Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 MASKARAR Meó næringu. Tárheldir. SL þy kkja augnhár. WP vatnsheldir. VP ilmef nalausir. V linsur, viókvæm. ^■^M^mmmmwiwriirTn.n.iiirMii.iiii.1 ÖLL FIMMTUDAGS- OG SUNNUDAGSKVÖLD 8 I KARAOKí- MHSTARINN1991 HVER VERÐUR ÍSLANDSMEISTARI? Nú fara fraim Ölveri í Glæsibæ undanrásir í íslandsmeistarakepp- ninni í KARAOKE, þar sem leitað er að KARAOKEMEISTARANUM 1991. Á hverju kvöldi undankeppninnar verður valinn einn söng vari sem fær viðurkenningarskjal, óvænt verðlaun og kemst í undanúrslit keppninnar sem verða sunnudaginn 5. janúar 1992. Þar verða síðan valdir tíu keppendur sem ásamt Karaokemeisturum Akureyrar og Vestmannaeyja taka þátt í úrslita- keppninni sem haldin verður 10. janúar 1992. Vakin er sérstök athygli á því að keppnin er einungis opin "amatörum". Aldurstakmark 18 ára. Skráningargjald 500 kr. Nánari upplýsingar og skráning í Ölveri eftir kl. 18.00 og í síma 686220 á áðurnefndum tíma. Á Bylgjunnl fjallar Bjarnl Dagurum keppnina. keppendur, stílinn og stællnn í þætti sínum milll kl. 9-12 vlrka daga. Tökum þátt í spennandi landskeppni um Karaoke- meistarann 1991. Mætum öll og njótum kvöldsins. OLVER G L Æ S I B Æ ÞAR SEM HVER SYNGUR MED SÍNU NEFI SJALUNN Vllís FERSASKRIFSTOFA Myndir sem verða á aðalsýningu Gunnars í Fluelen. Leirbitarnir eru hráefni í skúlptúra á stál- plötu með þrepi. LIST Flytur frumsamið tónverk á eigin myndlistarsýningu Gunnar Kristinsson, listmálari og tónskáld, kynntist fyrir nokkrum árum tveimur svissnesk- um listmálurum á Horninu í Reykjavík. Hann bauð þeim að nota vinnustofu sína í Þjórsárd- alnum og upp úr varð vinskapur. Þeir eru frá Altdorf í kantónunni Uri. Gunnar var við myndlist- arnám. í Basel í nokkur ár og þekkir því vel til í Sviss. Hann heimsótti vini sína í Altdorf og leist svo vel á að hann er nú kom- inn með vinnustofu þar á gömlu bóndabýli inni í bæ. Og hinn 23. nóvember opnar hann sýningar á þremur stöðum í miðju Sviss. Hann sýnir litlar myndir á kaffi- stofu í Altdorf og á vinnustofu sinni en stærri myndir og skúlp- túra á aðalsýningunni sem verður haldin í gömlu kirkjunni í Fluelen, nágrannabæ Altdorf. Auk þess verður tónverk eftir hann fyrir einn sellóleikara og þtjú selló, tölvu og slagverk frumflutt við opnunina í kirkjunni, en það er eitt af 40 listaverkum sem kan- tónan Uri pantaði í tilefni af 700 ára afmæli Sviss í ár. „Það var skilyrði að verkið tengdist náttúrunni,” sagði Gunn- ar. „Ár og fossar gáfu mér inn- blástur. Tónverkið fjallar um heim vatnsins. Þar eiga sér stað stöðug átök eins og alls staðar í kringum okkur, ekki bara í heimsfréttun- um, heldur i mannlegum sam- skiptum og í náttúrunni.” Gunnar veltir þessum hlutum mikið fyrir sér og fæst við þá í listsköpun sinni. Hann fluttist til Basel á síðasta ári og hefur síðan breytt um stíl. „Myndirnar sem ég sýni á kaffistofunni eru restin af gamla tímabilinu. Þær fjalla um sætt og súrt, spennuna í kringum það að umgangast fólk. Margar eru ansi erótískar.” Gömlu myndirnar eru dökkar en nýrri myndir eru mun bjartari. „Ég er ánægður með að hafa náð frelsi í stíl,” sagði hann og fletti í gegn- um bunka af nýjum vatnslitamyndum. „Grunnurinn er höfuð sem er tákn með- vitundarinnar og síðan koma fyrir litir úr umhverfinu. Landslag og höfuð renna saman í eitt.” Stóru myndirnar á aðalsýningunni eru í sama anda og vatnslita- myndirnar en unnar á viðarplötu með blandaðri tækni: þurrlitum, tjöru, krítum og borvél með vír- bursta. „Skúlptúrarnir eru gerðir úr mörg hundruð litlum augna- bliksstyttum, líkamsbútum, úr leir sem ég hleð upp á stálplötur með þrepi. Ég fékk hugmyndina í sum- ar þegar flóttafólkið frá Albaníu var í fréttum, þessi ótrúlegi fjöldi fólks þar sem einstaklingurinn týndist gjörsamlega í mergðinni.” Gunnar hefur áður haldið einkasýningar, tekið þátt í sam- sýningum og haldið tónleika í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann á stórt safn slagverka og notaði til skamms tíma aldrei rafmagn við tónlistarflutning. En nú hefur hann „hleypt öðru að. Ég ákvað að kynna mér rafmagns- og tölvu- tónlist við tónlistarháskólann í Basel til að vita út á hvað þessi verkfæri sem við notum sem hljóðfæri ganga. Ég vil geta notað þau af því að ég lifi á þessari öld en ekki á steinöld.” Hann hefur komið fram á tón- listarhátíðum með lítilli hljómsveit nemenda úr tónlistarháskólanum í Basel á þessu ári en stefnir að því að eignast sendiferðabíl fyrir slagverkin til að geta ferðast um og haldið tónleika milli þess sem hann málar í Altdorf eða á vinnu- stofunni í kantónunni Júra, þar sem hann hefur einnig aðstöðu. Hann segist ætla að vinna áfram í Þjórsárdalnum þegar hann er á landinu og halda tengslum við ísland. „Umhverfið sem maður eist upp í hefur áhrif á mann og togar mann til sín alla ævina,” sagði hann. - ab. Gunnar Kristinsson mótar augnabliks- styttur sem flóttamennirnir frá Albaniu voru kveikjan að. MKroilHIHPil) Otrúlegt kynningarverð á 240 sætum í aukaferðum. GLASGOW EDIHBORG CENTRAL HOTEL .J W HOLIDAY INN Með morgunveröi. .1'- UUKEáÉMÉ^dl Með morgunveröi. Brottfarardagar: 21.nóv. fullbókað, biðlisti - 28.nóv. fá sæti laus - 5.des. aukaferð, laus sæti - 9.des. fullbókað, biðlisti * - 12.des. aukaferð, laus sæti - 16.des. fá sæti laus Jn . Alltaf með lægsta verðið Vegna einstaklega hagstæðra samninga okkar um flug og gistingu bjóðum við takmörkuðum fjölda fólks upp á ótrúlega ódýrar og eftirsóttar ferðir til Edinborgar og Qlasgow. Islenskur fararstjóri - farþegar okkar fá sérstakt leyfi til að versla á heildsöluverði í stóru vöruhúsi. Hagstætt verð í verslunum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Edinborg, höfuðborg Skotlands er heillandi og fögur. Par er margt að sjá, kastala, sögufrægar byggingar og listasöfn. Edinborg og Glasgow eru líflegar borgir með fjölbreytilega skemmtistaði og menningu. .inuia niil8i9VBiIöd i iioaauunlAyi iiöl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.