Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 mLMRIMM EKKIKOM HMTMÐER Á LÁIMIFÓIKI borðið í þessu skamma stjórnarsam- starfi hafi gert það að verkum að einhveijir brestir séu komnir í sam- starfíð sem ekki verður barið í? „Þessi ríkisstjórn, ólíkt því sem átt hefur við um margar ríkisstjórn- ir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að, byrjar í miklum erfið- leikum. Viðreisnarstjórnin tók við þegar í sjálfu sér voru ekki miklir erfiðleikar framundan í þjóðlífinu, þótt óskaplegir hraukar af vanda- málum hafi blasað við sem vinstri stjórnin 1956-1958 gat ekki klárað. Viðreisnarstjómin gekk hart fram í því og kom á miklum umbótum og kerfisbreytingum í þjóðfélaginu. Miklu meiri en við getum gert núna, því skilin í efnahagsmálum fortíðar og nútíðar eru ekki jafnskörp. Stjórnin sem tók við 1974 þurfti líka að glíma við dellur eftir vinstri stjórn, í utanríkismálum, landhelg- ismálum og efnahagsmálum, en hún hafði tiltölulega hagstæðan byr framan af, þar til hún lenti í ógöngum 1977. Viðreisnarstjórnin lenti í ógöngum 1967, tíu árum áður. Við byijum í ógöngunum og ég er ekkert viss um að það sé lak- ara. Ég held að það geti verið betra að lenda í upphafi í þrengingum, þannig að stjórnarsamstarfið sé ekki neinn dans á rósum sem menn gleyma sér í, heldur en að fá allan vandann í hausinn ári fyrir kosning- ar eða svo, eins og gerðist í tíð þeirra ríkisstjórna sem ég nefndi hér áðan. Ef við stöndum þetta af okkur, þraukum og höldum höfði, þá trúi ég því að þetta stjórnarsam- starf styrkist, en það fari ekki eiiis og andstæðingar okkar halda fram, að þessar þrengingar muni ríða stjómarsamstarfinu að fullu. Ég veit ekki annað en það sé verulegur vilji hjá báðum stjórnarfiokkunum til þess að setja undir sig hausinn, bíta á jaxlinn og komast í gegnum erfiðleikana.” - Háir raunvextir hafa mjög ver- ið í umræðunni að undanförnu. Þú hefur reynt að fá Seðlabankann til þess að gera ráðstafanir til þess að þeir lækkuðu. Er ekki fullreynt að lögmál markaðarins leiðir ekki til þeirrar raunvaxtalækkunar, sem nánast allir eru sammála um að sé biýn? Ertu kannski þeirrar skoðun- ar, að nú séu aðstæður þær í þjóðfé- laginu sem geri það að verkum að nauðsyn bijóti lög og að stjórnvöld verði með einum eða öðrum hætti að knýja fram raunvaxtalækkun, jafnvel með handafli; lagasetningu eða öðrum tiltækum ráðum? * Eg held að lögmál markaðarins muni hjálpa okkur á þessari braut. Raunar held ég að stjórnendur bankanna skynji nauðsyn vaxta- lækkunar. Bankarnir féllu í þá freistingu, sem út af fyrir sig er skiljanleg, að bæta sér upp það táp sem þeir urðu fyrir síðastliðið vor, þegar raunverulegum handaflsað- gerðum var beitt, með misnotkun innan bankaráða, til þess að sýna mánuði fyrir kosningar lægri vexti en voru í raun og veru í þjóðfélag- inu. Bankamir hafa bætt sér upp það tap sem þeir urðu fyrir fyrr á árinu, með of háu vaxtastigi. Ég tel að þetta hafi verið ákaflega hæpin leið fyrir bankana — þeir áttu að bera sitt tap af röngum ákvörðunum, þó þær hafi verið teknar af röngum aðilum, banka- ráðunum en ekki bankastjórunum. Ég er þeirrar skoðunar að ef ég hefði ekki gert töluvert harðar at- hugasemdir og farið yfir málið með Seðlabankanum, gagnvart bönkun- um, þá hefðu nafnvextir lækkað hér miklu hægar en þeir þó hafa gert. Ég skynja það að bankamir, að minnsta kosti sumir þeirra vilja fara hratt niður með nafnvexti í samræmi við hjöðnun verðbólgunn- ar. Sparisjóðirnir hafa staðið sig afskaplega vel í þessu. Það er rétt að þessi vaxtalækkun þyrfti að gerast hraðar, en engu að síður held ég að það sé ekki ástæða til þess að handafli verði beitt. Bankarnir spyija okkur eðlilegr- ar spurningar: f>ið eruð að tala um nafnvaxtastigið og við höldum uppi háu raunvaxtastigi með þessum háu nafnvöxtum, en hvenær ætlið þið að lækka ykkar vexti, raun- vaxtaviðmiðunina? Við sögðum á sínum tíma að ef við næðum því takmarki okkar að leggja fram fjárlög sem ekki væru eyðslufjárlög í stómm stíl og leggja fram lánsfjáráætlun sem væri skap- legri en sú sem lögð var fram fyrir ári, þá væri að koma færi fyrir okkur að lækka raunvexti á okkar bréfum. Ég held að þessar forsend- ur hafi verið að skapast hjá okkur, en nú er spursmálið hvort þeir at- burðir sem nú hafa gerst breyti þeirri mynd, en ég held að svo verði ekki. Ég held að ríkisvaldið ætti fljótlega að geta lækkað sína raun- vexti og þá ættu aðrir að geta fylgt á eftir. Krafan um lækkun raun- vaxta verður ugglaust ein aðal- krafan í komandi kjarasamningum. Við verðum að einbeita okkur að því að ná árangri í þessum efnum og ef það tekst, þá getum við hald- ið uppi enn sanngjarnari gagnrýni á bankakerfið, heldur en við þó höfum getað gert að undanförnu. Við verðum einfaldlega að sýna fram á að ríkisvaldið geti skapað skilyrði þess að markaðurinn lækki vextina.” — Þú nefnir lækkun raunvaxta sem kröfu í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Er nokkur ástæða til þess að ætla að kjara- samningar takist á þeim skynsam- legu nótum sem flestir vilja stefna að, án þess að veruleg raunvaxta- lækkun eigi sér stað? „Ég er sannfærður um að það verður sameiginlegt keppikefli allra aðila sem að samningum koma, að vextir lækki og aðstæður til þess skapist. En við sjáum líka á kröfu- gerð sumra félaga, að þar er gert ráð fyrir töluverðum útgjöldum af hálfu ríkisins til hinna og þessara verkefna. En þau útgjöld verða ekki innt af hendi með verulegum skattahækkunum eða lántökum. Lántökur leiða ekki til lægri vaxta og • skattahækkanir leiða ekki til aukins kaupmáttar. Þarna verða menn að finna meðalveg og fara varlega. Kjarasamningar sem taka mið af aðstæðum og möguleikar okkar á því að lækka vexti er í sameiningu eina haldreipið sem við höfum til þess að koma í veg fyrir verulegt atvinnuleysi við þær að- stæður sem við nú búum við.” — Hafið þið formenn stjórnar- flokkanna tekið upp samráð og samvinnu við aðila vinnumarkaðar- ins, bæði vinnuveitendur og verka- lýðsforystu um það hvað hægt sé að gera til þess að greiða fyrir gerð kjarasamninga þeirra sem fram- undan eru? „Við höfum átt samtöl við menn. Þar hefur ekki verið um neinar leið- beiningar að ræða af okkar hálfu, heldur umræður þar sem menn hafa kannski reynt að hugsa svoiít- ið upphátt. Fram að þessu held ég að staða slíkra samningaviðræðna hafi verið afskaplega skammt á veg komin hjá aðilum vinnumarkaðar- ins. Það getur verið freistandi fyrir stjórnvöld að hafa sig mikið í frammi og vera allt að því uppá- þrengjandi fyrir aðila vinnumarkað- arins á röngum tíma. Nú eru kannski að skapast skilyrði fyrir auknu sambandi við aðila vinnu- markaðarins, því líklega hugsa menn sem svo að rétt sé að ganga til samninga nú og ljúka þeim. Þó getur það dregist fram yfir ára- mót. Við höfum fyllilega gefið það til kynna að við erum opnir fyrir viðræðum og opnir fyrir hugmynd- um, en á sama tíma höfum við einn- ig sagt að okkar staða er þröng og hefur enn þrengst nú. Auðvitað verður ríkisvaldið að vera þátttak- andi í niðurstöðum kjarasamninga — það skiljum við og skynjum, en ríkisvaldið á ekki að vera þar í neinu aðalhlutverki, heldur í stuðnings- hlutverki.” — Viðreisnarstjórnin hafði mjög náið samstarf við verkalýðshreyf- inguna á sínum tíma. Farsæld þeirr- ar ríkisstjórnar hefur að hluta til verið skýrð með því trausti sem skapaðist á milli forystumanna rík- isstjórnarinnar og verkalýðsforyst- unnar. Er forsætisráðherra í dag ekki þeirrar skoðunar að slik vinnu- brögð séu skynsamleg og líkleg til árangurs? „Auðvitað eru slík vinnubrögð skynsamleg, á því er ekki nokkur vafi. En það tekur tíma að skapa slíkt traust. Slíkt á ekki að gerast þannig að stjórnvöld séu með fjöl- miðiasýningar, til þess að sýna að þau séu að ræða við verkalýðsleið- toga eða atvinnurekendur, Siíkt gerist „hægt og hljótt”, eins og segir í textanum, ef það gerist. Það er ekki endilega gefið að stjórnvöld nái trausti verkaiýðshreyfingar eða ÞAÐ GETUR ORÐIÐ MIICILL ÓFRIÐUR MEÐ ÞIÓÐIM EF þessi aefad OG STJÓRAAR- ELOKKARMR AÁEKKISAM- AA UM MÐUR- STÖÐU. launþega, en aðalatriðið í því sam- bandi er það að menn finni að þú getir ekki bara hugsað þér að standa við það sem þú segir, heldur sért reiðubúinn að leggja líf þitt og sál að veði til þess að standa við það sem þú segir. Það er það sem skapar traustið — en ekki einhveij- ar huggulegar viðræður undir ljós- köstunjm fjöimiðlanna.” — Umræðan um stjórn fiskveiða og framtíðarfyrirkomulag hennar hefur verið mikil að undanförnu. Ljóst er að ágreiningur er um þetta mál á milli stjórnarflokkanna og jafnframt er ljóst að menn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ólík við- horf til þess. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur tekið mjög harða afstöðu með núverandi kerfí. Er nokkur von til þess að stjórnarflokkarnir nái saman um þá endurskoðun sem nú er unnið að á lögum um stjórn fiskveiða, þegar hoi'ft er tif hinna hörðu yfir- lýsinga sjávarútvegsráðherra? * Ee hef miklar trú á því að flokk- arnir nái saman. Ekki ætla ég að gefa neina uppskrift að því sam- komulagi, því ef ég væri fær um það, þá væri lítil þörf fyrir þá nefnd sem vinnur að endurskoðuninni. Það sem ég heyri af störfum nefnd- arinnar er mjög jákvætt. Mér skilst að þar séu menn að skoða alla kosti með opnum huga. Þessi nefndar- skipan var fyrst og fremst hugsuð til þess að skapa kyrrð og frið um málið, þótt það hafi að vísu ekki enn tekist. Enda er það kannski ekkert einkennilegt, því þetta er mál sem mörgum er ofarlega í sinni, af skiljanlegunj ástæðum. En nefndin á að geta skapað þann far- veg á milli flokkanna til þess að iausn finnist á málinu, sem er kannski eitt mesta „prinsipmál” sem menn hafa lengi rætt. Eg hef trú á þessari nefnd, sem ég tel vera vel skipaða. Og ég treysti henni til þess að ná niðurstöðu sem sátt getur náðst um. Þetta hljómar kannski svolítið einkennilega, því mönnum finnst nú að það sé bara stál í stál og engar líkur á að um sameiginlega niðurstöðu geti orðið að ræða. En við sjáum þó ákveðnar vís- bendingar, sem ættu að gefa örlítið tilefni til bjartsýni. Við sjáum það erindi sem Jónas Haralz flutti fyrir skömmu og við sjáum viðbrögð Morgunblaðsins sem hefur haft mjög ákveðna afstöðu í málinu. Morgunblaðið sér ákveðna sam- kennd með orðum Jónasar og stefnu biaðsins. Margir þeirra sem hafa verið ósammála Morgunblað- inu fundu einnig ákveðna sam- kennd með orðum Jónasar. Með þessu er ég ekki að segja að það sem Jónas leggur til verði endilega niðurstaðan í málinu, en það sýnir sig þó að menn eiga von í að nálg- ast flöt í málinu, einhvern farveg sátta. Ég vona að starf þessarar nefndar skili slíkum farvegi, jafn- framt því sem hún leggi drög að skipan fiskveiðimála að öðru leyti og almennri sjávarútvegsstefnu. Ég geri mér ljóst ef þetta næst TILBOÐ OSKAST í Jeep Cherokee Sport 4x4, árgerð '89 (ekinn 16 þús. mílur), Ford Bronco U-15 4x4, árgerð '82, MMC L-300 Mini Bus 4 W/D, árgerð ’88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensás- vegi 9, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA ekki, að erfiðir tímar eru þá fram- undan, ekki bara í íslenskum stjóm- málum, heldur í trúnaði stétta og manna á meðal í þessu landi. Það getur orðið mikill ófriður með þjóð- inni ef þessi nefnd og stjómarflokk- arnir ná ekki saman um niðurstöðu. Slíkur ófriður með þjóðinni gæti orðið stjórnarflokkunum erfiður.” — Er forsætisráðherra sammála sjávarútvegsráðherra í stefnu hans um fiskveiði? „Ég er staðráðinn á þessu stigi að fjalla ekki efnislega um málið. Ég hef sagt og segi enn að það mikilvægásta í augnablikinu sé að finna um málið kyrrð og frið. Mér fínnst sem menn hafi haft stór orð um það að undanförnu, sem séu ekki til þess fallin að skapa þann farveg sem stefna þarf að. Ég vil leyfa nefndinni að vinna í friði. Ég hef sagst vera opinn fyrir öllum niðurstöðum sem sátt getur orðið um. Menn í sjávarútveginum verða að fá tækifæri til þess, hver sem lausnin verður, að vinna til langs tíma og byggja upp sín fyrirtæki á þeim grunni sem þeir vita að verður varanlegur, en á sama tíma verða menn að gæta þess að loka ekki sjávarútveginn af, þannig að hann verði einangraður heimur sem eng- inn komist inn í. Forðast yerður stórar yfirlýsingar, sem eru til þess fallnar að æsa menn, eða setja menn í slíkar bardagastellingar eða hnúta að þeir komist hvorki sjálfs sín vegna né annarra út úr þeim. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir sitt leyti ekki samþykkt hugmyndir Alþýðflokksins um veiðileyfagjald. Það veit Alþýðuflokkurinn og þess vegna veit Alþýðuflokkurinn að það er þröngt fyrir dyrum um þær til- lögur, því enginn annar flokkur hefur lýst yfir stuðningi við þær. Við erum þeir einu, eða að minnsta kosti ég, sem höfum ljáð máls á því, að allar tiliögur séu skoðaðar, af raunsæi, skynsemi og fordóma- laust. Við stígum ákveðið skref til móts við sjónarmið Alþýðuflokksins nú. Það gerir sjávarútvegsráðherra og það gerir Sjálfstæðisflokkurinn og hefúr nú ekki fengið hrós fyrir alls staðar, fyrir þær ákvarðanir sem teknar voru um sölu aflaheimilda Hagræðingarsjóðsins. Þetta var ugglaust erfitt fyrir sjávarútvegs- ráðherrann, en þetta skref hlýtur samstarfsflokkur okkar að meta.” — Þú sagðir á fundi á ísafirði í kosningabaráttunni í vor að gera þyrfti lagaákvæðið um sameign þjóðarinnar virkara. Þú hefur jafn- framt sagt að þú teldir að binda bæri þetta ákvæði í stjórnar- skránni. Hvers vegna? „Allar umræðurnar að undan- förnu ítreka að mínu mati þessi sjónarmið mín. Það kemur glöggt fram að menn telja ekki vanþörf á að gera þetta ákvæði virkara. Við sjáum meira að segja deilur á milli skattayfirvalda og útgerðarfyrir- tækja, vegna eignafærslu á veiði- heimildum, sem segit' mönnum að það er eins gott að hafa þessa skil- greiningu í lagi. Það er náttúrlega ekki allir sem failast á að hún eigi að vera í lagi, en ég tel að allur þorri þjóðarinnar sé nú þeirrar skoðunar að þú getur ekki afsalað þér þessum frumbýlisrétti þjóðar- innar. Ég held að það sé enginn ágreiningur um það. Ég nefndi að það ætti að tryggja þetta með stjórnarskrárbreytingu, vegna þess að í mínum huga er hér um slíkt grundvallaratriði að ræða, að ég vil ekki að það sé undirorpið því, að jafnvel einn sjávarútvegsráð- herra — ég á ekki við núverandi sjávarútvegsráðherra, heldur sjáv- arútvegsráðherraembættið á hverj- um tíma — geti jafnvei breytt þessu lagaákvæði með bráðabirgðalögum, eða Alþingi með einfaldri sam- þykkt. Utfærsian á slíkri stjórnar- skrárbreytingu ætti að mínu mati að vera eitt af þvf sem kemur út úr títtnefndu nefndarstarfi. Ég tel raunar að nefndin sé að því leyti bundin hvað þetta atriði varðar, að það er sett sérstaklega inn í mjög svo stuttan stjórnarsáttmála flokk- anna að að þessu eigi að vinna.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.