Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 44
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SIMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Niðurstaða í sér- kjaraviðræðum er forsenda samninga - segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands, segir að við- brögð vinnuveitenda í þeim sérkjaraviðræðum scm staðið hafa yfir að undanförnu við einstök aðildarfélög og landssambönd ASÍ hafi ein- kennst af tregðu. Sambandsstjórnarfundur ASÍ verður haldinn á mánu- dag og þriðjudag, þar sem meðal annars verður farið yfir stöðuna í kjaramálum, en sambandsstjórnin fer með æðstu stjórn ASÍ á milli þinga sambandsins. Asmundur sagði að það væri jafngott fyrir atvinnurekendur að gera sér ljóst að í sérkjaraviðræðun- um væri um ýmis atriði að ræða sem óhjákvæmilegt væri að taka á og leysa ef það ætti að vera hægt að gera einhvetja samninga. Auðvitað gæti niðurstaðan orðið sú að viðræð- urnar enduðu í hnút og yrðu tilefni átaka. Hann sagði að það væri mjög nauðsynlegt að þeir kjarasamningar sem gerðir yrðu miðuðu að því að viðhalda þeim stöðugleika sem ríkt hefði í efnahagslífinu frá því þjóðar- sáttasamningarnir voru gerðir. „En ég verð að taka það fram að ég er ekki sammála þessari endalausu svartsýni sem vinnuveitendur hafa látið í Ijósi að undanförnu. Það er alveg ljóst að þorskafli er ekki skert- ur um nær fímmtung öðru vísi en þess sjáist víða merki, en ef okkur Á fjórða tug milljóna kr. í pottinum tekst að nýta þann afla sem að landi berst betur en verið hefur og ef okk- ur tekst að ýta undir atvinnuupp- byggingu á öðrum sviðum þá eigum við að geta verið hér með tekjuaukn- ingu en ekki samdrátt og við skulum muna að þó út af fyrir sig geti verið gagn að því að framreikna tölur miðað við hinar og þessar forsendur, þá er rangt að gera slíkar framskrift- arútreikninga að trúaratriði. Við er- um sjálf gerendur um það hver niður- staðan verður.” Ásmundur sagði að það þyrfti að efla atvinnulífið til þess að það stæði undir bættum lífskjörum. Það þyrfti að auka hagræðingu í atvinnurekstri og hjá hinu opinbera. Lykilatriði væri að lækka vexti, sem væri stór kostnaðarþáttur í rekstri atvinnulífs eins og hjá mörgum einstaklingum, auk þess sem hátt vaxtastig kæmi í veg fyrir nýjar framkvæmdir. „Við megum ekki fara einföldu leiðina sem Vinnuveitendasambandið velur í sín- um áróðri að emja og væla og biðja um að kaleikurinn verði frá þeim tekinn. Við verðum að takast á við verkefnið og leysa það þannig að við stöndum sterkari eftir en ekki veik- ari. Við verðum að byggja upp en ekki bijóta niður,” sagði Ásmundur Stefánsson að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg NEISTAFL UG í FROSTINU Bílaeign fer minnk- andi á ný Nærri 30% fólksbíla frá 1987 og 1988 Á ÍSLANDI voru á síðasta ári skráðar alls 525 bifreiðar á hverja þúsund íbúa. Bílum hefur fækkað hlutfallslega frá því að bílaeign landsmanna náði há- marki árið 1988, en þá voru skráðir 566 bílar á hverja þús- und íbúa. Það árið stappaði nærri því að íslendingar slægju Bandaríkjamenn út I bílaeign, en þeir áttu þá 571 bíl fyrir hveija þúsund íbúa, samkvæmt opinberum tölum. Þegar litið er á aldursdreifingu bifreiða kemur í ljós að hlutfalls- lega flestar bifreiðar landsmanna eru frá árum „bílasprengingarinn- ar”, sem varð eftir að tollar á bílum voru lækkaðir. í árslok 1990 var á skrá 119.731 fólksbifreið hjá Bifreiðaskoðun íslands. Þar af voru um 15% bílanna frá árinu 1987 og 13% frá' 1988, en aðeins 5% frá árinu 1989 og 6% frá 1990. Meðalaldur fólksbifreiða var 8,6 ár árið 1986. Svo kom bílaspreng- ingin og meðalaldurinn lækkaði í 7,5 ár 1987 og hefur haldizt svip- aður síðan, var 7,6 ár á síðastliðnu ári. Er litið er á bílaeign eftir lands- hlutum má sjá að 57% fólksbifreiða eru á höfuðborgarsvæðinu, eða 68.640. Rúmlega 1.550 bifreiðar á íslenzku númeri eru skráðar er- lendis. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Aukum hvorki erlendar lántökur né fellum gengið TALIÐ VAR að potturinn í ís- lenskum getraunum yrði á fjórða tug milljóna króna í gær, laugardag, en Islenskar get- raunir hafa nýlega tekið upp samstarf við sænskt getrauna- fyrirtæki. í stað tólf leikja á getraunaseðlinum eru leikirnir nú þrettán. Sölustöðum getraunaseðla var lokað klukkan 12 á hádegi í gær. Islendingar hafa ekki áður átt kost á svo háum vinningi í Get- raunum. Hins vegar hafa vinn- ingslíkur minnkað með því að fjölga leikjum úr tólf í þrettán. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að fólk hafi sýnt mikla skynsemi og mikið þol- gæði í þjóðarsáttarsamningum. „Þess vegna bera vinnuveitend- ur og ríkisvaldið þunga ábyrgð á því að gæta þess nú þegar þessi afturkippur verður, að hann komi ekki þyngst niður á launþegum,” segir forsætisráð- herra meðal annars í samtali sem Morgunblaðið á við hann í dag. Forsætisráðherra útilok- ar gengisfellingu og segir hug- myndina um að auka veiði- heimildir vera varasama og hættulega. Forsætisráðherra segir að sú leið sem bent hafi verið á að fara, að taka stór erlend lán, ráðast í mannfrekar framkvæmdir og borga reikninginn þegar rofa tekur til í efnahags- og atvinnulífinu, sé ekki fær vegna þess hve skuldugir Islendingar eru. Davíð segir jafnframt að nú sé það ekki inni í myndinni að geng- ið sé vitlaust skráð, eins og verið hafi fyrir þremur áram. Enginn sé því að tala um gengisfellingu - gengisfelling eigi ekki við nú. Hún sé „algjörlega úrelt fyrirbæri”. Um hugmyndir um auknar veiðiheimildir segir forsætisráð- herra: „Menn hafa talað um að auka veiðiheimildir. Það hefur engin slík ákvörðun verið tekin og hún er bæði varasöm og hættu- leg.” Forsætisráðherra telur það hafa verið hæpna leið hjá bönkunum að bæta sér upp tap á fyrri hluta ársins með of háu vaxtastigi. „Þeir áttu að bera sitt tap af röngum ákvörðunum, þó þær hafi verið teknar af röngum aðilum, banka- ráðunum en ekki bankastjórun- um,” segir Davíð. Forsætisráðherra ræðir um átök innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins um byggðamál og segir þá m.a. að hann geti ekki séð að það sé í verkahring Byggðastofn- unar að veita 600 til 700 milljónir króna í „eitt fiskeldisfyrirtæki í Fljótunum þar sem vinna eitthvað rúmlega tíu manns. Það getur enginn sagt mér að það sé í sam- ræmi við lög um Byggðastofnun.” Sjá viðtal við Davíð Oddsson forsætisráðherra: „Skellur- inn má ckki koma hart niður á launafólki” á bls. 10-14. Aflabrögð með eindæmum léleg og gæftaleysi hamlar sjósókn: „Það er sama sagan hjá öllum - það finnst ekkert” AFLABRÖGÐ liafa verið með eindæmum léleg undanfarnar vikur auk þess sem gæftaleysi hefur liamlað sjósókn. Nokkrir síldarbátar höfðu fengið smásíld út af Hornafirði en svo smá var hún að henni var dælt aftur í sjóinn. Vinnsla féll niður einn dag í síðustu viku í Sildarvinnslunni á Neskaupstað, en það hefur ekki gerst áður á vertíð í mörg herrans ár. „Þetta er fyrsti sólarhringurinn sem við erum úti eftir brælu. Það er kaldafýla ennþá og lagast ekki fyrr en í nótt. Við höfum verið hálfan mánuð á sjó án þess að hafa kastað, höfum ekki fengið pöddu,” sagði Ingimundur Jónsson, stýrimaður á loðnuskipinu Svan RE, þegar haft var samband við hann í gær. Þá var báturinn 40-50 rnílur norðaustur af Rauðanúp. „Það hefur enginn fengið neitt. Þetta hefur ekki gerst áður hjá okkur. Þeir fundu samt einhveijar dreifar síðustu nótt rétt norðan Kolbeinseyjar en loðnan var ekki veiðanleg. Það á að skoða það aft- ur í nótt, en þetta er það fyrsta sem sést.” Kristján Kristjánsson stýrimaður á síldarbátnum Víkingi AK sagði að það væri algjör ördeyða á mið- unum. „Það köstuðu þrír bátar í Hornafjarðardýpi í gærkvöldi og það var bara smásíld — á mörkun- um að það#væri löglegt að hirða það. Sumir eru á því að það' eigi að loka svæðinu. Það er sama sag- an hjá öllum, það finnst ekkert. Ég var að tala við þá á Smáeynni frá Vestmannaeyjum áðan og það var ekkert að hafa. Þeir kenna veðráttunni um. Það er verst að tunglið er að vaxa og þá gefur hún sig ekki á nóttunni,” sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.