Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1991, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1991 A I"T| \ /^ersunnudagur 17. nóvember, 321. dagur ■L'AVJ ársins 1991. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 2.37ogsíðdegisflóðkl. 14.56. Fjarakl. 8.47 og21.11. Sólar- upprás í Rvík kl. 10.01 og sólarlag kl. 16.26. Myrkur kl. 16.24. Sólin er í hádegisstað í Rvík kj. 13.13 og tunglið er í suðrfkl. 21.45. (Almanak Háskóla íslands.) Því að sá sem helgar og þeir sem helgaðir verða eru allir frá einum komnir. Þess vegna telur hann sér eigi vanvirðu að kalla þá bræður er hann segir: Ég mun kunnugt gjöra nafn þitt bræðrum mínum, ég mun syngja þér lof mitt í söfnuðinum. (Hebr. 2,11—13.) FRÉTTIR/MANNAMÓT KVENFÉLAG Hreyfils held- ur basar í dag kl. 14 í Ilreyf- ilshúsinu, Fellsmúla 26, kl. 14.00. Góðir og glæsilegir munir. Einnig verður flóa- markaður, hlutavelta og kaffiveitingar. FÉLAGS- og þjónustumið- stöð eldri borgara í Norður- brún 1 verður með sinn ár- lega basar í dag kl. 13.30—17. Kaffi og vöfflur. SAFNAÐARFÉLAG Ás- prestakalls. Fundur verður í safnaðarheimilinu nk. þriðju- dag kl. 20.30. Fundarefni: Spiluð verður félagsvist. Von- um að sjá ykkur sem flest. dag). RANGÆINGAFÉLAGIÐ. Mynda- _ og skemmtikvöld verður í Ármúla 40 á morgun mánudag kl. 20.30. Sjá nánar í Gljúfrabúa. KIWANISKLÚBBURINN Vífill heldur almennan fund í Kiwanishúsinu, Brautarholti á morgun mánudag kl. 20. Fyrirlesari: Bryndís Schram. Gestir frá KiwanisklúbBnum Kötlu mæta. Kiwanismenn mætið vel og stundvíslega. SAMVERKAMENN Móður Teresu halda mánaðarlegan fund sinn að Hávallagötu 16 kl. 16 á morgun mánudag. NORRÆNA HÚSIÐ sýnir í dag kl. 14 fyrir eldri börn norsku kvikmyndina „Isslott- et” eftir sögu Taijei Vesaas. Kl. 17 verða vísnatónleikar. Jens o g Dorthe frá Danmörku syngja norrænar vísur. FRÉTTIR KRISTILEGT félag heil- brigðisstétta verður með op- inn fund í safnaðarheimili Laugarneskirkju á morgun mánudag kl. 20. Efni fundar- ins: Hver á að flytja gleðiboð- skap Guðs? Sr. Jónas Gíslason biskup. Frá Gídeonfélaginu kemur Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri. Söngur, kaffiveitingar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÉLAG ELDRL borgara. í dag er spiluð félagsvist í Ris- inu kl. 14. Dansað í Goðheim- um kl. 20. Opið hús í Risinu 13—17 á morgun mánudag. Athugið nk. þriðjudag verður skáldakynning í Risinu. Hjörtur Pálsson talar um Snorra Hjartarson og leikar- arnir Baldvin Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir lesa upp úr verkum skáldsins. RÁÐGJÖF fyrir mæður með böm á brjósti. Hjálparmæður eru þær: Arnheiður s. 43442, Dagný s: 680718, Fanney s: 43180, Guðlaug s:43939, Guðrún s: 641341, Hulda Lína s: 45740, Margrét s: 18797 og Sesselía s: 680458. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvar. Opið hús fyrir foreldra ungra barna er á þriðjudögum frá kl. 15—16 á Heilsuverndarstöðinni. Um- ræðuefni nk. þriðjudag er: Svefn og svefnvenjur. KVENFÉLAG Kópavogs. Fundur verður nk. fimmtudag kl. 20.30 í félagsheimilinu. Kynntar verða finnskar snyrtivörur. KIRKJUR GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í Æskulýðsfélaginu Ork á morgun mánudag kl. 20. LAUGARNESKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Æskulýðs- fundur á morgun mánudag kl. 20. Mömmumorgunn nk. þriðjudag kl. 10—12. Kaffi og spjall. KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 stöðvun, 5 lítið, 8 hlassinu, 9 skúta, 11 hryggð, 14 fálm, 15 kárna, 16 tómum, 17 magur, 19 votta fyrir, 21_espi, 22 leiftri, 25 dugnað, 26 púka, 27 gyðja. LÓÐRÉTT: 2 spils, 3 nægileg, 4 býr til, 5 snuðrarar, 6 mismun, 7 þvottur, 9 fugl, 10 sorgleg, 12 viðfeldinn, 13 umgerðin, 18 ygglir, 20 bor, 21 fornafn, 23 dvali, 24 frumefni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 óhæfa, 5 firra, 8 áferð, 9 gæfur, 11 angar, 14 ámu, 15 játað, 16 kóðið, 17 ala, 19 puða, 21 ógna, 22 upprisa, 25 nýr, 26 éti, 27 rói. LOÐRÉTT: 2 hræ, 3 fáu, 4 afráða, 5 frauka, 6 iðn, 7 róa, 9 gijúpán, 10 fátíður, 12 geðugar, 13 roðnaði, 18 lært, 20 ÁP, 21 ós, 23 pé, 24 II. • ■ <"«[•••■' i. rbT). Borgarstjórn visar sambýlinu við Þverársel til SELTJARNARNES- KIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. ára starf með 10—12 á morgun mánudag kl. 17.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsstarf í kvöld kl. 20. Helgi- stund. Foreldramorgnar eru í safnaðarheimili kirkjunnar alla þriðjudaga kl. 10—12. Opið hús miðvikudag kl. 13.30. Fyrirbænastund kl. 16.30. FELLA- og Hólakirkja: Á morgun mánudag: Starf fyrir 11—12 ára börn kl. 18. Fund- ur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Söngur, leikir, helgi- stund. Upplestur í Gerðubergi kl. 14.30. Fyrirbænir í kirkj- unni kl. 18. SELJAKIRKJA: Á morgun mánudag: Fundur hjá KFUK, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Fundur hjá æskulýðsfélaginu Sela kl. 20. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: Arnarfell kemur til hafnar í dag og Brúarfoss er væntan- legur á morgun mánudag. HAFNARFJARÐARHÖFN: Grænlenska skipið Ran kom til hafnar í gærmorgun. MINNINGARSPJÖLD MINNINGARKORT Barn- aspítala Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: í apótek- um í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ: Ennfremur eru þau seld í Blómabúð Kristínar (Blóm & Ávextir), Blómabúðin Dahlía, Gfénsásvegi. Verslunin Ell- ingsen og verlunin Geysir. Barna- og unglingageðdeild Dalbraut 12. Heildverslun Júlíusar Sveinbjörnssonar. Kirkjuhúsið. Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Ólöf Pét- ursdóttir Smáratúni 4, Keflavík. Kort með gíróþjón- ustu fást afgreidd hjá hjúkr- unarforstjóra Landsspítalans. Hjálparsjóði Rauða krossins bárust 1.994 krónur frá þessum ungmennum fyrir nokkrum dögum. Þau héldu hlutaveltu með þessum góða árangri. Þau heita Fjóla Björk Karlsdóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Samúel Kristjánsson, Ólafur Fannar Ólafsson og Jóhanna Ás- gerður Einarsdóttir. ., ........ Þessir strákar afhentu Rauða krossinum nýlega 2.762 krónur sem þeir höfðu safnað í hlutaveltu. Þeir heita Kristinn H. Jakobsson, Brynjar Örn Ólafsson og Sigurð- ur Pálmarsson. Félagarnir Arni Sveinbjörnsson og Sigurður Halldórsson héldu hlutaveltu í lok seplember og söfnuðu 980 krón- um. Þeir hafa afhent Rauða krossinum peningana til afnota. Þessar hnátur héldu hlutaveltu fyrir nokkru og söfnuðu 3.575 krónum sem þær afhentu Rauða krossinum sem framlag til hungraðra barna í Asíu. Þær heita Auður Magndís Leiknisdóttir, Steinunn Þórdís Sævarsdóttir og Guðrún Þóra Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.