Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 43 ir. 14.00 Hvaö er að gerast. Umsjón Bjarni Arason og Erla Friðgeirsdóttir. Opin lína í sima 626060. 15.00 Tónlist og tal. Umsjón Bjarni Arason. 17.00 islendingaféiagið. Umsjón Jón Ásgeirsson. 19.00 „Lunga unga fólksins". i umsjón tiunda bekk- inga garnnskólanna. Réttarholtsskóli. 21.00 Á vængjum söngsins. Umsjón Óperusmiðj- an. 22.00 Blár mánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson. ALFA FM-102,9 7.00 Morgunþáttur. Erlingur Níelsson. 9.00 Jódis Konráðsdóttir. 9.30 Bænastund. 13.00 Kristbjörg Jónsdóttir. 13.30 Bænastund. 17.30 Bænastund. 18.00 Sverrir Júlíusson. 20.00 Margrét Kjartansdóttir. 22.00 Hafsteinn Engilbertsson. 23.50 Bænastund. 24.00 Dagskrárlok. Bænalínan er opin alla virka daga frá kl. 7.00- 24.00, s. 676320. 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. 9.00 fyrir hádegi. Bjarni Dagur Jónsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Kristófer Helgason. Flóamarkaðúrinn er í gangi og siminn er 67 11 11. 14.00 Snorri Sturluson. Síminneropinn, 67 11 11. 17.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Einar Örn. 17.17 Fréttaþáttur. 17.30 Reykjavik siðdegis. 19.30 Fréttir. 20.00 Örbylgjan. Umsjón Ólöf Marin. 23.00 Kvöldsögur. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. 00.00 Eftir miðnætti. Bjöm Þórir Sigurðsson. 4.00 Næturvaktin FM#957 7.00 Jóhann Jóhannsson i morgunsárið. 9.00 Ágúst Héðinsson á morgunvakt. 12.00 Hádegisfréttir. 15.00 Iþróttafréttir. Kl. 16.05 Anna Björk Birgisdóttir. 19.00 Kvölddagskrá FM. 21.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 21.15 Pepsí-kippa kvöldsins. 24.00 Haraldur Jóhannesson á nælurvakt. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með góðri tónlist sem á vel við á degi sem þessum. Tekið á móti óskalögum og afmæliskveðjum i síma 27711. Þátturinn Reykjavík síðdegís frá Bylgjunni frá 17.00-18.30. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 17.17. Tónlist milli kl. 18.30 og 19.00. Ésm f| FM 102 * 104 7.30 Sigurður Ragnarsson. 10.30 Sigurður H. Hlöðversson. 14.00 Arnar Bjarnason. 17.00 Felix Bergsson. 19.00 Grétar Miller. 22.00 Ásgeir Páll. 00.00 Halldór Ásgrimsson. Fm 104-8 16.00 FB. 18.00 Framhaldsskólafréttir. 18.15 IR. W terkur og k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! 22.00 MR. 1.00 Dagskrárlok. FM967 Morgunhani FM957 QSBH Jóhann Jóhannsson heitir morgunhani FM 957 og hann legg- 700 ur að sögn upp úr því að ailt sé á rólegu nótunum hvað varð- ' ar lagaval og raddstyrk. Auk þess að leika tónlist og rabba við hlustendur, flytur hann fregnir af veðri, umferð og miðlar ýmsar upplýsingar sem þykja eiga við hveiju sinni. Þá tekur hann á móti beiðnum um óskalög og svarar í síma 670957. Þetta er tveggja stunda löng dagskrá. Rás 1 Byggðalínan ■■■■ í Byggðalínu Árna Magnússonar að þessu sinni verður n03 tekið fyrir ítiálefnið „Atvinnumál,” einkum frá þeim sjónar- ‘ hóli að næg atvinna sé undirstaða byggðar í landinu auk þess sem nýsköpun í atvinnulífi er grundvöllur framfara. Menn sem standa í „framlínu” þessafa mála munu mæta í hljóðstofur á Akur- eyri og Egilsstöðum og ræða málið. Þátturinn er sendur út frá Akur- eyri, en Árna til aðstoðar á Egilsstöðum er Inga Rósa Þórðardóttir. Sjónvarpið Útróf ■B í þættinum í kvöld verður m.a. samtal við huldumann sem ni 25 orti ljóð fyrir 50 árum síðan, en hætti slíku fikti og snéri sér að öðrum störfum. Hann minnist þessara daga og flyt- ur hálfrar aldar gamalt skólaljóð. Þá flytur Björn Th. Björnsson er- indi um aðbúnað og hlutskipti íslenskra fanga f Kaupmannahöfn á átjándu öld og sýnt verður brot úr leikriti hans „Ljón í síðbuxum” sem er á fjölum Borgarleikhússins þessa daganna. Elnar Örn Bene- diktsson verður í Málhorninu og litið verður inn á sýningu ívars Valgarðssojiar á Kjarvalsstöðum. Umsjónarmaður þáttarins er Art- húr Björgvín Bollason. Aðalstöðín Blár mánudagur Pétur Tyrfingsson sér um blúsþátt Aðalstöðvarinnar og OO 00 er þetta tveggja stunda dagskrá. í þættinum og þeim "" næstu, verður tekið fyrir og leikið allt íslenskt blúsefni sem væntanlegt er á markaðinn i jólaplötuflóðinu. Sjónvarpið íþróttahomið ■^■B íþróttahornið er á sínum fasta stað og er greint frá ýmsum 01 oo af helstu íþróttaviðburðum helgarinnar, bæði heima og erlendis. Erlendar knattspyrnusvipmyndir fá sitt nám að vanda, en vegna þess að ekkert var leikið hérlendis í handknattleik og körfuknattleik um hejgina, verður annað efni þáttarins sótt f aðrar áttir. Það er Samúel Örn Erlingsson sem stýrir þættinum í kvöld. ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæöi, þjónusta <W>-gardínubrautir eftirmáli meö úrvali af köppum í mörgum litum. Sjónvarpið Landslagið ■Hm Sjónvarpið hefur nú kynningu á þeim tíu lögum sem keppa OO 30 *-'* úrslita í sönglagakeppninni „Landslaginu”. Frá og með “V — þessum þætti, verða flutt tvö Iög á dag á sama tíma og verður samtengt við Rás 2 þannig að hægt er að hlusta á lögin í stereó. Þriðjudaginn 26.nóvember verða síðan öll lögin flutt í Sjón- varpinu og þremur kvöldum síðar verður úrslitakvöld á Hótel íslandi þar sem „Landslagið 1991”, verður valið, auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir besta textann, bestu útsetninguna, athyglisverð- asta lagið og besta flytjandann. Fyrra lagið sem flutt verður í kvöld heitir „Dansaðu við mig” og er eftir Gunnar Þórðarson og Hafþór Guðmundsson, en textinn er eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Eldfuglinn flytur eigin útsetningu og söngvari er Grétar Örvarsson. Seinna lagið heitir „Það er ekki hægt”, en lagið og textinn eru eftir Ómar Ragnarsson sem flytur sjálfur sitt lag í útsetningu Péturs Hjaltested ásamt Þuríði Sigurðar- dóttur og Flautaþyrlunum. Ömmustangir, þrýsti- stangir, gormar o.fl. Sendum í póstkröfu um land allt. Einkaumboð á islandl Síðumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870-688770 Tjamargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 IiGrænt númer: 99-6770 V>//|U*'V Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Lang erfiðustu málin í einu kvikmyndahúsanna i Reykjavík er um þessar mundir sýnd myndin „Aldrei án dóttur minnar”, sem var mikið um rædd í Evrópu í sumar. Ekki að ástæðulausu. Þetta er sanii- söguleg mynd um raunveruleg- an atburð, en um leið hliðstæða við það sem gerist víða um lönd, þar sem hefðir, samfélagsvið- horf og þar af leiðandi lög rek- ast harkalega á í einni fjöl- skyldu. Það er í fjölskyldum þar sem hjónin koma úr gjörólíkum samfélögum og það kemur með skelfilegum afleiðingum niður á börnunum, af- sprengi þessara tveggja heima. Auð- vitað ekki nema í stökum tilfellum, en þau eru jafnan hörmuleg. Um slík tilvik hefur maður oft lesið í erlendum blöðum. Nú hafa nokkur þeirra sótt íslenskt samfélag heim. Hæst ber mál íslensku konunnar Sophíu Hansen, sem missir á harkalegan hátt tvær dætur sín- ar til fjölskyldu eiginmannsins í Tyrklandi. Kvikmyndin „Aldrei án dóttur minnar” greinir frá amerískri konu, sem fer með lækninum manni sínum í tveggja vikna heimsókn tíl fjölskyldu hans í íran, enda toga þessi sterku stórfjölskyldubönd hann heim. í þessum gerólíka heimi, sem heimamaðurinn aðlagast, breyt- ist líf þeirra í martröð. Ameríska konan á engan rétt, enga laga- lega stöðu eða hjálpar von í rétti heimalands síns. Má eflaust segja að íran eftir afturhvarfið til strangrar íslamstrúar gangi lengst. En það er miklu víðar en í íslömskum samfélögum að skyldurnar við bamið, að sjá fyrir því og um leið rétturinn til þess, liggur samkvæmt göml- um hefðum og í lögum hjá fjöl- skyldu föðurins. Þeir þykjast líka vera að tryggja með því framfærslu barnsins og að það verði alið upp í „góðum siðum”. Afleiðingarnar geta orðið skelfi- legar þegar þessum viðhorfum lýstur harkalega saman og við- komandi börn og vestrænar konur eru af einhvetjum ástæð- um komnar til landa með slíka trú og lög. Eins og bandaríska konan í myndinni, sem tókst að flýja. Ein af fáum í íran. Önnur amerísk er þar eftir með sínum börnum, við vonlausar aðstæð- ur. Þessi mál ganga öllum til hjarta þegar þau koma upp, í hvaða vestrænu landi sem er. Eins og mál íslensku móðurinn- ar og telpnanna í Tyrklandi nú. Fólk hefur í vanmætti sínum fundið farveg til þess að sýna henni samúð með undirskriftum sínum. Mætti það verða svolítil smyrsli á sárið. Og vonandi munu þeir hinir sömu líka duga henni og veita henni eftir efnum og ástæðum fjárhagslegan stuðning til að kosta erlenda lögfræðilega aðstoð sérfræðings í þessum sérhæfðu málum. Ann- að kemur ekki að gagni. Þetta eru erfiðustu mál sem upp koma á alþjóðlegum og milliríkjavett- vangi. Þau eru svo tilfinninga- bundin á báða bóga. Og varla er að búast við að lögfræðinjg- ur, útskrifaður úr Háskóla Is- lands í íslenskum lögum og með reynslu úr okkar heimshluta einum eða sérhæfingu í öðrum alþjóðlegum greinum, ráði við slíkt. Heldur ekki reynslulausir embættismenn okkar á þessum vettvangi einir. Mér finnst það hveijum lögfræðingi fremur til hróss en hitt að átta sig á að hann hefur ekki þekkingu og nauðsynlega þjálfun til að taka að sér slík mál og ráða heilt fyrir greiðslu. En okkar við- bragð er gjarnan fyrst að reyna að finna sökudólg, rétt eins og fyrstu viðbrögð við vonbrigðun- um í álmálinu sýndu vel, en það er önnur saga. Fyrir tveimur vikum var ég stödd í Kamerún í Afríku. Þá var einu slíku máli að ljúka og frönsk kona loks á heimleið með tvö börn sín. Átti að koma til Douala og fljúga þaðan til París- ar tveimur dögum á eftir mér. Vegna aðstæðna heyrði ég á tal þeirra sem voru að undirbúa ferð hennar. Ræða hvar hún yrði með börn sín í mestu ör- yggi nóttina sem hún gisti þar, jafnvel þótt lagalega væri mál- inu lokið. En það hafði tekið fjögur ár að losa hana með börn sín, jafnvel þótt í þessu landi sé stórt sendiráð frá þjóð hennar og aðalræðismannsskrifstofur, sem lögðust fast á árar. Og Frakkar hafa vegna gamalla tengsla og efnahagsaðstoðar mikil ítök í landinu. Þeir sem að unnu sögðu: Þetta eru alerfið- ustu málin að leysa! Alveg hræðilegt að lenda í slíku. Fyrir 2-3 árum hafði svipað mál verið í vinnslu þarna og líka tekið fjögur ár áður en tókst að leysa það farsællega. Hann var þykk- ur skjalabunkinn sem því til- heyrði. Ég spurði ritarann, sem hafði upplifað þessi tvö mál og tekið þau nærri sér, hvort mikið væri um slík mál blandaðra fjöl- skyldna þar í landi. Hún sagðist ekki vita það, sjálfsagt væru margar konur sem aldrei næðu neinu sambandi til þess að fá hjálp! Þó er þetta land ekki ísl- amstrúar, upp undir % íbúa kristnir og trúarátök ekki vand- amál. Jafnvel í París voru um líkt leyti tvö börn, sem rænt liafði verið af föðurnum og falin í Suður-Ameríku, að koma heim til móðurinnar eftir langa, víð- tæka leit. Kannski þurfa Islendingar að fara að koma sér upp sérfræð- ingi í slíkum milliríkjaforræðis- málum. Veita lögfræðingi styrk til að kynna sér þau. Ekki bara í einu landi, því aðstæður eru oft gerólíkar. Enn eru slík mál fá lijá okkur, svo e.t.v. er far- sælla að fá afnot af færum er- lendum sérfræðingi í þeim, rétt eins og sjúklingar með sjaid- gæfa sjúkdóma eru sendir til meðferðar í sérhæfðum sjúkra- húsum erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.