Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 T ATVINNULÍFIÐ Á HVERFANDA HVELI AFLASAMDRÁTTUR OG FRESTUN FRAMKVÆMDA VIÐ NÝTT ÁLVER HAFA VAKIÐ ÍSLENDINGA TIL UMHUGSUNAR UM DÖKKAR HORFUR í ATVINNU- MÁLUM ÞJÓÐARINNAR í NÁNUSTU FRAMTÍÐ Samantekt: Guðrún Guðlaugsdóttir, Sveinn Guðjónsson og Urður Gunnorsdóttir Frestun framkvæmda við álver og orkuver, sem óhjákvæmi- lega mun draga úr hagvexti og veikja kjör þjóðarinnar í nánustu framtíð, hefur opnað augu fslendinga fyrir því hversu illa horfír í atvinnumálum þjóðarinnar. Rætur þess vanda sem við blasir í íslenskum þjóðarbúskap liggja þó víðar. Mikill aflasamdráttur er fyrirsjáanlegur á nýbyrjuðu kvótaári, sem mun hafa í för með sér erfiða rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Ofan á þetta bætist uppsafnaður halli ríkis- sjóðs, versnandi viðskiptakjör og erfíð skuldastaða þjóðar- innar gagnvart umheiminum. Þá stöndum við íslendingar frammi fyrir þeirri staðreynd að þær vonir sem bundnar voru við ýmsar nýjar atvinnugreinar, svo sem loðdýrarækt og fiskeldi, hafa brostið*. Það er því von að menn staldri við og spyrji sig hvernig bregðast skuli við og á hvað skuli leggja áherslu í atvinnumálum íslendinga í nánustu fram- tíö. Morgunblaðið leitaði álits fólks úr hinum ýmsu stéttum, víðsvegar um landið og fara svör þeirra hér á eftir. ðORIV ÍSLEIUZKS ATVINNULIFS Jóna Valgerður Kristjónsdóttir alþingismaður Rannsóknar- og bróunarstarf undir- staða nýsköpunar „Við Kvennalistakonur höfum alltaf haldið því fram að nýtt álver myndi ekki leysa atvinnuvanda okk- ar íslendinga og það hefur ekkert breyst. En burtséð frá því er ljóst að við stöndum frammi fyrir mikl- um vanda í at- vinnumálum og atvinnuleysi fer vaxandi ef ekkert verður að gert. Það mun bitna harðast á konum og uppsagnir koma fyrst niður á þeim. Það er því mikilvægt að horfa nú fram á veginn og styðja rann- sóknar- og þróunarstarf sem er undirstaða nýsköpunar í atvinnulíf- inu. í þeim efnum má benda á líf- tækni og vetnisframleiðslu. Við eig- um að leggja fjármagn í auknar rannsóknir á möguleikum þess að framleiða vetni til orkunotkunar og leita eftir samstarfi við þjóðir sem hafa gert tilraunir með það, svo sem Kanadamenn og Þjóðverja. Ég tel einnig mikilvægt að fram- kvæmdar verði svæðisbundnar auð- lindakannanir á sem flestum stöð- um á landinu, þótt helstu auðlindir okkar séu vissulega fiskimiðin, náttúra landsins, jarðvarminn og fallvötnin. En að auki eigum við staðbundnar auðlindir og sem dæmi um það má nefna rekavið á Strönd- um, að ógleymdri þeirri auðlind sem býr í fólkinu sjálfu. Ég álít að þrátt fyrir minnkandi sjávarafla í hefðbundnum tegund- um séu enn margar fisktegundir vannýttar í hafinu umhverfis land- ið, til dæmis úti fyrir Vestfjörðum, auk þess sem stefna verður að frek- ari fullvinnslu þeirra tegunda sem fyrir eru. Einnig vil ég nefna efl- ingu smáiðnaðar og ferðaiðnað sem hefur verið vaxandi atvinnugrein hér á landi og þar tel ég enn vera óplægðan akur. í þessari atvinnu- grein hefur orðið mest aukning í ársverkum á landsbyggðinni og ég held að möguleikamir þar séu mikl- ir. En til að nýta þá verður að bæta samgöngur víða á landinu. Ég vil ennfremur benda á að þegar samdráttur verður í atvinnu- lífinu, eins og nú hefur orðið, tel ég ekki rétt að draga samhliða úr opinberum framkvæmdum eins og áformað er nú. Ég óttast að á erfið- um tímum sem þessum geti slíkar aðgerðir virkað sem endanlegt rot- högg á atvinnulífið.” Ágúst Einarsson, prófessor í rekstrarhagfræði við Hl Sé vel til sólar „Aðalatriðið er, og það hefur skýrst enn frekar nú, að við verðum að aðlaga efnahagskerfi okkar því sem gerist í ná- grannalöndunum. Við verðum að haldá áfram á braut stöðugleika, einungis með því að halda verðbólgu lægri en í ná- grannalöndunum, eigum við von ti! þess að komast á braut hagvaxtar. Það útheimtir hins vegar viðhorfsbreytingu hjá þjóð- inni, að menn séu ekki að eyða meira en þeir afla. Stemma verður stigu við skuldasöfnun erlendis, sem hefur aukist verulega á síðustu árum. Það eru fjölmörg tækifæri í íslensku þjóðfélagi sem okkur ber að leggja áherslu á næstu ár. Við munum vafalaust halda áfram stór- iðjuframkvæmdum, jafnvel þó þessi afturkippur hafí komið núna. Nefna má ýmsa möguleika tengda sjávar- útveginum, á sviði betri nýtingar og aukinnar markaðsstarfsemi. Þessir þættir atvinnulífsins munu blómstra enn frekar í kjölfar EES- samningsins. Þá má benda á vaxta- brodda í ferðamannaiðnaðinum og þá áherslu sem við þurfum að leggja á æðri menntun í menntakerfinu, atriði sem munu skila sér í auknum þjóðartekjum. Ég tel stjórnvöld vera á réttri leið og að nú sé meiri nauðsyn en áður á að ríkisvald, vinnuveitendur og verkalýðsfélög nái samstöðu til lengri tíma um framtíðarmarkmið. Sameiginlegt hagsmunamál þjóðar- innar er að skapa hér sömu skilyrði og eru í öðrum löndum. Takist það, eru nægar auðlindir, ekki síst nátt- úruauðlindir, sem geta skapað þjóð- inni sinn fyrri sess. Ég sé vel til sólar, þó á hafi bjátað' núna. Við íslendingar höfum yfirleitt staðið okkur best þegar erfiðleikar hafa steðjað að, við kunnum síður að fást við góðærið.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.