Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 EFNI Bæjarsljórn Seyðisfjarðar: Greitt verði með síld til Rússlands BÆJARSTJÓRN Seyðisfjarðar Iiefur samþykkt einróma álykt- un, þar sem þeim tilmælum er beint til ríkisstjórnar íslands að hún greiði fyrir samningum um sölu saltsíldar til Sovétríkjanna ineð fjárhagsaðstoð. Alyktunin hefur verið send til ríkissijórnar- innar og þingmanna Austur- lands. „Upphæðin miðast við mismun á því söluverði sem íslenzkir síldar- saltendur telja sig þurfa að fá, og því verði sem Sovétmenn eru tilbún- ir að greiða,” segir í ályktuninni. „Slík fjárhagsaðstoð yrði gott fram- lag gegn yfirvofandi matvælaskorti í Sovétríkjunum og er líklega það sem þarf til að tryggja framtíðar- sölu saltsíldar á þennan markað.” „Mér finnst þetta af og frá og satt að segja ekki koma tii um- ræðu, hvað þá meira,” sagði Þröst- ur Ólafsson, aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra, en hann hefur farið með fisksölumál í utanríkisviðskipta- ráðuneytinu. „Ef menn geta ekki framleitt á verði, sem markaðurinn er tilbúinn að greiða, verða þeir að finna einhverjar aðrar leiðir en þessa.” Einar Benediktsson hjá Síldarút- vegsnefnd sagði að sér hefði ekki borizt þessi ályktun og hún hefði enga umfjöllun fengið hjá nefnd- inni. Handknattleikur: Morgunblaðið/Árni Sæberg Skólavörðustígur íjólabúning Undirbúningur jólanna hefst með fyrra móti hjá borgaryfirvöldum og Rafmagnsveitu Reykjavíkur að þessu sinni. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsens raf- magnsstjóra er fyrirhugað að skreyta Laugaveginn frá Hlemmi, Bankastræti, Austurstræti, Aðalstræti, Hafnarstræti og Skólavörðustíg eins og hér sést. Auk þess eru uppi hugmyndir um að skreytingar verði settar upp við Kirkjutorg og Skólabrú og á gatnamótum Aðalstrætis og Túngötu og ennfremur neðst á Vesturgötu. Evrópska efnahagssvæðið: Samkomulag staðfest í Brussel á mánudag Evrópusam- bandið verður stofnað í dag EVRÓPUSAMBAND í handknatt- leik verður formlega stofnað á fundi 30 Evrópuþjóða í Berlín í dag. Stjórnin var kjörin í gær, laugardag, og var Svíinn Staffan Ilolmquist kosinn formaður. Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSÍ, bauð sig fram til for- mennsku í tækninefnd sambandsins, sem er næstvaldamesta embættið innan stjórnarinnar, en náði ekki kosningu. Josep Ambros, formaður tékkneska sambandsins, var kjörinn formaður nefndarinnar. Jón Hjaltalín var einnig í framboði í þriggja manna meðstjóm, en féll. Gunnar Kr. Gunn- arsson, varaformaður HSÍ, var kjör- inn varaforseti dómstóls Evrópusam- bandsins. Akveðið var á fundinum í Berlín að Evrópukeppni í handknattleik yrði komið á 1993-1994. Keppt verður í riðlum heima og heiman og verður Evrópukeppnin eins konar undan- keppni fyrir HM 1995. Tillaga frá íslensku fulltrúunum um að enska yrði aðaltungumálið hjá Evrópusambandinu var samþykkt með 15 atkvæðum gegn 14. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, Aðalsamningamenn Evrópu- bandalagsins og Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) stað- festa á mánudag samkomulag bandalaganna sem náðist í Lúx- emborg 22. október um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Embættismenn beggja banda- laga hafa lagt nótt við dag síðustu daga til að ganga frá texta sam- fréttaritara Morgunblaðsins. komulagsins. Samkvæmt heimild- um í Brussel eru öll efnisatrið.i í höfn, qn ýmis lögfræðileg atriði, sem varða textann, eru enn óút- kljáð. Gert er ráð fyrir að ráðherrar staðfesti samninginn með fyrirvör- um um samþykki þjóðþinga og Evrópuþingsins um miðjan desem- ber, en þá verða að liggja fyrir út- gáfur af samningnum á öllum fjór- tán tungumálum aðildarríkja beggja bandalaganna. Ennfremur munu íslendingar skiptast á viljayfirlýsingu við EB um tvíhliða samskiptasamning á sviði sjávarútvegsmála. Þeim samn- ingum verður að ljúka áður en EES-samningurinn hefur verið staðfestur af aðildarríkjum hans, sennilega fyrir lok næsta árs. Steingrímur Hermannsson á miðsljórnarfundi Framsóknar: Sljórnin óvinveitt þjóðinni AÐALFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins var hald- inn í gær. Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsókn- arflokksins, setti fundinn og hélt yfirlitsræðu sína. í máli Steingríms kom m.a. fram að þrátt fyrir mikilvægi umræð- unnar um Evrópska efnahags- svæðið mætti hún ekki skyggja á önnur efnahagsmál í Iandinu, en þau væru nátengd umræð- unni um EES-samningana. Hann gagnrýndi ríkissljórnina harðlega og sagði hana óvin- veitta þjóðinni. Reykvísk tiygging hf. verður Skandia Island Steingrímur sagði að fyrrver- andi ríkisstjórn hefði meðal annars staðið við þau orð sín að ná verð- bólgu niður svo að hún hefði orðið svipuð því sem gerist í nágranna- löndunum. Fólk, sem hann hefði talað við, segði að árið í fyrra hefði verið eitt það besta í langan tíma. Hann sagðist síður en svo gera lítið úr þeim vanda sem sjáv- arútvegurinn ætti í, en ítrekaði að full samstaða yrði að vera um þau mál til þess að árangur næðist. Steingrímur sagði að ríkisstjórn sín hefði ekki náð vöxtum niður, eins og hún hefði viljað, en vextir nú væru alltof háir. Hann sagðist einnig vera sannfærður um að samningar við launþega næðust ekki ef lægstu launin yrðu ekki hækkuð, og hægt væri að gera tilfærslur til að koma því við. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Reyk- vísk trygging hf. skipti um nafn og heiti framvegis Skandia ísland. Er þessi ákvörðun tekin í fram- haldi af kaupum Scandia Försa- kringsbolaget á meirihluta i fyrir- tækinu í sumar. Gísli Örn Lárusson, forstjóri Skandia ísland, staðfesti þetta í sam- tali við Morgunblaðið og sagði Ijóst að samkeppni myndi aukast með aðild að evrópsku efnahagssvæði sem óhjákvæmilega myndi leiða af sér samanburð á vátryggingum á íslandi og. í Evrópu. Með þessari nafnbreytingu væri vísað til aðildar fyrirtækisins hér að Scandia-sam- steypunni. „Við ætlum okkur að taka þátt í þeim breytingum sem fram- undan eru og nafnbreytingin undir- strikar að Skandia ísland hefur hasl- að sér völl og þjónar allri landsbyggð- inni,” sagði Gísli. „Með því að breyta nafninu í Skandia ísland erum við að leggja áherslu á þann styrk sem einkennir Skandia-samsteypuna.” Iðgjaldavelta Skandia er 370 millj- arðar á ári og liggja umsvif fyrirtæk- isins víða um heim. Engar breytingar verða á stjórn félagsins með nafn- breyt ingunni. Formaður Framsóknarflokksins sagði að flokkurinn ætti stóran hlut í því að íslendingar hefðu náð samningum um Evrópskt efna- hagssvæði. Hann varaði hins veg- ar við fjárfestingum erlendra aðila hér á landi og sagði að ekki væri lokað fyrir þær í lögum. Frumvarp þess efnis yrði að koma fram. Steingrímur sagðist einnig telja eðlilegt að þjóðaratkvæðagreiðsla ætti sér stað um EES-samninginn og spy'ja yrði þjóðina, þegar um væri að ræða ákvörðun um nýja stefnu hennar. Hann sagði að ekki Morgunblaðið/ Árni Sæberg Steingrímur Hermannsson flytur ræðu sína á aðalfundi miðstjórn- ar. væri hægt að taka afstöðu til Evrópska efnahagssvæðisins, nema ríkisstjórnin hyrfí frá hug- myndum sínum um einkavæðingu á orkufyrirtækjum og bönkum. Að lokum varaði Steingrímur við þeirri svartsýni, sem núverandi ríkisstjórn hefði talað um, og að þjóðin kærnist best af þegar hún væri ekki sundruð. Skellurinn má ekki koma hartniðurá launafólki ►Rætt við Davíð Oddsson forsæt- isráðherra um horfur í efnahags- og atvinnumálum í kjölfar frestun- ar álvers og aflaskerðingar og fleira. /10 Atvinnulífið á hverf- anda hveli ► Aflasamdráttur og frestun framkvæmda við nýtt álver hafa vakið íslendinga til umhugsunar um dökkar horfur í atvinnumálum í nánustu framtíð. /16 Kamerún hefurallt ► En allt er að fara til fjand- ans./20 Ofmat á körlum ►Kynbundin launamunur er stað- reynd á íslandi og öðrum Norður- löndum. Norrænajafnlaunaverk- efnið fjallar um málið og hér er rætt við verkefnisstjórann af ís- lands hálfu, Hildi Jónsdóttur./28 Meðan ég lifi fellur borgin ekki ►Kvöldstund með króatískum hermönnum. /37 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-28 IMýtt byggðamynstur fylgir breyttum at- vinnuháttum ►Rætt við Trausta Valsson skipu- lagsfræðing. /14 •nrnwnnnu / Margfalt líf Errós ►Frá Kirkjubæjarklaustri til Kúbu, frá trönum Kjarvals til vís- indasafnsins í París, frá Bangkok til Korpúlfstaða: Líf Guðmundar Guðmundssonar, Errós, er svo sannarlega margfalt og ferillinn fjölbreyttur. /1 Draumavinna ►Jón Ármann Steinsson og Jón Hámundur Marinósson hafa sent frá sér eina af fyrstu íslensku myndasögunum fyrir börn. /6 Að hugsa í frostrósum ►Rætt við dr. Kristján Kristjáns- son heimspeking, sem lætur gamminn geisa um loftborna heim- speki og heimspekilega skýja- glópa. /10 Spilaðfyrirfólkið ►Todmobile er að ljúka fimm milljón króna hljómleikaferð um landið. Morgunblaðið fylgdist með tónleikum á Akureyri. /12 Þu verður kyrr hér ► Sannsöguleg f rásögn Betty Ma- hmoody af martröðinni í Teheran. /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Gárur 43 Dagbók 8 Mannlífsstr. 8c Hugvekja 9 Fjölmiðlar 18c Leiðari 22 Kvikmyndir 20c Helgispjall 22 Dægurtónlist 21c Reykjavíkurbréf 22 Menningarstr. 22c Myndasögur 24 Minningar 23c Brids 24 Bíó/dans 26c Stjörnuspá 24 A fömum vegi 28c Skák 24 Volvakandi 28c Fólk i fréttum 38 Samsafnið 30c Útvarp/sjónvarp 40 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.