Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 ■ PÉTUR Magnússon hefur sent frá sér bókina ”Talað inn í dimm- an dal frá Ljóssins veldi”. I kynn- ingu útgefanda segirm.a.: „Bók- in fjallar um kærleikann. í bókinni eru 77 bréf frá æðri heimum, sálum sem eru á hærra þroskastigi en við jarðarbúar. Þessar þroskuðu sálir fræða okkur um næstu tilverustig og um tak- mark hinnar æðstu veru, að hver maður og kona vaxi í átti til henn- ar, að góðvild visku og fegurð .og verði henni líkari og líkari. Og að lokum mun sálin renna saman við guðleg öfl og nota kraft sinn til heilla fyrir allt sem andar.” ■ IÐUNN hefur gefið út bók sem nefnist Stóra föndurbókin. Höf- undur hénnar er Angela Wilkes. I kynningu Iðunnar segir: „Þetta er bók fyrir alla krakka sem hafa gaman af að búa til skemmtilega og spennandi hluti á eigin spýtur eða með öðrum. Hún er full af snið- ugum hugmyndum um muni sem börnin geta búið til sjálf úr hvers- dagslegum hlutum sem til eru á hveiju heimili. Við hvert verkefni má sjá myndir af öllum efnum og hjálpartækjum sem notuð eru og glöggar ljósmyndir sýna nám- kvæmlega hvað gera skal, skref fyrir skref. Allar leiðbeiningar eru skýrar og einfaldar.” Nanna Rögn- valdsdóttir þýddi. ■ EFTIRFARANDI ályktun stjómar SUS var samþykkt á stjómarfundi laugardagin 9. nóv- ember 1991: „Stjóm Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir ánægju sinni með ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í byggðamálum, sem era mjög í anda samþykkta sam- bandsþings SUS. Betur má þó ef duga skal og væntir SUS þess að ríkisstjórnin hrindi sem fyrst þeirri stefnu sem lýst er í Hvítbók stjóm- arinnar. Stjórn SUS átelur harðlega ummæli Matthíasar Bjarnasonar og Egils Jónssonar í fjölmiðlum að undanförnu. Slíkar yfírlýsingar vinna beinlínis gegn sjálfstæðis- stefnunni.” Hárgreiðslustofan Feima, Miklubraut 68. Permanentfrá 2.870 kr. Klipping fra ' 1.1 15 kr. Lagning frá 1.070 kr. Blástur frá 1.270 kr. Góð efni • Góð þjónusto. Opið mónud.-miðvikud. frá kl. 9-17, fimmtud.—föstud. fró kl. 9-18, laugard. frá kl. 9-12. Sími 21375. Inn í birtuna Þórdís Rögnvaldsdóttir með eitt verka sinna ________Myndlist BragiÁsgeirsson Myndlistin er harður heimur og það tekur margan manninn ára- tugi að þróa hæfileika sína og jafnvel þótt viðkomandi helgi sig listinni af lífi og sál. Afraksturinn kann þó í ýmsum tilvikum að verða meiri en hjá þeim, sem hefja feril sinn með miklum látum og sýna strax umtalsverða hæfileika. Hjá sumum verður rof að því leyti, að þeir hefja listám og list- iðkun mjög ungir, en svo tekur lifibrauðið við og viðkomandi eiga þess ekki kost að halda áfram fyrr en seinna á lífsleiðinni. Þeir era kannski þannig gerðir að þeir hafa litla trú á því, að hægt sé að stunda list með annarri hend- inni, eins og það heitir, og telja útkomuna óhjákvæmilega verða hálfgert kák, sem er hárrétt með mjög fáum undantekningum. Enginn skyldi nefnilega halda, að list sé einhver hægindi og ró- legheit, því sá veður í villu og svíma og hér er myndlistin ein- hver harðasti skólinn, vegna þess að menn eru í honum allt lífið, og þá þýðir ekkert að slaka á og taka lífinu með ró, því að slíkt hefnir sín. Snillingurinn Matisse teiknaði upp á dag hvern og það sem meginmáli skiptir er að vera jafn- aðarlega á einhvern hátt virkur í listinni af lífi og sál. Þórdís Rögn- valdsdóttir, sem opnaði sína fyrstu sýningu í FÍM-salnum í Garðastræti sl. laugardag, telst til þeirra er fínna hjá sér endurnýj- aða hvöt til að fást við myndlist. Hún stundaði í fyrstu nám í MHÍ á árunum 1968-72 ogvarþá korn- ung og óþroskuð, en þó ágætum hæfileikum gædd. Síðan kom rof vegna húsmóðurstarfa og þegar hún fann hjá sér köllun til skap- andi athafna í listinni aftur, sett- ist hún á ný á skólabekk og í þetta skipti í málunardeild, en slík deild var ekki til í fyrra skiptið þó merkilegt megi teljast. Nem- endur fengu vissa skammta af hinu og þessu og það er ekki allt- af hollt, þegar að lærifeðurnir era landsþekktir myndlistarmenn af ólíku upplagi og með markvissar skoðanir. Þetta var rétt ákvörðun og Þórdís stundaði framhaldsnám sitt mjög vel og af sýningu henn- ar að dæma hefur hún í engu slak- að á kröfum sínum. Það eru tutt- ugu og sjö málverk á sýningu Þórdísar og öll bera þau sterkan svip af ákveðnu tímaskeiði í list- inni er nefndist punktastefnan eða „pointillisminn”. Þórdís hefur þannig farið þá leið fjölda nútíma- málara að leita aftur til fortíðar- innar, en það hefur verið gert á marga vegu. Sumir hagnýta sér einungis tæknibrögðin, aðrir myndbygginguna og enn aðrir sérstök litasambönd, eða hrein- lega hræra upp í hlutunum. Hug- myndin er ekki ný og hefur verið hagnýtt af fremstu brautryðjend- um aldarinnar eins og Mat'isse og Picasso til Anselm Kiefer og ný- bylgjumálaranna. Loks hefur þetta verið tekið upp af komung- um málurum í Þýskalandi og út- fært á marga vegu og hefur sýnis- horn vinnubragðanna ratað á síð- ur virtra tímarita um listir. Ekki veit ég í hvaða mæli Þór- dís gerir sér þetta ljóst, en til þessa skal vísað í þeim tilgangi að skjóta stoðum að því, að þetta telst fullgild aðferð í málaralist- inni og ein af þeim sem úreldast ekki. Veigurinn í myndum Þórdísar era sérstæð og mjög nostursam- leg vinnubrögð, sem era borin upp af ríkri kennd fyri sértæku litrófi og ljósflæði, enda nefnir hún sýn- inguna „Inn í birtuna”. Hér geng- ur hún iðulega út frá dökkum lit- brigðum, sem bjartari tónar skera á ýmsa vegu. Þórdís leitar til landsins og lit- litbrigði svo sem í myndinni „Fljótavík” (1), sem er líkust um- brotum lífs í árdaga. Listrýnirinn er nú einn af þeim sem kann mjög vel að meta svört blæbrigði og setur slík ekki alfarið í samband við þunglyndi, heldur einnig kraft og dulúð, og enn skal minnt á, að svart er litur gleðinnar í Japan. Og hér má ennfremur vísa til þess að það stafar kraftur og lífsorka frá listakonunni Sigríði brigða þess, en hér færir hún áhrifin í stílinn, breytir og um- skapar svo að þetta verða hreinar og skynrænar landslagsstemmur. Það er þegar heildin, samstæð og klár, fær að njóta sín, að Þór- dís kafar dýpst í myndmál sitt svo sem í myndunum „Blánandi dal- ur” (3), „Fjallið” (10), „Selsham- urinn” (22) og „Vænting” (25). í öllum þessum myndum er sam- ræmd stígandi og listræn þróun. Helst ber gerandanum að va- rast óviðkomandi smáatriði og form sem raska stígandinni, en hér er um þjálfunaratriði að ræða og allt tekur sinn tíma. En ljóst má vera að þetta er athyglisverð framraun, sem gefur ýmis fyrir- heit. Ásgeirsdóttur og myndverkum hennar. Fyrir utan nefnda mynd þá eru á sýningunni ýmis konar formræn tilbrigði og skírskotanir til lífsins í náttúrunni sem og samþjappaðs dauðans í himingeimnum svo sem í verkinu „Svarthol” (4) og sýning- in í heild hefur ekki svo lítinn svip af innsetningu, því að rými sýning- arsalarins er virkjað á hnitmiðaðan hátt. Skáldað í gler Hver sýningin á fætur annarri tekur við í litla vinalega listhúsinu á Skólavörðustíg 4, sem hefur hlot- ið nafnið Einri einn. Spurningin er jafnvel hvort þær séu ekki of þétt og þá einkum á aðalsýningartíma- bilunum á vorin og haustin, en þá eiga listrýnar blaðsins fullt í fangi með að gera sýningunum skii og .stundum fer svo að ein og ein gleymist vegna þess að gert var ráð fyrir lengri sýningartíma, eða jafnvel á annan veg að umfjöllun birtist of seint. Eins og allir innvígðir hljóta að vita standa fáar sýningar yfir jafn stutt tímabil í útlandinu, en þar er minnsti sýningartími 3—4 vikur í hinum minni listhúsum enda þyk- ir það ærinn starfi að koma list á framfæri og það gerist naumast þeim leifturhraða sem sýningar eru afgreiddar hér heima. Auðvitað reyna menn að vera snöggir, en bráðlæti í umljöllun er þó af hinu varasama, því að slík er sérstaða myndlistarsýninga. í listhúsinu stendur fram til 21. nóvember yfír sýning á 7 gler- myndum eftir Sigríði Ásgeirsdótt- ur. Listakonan hefur á fáum áram haslað sér völl á íslandi þannig að fylgst er með sýningum hennar. Hún hefur og útfært nokkur verk- efni sem athygli hafa vakið fyrir einfaldleika og samræmda heild. Fegurðarkennd hennar er mjög sérstæð meðal íslenskra glerlista- manna, því að hún notfærir sér ekki hina litrænu fegurð glersins nema að mjög takmörkuðu leyti, en í þess stað era henni hinir tæra eiginleikar hins litlausa glers hjart- fólgnir svo og svarti liturinn. Svo langt gengur það að sumar mynd- ir hennar eru ekkert annað en ótal kolsvartar einingar sem hún raðar saman með skírskotun til ákveð- innar formrænnar hugmyndar um tíma og rými. Mjög sennilega kemur þetta ýmsum spánskt fyrir sjónir, en þetta meinlæti í notkun sterkra og fagurra lita er nú einmitt styrkur listamannsins, og það kemur greinilega fram er hún notar veik Sigríður Ásgeirsdóttir, myndlistarmaður. ;;'V-vvyrd/., va m t u /} Þeir eru komnir aftur eftir nærri tuttugu og fimm ára fjarveru og eru betri en nokkru sinni. Peir gera gott betur en aö spila og syngja eins og þá heldur slá sjálfum sér viö og gera enn betur en áöur fyrr. Þetta er skyldueign á hvert einasta íslenskt heimili, muniö aö endurnýja Savannatríóiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.