Morgunblaðið - 28.11.1991, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991
Dulfegnrð
fortíðar
Myndlist_____________
Bragi Asgeirsson
Fortíðin á sér jafnan viss dul-
armögn, gædd einhveijum óræð-
um seið og saknaðarkennd, og
þetta allt er dregið saman í eitt
orð í útlendum málum og nefnist
þá „nostalgia”, en hefur veri
útlagt sem heimþrá á íslenzku.
Hugtakið „heimþrá” segir þó
engan veginn allt, því að heim-
þráin getur verið tii heimalands-
ins, æskustöðvanna eða einungis
heim úr vinnunni eða skólanum
og hefur þá næsta lítið með fort-
íðina að gera.
En í myndum Karólínu Lárus-
dóttur, sem búsett hefur verið í
Englandi um árabil rennur þetta
saman í eitt og verður hvoru-
tveggja að heimþrá og dulrömm-
um söknuði til fortíðarinnar.
A sýningu hennar í listhúsinu
Borg er myndefnið að stórum
hluta sótt til samnefnds hótels
við hliðina, sem starfað hefur í
rúma sjö tugi ára og móðurafi
hennar reisti af miklum stórhug.
Við þetta hótel eru trúlega
tengdar miklar endurminningar
frá bernsku- og þroskaárum og
þær hafa yfir sér annað yfir-
bragð en borgarbúa almennt,
sem flestir sækja þangað einhver
minningarbrot. Annars konar
yfirbragð hlýju, ástúðar og kær-
leika.
Allt þetta kemur fram á sýn-
ingunni, sem samanstendur af
26. olíumálverkum og stendur
til 3. desember.
I myndum Karólínu Lárus-
dóttur er lagt á borð á Hótel
Borg, búið um rúm og boðið upp
í dans. Góði risinn á hótelinu er
mættur til leiks, og sérrí tvær
virðulegar amerískar konur, bak-
stigann og turninn, og auk þess
dansa kokkarnir cig kvöldvaktin
hefur tekið við. Á þennan hátt
vekur hún til lífsins gamlar
endurminningar og gæðir þær
römmum seið hinna löngu liðnu
daga er lífið var ungt en heimur-
inn stór, nálægðin mikil og fjar-
lægðirnar óttablandnar en
óraunhæfar.
Haldi maður áfram sér í ferða-
menn á Þingvöllum, straukonu á
Laugarvatni, dansað er á þjóðhá-
tíðardaginn, engill til manns úti
í iðjagrænni náttúrunni, spákona
hugsar djúpt, kápusali breiðir úr
sér og kona er á mjög góðum
stað.
Við höfum þar með skyggnst
inn í viðfangsefnin, en málverkið
sjálft segir aðra sögu og hér ein-
kennist útfærslan af einhveiju
samblandi dulfegurðar og berns-
kri hugsun, þar sem fólk virðist
ekki.einu sinni jarðtengt heldur
gefur þyngdarlögmálinu langt
nef, svífur um og tekst á loft.
Karólina Lárusdóttir
Myndirnar eru fallega málað-
ar og augljóst er að Karólína
hefur sótt í sig veðrið sem mál-
ari og eru hér myndir eins og
„Bið” (2), „Kona kaupir fisk”
(3), „Lagt á borð á Hótel Borg”
(9), „Kvöldvaktin” (10) og „Bak-
stiginn á Hótel Borg” (21) til
vitnis um það, því að í þessum
myndum er liturinn safaríkari
og pensilförin mýkri en áður og
á það einkum við fyrstnefndu
myndina.
Fyrir mitt leyti held ég mest
upp á vatnslitamálarann og graf-
íklistamanninn Karólínu Lárus-
dóttur, en nú virðist málarinn
vera að knýja fast og frekjulega
á og má svo fara að það beri
dijúgan árangur fyrr en varir.
Stjömuhröp
Það er stutt síðan Erla Þórarins-
dóttir lokaði dyrum sýningar sinnar
í Norræna húsinu, og nú er hún
komin aftur með sýningu, en að
þessu sinni í sýningarhorni Sævars
Karls, að Bankastræti 9.
Þetta verður að teljast sýningar-
gleði í efri kantinum, en það skal
þó viðurkennt að margur sem ekki
leggur leið sína á sýningu í Nor-
ræna húsinu, gerir það frekar varð-
andi listhús í miðborginni.
Að þessu sinni sýnir Erla nokkur
málverk, sem eru mjög svipuð þeim
í Norræna húsinu og búið er að
fjalla um á síðum blaðsins, en svo
er hún einnig með eins konar inn-
setningu á gólfi sýningarsalarins.
Um þessa framkvæmd, sem
sækir hugmynd sína í stjörnuhröp,
segir Erla: „Stjörnuhröp eru steinar
á stærð við sandkorn sem lenda í
aðdráttarsviði jarðar og glóðhitna
er þeir koma á miklum hraða
(10-70 km/sek.) inn í gufuhvolfið.
I flestum tilfelium brenna lbftstein-
arnir upp áður en þeir ná yfirborði
jarðar. Það sem við sjáum er gló-
andi Ijósspor eftir braut steinsins.
Sá sem sér stjörnuhrap má óska
sér, en á óskastund er varkárni
beitt; óskir geta ræst.”
Erla reynir í verki sínu að fram-
kalla áhrif stjörnuhraps á skynsvið
skoðandans. Þetta gerir hún með
sérstakri lýsingu svo og röð mi-
slitra steina á gólfinu, sem hún
hefur raðað mjög skipulega. Víst
er skipulagningin andstæð ferli
loftsteinsins smáa, er verður að
stjörnuhrapi, en hins vegar er flók-
ið skipulag alheimsins hárnákvæm
vísindi, þótt stundum komi fram
eins og ósjálfráð rof. En þessi rof
eru nú einmitt hluti hins mikla
Erla Þórarinsdóttir listamaður.
skipulags, eins og t.d. ósýnilegt
andrúmsloftið, sem er eins og rof
í ómælisvíddum himinhvolfsins þar
sem ekkert Iíf þrífst, fæðir af sér
margbrotið líf á hinni hörðu og
óbifanlegu hringlaga fyrirferð jarð-
arinnar.
Þetta er óvenjuleg sýning á
staðnum og mikið í hana lagt, en
lamparnir og yfirlýsingin erta fljót-
lega sjóntaugarnar. Hvernig lista-
konan hugsar sér svo sambandið á
milli stjörnuhraps og verksins er
ekki gott að segja og hún gefur
skoðandanum ekki nægilega hlut-
læga innsýn í hugmynd sína með
hinni stuttu vísindalegu útskýr-
ingu.
Allt um það, þá er framkvæmdin
verð allrar athygli og markar nýjar
víddir á listferli Erlu Þórarinsdótt-
ur.
Rummikub metsöluspilið. Rummikub er spiliö sem allir frá 5 ára aldri
geta spiiað. Rummikub þar sem jókerinn bregður á leik og gerir spilið
spennandi og skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
HEILDVERSLUN, SÍMI 65 30 75
P ÚT ERU komnar hjá Erni og
Örlygi tvær fróðleiksbækur undir
samheitinu Skrýtið og skemmti-
legt. Önnur þeirra íjallar um dýrin
en hin um mannslíkamann. í kynn-
ingu útgefanda segir m.a.: „Þetta
eru svonefndar flipabækur en með
því er átt við það að síðurnar eru
tvöfaldar og á hverri þeirra er flipi
sem börnin eiga að lyfta og þá
kemur ýmislegt fróðlegt og óvænt
í ljós. I bókunum er fjöldi stað-
reynda um dýrin og mannslíkamann
sem gera menn forviða og orðlausa.
Það sem er falið undir flipanum er
bæði skemmtilegt og fræðandi.”
Hálfdan Ómar Hálfdanarson
þýddi bækurnar.
■ ÖRN OG ÖRLYGUR hafa gef-
ið út öskju með ýmsum gögnum
eftir Gran Lewi og Liz Greene
sem eiga að hjálpa fólki að átta sig
á eigin persónuleika og annarra og
hvernig það getur í framhaldi af
því haga lífí sínu. í kynningu útgef-
anda segir m.a.: „Þetta eru engin
kristalkúlufræði heldur leiðbeinandi
upplýsingar og ábendingar. Þessi
útgáfa er algjör nýjung hér á landi
en askjan hefur áður komið út víða
erlendis og vakið mikla athygli og
notið mikilla vinsælda. Askjan hefur
að geyma 5 hluti (2 bækur, skrif-
blokk, blýant og hjól með dýra-
hringnum) sem hjálpa fólki að gera
nákvæmt stjörnukort á tíu til
fímmtán mínútum, án nokkurrar
sérþekkingar á reglum og útreikn-
ingum stjörnuspekinnar. Með þessu
móti öðlast það nýjar og skemmti-
legar upplýsingar um eigin per-
sónuleika, vina sinna og vanda-
manna.”
■ Á FUNDI stjórnar Sálfræð-
ingafélags Islands 20. nóvember
sl. varð gerð eftirfarandi samþykkt:
„Stjórn SÍ: harmar þá ákvörðun
HÍK og FÍN að segja sig úr BHM.
Stjórn SÍ telur þörf fyrir sterk sam-
tök háskólamanna, sérstaklega nú
þegar óvissa ríkir um stöðu háskóla-
menntunar vegna aðildar Islands
að EES. Stjórnin lýsir sig fúsa til
viðræðna um samstarf háskóla-
manna í framtíðinni.”
(Préttatilkynning)