Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 Hið íslenska bókmenntafélag 175 ára: Vel emt og á góða framtíð fyrir sér — segir Sigurður Líndal forseti félagsins EITT elsta felag landsins, Hið íslenska bókmenntafélag, hélt upp á 175 ára afmæli sitt í gaér, en félagið var formlega stofn- að árið 1816. Rætur þess liggja þó dýpra því að margbreytileg fræðafélög settu mjög svip sinn á upplýsingaröld í Evrópu. Sameiginlega studdu þau vísinda- og fræðaiðkun svo og miðlun þekkingar sem menn töldu bestu leiðina til framfara. Enn í dag hefur félagið þetta að markmiði sínu enda af nógu að taka, segir Sigurður Líndal, fórseti Flaggskip Hins íslenska bók- menntafélags, eða langafinn í ljölmiðlafjölskyldunni, eins og Sigurður Líndal kýs að kalla það, hefur verið gefið út óslitið nú í 165 ár, en það er fræðiritið Skírnir, sem kemur út tvisvar sinnum á ári. Af nýmælum hin síðari ár má nefna Bókmennta- skrá Skírnis. „Það má segja að upp úr upp- lýsingarstefnunni og rómantísku stefnunni hafi Hið íslenska bók- menntafélag verið stofnað árið 1816, og tekið við af Hinu ís- lenska lærdómslistafélagi, sem hóf göngu sína árið 1779, og Hinu íslenska landsuppfræðing- arfélagi, sem stofnað var 1794. Á fyrsta áratug nýrrar aldar voru þessi félög því sem næst bæði að leggja upp laupana, en með dyggri stoð danska mál- fræðingsins Rasmusar Kristjáns Rask, sem hingað kom til að læra íslensku, var Hinu íslenska bókmenntafélagi komið á fót. Hann hafði á unga aldri lært íslensku og fengið miklar mætur á málinu. Honum brá heldur betur í brún þegar til Reykjavík- ur kom, en bærinn var þá hálf- danskur. Bókaútgáfa var nánast engin í landinu. Menn voru farn- ir að líta á íslenskuna sem dautt tungumál og íslenska þjóðmenn- ingu nánast undir lok liðna. Rask ferðaðist um landið og sá að ís- lenskan lifði í sveitunum, en var þess fullviss að íslenskan dæi eftir eitt til tvö hundruð ár ef fram héldi sem horfði. Rask fékk til liðs við sig ýmsa góða íslend- inga, einkum þá Áma Helgason, prófast í Görðum og Geir biskup Vídalín. Hið íslenska bókmennt- afélag var stofnað og var í tveim- ur deildum, önnur var í Reykja- vík, hin í Kaupmannahöfn. Grundvallarstefna þess var að reisa við sjálfstæðar menntir og menningu á íslandi undir forystu íslendinga þannig að íslensk þjóðmenning yrði virkt afl í sókn þjóðarinnar til andlegra og efna- legra framfara,” segir Sigurður Líndal og bætir við: „Ég held að þessi grundvallarstefna eigi enn vel við og verði við lýði áfram á 21. öldinni.” Rask gerðist fyrsti forseti félagsins ytra og á sama tíma varð séra Ámi Helgason forseti þess hér heima.” Upphaflegur tilgangur félags- ins var stuðningur við fræðaiðk- un og miðlun þekkingar, enda var það álitið vænlegast til að ýta undir framfarir. Og þó félag- ið sé fyrst og fremst fræðafélag, þó það heiti bókmenntafélag, héfur það staðið fyrir ýmsum öðrum verkum, m.a. mælingu Islands, Islandslýsingu og veður- athugunum svo eitthvað sé nefnt. Það hafði og forgöngu um stofnun Landsbókasafns íslands 1818 og kom upp handritasafni sem í eru á þriðja þúsund hand- rita og er deild í Landsbókasafni. félagsins sl. 23 ár. Sigurður Líndal, forseti Hins íslenska bókmenntafélags. Sverrir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins. Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út fjölda rita svo sem íslensk sagnablöð, sem flytja skyldu þjóðinni fréttir utan úr heimi, og síðar Skími. Árið 1817 hóf félagið útgáfu Sturlunga- sögu og Árna biskups sögu og lauk því verki 1820. Ári síðar var hafin útgáfa hins mikla rits, árbóka Espólíns. Því var ætlað að gefa yfírlit yfir sögu þjóðar- innar frá Sturlungaöld til sam- tíðar. Undir stjóm Jóns Sigurðs- sonar jukust umsvif félagsins allverulega. íslenskt fombréfa- safn kom út í sextán bindum, Safn til sögu íslands og ís- lenskra bókmennta kom út í sex bindum, Tíðindi um stjómarmál- efni Islands kom út í þremur bindum og Skýrslur um lands- hagi á íslandi í fimm bindum. Félagið sinnti einnig nokkuð útg- áfu fagurbókmennta. Meðal þeirra voru tvær fyrstu útgáfur kvæða Jónasar Hallgrímssonar og Bjarna Thorarensens; einnig skáldsaga Jóns Thoroddsens, Maður og kona. Ennfremur gaf félagið út þýðingar séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá á Mess- íasi eftir Klopstock og Paradísar- missi eftir Milton. Síðast á 19. öld og í upphafí hinnar 20. einkenndust athafnir félagsins af auknum umsvifum Reykjavíkurdeildarinnar, en fram að þeim tíma hvíldi starf- semi félagsins mestmegnis á Hafnardeildinni. Þetta breyttist þegar prentsmiðja var sett á fót í Reykjavík árið 1844. Fyrsta rit, sem birtist á vegum deildar- innar þar, var 'Skýringar yfir fomyrði lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast, sem kom út á árunum 1846-1854 og var.fyrsta fræðirit grundvallað á sjálfstæð- um rannsóknum sem kom út i Reykjavík. „Árið 1970 hófst útgáfa Lær- dómsrita bókmenntafélagsins sem nú eru orðin 29 talsins. Árið 1974 kom út fyrsta bindi Sögu íslands, en nú eru þau bindi orðin fimm að tölu. Árið 1982 hóf félagið að gefa út ritröðina íslenska heimspeki og þar hafa nú birst þijú rit. Loks hóf félag- ið útgáfu Safns til iðnsögu Is- lendinga árið 1987. Auk þess má nefna ritröð Harðar Ágústs- sonar um hina fornu kirkjustaði á Hólum og í Skálholti,” segir Sverrir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins sl. 21 ár. Þess skal getið að félagið hefur notið stuðnings til ýmissa verka. Hið íslenska bókmenntafélag hefur nú aðsetur í Síðumúla 21, en í framtíðinni er fyrirhugað að opna starfsemi þess í Lækjar- götu 4. „Ég ætla að leyfa mér að vona að félaginu farnist vel í framtíðinni sem hingað til og að það geti áfram lagt menning- unni lið því að öll barátta fyrir íslenskri tungu, menningu og framförum er ævarandi. Bók- menntafélagið hefur góðum fræðimönnum og vísindamönn- um á að skipa, en þessi rit, sem félagið gefur út, henta þó allri alþýðu manna til lestrar. Ritin eru flest afskaplega fræðandi og þama er að finna bækur á gífur- lega mörgum sviðum. Nefna má hagfræði, guðfræði, lögfræði, stjórnmál, sögu, heimspeki, sálarfræði og stærðfræði auk annars efnis, eins og bækur um sjávarútveg og náttúruvernd. Það er ekki síður þörf á þessum ritum nú en áður þegar við eram að tengjast umheiminum í æ rík- ari mæli,” segir Sverrir. Félagsmenn í Hinu íslenska bókmenntafélagi eru nú um 1.450, hérlendis og erlendis. Félagsmenn njóta 20% afsláttar hjá félaginu, en auk þess er mik- il sala á bókum félagsins í bóka- verslunum, að sögn Sverris. Stjórn félagsins skipa auk próf- essors Sigurðar Líndals, forseta félagsins, Ólafur Pálmason, mag. art., sem er varaforseti, Garðar Gíslason borgardómari, Sveinn Skorri Höskuldsson próf- essor, Reynir Axelsson stærð- fræðingur og Kristján Karlsson rithöfundur. Starfsmenn félags- ins auk Sverris Kristinssonar eru Gunnar H. Ingýmundarson land- fræðingur og Ólöf Dagný Ósk- arsdóttir stjórnmálafræðingur. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Morgunblaðið/Ingvar Ekið á ljósastaur Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á mótum Miklubraut- ar og Kringlumýrarbrautar um sexleytið í gærmorgun með þeim afleiðingum að hann ók á ljósastaur. Að sögn lög- reglu slapp hann með lítilsháttar meiðsl. Þá var ekið á gangandi konu á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar en meiðsli hennar eru ekki talin alvarleg. Verk Fríðu o g Þorsteins tilnefnd SKÁLDSAGAN „Meðan nóttin líður” eftir Fríðu Sigurðardóttur og ljóðasafnið „Vatns götur og blóðs” eftir Þorstein frá Hamri, hafa verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Önnur verk sem tilnefnd hafa verið eru frá Danmörku „Snegle- huset” eftir Anne Marie Ejrnæs og ljóðasafnið „Hjemfalden” eftir Sören Ulrik Thomsen. Frá Finn- landi, skáldsögurnar „Johan og Johan” eftir Olli Jalonen og „Stora várlden” eftir Ulla-Lena Lund- berg. Frá Noregi er það smásagn- asafnið „Et stort öde landskap” eftir Kjell Askildsen og skáldsagan „Seierherrene” eftir Roy Jacobsen og frá Svíþjóð er skáldsagan „Den goda viljan” eftir Ingmar Bergman og ljóðasafnið „Trádet” eftir Gör- an Sonnevi, tilnefnd. Dómnefnd ákveður á fundi í Reykjavík 23. janúar næstkom- andi hver hljóti verðlaunin. Dagný Kristjánsdóttir og Sigurður A. Magnússon eru fulltrúar íslands í dómnefndinni. Verðlaunin, sem era að upphæð 1,4 milljónir ísl. kr., verða afhent 3. mars 1992, í tengslum við 40. þing Norður- landaráðs í Helsinki. Ragnar Ingimarsson framkvæmdastjórí HHI: Happó dregnr aðeins úr seldum miðum RAGNAR Ingimarsson, fram- kvæmdastjóri Happdrættis Há- skóla Islands, vísar algjörlega á bug þeirri fullyrðingu sem kom fram í Víkverja Morgunblaðsins í gær að happdrættið taki ákveðið hlutfall vinningsmiða í Happó sjálft. Hann segir að aðeins sé dregið úr seldum mið- um og happdrættið taki sjálft enga miða til eigin nota. Ragnar sagði að Happó væri svipað eðlis og Lottó að því leyti að ekki væri hægt að ákveða vinn- ingsupphæðir fyrirfram eins og gert væri í aðalhappdrættinu, heldur færu vinningar eftir sölu. Það sem væri ólíkt með Happó og Lottó væri að vinningshlutfallið væri 50% hjá Happó en 40% hjá Lottó auk þess sem vinningspott- urinn í Happó væri aldrei fluttur á milli vikna. „í síðasta flokki seldum við fyr- ir rúmar 12 milljónir kr. Efsti vinn- ingur, um þijár milljónir eða 25% af heildarsölu, fór til Þykkvabæj- ar. Aðrar þijár milljónir skiptust á 110 vinninga. Misskilningurinn er sá að happdrættið eigi þær sex milljónir sem eru eftir. Áf þeim þarf happdrættið að borga um- boðslaun fyrir sölu á öllum miðum, auglýsingakostnað og sjónvarps- þátt. Þegar best lætur á happdræt- tið eftir 1-3 milljónir kr. Af því þarf happdrættið að greiða 20% í skatt, afgangurinn rennur til Rannsóknastofnunar atvinnuveg- anna,” sagði Ragnar. ------» ♦ ) Haraldur Böðvarsson hf. 85 ára ELSTA starfandi útgerðai’fyrir- tæki landsins, Haraldur Böðv-, arsson hf. á Akranesi, er 85 ára í dag, sunnudag. Haraldur Böðvarsson útgerðar- maður hóf útgerð 17. nóvember 1906 þegar hann keypti sexæring- inn Helgu Maríu. Nokkru síðar hóf hann fiskverkun. Allar götur síðan hefur fyrirtækið stundað útgerð og fiskvinnslu á Akranesi. 27. apríl 1991 voru þrjú sjávarút- vegsfyrirtæki á Akranesi, Haraldur Böðvarsson & Co, Heimaskagi hf. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness, sameinuð undir nafninu Haraldur Böðvarsson & Co. Stjórnarformaður fyrirtækisins er MagnúS'Gunnarsson og fors’tjón er Haraldur Sturlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.