Morgunblaðið - 28.11.1991, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991
Ö/Inm þeim, sem með nœrveru sinni og gjöfum
heiÖruðu mig á aldarafmœli mínu 18. nóvem-
ber sl., flyt ég hjartan/egustu kveðjur og þakkir.
Sérstakar þakkir fœri ég systrunum og starfs-
fólki sjúkrahússins.
Megi guö blessa ykkur öll og farsœla á
komandi tímum.
Hansína Jóhannesdóttir,
Stykkishólmi.
ÓÐAL fyrirtækjasala
Skeifúnni 11A
® 679999
Lögmaður: Sigurður Sigurjónsson hrl.
Söluturn - grillstaður
Vorum að fá í einkasölu mjög góðan söluturn og grill-
stað í Breiðholti. Góð velta. Mjög góð aðkoma. Besti
sölutíminn framundan.
Höfum ýmis önnur fyrirtæki á söluskrá
Við suðurhöfnina í
Hafnarfirði
Höfum til sölu iðnaðarhúsnæði sem fæSt í 60 fm eining-
um og hentar ýmsum rekstri. Aðkeyrsludyr.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
HRAUNHAMARhf
FASTEIGNA-OG
SKIPASALA
Reykjavikurvegi 72.
Hafnarfirði. S-54511
Sími 54511
Magnús Emilsson
lögg. fasteignasali
Selvogsgrunnur - einbýli
Á einni hæð ca 175 fm steinhús, byggt 1967, ásamt 27 fm bilsk. og
lítlu gróðurhúsi. Stórar stofur, arinn. Skjólgóður garður, vel ræktaður
m/góðri verönd.
Barmahlíð - sérhæð
Til sölu mjög góð neðri sérhæð (1. hæð). Hæðin skiptist í forstofu,
gott sjónvhol, eldhús, búr (lagt f. þwél.), rúmg. bað, 2 sáml. suðurstof-
ur (svalir í suður), 3 svefnherb. þar af 1 forstherb., nýtt gler. Sér bíla-
stæði. Ákv. sala. Laus fljótl.
í hjarta borgarinnar
dýrt klassa-„penthouse”. Lyfta. Glæsil. innr. íb. Útsýni.
Lambhóll - Ægisíða
Til sölu góð risíb. í steinhúsi í nágr. Háskólans. Útsýni. Ákv. sala.
Árkvörn - Ártúnsholti
Glæsilegt fjölbýlishús á einum besta byggingarstað í
Reykjavík. Ibúðirnar eru vel hannaðar og skilast í des-
ember nk. rúmlega tilb. u. trév. Gott útsýni. Traustur
byggingaraðili. Fáar íbúðir eftir.
Eftirfarandi verðdæmi er miðað við að seljandi taki á
sig stóran hluta affalla húsbréfa.
Tilb. u. trév. 2ja herb. 53,50 fm 5.350 millj.
Tilb. u. trév. 3ja herb. 93,70 fm 7.500 millj.
Tilb. u. trév. 4ra herb. 11
ESKIHLÍÐ
Mjög falleg 3ja herb. risib. í litlu
sambýli. Parket o.fl. Áhv. 2,6
millj. yerð 5,3 millj.
MÁVANES - ARIMARNES
Stórt «g. giæsilegt eirfbhús rúmi.
300 fm-ásamt 47 fm bílsk. Húsið
-stendur é sjóvarlóð ög $r í góðu
standi. Nánari uppl. ésamt teikn.
á skrifst. okkar.
7,80 fm 8,600 millj.
STÓRHOLT
Tæplega 70 fm falleg 3ja herb. íb.
á góðum stað í nýlegu húsi.
Verð 6,9 milli.
HRAUNBÆR
Falleg og'rúmg. 2ja herb. íb. ca
57 fm á 1. hæð í góðu og -end-
urn. fjölbhúsi. Nýtt eldh. o.fl. Suð-
ursv. Verð 5,5 millj.
Eignahöllin - fasteignasala,
Suðurlandsbraut 20, 3. hæð,
sími 680057 og 680223.
Þórður Ingvarsson, Hilmar Viktorsson, viðskfr., Símon Ólason, hdl.
Ævi Kristjáns Eldjárns
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Gylfi Gröndal:
Kristján Eldjárn
Ævisaga
Forlagið, Reykjavík 1991, 398
bls.
Með nokkru hiki og eftirvænt-
ingu opnar maður bók sem hefur
að geyma ævisögu Kristjáns Eld-
járns. Með hiki því að lesandi gerir
miklar kröfur til ævisöguritara
Kristjáns. Ævi hans var mikil og
merk, störf hans með miklum ágæt-
um og sem forseti vann hann hug
og hjörtu þjóðar sinnar. Þeir sem
voru svo lánsamir að kynnast hon-
um mátu hann mikils og hlaut að
þykja vænt um þennan gáfaða,
heilsteypta og hlýja mann. Maður
óttast að ævisöguritarinn valdi von-
brigðum. En eftirvæntingin er einn-
ig nokkur. Sé ævisagan sönn og
rétt hlýtur þáð að vera góð bók,
dýrmæt eign.
Ævisaga Kristjáns Eldjárns er
veglegt rit. Um fjögur hundruð
blaðsíður. Talsvert er af myndum
og vel frá öllu gengið hið ytra.
Bókin skiptist í átta kafla. Tveir
þeir fyrstu fjalla um forfeður Krist-
jáns og formæður og nánustu ætt-
menni auk þess sem gripið er til
minningabrota sem Kristján hafði
sjálfur skráð um ýmis svipleiftur
úr bensku sinni. I þriðja kafla er
svo sagt frá menntaskólaárunum á
Akureyri. Að loknu menntaskóla-
námi hélt Kristján til Káupmanna-
hafnar^ og hóf að lesa fornleifa-
fræði. í fjórða kafla greinir frá því
tímabili og ber þar hátt rannsókna-
leiðangur til fornra íslendinga-
byggða á Grænlandi. Um það skrif-
aði Kristján frásagnir í blöð hér
heirria og er mikið stuðst við þær.
Nám Kristjáns var rofið af heims-
styrjöldinni og átti hann ekki aftur-
kvæmt til náms í Kaupmannahöfn
eftir stríðið. Að loknum Hafnar-
árum hófst starf hér heima: náms-
lok (í íslenskum fræðum), störf á
Þjóðminjasafni íslands og síðar for-
staða þess, fornleifarannsóknir, þar
sem Þjórsárdalur og Skálholt koma
að vonum mjög við sögu og síðast
en ekki síst mikil og merk ritstörf.
Frá þessum árum segir í fimmta
kafla og sjötta kafla. Tólf ár var
Kristján Eldiján forseti íslands og
sat Bessastaði. Um þau ár er sjö-
undi kaflinn. Síðasti kaflinn nefnist
Ævilok og greinir frá þeim stutta
— alltof stutta — tíma sem Kristj-
áni var auðið lífs eftir að hann lét
af embætti. Fáir menn hafa í seinni
tíð verið kvaddir með jafnmiklum
söknuði í lok bókar er skrá um
heimildir. Kemur þar í ljós að
óprentuð handrit Kristjáns eru all-
mikil, t.a.m. dagbækur, minninga-
brot og ýmsir smáþættir. Ritaskrá
Kristjáns er hér einnig í samantekt
Halldórs J. Jónssonar. Lengi hefur
maður vitað að Kristján Eldiján var
mikið skrifandi maður, en bjóst þó
Margskonar eignaskipti.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Opið á laugardaginn.
Kristján Eldjárn
naumast við að um svo mikið magn
væri að ræða. Ritaskráin er 22
þéttprentaðar tveggja dálka blaðs-
íður. Innfærslur virðast vera á milli
sex og sjö hundruð. Þar eru taldar
a.m.k. fimm bækur, útgáfur, þýð-
ingar, mikill Ijöldi fræðilegra rit-
gerða, smápistlar, ritdómar margir,
ræður og ávörp og allmargar af-
mælis- og minningagreinar sem
sýna að Kristjáni var annt um að
sýna vinum sínum og minningu
þeirra ræktarsemi.
Eins og áður segir er ævisaga
Kristjáns Eldjárns mikið og veglegt
rit. Framangreint yfirlit ætti og að
geta gefið hugmynd um að hún er
einnig efnismikil. Höfundur getur
þess í eftirmála að hann hafi haft
ómetanlegan stuðning af óprentuð-
um skrifum Kristjáns, dagbókum
og minningabrotum og leynir það
sér ekki þegar bókin er lesin. Vissu-
lega er það rétt að slík persónuleg
gögn gefa frásögninni sérstakan
blæ og færa mann nær persónunni
sem fjallað er um. Og víst eru frá-
sagnir Kristjáns lifandi og vel gerð-
ar. Hinu er þó ekki að neita að
dagbækur t.a.m. eru ákaflega vand-
meðfarin gögmÞær duga vel þegar
sannreyna þarf tímasetningu at-
burða og ganga úr skugga um
ýmsar staðreyndir. En eðli sínu
samkvæmt greina dagbækur þó
yfirleitt frá atburðum frá degi til
dags, oft ýmsu smálegu, en sjaldn-
ast veita þær yfirlit yfir lengri tíma
þar sem hið mikilvægasta er dregið
saman. Mér þykir sem höfundur
hafi ekki alltaf varað sig á þessum
annmarka. Eins og áður var minnst
á hafði Kristján sjálfur tekið tals-
vert saman um forfeður sína og
bernsku. Mjög er stuðst við það hér
og er það skemmtiiegur og aðlað-
andi lestur. En fullt þungt þykja
mér þó þær frásagnir vega miðað
við það sem á eftir fer. Manni býð-
ur í grun að Kristján hafi verið eitt-
hvað byijaður að efna til ævisögu
sinnar eða æviminninga og hafi sú
AIMENNA
FASTEIGNASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Gylfi Gröndal
ritun verið talsvert öðru vísi hugsuð
en bókin sem hér birtist. Um for-
setaárin tólf er einn kafli. Fremur
er það veigalítil frásögn og í hann
vantar veigamikla þætti. Sáralítið
er t.a.m. sagt frá ferðlögum hans
innanlands og ekki er minnst á af-
skipti hans af stjórnarmyndunum
sem óneitanlega er mikilvægur
þáttur forsetastarfsins. En um það
hefur bókarhöfundur raunar þetta
að segja: „Bókarhöfundur sá ekki
minnisblöð og þann hluta dagbók-
anna sem varða stjórnarmyndanir
og fleiri atburði; þær heimildir bíða
sagnfræðinga framtíðarinnar.” Það
er því líklega ekki við höfund að
sakast, því að ólíklegt er að hann
hafi ekki viljað sjá og nota þessi
gögn. Vera má að gögn þessi hafi
þótt of viðkvæm til notkunar nú.
Það er mjög margt gott að segja
um þessa bók og vissulega er hún
eigulegt og prýðilega læsilegt verk.
En margt finnst mér vanta í hana
og meiri „vinnslu” hefði hún þurft.
Vera má að hún sé of snemma á
ferðinni. Betra hefði verið að bíða
svo sem tíu ár til viðbótar.
--------» ♦ «--------
■ HENRIK Jansson rithöfundur
ætlar að tala um ritstörf sín og lesa
úr verkum sínum í fundarsal Nor-
ræna hússins fimmtudaginn 28.
nóvember kl. 17.15. Henrik Jansson
er fæddur 1955 í ^Jakobsstad, en
hefur lengi búið í Abo. Fyrsta bók
hans, smásagnasafnið Lit de
Parade, kom út 1981, skáldsagan
Gruppen hette No C:o kom út 1984
og síðan komu skáldsögurnar Enc-
ore, 1986, Isbergens tid 1988 og á
þessu ári kom út skáldsagan Vern-
issage. Henrik Jansson hefur einnig
skrifað doktorsritgerð um Per Olov
Enquist 1987. Henrik Jansson er
staddur hér á landi til þess að hitta
íslenska rithöfunda og kynna sér
verk þeirra og mun hann skrifa
greinar um íslenskar bókmennir í
finnsk tímarit. Hann hefur fengið
norrænan rithöfundastyrk til farar-
innar.
■ ALMENNUR félagsfundur
Míanneldisfélagsins verður haldinn
fimmtudaginn 28. nóvember kl.
20.15 í Odda stofu 101, Háskóla
íslands... Fyrirlesari verður dr. Ei-
ríkur Orn Arnarson sálfræðingur
og mun hann fjalla um lystarstol
og lotugræðgi (Anorexia og bulim-
ia). Eiríkur Örn lærði sálafræði í
Bretlandi við háskólana í Manchest-
er og Liverpool. Hann lauk dokt-
orsgráðu í klíniskri sálarfræði árið
1979. Eiríkur hefur verið yfirsál-
fræðingur á Geðdeild Landspítalans
síðan árið 1986, en áður var hann
yfírsálfræðíngur Geðdeildar Borg-
arSpítala 1984-1986. Eiríkur hefur
kennt klíniska sálarfræði við Há-
skóla Islands síðan 1980. Ranii-
sóknastörf Eiríks Arnar varða m.a.
faraldsfræðilegar athuganir á fælni
og áhrif af andlegu álagi á viðbrögð
í hjarta og æðakerfi. Eiríkur Örn
hefur unnið við meðferð á lysta-
stoli og lotugræðgi um margra ára
skeið og skrifað greinar um efnið.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori
KRISTINN SlGURJONSSON. HRL. löggiltur fasteignasau
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Nýtt og glæsilegt einbýlishús
á útsýnisstað í Kópavogi. Steinhús 157,1 fm auk bílskúrs 31,4 fm.
Úrvals frégangur á öllu. Mikil og góð áhv. lán. Skipti möguleg á góðri
4ra herb. íbúð.
Sérbýli í smíðum
af meðalstærð í borginni eða Kópavogi, Grafarvogur kemur til greina.
Skipti möguleg á nýlegu og góðu einnar hæðar einbhúsi af meðalstærð
í Hafnarfirði.
Nokkrar ódýrar eignir
til sölu í gamla bænum og nágrenni. Sumar með frábærum greiðslu-
kjörum. Teikn. Og nánari uppl. ó skrifst.
Miðsvæðis í borginni óskast
3ja-4rp herb. íbúð á 1. eða 2. hæð eða í lyftuhúsi.
Góð sérhæð með bílskúr.
Húseign með tveimur íbúðum. Má þarfnast endurbóta.
• • •