Morgunblaðið - 17.11.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.11.1991, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 - og allt er það að fara til Qandans eftir Elínu Pólmadóttur Kamerún er Afríka í hnotskurn. Vísar til landhátta, þar sem landið teygir sig frá hafi við miðbaug í „handarkrikanum” á Afríku og gegn um öll gróðurbeltin upp að Sahel-auðninni. Og Kamerún hefur allt, ómælda gróðursæld, hlýju og gnægð vatns. Svo mikið að í hlíðum Kamerúnfjalls mælist ein mesta ársúr- koma í heiminum, yfir 10 þúsund mm. AHt má rækta og flytja út, sykurreyr frá suðurhlutanum, maís, kakó og kaffi úr vestri, tóbak úr austri, hrísgijón og bómull norðanað og pálmaolíu og ananas úr suðvesturhorni landsins, kjörvið úr fjölbreyttum skóg- um sem þekja helming landsins o.s.frv. Á1 er framleitt með vatnsvirkjunum og olíu dælt úr borholum úti fyrir ströndinni. Líkingin vísar líka til fólksins, dökkra íbúa af 200 ættkvíslum, sem dreifðir eru á 474 þúsund ferkílómetra svæði og að meiri hluta skólagengnir og betur í stakk búnir en flestir Afríkubúar. Samt er allt að fara þarna til fjandans, þjóðin í pólitískri upp- reisn og verkföllum, efnahagurinn í molum. Hvemig má það vera? „Áður en maður fer að skrifa um eitthvað verður maður að fara þangað,” var einkunnarorð Pierres Blanchets, franska blaðamannsins á Observateur sem lét lífið í Júgóslavíu um dag- inn. Þótt ekki sé það einhlítt, hjálpar það. Og Kamerún er dæmi- gert fyrir það sem einmitt nú er að gerast í flestum ríkjum Vestur- og Mið-Afríku, þar sem ólgar og er að sjóða upp úr. Fyrir 25 árum stóð undir- ritaður blaðamaður í Nígeríu við landamæri Kamerún með vega- bréfsáritun í hendi, eftir að hafa ferðast í nokkra mánuði um löndin á Gíneuströndinni eða Þræla- ströndinni svonefndu til að kynnast og kynna þessar tiltölulega nýfijálsu þjóðir löndum sínum. Hafði þó ekki áttað sig á að Nígería ein er á stærð við nær alla Vestur-Evrópu og þarna við landamærin voru tími og pening- ar uppurið. Ferðalangurinn sagði við sjálfan sig: Kamerún verður að bíða svolítið! Það urðu 25 ár, þar til aftur gafst tækifæri nú í októbermánuði. Á þeim tíma hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og margt breyst í þessum löndum öllum. Þá ríkti bjartsýni þeirra sem höfðu nú öðlast frelsi og búnir að taka málin í eigin hendur í löndunum Nígeríu, Dahomey, Togo, Ghana - og í Kamerún. Leiðtogarn- ir voru frelsishetjurnar, sem með hugsjónaeldi ætluðu sér sæti meðal lýðræðisþjóða. En gagnvart erfið- leikunum smáhertu þeir tökin og urðu annaðhvort einræðisherrar sem styðjast við her og lögreglu eða þeir voru gerðir höfðinu styttri. Óðru hveiju hafa nýir tekið við með bylt- ingum og allt farið á sömu leið. Þannig hefur þetta verið í öllum löndunum, þar til nú að fijálsir vind- ar blása um heiminn og áhrifin ná jafnvel til þessara landa. Andstöðu- öflunum hefur vaxið ásmegin við að einræðisherrar geta ekki lengur leik- ið á togstreitu stórveldanna og treyst á stuðning og vopn frá einhveiju þeirra. Þeir hafa horft upp á hvern- ig vanmátta fjöldinn gat steypt harð- stjórum eins og Ceausescu í Rúme- níu, sem var vinur margra þeirra. Sumir hafa á undanförnum 1-2 árum látið undan kröfunum um fjölflokka- kerfi, jafnvel lofað kosningum og nokkrir leyft lýðræðislegan þjóðfund til samráðs og sumir misst við það tökin eða eru á undanhaldi í miklum átökum. Saga Kamerúns, þar sem einvald- urinn Paul Biya tók fyrir tíu árum við af fyrsta forsetanum Ahidjo, hefur í stórum dráttum runnið sama skeið. Þjóðveijar urðu hlutskarpastir í nýlendukapphlaupinu um Afríku- löndin og héldu Kamerún frá 1884 þar til þeir biðu lægri hlut fyrir frönskum og breskum innrásarheij- um í fyrri heimsstyijöldinni. Þá var landinu skipt í tvö verndarsvæði Þjóðabandalagsins og síðar Samein- uðu þjóðanna, það franska í austur- og suðurhlutanum og enskt svæði og minna í vesturhlutanum. Þegar Kamerún fékk frelsi 1960, kaus norðurhluti breska svæðisins að sameinast nágrannaríkinu Nígeríu en suðurhlutinn myndaði nýja lýð- veldið með þeim franska. Þessara áhrifasvæða gætir enn, enda eru bæði enska og franska tungumál í skólum landsins. Og þar sem ætt- fiokkarnir eru um 200 í landinu og tala hver sitt mál eru þetta sameigin- legu málin, einkum þó franska. En líka er til blanda, sem kallað er pidg- in. Kona sem beðin var um að segja á því máli: Hvar býrðu? sagði eitt- hvað á þessa leið: „Ou didn live?” Sjálf hitti ég engan sem ekki talaði frönsku. En tungumálið segir ekki allt. Hver ættflokkur býr með sitt í skóg- um eða á gresjum, hásléttum, í fjöll- um eða borgum, við strönd eða fljót

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.