Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulitrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn\Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. A rústum fiskeldis Asíðasta áratug var gífurleg- um fjármunum varið til upp- byggingar fiskeldis í landinu. Síð- an hefur hvert fiskeidisfyrirtækið á fætur öðru orðið gjaldþrota. Þetta er svipuð þróun og orðið hefur í Noregi, þar sem stórfelld vandamál hafa komið upp í rekstri fiskeldis. Ekki er kunnugt um annað en afurðir fiskeldisfyrir- tækjanna hafi reynzt góðar en rekstrargrundvöllur hefur ekki reynzt fyrir hendi vegna mikils kostnaðar og lækkandi markaðs- verðs. Þrátt fyrir þessar ófarir eru mannvirkin til staðar, sem byggð hafa verið upp á undanförnum árum. Tækjabúnaður er fyrir hendi og mikil þekking á fiskeldi hefur orðið til í landinu. Spurning er, hvort hægt er að byggja fisk- eldið upp á ný á rústum fyrri óf- ara. Um állan heim er lögð mikil áherzla á fiskeldi. Islenzkir rækju- framleiðendur standa frammi fyr- ir stóraukinni samkeppni vegna þess hve mikið er af eldisrækju á markaðnum. Eldislax hefur náð fótfestu á matvælamörkuðum víða um heim. í fiskeldi er unnið að margvíslegum nýjungum eins og t.d. í því lúðueldi, sem byggt hef- ur verið upp í Eyjafirði og vekur verulega athygli. Margt fleira mætti nefna. Það virðist augljóst, að fiskeldi er ekki á undanhaldi heldur í framsókn. Það virðist augljóst, að á næstu árum og áratugum mun- um við standa frammi fyrir stór- 1 7Q þótt JL I «Havel telji sig hvorki hægri né vinstri mann bindur hann vonir við markaðs- hyggju ekkisíður en fé- lagshyggju velferðar- þjóðfélagsins. Hann virðist þó hafa fyr- irvara á freisi markaðarins einsog ýms- ir sjálfstæðismenn sem telja sig ekki í hópi harðra fijálshyggjumanna. Ég veitti því eftirtekt sviþuð afstaða kemur fram í grein í DV eftir Ellert B. Schram en þar fjallar hann um breytta tíma. Sjálfur sé hann „í þeim hópi sem hefur allan fyrirvara á óheftu frelsi og að hinn sterki kúgi hinn veika, hinn ríki þann fátæka. Samfélagsleg þjónusta, samhjálp, mannúð og mannleg reisn er jafn stór þáttur í sjálfstæðisstefn- unni einsog allt talið um frelsið". Það síðastnefnda er að sjálfsögðu hárrétt. En ég tel fyrri fullyrðinguna þess efnis frelsið eða markaðurinn skuli vera tak- markaður ef svo ber undir íhugunar- efni og gæti orðið dragbítur á þróunina í frelsisátt, þótt skorður séu reistar við óheftu frelsi víða um lönd og einnig hér. Markaðurinn er ósköp líkur lýð- ræðinu að því leyti hann nýtur sín bezt þarsem hann er sem frjálsastur. En hann er einnig einsog lýðræðið með göllum sínum og takmörkunum. Það er margt óþolandi í lýðræðissamfélagi en við leggjum það á okkur vegna þess við teljum frelsið — og þá að sjálfsögðu eins fullkomið frelsi og til er í mann- legu þjóðfélagi — eftirsóknarvert mark- mið. Það er í fullu samræmi við grund- völl sjálfstæðisstefnunnar. Þó eru fyrir- varar á lýðræðinu einsog við vitum. Markaðurmn er þannig einnig ann- mörkum háður, að sjálfsögðu, en við verðum að þola agnúana til að njóta kostanna. Það keppir enginn lýðræðis- sinni að heftu lýðræði. Hví skyldum við þá ekki eins taka á okkur áhættuna af frjálsri samkeppni í verzlun og við- skiptum sem lækkar vöruverð, eykur fjölbreytni og verkar hvetjandi á samfé- iagið. Síðan eiga lög og reglur að ná til þeirra sem sjást ekki fyrir, ég tala nú ekki um ef þeir gera tiiraun til að kúga samborgara sína. Lýðræðið þarf einnig á að halda lögum og reglum sem ná til þeirra sem brjóta af sér gagn- vart grundvallarregium frelsisins cða samborgurunum. En einstaklings- hyggja byggist á frelsi og eitt helzta boðorð sjálfstæðisstefnunnar hefur frá upphafi verið fijáls verzlun — og hvað merkir það annað en Jrjáls markaður? Fijáls verzlun hefur lækkað verð á matvælum hér á landi, en við verðum að viðurkenna að virkur markaður og markaðslögmál ecu ekki eins virk hér og víða annars staðar og markaðslög- mál ekki ráðandi nema að litlu leyti. En matvör- ur eru dýrari hér á landi en víðasthvar annars staðar. Ósýnileg hönd Adams Smith hefur ekki stjórnað íslenzkum markaði; ekki enn. Hér hefur ekkert fallið í verði nema krónan. Og samt er hún orðin harla dýr vegna hárra vaxta. 1 OA HÉR Á LANDI Á MARIÍ- JL O • aðsstcfnan rætur að rekja til skrifa Jóns Sigurðssonar, forseta, sem komst m.a. svo að orði verzluninni væri eins háttað á Islandi og annars staðar, „að því fijálsari sem hún er, því hagsælli verður hún landinu”. Frelsi er hvatning, hvortsem er í verzlun og viðskiptum eða á öðrum sviðum. Og því meira frelsi, því meiri samkeppni; því öflugra einstaklingsátak. Góður árangur er öðrum ávallt til hagsbóta. Þannig er það einnig í listum og mann- úðarmálum. En maðurinn þarf einnig að glíma við eigin takmarkanir; öfund, græðgi, valdafíkn, mannjöfnuð og aðrar þær eigindir sem geta aðvísu örvað sjálfs- bjargarviðleitnina, en binda hugann við eigingirni og sjálfsdekur. Það heftir, en leysir ekki úr læðingi. Lýðræði end- urspeglar veikleika okkar, ekkisíður en einræði. Það er sprottið úr andstæðun- um í eðli okkar. Það er hvorki betra né verra en við sjálf. Ýmsir ætla að úttekt Freuds á skáld- sögum Dostojevskís sé merkasta rit- skýring sem um getur. Hann telur skáldið hafi ungur þjáðst af dulinni löngun til að fyrirkoma föður sínum og birtist hún með sínum hætti bæði í Bræðrunum Karamasov og Glæpí og refsingu. Þannig hafi hann yfirfært sársaukafullan veruleika í skáldskap án þess umhverfinu hafi stafað hætta af. Fæstir geta skrifað sig frá freisting- um sínum. Þær lenda á umhverfinu. Þannig bitna takmarkanir okkar á því. Það markast af samskiptum þegnanna. Lýðræðið nýtur t.a.m. snilldarverka Dostojevskís en takmarkast af göllum okkar hveijirsem þeir eru. Og ef sam- tíminn er sjúkur sýkist lýðræðið. Um það höfum við ýmis o’apurleg dæmi. mÞAÐ ER MIKILL MUN- • ur að koma til Tékkósló- vakíu eða Urtgverjalands. í Tékkóslóv- akíu eru gamlir marxistar enn í for- svari fyrir atvinnufyrirtækjum og sveitastjórnum. í Ungveijalandi hefur einkavæðingin gengið miklu hraðar fyrir sig.enda ber landið þess morki og þjóðfélagið er miklu opnara og fijálslégra en í Tékkósióvakíu þarsem HELGI spjall aukinni samkeppni frá eldisfiski af ýmsum gerðum. Hér hafa menn hins vegar misst kjarkinn eins og vonlegt er vegna þess hversu illa hefur tekizt til í fyrstu umferð. Það tókst illa til með reksturinn en ekki framleiðsluna sem slíka. Bankarnir hafa tapað miklum fjármunum á fiskeldinu og skiljan- legt er, að þeir hafi lítinn áhuga á að hætta meiri íjármunum í þessari atvinnugrein. Þegar hins vegar haft er í huga, að við lifum á því að flytja út fisk og að samkeppni frá eldisfiski á eftir að stóraukast, þegar til lengri tíma er litið, hljótum við að leiða hugann að því, hvort hægt er að byggja eitthvað upp á ný. Við erum reynslunni ríkari. Við vitum, að það þýðir ekki að æða út í þennan rekstur umhugsunarlaust. En það er spurning, hvort hægt er að byggja fiskeldið upp smátt og smátt og hugsanlega skapa því nýjar rekstrarlegar forsendur t.d. með hagkvæmara orkuverði. Landsvirkjun situr nú uppi með mikla ónotaða orku, sem enginn markaður er fyrir. Það væri illa farið, ef allir þeir miklu fjármunir, sem gengið hafa til fiskeldis á undanförnum áratug nýttust þjóðinni ekki á nokkurn hátt. Það er slæmt að tapa þessum fjármunum en hugsanlegt er að þeir eigi eftir að nýtast að ein- hveiju leyti ef rétt er á málum haldið. Þegar til lengri tíma er lit- ið fer varla á milli mála, að fisk- eldi á framtíð fyrir sér. Það getur verið' beinlínis hættulegt fyrir markaðsstöðu okkur Islendingi á erlendum mörkuðum að eiga þess ekki kost að taka þátt í þeirri þróun, þegar fram líða stundir. gamlir' marxistar þykjast vera nýir og betri menn og hafa sumir hveijir talið sér og öðrum trú um þeir kunni betur en aðrir til verka og þekki markaðinn öllum öðrum fremur. Samt hafa þeir aldrei fylgt annarri pólitík en gjald- þrotastefnu sem leiðir til helfarar. Sumir rekja þessa hikandi þróun til markaðsfrelsis til forsetans og afstöðu hans. Það gæti reynzt heftandi og jafn- vel háskasamlegt, svo nauðsynlegt sem það er að flýta einkavæðingu í landinu; selja ríkisfyrirtækin og efla einkarekst- ur. En Havel virðist hafa ekki ósvipaða afstöðu til markaðarins og Ellert B. Schram og aðrir þeir sjálfstæðismenn sem hafa tilhneigingu til frelsis með aðhaldi vegna þess hve auðvelt er að misnota það gegn þeim sem minna mega sín. Ég skil vel slíka fyrirvara einsog maðurinn er af guði gerður. Ellert hefur skemmtilegan áhuga á verðmætum. Og hann hefur ræktað með sér þá mannúðlegu afstöðu til umhverfisins sem hann hefur hlotið í arf. Ég hef oft gaman af því sem hann skrifar. Hann hefur meiri áhuga á manngildi en auðsöfnun. Hann sér oft í gegnum hégóma. Og þessi setning hans í leiðara er íhugunarverð einsog ástatt er: „Ríkisútvarpið hefur engum skyldum að gegna á popprásum og lágmenningu.” Lech Walesa er aftur á móti miklu harðari markaðshyggjumaður en Havel og virðist hafa lítinn fyrirvara á frels- inu. Það verður fróðlegt að fylgjast með uppbyggingunni í þessum fyrrverandi kommúnistalöndum, sjá hvernig til tekst og gefa því auga hvort þau ný- fijálsu ríki spjara sig bezt þarsem markaðurinn er sem fijálsastur og mest er ýtt undir framtak einstaklings- ins eftir gjaldþrot kommúnismanns. Samkeppnisþjóðfélagið hefur hvar- vetna skilað flestum mestum ávinningi þótt hitt sé einnig rétt ýmsir aðrir eigi undir högg að sækja og sjáum við dæmi þess bæði austan hafs og vestan. En þá er að efla velferðarríkið og minnka möskvana í öryggisneti þess tilað frelsið verði engum að fjörtjóni. En meðalhófið er vandratað, það þykist ég einnig vita. En lýðræðishugsjónin hlýtur að vera leiðarljósið, þrátt fyrir annmarkana; iýðræði ér ekki sigling um íslaust haf. Það eru margir borgarísjakar á sigl- ingaleiðinni. Dæmi: úr fijálsum og óháðum dagblöðum svonefndum getur tilaðmynda verið stutt í andlega rusla- kistu. Það vitum við Ellert báðir. M. (mcira næsta sunnudag.) Við íslendingar erum allt- af að bíða eftir stóra happdrættisvinningn- um, sagði einn af við- mælendum Morgun- blaðsins daginn, sem tilkynnt var, að fyrir- huguðum framkvæmd- um við byggingu nýs álvers hefði verið frestað um óákveðinn tíma. Það er áreiðan- lega mikið til í þessu. Þjóð sem um aldir hefur byggt afkomu sína á sjávarafla og hefur kynnzt þeirri velsæld sem getur fylgt í kjölfarið þegar mikill afli berst á land, t.d. á síldarárunum, hefur tilhneigingu til þess að bíða eftir þessum vinningi. I stað þess að rækta garðinn okkar í smáu sem stóru og leggja grundvöll að öruggri af- komu með því að hlúa að nýgræðingum hér og þar, sitjum við með hendur í skauti og bíðum eftir aflahrotunni. Ef nauðsyn krefur tökum við erlend lán til þess að komast af meðan við bíðum. Á Viðreisnarárunum fyrri fengum við þennan happdrættisvinning í formi mikillar aflasældar á síldveiðum og samninga um álverið í Straumsvík, sem leiddu líka til byggingar fyrsta stóra orkuversins í land- inu. Á áttunda áratugnum fengum við þennan happdrættisvinning með útfærslu fiskveiðilögsögunnar, sem leiddi til brott- hvarfs erlendra tögara af Islandsmiðum. Á níunda áratugnum fór að halla undan fæti, þótt góð aflaár kæmu og verðlag á sjávarafurðum væri oft hagstætt. Þá tók- um við að safna erlendum skuldum í stór- um stíl til þess að fleyta okkur yfir það versta meðan beðið væri eftir óvæntum vinningi.til sjávai' og nýju álveri. Hvað er þá til bragðs að taka, þegar ekkert álver kemur að sinni a.m.k. og engin von er til þess að afli aukist að nokkru marki? Ný erlend lántaka meðan við bíðum? Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, útilokar réttilega þann möguleika í viðtali í þessu tölublaði Morgunblaðsins með því að benda á, að við séum svo skuld- ug fyrir, að þess sé enginn kostur. Auka aflann þrátt fyrir aðvaranir fiskifræðinga? Porsætisráðherra varar einnig við þeirri leið í þessu viðtali með tilvísun til þess, hve mikil áhætta væri í þvi fólgin. Engin aflaaukning. Ekkert álver. Engin erlend lántaka. Nú er sennilega komið að þeim tímamótum í lífi þessarar þjóðar, að hún þurfi að breyta um hugsunarhátt, breyta um lífsstíl. Við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og beðið eftir stórum happdrættisvinningi. Líkurnar á því, að hann berist upp í hendurnar á okkur eru nánast engar. Kannski með sölu á raforku um sæstreng til Evrópu en það er ekki fyrr en á næstu öld. Við þurf- um sem sé að taka okkur skóflu í hönd og byija að rækta garðinn okkar í smáu sem stóru, ekki sízt í smáu og nostra við þá nýgræðinga, sem eru að skjóta upp kollinum hér og þar en ekki hefur verið hirt um vegna þess, að við höfum átt von á öðru. Það eru engar töfralausnir til í íslenzku atvinnulífi, sem geta tryggt okkur óbreytt lífskjör, að ekki sé talað um betri lífskjör en við búum nú við. Hins vegar eru mögu- leikarnir miklir, ef við snúum okkur að því að nýta betur það, sem fyrir er, eyða minna og afla meira. Ekki eru mörg ár síðan Danir voru taldir ein skuldugasta þjóð heims. Þar hvorki gekk né rak. Nú er byijað að fjalla um danska efnahags- undrið í erlendum blöðum. Það byggist ekki á happdrættisvinningum að nokkru marki en annars vegar á mjög ströngu aðhaldi í opinberum fjármálum og niður- greiðslu erlendra skulda og hins vegar á því, að Danir hafa notfært sér í smáu og stóru fijálsan aðgang að hinum stóra Evr- ópumarkaði. í stað þess, að litið sé til Svía sem fordæmi um það hvemig byggja eigi upp öflugt atvinnulíf horfa Svíar nú til Danmerkur sem fyrirmyndar um það, hvernig þeir eigi að takast á við sín vanda- mál í atvinnulífinu. Kannski er tímabært að við göngum á ný í skóla til Ðana! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 2\ FRESTUN FRAM- kvæmda við álverið hlýtur óhjákvæmi- lega að verða til þess að við leggjum stóraukna áherzlu á að ná meiri hagnaði út úr rekstri sjávarút- vegsins. Margt bendir til, að þar séu nú breytt viðhorf á margan veg. Endurskipu- lagning útgerðar og fiskvinnslu er komin á töluverðan skrið. Merkustu tíðindi á þeim vettvangi eru án efa viðræðúr, sem hafnar eru á milli sjávarútvegsfyrirtækjanna í Vestmannaeyjum um sameiningu og sam- starf, sem leitt getur til stóraukinnar hag- ræðingar í þessari stóru verstöð. Það hefur blasað við árum saman, áð með fækkun vinnslustöðva í Vestmanna- eyjum væri hægt að stórauka hagkvæmni í rekstri þar, auka hagnað fyrirtækjanna og bæta kjör starfsfólks þeirra. Þar er ekki við að stríða þann hrepparíg á milli sveitarfélaga, sem veldur vandkvæðum annars staðar, þótt slíkur rígur geti auðvit- að verið innan sama sveitarfélags með öðrum hætti. Augljóst er, að aflaskerðingin hefur orðið til þess að ýta á forráðamenn fyrir- tækjanna í Vestmannaeyjum að taka til hendi. Að því leyti getur aflaskerðingin orðið til góðs, þegar fram líða stundir. Hún veldur því sennilega, að meiri hraði kemst á endurskipulagningu í sjávarútvegi en ella hefði orðið. Neyðin kennir naktri konu að spinna. í samtali við Morgunblað- ið í gær, föstudag, sagði Guðjón Rögn- valdsson, stjórnarformaður Fiskiðjunnar í- Eyjum; „Við erum í þessu af fullri alvöru og ætlum að reyna að búa hér til almenni- lega einingu. Það er alveg Ijóst, rniðað við þær aðstæður, sem við búum við nú, að eitthvað verður að gera.” Sigurður Einars- son, forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar sagði; „ ... ég er reiðubúinn til þátttöku í viðræð- unum. Það gerist eitthvað núna. Menn eru að horfa á þannig tölur, að það hlýtur eitt- hvað að gerast og ekki bætir nú úr skák, hversu fiskiríið hefur verið tregt að und- anförnu.” Hvort sem það er tregt fiskirí, aflaskerð- ingin eða þrýstingur frá íslandsbanka, aðalviðskiptabanka fyrirtækjanna í Vest- mannaeyjum, sem veldur því að þessar viðræður eru hafnar, eru þær mikið fagn- aðarefni og vísbending um hvernig við eigum að bregðast við eftir þau miklu vonbrigði, sem orðið hafa vegna álversins. í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á vandamáli, sem upp er komið vegna fyrirhugaðra kaupa Norðurtangans á Isafirði og Frosta í Súðavík á Freyju á Suðureyri. Þar hafa komið upp erfiðleikar á íjármögnun slíkrar endurskipulagningar, sem margar ástæður eru vafalaust fyrir. Hins vegar eru rökin fyrir þessum kaupum á Vestfjörðum augljós og hagnaður þjóðar- búsins af því, að þau viðskipti nái fram að ganga fer ekki á milli mála. Vel má vera, að sérstakar ráðstafanir þurfi að gera til þess að greiða fjárhagslega fyrir slíkri endurskipulagningu. Hún má ekki stöðvast vegna ljármögnunarvandamála. Svo mikið er í húfi. í þeirri geijun, sem nú er í sjávarútveg- inum, þar sem menn leita leiða til þess að efla fyrirtæki, sem byggja á of veikum grunni íjárhagslega, hefur orðið vart til- hneigingar til þess, að bæjarfélögin komi inn í rekstur þessara fyrirtækja. Þetta hefur gerzt í Olafsvík, þar sem í raun er að verða til bæjarútgerð og þetta er að gerast að einhveiju leyti í Bolungai'vík, þar sem rætt er um, að bæjarfélagið ger- ist hluthafi í rekstri fyrirtækja Einars Guðfinnssonar. Hér eru menn á hættu- legri braut. Reynslan af bæjarútgerðum er afar slæm fyrir bæjarfélögin sjálf. Fjöl- mörg bæjarfélög á Islandi hafa orðið illa úti vegna þátttöku í slíkum rekstri á und- anförnuín áratugum. Gömul reynsla er fyrir þessu í fjölmörgum kaupstöðum, Isafirði, Hafnarfirði, Reykjavík, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Það er ástæða til að stöðva við þessa þróun og benda á, að hér getum við verið að fara út í rangan farveg. Það eru hins vegar fleiri álitamál varð- t ~ Breytt við- horf í sjáv- arútvegi RE YK JAVÍ KURBRÉF Laugardagur 16. nóvember andi sjávarútveginn, sem komið hafa til umræðu að undanförnu. Fiskmarkaðirnir hafa fætt af sér fjölmörg lítil fiskverkunar- fyrirtæki, sem hafa kannski 5-10 manns í vinnu. Þessi fyrirtæki eru sérhæfð á margan hátt og eru að mörgu leyti vaxtar- broddur í fiskvimislunni. Þegar þau leggja öll saman eru þau stór fiskkaupandi á mörkuðunum. Það þarf að hlúa að þessum rekstri. Þarna sprettur einkaframtakið fram í sinni beztú mynd. Minnkandi afli og kvótakerfið valda því hins vegar, að þessi litlu fiskverkunarhús eiga stöðugt erfiðara með að fá fisk til vinhslu. Á sama tíma sjáum við fiskverkunarhúsum í Evr- ópu fyrir físki til vinnslu. Rök útgerðarinnar eru þau, að hún verði að geta selt fiskinn, þar sem hæst verð fæst fyrir hann og sé það í útlöndum beri að selja hann þar. Rök fiskvinnslunnar eru þau, að svo mikiil kostnaður sé samfara sölunni til útlanda, að hagkvæmnin í því sé alls ekki augljós frá sjónarhóli þjóðar- búsins, þegar upp er staðið. Full ástæða er til, að frekari umræður fari fram um þetta rrtál og kosti og galla þess, að allur fiskur, sem, veiddur er við Islandsstrendur verði seldur á mörkuðum hér, hvort sem hann verði seldur til íslendinga eða útlend- inga. Harkan í deilunum um fiskveiðistefnuna fer vaxandi eins og glöggt mátti sjá á aðalfundi LÍÚ á dögunum, þar sem Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, og Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, tóku höndumsaman urn að veija mestu eignatil- færslu íslandssögunnar a.m.k. frá siða- skiptum! Þessar deilur eiga eftir að harðna enn og hafa djúpstæð áhrif á stjórnmála- þróunina í landinu á næstu árum. En á meðan gert verður út um það deiluefni verðum við að taka höndum saman um að knýja fram þá hagræðingu í sjávarút- vegi, sem á annað borð er hægt að ná fram að óbreyttu kerfi. Hins vegar er hægt að færa mörg efnisleg rök fyrir því, að breyttar aðstæður í atvinnumálum okk- ar eftir frestun álversins kalli á skjótari breytingar á fiskveiðistefnunni, en Morg- nnblaðið hefui' boðað fram til þessa. ÞEGAR ÍSLAND varð aðili að EFTA fyrir rúmlega smáfyrir- tveimur áratugum var ein helzta for- senda fyrir því sú, að með aðgangi að stærri markaði mundi ; Uppbygging okkur auðnast að byggja upp öflugan út- flutningsiðnað og þar með skjóta fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf og þá ekki sízt útflutningsstarfsemi. Þetta gekk ekki eftir nema að takmöi'kuðu leyti. Iðn- fyrirtæki, sem fyrir voru í landinu hættu mörg hver starfsemi vegna aukins inn- flutnings eins og spáð hafði verið en hins vegar varð minna um, að upp risu önnur fyrirtæki í þeirra stað. Á þingi Landssam- bands iðnaðarmanna fyrir skömmu kom fram sú skoðun, að ástæðan fyrir þessu væru misjöfn rekstrarskilyrði iðnaðai' ann- ars vegar og sjávarútvegs hins vegar, iðn-' aðurinn gæti einfaldlega ekki þrifizt í skugga sjávarútvegsins að óbreyttri fisk- veiðistefnu. En jafnframt komu fram á iðnþingi at- hyglisverðar hugmyndir um uppbyggingu og samstarf lítilla fyrirtækja, sem ástæða er til að vekja athygli á. I samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, segir Har- aldur Sumarliðason, forseti Landssam- bands iðnaðarmanna m.a.; „Við höfum verið að velta því fyrir okkur, hvort hægt væri með einhveijum ráðum að skapa iðn- aðinum betri aðstæður til dæmis í skatta- málum og öðrum rekstrarskilyrðum, þar með töldum gengismálum. Allt þetta höf- um við verið með í huga og ekki sízt það, að við erum að verða þátttakendur í meiri samkeppni en áður, ef evrópska efnahags- svæðið verður að veruleika. Menn hafa velt því fyrir sér, hvernig á því standi, að okkur gangi ekki betur en raun ber vitni og þá gjarnan komizt að þeirri niðurstöðu, að við séum með svo lítil fyrirtæki og hyrfum einfaldlega, þegar aukin erlend samkeppni kæmi til. Landssamband iðnaðarmanna hefur bent á, að á níunda áratugnum sköpuðu lítil fyrirtæki í heiminum um það bil 8 af hveijum 10 nýjum störfum. Könnun hér á landi hefur leitt í ljós, að 99% af öllum fyrirtækjum á íslandi eru með færri en 60 starfsmenn en samkvæmt skilgreiningu Evrópubandalagsins flokkast fyrirtæki með færri en 500 starfsmenn sem lítil og meðalstór fyrirtæki. Því velta menn þeirri spurningu fyrir sér, hvort þessi litlu fyrir- tæki eigi einhveija framtíð og með hvaða hætti væri hægt að hafa áhrif á framvind- una.” I framhaldi af þeSsu skýrir forseti Landssambands iðnaðarmanna frá sam- starfi smáfyrirtækja á Ítalíu og segir: „Þessi fyrirtæki vinna.sjálfstætt en tepgja sig saman og vinna þannig í rauninni hvert fyrir annað. Þeim gengur vel vegna þess, að þau eru aðstoðuð við þá þætti, sem lít- il fyrirtæki ráða almennt ekki við og við þekkjuni afskaplega vel hér heima. Fyrir- tæki með 5 til 25 menn í vinnu eiga erfitt með að markaðssetja sig, það kostar pen- inga, eða standa fyrir rannsóknum á því, sem þau eru að gera. Ef þetta er hins vegar gert í sameiningu þá er þetta hægt og afrakstur af svona smáfyrirtækjum virðist alls staðar í heiminum hafa orðið miklu meiri en hjá risunum á síðasta ára- tug.” Þetta eru athyglisverð sjónarmið. Hér á íslandi hefur mikil. áherzla verið lögð á nauðsyn þess að sameina fyrirtæki og stækka og Morgunblaðið hefur m.a. átt þátt í því að hvetja til slíkrar þróunar í atvinnulífi okkar á þeirri forsendu, að það væri nauðsynlegt til þess að mæta harðn- andi samkeppni erlendis frá. Vel má vera, að þessar umræður hafi orðið til þess, að þýðing smáfýrirtækja hafi gleymzt og lítið hafi verið með þau gert. Þess vegna er það framtak Landssambands iðnaðar- manna mjög mikilvægt að beina athygli manna að smáfyrirtækjunum og þeim möguleikum, sem þau hafa upp á að bjóða með samstarfi sín í milli, eins og dæmin frá Italíu sanna. Raunar hefur athyglin beinst að litlum og meðalstórum fyrirtækj- um víðar en á Ítalíu. Á síðustu mánuðum hafa Ijölmiðlar á Vesturlöndum vakið at- hygli á því, að kjarninn og kjölfestan í þýzku atvinnulífi og þýzkri útflutnings- starfsemi eru ekki stóru, þekktu fyrirtæk- in þar, heldur smáfyrirtæki og meðalstór fyrirtæki, sem hafa með ótrúlegum hætti hazlað sér völl í útflutningi og náð miklum árangri. Slík fyrirtæki eru uppistaðan í atvinnulífi öflugasta efnahagsveldis í Evr- ópu og eins öflugasta efnahagsveldis í heiminum. Þegar við nú stöndum frammi fyrir gjör- breyttum aðstæðum í atvinnumálum okkar vegna frestunar álversins er full ástæða til að huga að rekstri smáfyrirtækja hér og hvernig unnt er að efla þá starfsemi bæði hér innanlands og til útflutnings með sameinuðu átaki margra aðila. Þarna get- ur verið á ferðinni sá nýgræðingur í okkar atvinnulífí, sem hlúa þarf að og getur með sama hætti, og orðið hefur í Danmörku, átt verulegan þátt í að rífa okkur upp úr þeirri efnahagslægð, sem við, er.um í. „Engin aflaaukn- ing. Ekkert álver. Engin erlend lán- taka. Nú er senni- lega komið að þeim tímamótum í lífi þessarar þjóðar, að hún þurf i að breyta um hugsunarhátt, breyta um lífsstíl. Við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og beðið eftir stórum happdrættisvinn- ingi. Líkurnar á því, að hann ber- ist upp í hendurn- ar á okkur eru nánast engar. Kannski með sölu á raforku um sæ- streng til Evrópu en það er ekki fyrr en á næstu öld. Við þurfum sem sé að taka okkur skóflu í hönd og byrja að rækta garðinn okkar.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.