaus?” bætti hún svo við, en mér brá nokkuð og taldi geð- heilsu mína í góðu lagi. „Jú,” sagði hún, „þetta er nefnilega ofsalega spennandi. Þetta er eins og að vera gift tveimur mönnum, einum mynd- arlegum fullhærðum dagsdaglega og öðrum sköllóttum og sexí á nótt- unni,” sagði konan. Og hin sagan er þessi. Nafnkunn- ur borgari einn er söguhetjan. Nafnið nefnum við ekki. Borgarinn var talsvert fyrir að kíkja í glas og kvöld eitt var hann að hella upp á sig á Hótel Borg, er hann kom auga á kvenmann sem honum leist sérstaklega vel á. Það var lagasyrpa í gangi þannig að það varflaði að honum að bjóða dömunni upp í dans. Hann orðaði það við félaga sína sem töldu engar líkur á að stúlkan gæfi sig svo mikið sem á tal við félagann. Ekki lét okkar maður sitja við orðin tóm, heldur stóð upp, gekk til stúlkunnar og bauð henni að dansa. Svarið var þvert nei. Borgarinn hvarf til sætis, en safnaði svo kröftum og gerði aðra atlögu. Gekk að borðinu, tók ofan hártoppinn og tilkynnti stúlk- unni að ef hún dansaði ekki við sig myndi hann einnig taka út úr sér fölsku tennurnar! Og dansinn fékk okkar maður. En það var dýr dans vegna þess að þegar hann kom til sætis eftir dansinn var búið að stela hártoppnum! VISTASKIPTI Úr saltfiski í bóka- verslun Eigendaskipti urðu að Bókaverslun Lárusar Blöndal á Skólavörðu- stígnum fyrir nokkru. Það telst varla í frásögur færandi í sjálfu sér, nema vegna þess að nýi eigandinn, Jón Hjálmarsson, hefur dálítið öðru vísi feril að baki heldur en reikna mætti með af bóksala í miðborg Reykjavík- ur. Þannig er mál vexti, að um árabil hefur Jón, sem fæddur er og uppalinn í Garðinum þar sem hann býr enn, starfað sem saltfísksmatsmaður , en nú hefur hann skotið sér yfir á hinn pólinn og brotið allar brýr að baki eins og hann segir sjálfur. Morgunblaðið spurði Jón hvernig á því stæði að menn skiptu úr saltfiskmati yfir í bóka- búðarrekstur. í ljós kom að svarið var ekkert stór- kostlegt eða nýstárlegt. Það var ein- faldlega þannig að „ég var orðinn svo- lítið þreyttur þó svo að þetta væri ekki leiðinlegt starf. Ég er fertugur og hef unnið í fiski lengst af minni tíð. Það er því kominn tími til að gera breytingar á högum sín- um. Bókabúð kom ekkert sérstaklega til greina um- fram annað. Þetta einfald- lega bauðst og mér leist vel á það,” svarar Jón. Og hvernig eru svo viðbrigð- in? „Mér líkar þetta ágæt- lega, en spurnignunni get ég svarað til hlýtar eftir áramót, þá verð ég búinn að upplifa bæði „stóra” mánuði og „litla” mánuði,” svarar Jón. Jón Hjálmarsson í bókaverslun sinni. HÁRTOPPAR Fyrir nokkmm dögum var tví- tugsafmæli hinnar góðkunnu verslunar Tékk-Kristall á Laugar- vegi 15. Eigendur frá upphafí hafa verið hjónin Erla Vilhjálmsdóttir og Skúli G. Jóhannesson. Fyrstu þijú árin var verslunin staðsett á Skóla- vörðustíg 16, eða frá haustinu 1971 til áramóta 1974-75, en þá fluttu þau Erla og Skúli sig um set í hús- næði Ludvigs Storrs og Svövu á Laugavegi 15. „Það vom mikil við- brigði að fara niður á Laugarveginn og þangað var stefnt, enda var hann sannkölluð lífæð verslunar í landinu, en þar hefur mikil breyting orðið á. Sérstaklega breyttist það með til- komu Kringlunnar árið 1987, en þar opnuðu við hjónin einnig verslun undir sama nafni. Miðbærinn hefur sáralítið rétt sig við, en ég vonast til þess að hann geri það hægt og bítandi þótt ljóst sé að hann verður aldrei samur og fyrr,” segir Skúli G. Jóhannesson í samtali við Morgun- blaðið í tilefni af afmælinu. Skúli segir, að í upphafi hafi versl- unin átt að heita einungis kristall og hugmyndin hafí ver- ið að versla alfarið með tékkneskan gæðakristal frá Bæ- heimi. Hinsvegar hafi annað fyrirtæki reynst eiga rétt á kristal-nafninu og því hefði orðið úr að bæta orðinu „Tékk” fýrir framan. Þá hefðu Tékkar ævin- lega verið erfiðir í viðskiptum og því hefði raunin orðið að Bæheimskristall- inn er aðeins 5 til 7 prósent af verslun- arvöm fyrirtækisins. Nafn búðarinn- ar segir raunar litla sögu af vömúr- valinu. Þar er að sögn Skúla að fmna ólíklegustu hluti sem allir teljast til gjafavöm, má nefna ítalska stál- hönnun, hnífapör, mót og föt, sem Skúli segir að hafi selst í tonnavís, þýska postulínsvöru, m.a. frá Furst- enberg sem er til dæmis 100 árum • eldra fyrirtæki heldur en „Rosent- hal-postulínið”, Austurrískar styttur og stjaka, borðlampa, auk annars kristals en hins tékkneska. „Við emm með Feneyjarkristal, þýskan og sænskan kristal,” segir Skúli. Ef horft er 20 ár aftur í tímann, hvað hefur helst breyst? Skúli segir, að í gegn um tíðina gerist það, að tískubólur koma upp, þá seljist ein- hveijir hlutir grimmt í tiltekinn tíma, en svo dettur allt niður. „Fyrir um tíu árum komst til dæmis ákveðin lína af postulínsstyttum í tísku og við seldum þær í tonnavís uns mark- aðurinn mettaðist á svona 5 ámm. Síðan held ég að við höfum ekki selt eina einustu styttu. Og þá get ég nefnt annað dæmi, við Erla hófum fyrir nokkmm ámm að flytja inn og selja handunnin kerti, á sama tíma og innlendir aðilar hófu sjálfir að framleiða svipaða vöru og selja í sérverslun í Austurstræti. Það kom mikil stemmning í þetta og báðir aðilar seldu feiknalegt magn af svona kertum. En svo lognaðist það út af eins og svo margt annað. Þetta segir manni að vera alltaf vakandi fyrir tískusveiflum og dyntum hvers konar,”- segir Skúli. Og hann segir annað hafa breyst og hann hafi mjög gaman af því. „Við karlamir höfum kannski verið talsverð karl- rembusvín í gegn um tíðina, til dæm- is ekki hikað við að gefa eiginkonun- um í jólagjöf stykki inn í matar- stell, eða pott, eða ryksugu. Nú er álgengt að eiginkonur eða vinkonur komi í búðimar og kaupi þannig inn Erla Vilhjálmsdóttir og Skúli G. Jóhannesson. í stell handa karlmönnunum. á þenn- an hátt hefur tíðarandinn breyst mjög, því fyrir 20 ámm hefði svona lagað varla átt sér stað.” Að lokum, er breytinga að vænta á áherslum Tékk-kristals? Skúli svarar þessu þannig: „Mað- ur er alltaf að spyija sig hvort að reksturinn sé svo þungur að það taki því að standa í þessu. Þetta á sérstaklega við um miðbæinn. En við verðum að muna vel, að þó búð eldist, má hún aldrei verða gömul. Við verðum að passa upp á að vömv- alið standist þær kröfur sem gerðar eru hveiju sinni. Og búðin má ekki grotna niður. Það vita þannig sjálf- sagt fáir hvað það fer mikill tími í það á hveijum morgni að þurrka ryk af vömnum áður en búðimar opna. Breytingar á áherslum í vöruvali em alltaf að ganga eftir. Eftir áramótin verður til dæmis sú áherslubreyting á versluninni við Laugarveginn, að við munum leggja vaxandi áherslu á fallegar styttur og borðlampa, stál- vömr og spegla. Seinna víkur síðan sú breyting fyrir einhverri annarri sem hæfir betur þá. Kynningarfundur AL-ANON Opinn afmælisfundur haldinn í Bústaóakirkju mónudaginn 1 8. nóvember 1 991 kl. 20.00. Al-Anon/Alateen félagar kynna samtökin. Einnig veróur gestur fró AA-samtökunum. Kaffiveitingar ó eftir. Al-Anon/Alateen eru samtök ættingja og vina alkóhólista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.