Morgunblaðið - 28.11.1991, Side 16

Morgunblaðið - 28.11.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 ÁTAKASAGA Árni Tryggvason og Ingólfur Margeirsson. Bókmenntir Erlendur Jónsson Ingólfur Margeirsson: LÍF- RÓÐUR ÁRNA TRYGGVASON- AR LEIKARA. 350 bls. Örn og Örlygur hf. 1991. Þetta er meira en endurminning- ar. Þettaer ævisaga, nákvæm, ýtar- leg, samfelld, gegnheil. Sögumað- urinn, Árni Tryggvason, er í senn dæmigerður og sérstæður. »Ég er fyrst og fremst alþýðumaður, þorpsbúi, sjómaður,« segir hann þegar suður var komið og leiklistin tók að skjóta rótum í hugskotinu. Árni ólst upp í litlu sjávarþorpi. Kannski voru þau öll eins fyrir stríð. Eigi að síður bar hvert um sig sína drætti í svipmótinu eins og karlarn- ir og keriingarnar sem skópu þeim örlög. Og Arni var eins og fæddur inn í þetta umhverfi. Þegar í bernsku bast hann sterkum böndum við uppruna sinn. Þær taugar hafa aldrei slitnað. Fjölskyldan, vinirnir og síðast en ekki síst lífsbaráttan — allt mótaði þetta drenginn varan- lega. Þama lifðu allir á sjónum. Og þá kom ekki annað til greina en að verða sjómaður. Vinnan var ekki aðeins nauðsyn. Hún var líka prófsteinn á manngildið. Barn, sem hefði kveinkað sér undan erfiði, hefði varla talist eðlilegt. Þetta var hart líf en einfalt. Ef við heyrum einhvem sakna gömlu góðu dag- anna og innum eftir hvað það í raun og veru var sem hann saknar skyldum við lesa þessa bók. Þó hygg ég að þar sé ekkert verið að gylla hið liðna fram yfir það sem efni stóðu til; líkt og ýmsum hættir að vísu til þegar árin færast yfir. Af frásögninni leggur bæði saltlykt og tjömangan í bland við ilminn af ljúfsárum bemskuminningum. Æviferill Áma var ekki viðburða- ríkur framan af. Kominn var hann undir tvítugt þegar hann hleypti heimdraganum ef undan var skilin tveggja vetra vist í héraðsskóla. Slíkt var þá ekkert einsdæmi. Hvað hafði hann svo sem að heiman að gera? Jú, örlögin skákuðu honum austur á land þar sem fyrir honum lá að afgreiða í kaupfélagsbúð. Það var að sönnu fleira en tilbreytinga- semin sem togaði unga manninn austur þangað. Og hvort sem nú dvölin þar skipar meira eða minna rúm í endurminningunni er Borgar- fjarðarkaflinn einhver allra skemmtilegasti hluti þessarar bók- ar. Það hefur skrásetjarinn einnig fundið því hvergi liggur nær því að hann vippi sér á bak Pegasusi og þeysi með sögumann á vængjum hugarflugsins. Með þessum orðum er t.d. lýst hughrifum þeim sem sögumaður varð fyrir þar og þá: »Eftir á að hyggja skynja ég öll þessi brot á þroskaferlinum eins og kvíslar sem seytla saman í einn læk sem stækkar og fellur í eina elfu.« Hvort Árni hefur orðað þetta nákvæmlega svona? Það skiptir svo sem engu höfuðmáli. Nema hvað upphafning og stílfærsla af þessu tagi telst ekki alveg til liðna tímans hér á Fróni eins og maður var far- inn að halda. En Borgarfjarðardvölin varð ekki langæ. Hvarvetna er eins og dulin öfl togi sögumann frá settu mark- miði: að verða sjómaður á heima- slóð. Því nú liggur leiðin til Reykja- víkur þar sem Árni tekur að af- henda spað og kótilettur yfir búðar- borð. Drykkjurútur, sem slæðist inn úr dyrunum til að seðja sárasta hungrið, spyr afgreiðslumanninn upp yfir troðfulla búðina hvort hon- um líði ekki illa innan um öll þessi köldu læri. Var að furða! Kapítulinn innan um köldu Iærin varð líka endasleppur því þarna ákveður Ámi að sækja um skóla- vist hjá Lárusi Pálssyni. Og þá er loks búið að taka kóssinn í þeim vændum að sigla stórbaug yfir til bjarmalands listarinnar. Að komast í skóla Lárusar gekk nú ekki þrautalaust að vísu. En gekk þó. Og þá var að snúa sér að næsta verkefni: að fastna sér konu. Fljótur var Árni að sjá sér út konuefni. En framhaldið varð eins og í skáld- sögu eftir Ingibjörgu Sigurðardótt- ur. Lengi vel hvorki gengur né rek- ur þannig að lesandinn fyllist róm- antískum taugahrolli og spyr sig í örvæntingu hvort þetta ætli virki- lega ekki að verða neitt meira — í þeirri unaðslegu vissu að örlögin geti ekki verið svo miskunnarlaus að leysa ekki málin farsællega fyrir sögulok. Sem og verður. Og þá hefst leiklistarsagan. Starfssögur manna eru tíðast þurr- ar og leiðinlegar. Menn vilja ekkert segja og þora ekkert að segja þeg- ar kemur að fyrrverandi starfs- bræðrum og yfírmönnum. Þessi er ekki þurr og enn síður leiðinleg, öðru nær. Sjötti áratugurinn í Iðnó líður við vaxandi gengi unga leikar- ans. Stundum smáárekstrar. Engin undirmál né baktjaldamakk. Vitanlega gerðist það markverð- ast í upphafi leikferils Árna að Þjóð- leikhúsið tók til starfa. Þá áleit margur að dagar áhugaleikhúss í Reykjavík væru taldir, starfsemin í Iðnó mundi sjálfkrafa leggjast niður. Það fór þó á annan veg. En hörð var samkeppnin. Leikfélags- menn urðu að róa lífróður til að halda sér á floti. Og þeir gerðu betur. í raun varð sjötti áratugurinn sannkallaður dýrðartími fyrir leik- félagið og Árna. Áhorfendur héldu tryggð við Iðnó. Og Árni skapaði sér fasta og varanlega ímynd sem Ieikari — gamanleikari fyrst og fremst. Honum voru falin vandasöm hlutverk sem hann leysti af hendi með fagmannlegu öryggi. Hann hlaut lofsamlega dóma gagnrýn- enda og vaxandi vinsældir áhorf- enda. Honum var útvegað starf sem var beinlínis miðað við að hann hefði fíjálsar hendur sem Ieikari. Draumurinn var þó að komast að Þjóðleikhúsinu til að geta helgað sig listinni óskiptur. Og það tókst. Þá taldi leikarinn sig vera kominn á Iygnan sjó. En margt fer öðruvísi en ætlað var. Nú hófst erfiðasta tímabil í ævi leikarans svo nærri lá að sálar- skip hans steytti á skeri og sykki í hyldýpi örvæntingar og vonbrigða. Leikstjórnin var ópersónulegri og harðneskjulegri í atvinnuleikhúsinu. Bið varð á að Árna yrðu falin hlut- verk sem samsvöruðu metnaði hans og hæfileikum. Þegar slíkt að lokum bauðst og hann lagði sig allan fram og taldi sig hafa gert eins og best hann gat urðu dómarnir óforvar- andis neikvæðir. Þess háttar kaldar gusur hafði hann ekki fengið yfír sig áður og var alls ekki viðbúinn andstreyminu. Ljúfa lífið í Iðnó hafði allt í einu snúist upp í mar- tröð í stórmusteri listarinnar við Hverfisgötu. Leikarinn, sem hafði komið svo mörgum til að hlæja í Ævintýri á gönguför og Frænku Charlies og hlotið svo einróma lof fyrir leik sinn í Beðið eftir Godot fann sig nú standa einan og yfirgef- inn á köldum rúmsjó með vægast sagt ótrygga framtíð fyrir stafni. Nú fór í hönd barátta, hörð og miskunnarlaus. Annaðhvort var að gefast upp eða þrauka. Að lokum varð þijóskan og þrautseigjan yfír- sterkari. Árni einsetti sér að halda áfram hvað sem það kostaði. Þetta er sem sé mikil átakasaga. Berorð er hún og sögð af fyllstu einlægni. Sjaldgæft er að andstæð- unum í lífi og starfi listamanns sé svo berlega brugðið fyrir sjónir. Auðvitað er þetta persónusaga, saga eins manns í margslungnu umhverfi. Eigi að síður má draga af henni ýmsar víðtækari ályktanir. Það sem Árni segir af sjálfum sér á sumt við kynslóð hans gervalla, fólk sem ólst upp við fábrotnar lífs- reglur en varð svo að hasla sér völl í flóknu umhverfi þar sem giltu allt önnur samskiptalögmál. Meðan Árni var í Iðnó naut leik- húsið næðis og kyrrðar. Gagnrýnin var hófsamleg. Var þá ekki sagt um suma gagnrýnendur að þeir skrifuðu til að kvitta fyrir miðann sinn? Þegar kom fram á sjöunda áratuginn, upp úr því er Árni hóf störf í Þjóðleikhúsinu, harðnaði menningarpólitíkin. Fram kom hóp- ur gagnrýnenda sem ætlaði sér síð- ur en svo að þjóna sem einhveijar umlandi bakraddir í menningar- kórnum heldur spila stóra hlutverk- ið sem leiðandi afl. Leikhúsið átti ekki að vera einhver saklaus kabar- ett; þvert á móti skyldi það nú verða bæði virkt og meðvitað og »knýja fólk til að hugsa« eins og svo oft var sagt. Stofuleikritin gömlu voru kölluð gægjukassastykki. Leiklistin átti að bijóta til mergjar félagsleg vandamál. Það segir sig sjálft að leikari, sem hafði yljað áhorfendum um hjartarætur með frábærum leik í gamanleikjunum fýrrnefndu, féili ekki inn í þetta nýja mynstur. Þess háttar fortíð gat meira að segja orðið honum fjötur um fót. Við þess- ar aðstæður var annaðhvort fyrir Árna að leggja árar í bát eða reyna fyrir sér á öðrum miðum. Hann valdi síðari kostinn og gerðist skemmtikraftur meðfram starfi sínu sem fastráðinn leikari. Þar sem Lífróður er fyrst og fremst persónusaga er að mestu horft framhjá þessum menningar- pólitísku sviptingum. Lesandanum er eftirlátið hvort og hvernig hann tengir þær við söguna. En nú er þetta allt að baki. Gömlu góðu dagarnir eru löngu liðnir, og erfiðleikaárin eru líka að baki. »Nú eigum við engan litríkan leikara. Þetta er eins og svo margt annað í þjóðfélaginu; einhvers konar flatn- eskja lögst yfir allt samfélagið.« — Stór fullyrðing, en óhrekjandi! Skemmst er frá að segja að þetta er afar vel skrifuð bók, textinn skip- ulegur og mikið lagt í stílinn. Af stuttum eftirmála má ráða að höf- undur og sögumaður hafi unnið hratt. Það er þó aðeins á fáum stöð- um sem maður rekst á hnökra sem ætla má að lagaðir hefðu verið ef lengur og betur hefði verið starfað. Óþarft er að geta sér til hvað sé frá höfundi og hvað frá sögu- manni. Hitt má fullyrða að bók af þessari gráðu verði aldrei samin nema báðir leggi sig fram til hins ýtrasta. Að lokum — hvaða einkunn er svo hægt að gefa þessum Lífróðri með fáum orðum? Er bókin áhuga- verð, fróðleg, skemmtileg? Að mínu mati er hún allt þetta, en þó fyrst og fremst ærleg, virð- ingarverð, heiðarleg. BOSCH DAGAR TIL JÓLA VIÐ ERUM KOMIN í JÓLASKAP OG AF ÞVÍ TILEFNI BJÓÐUM VIÐ 10% AFSLÁTT AF ÖLLUM OKKAR HEIMILISTÆKJUM - STÓRUM SEM SMÁUM - í VERSLUN OKKAR í SUNDABORG 13 FRAM TIL JÓLA. rZTW ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR VIÐ GERUM ENN BETUR VIÐ ÞÁ SEM GREIÐA MEÐ PENINGUM, EN ÞEIR FÁ 15% AFSLÁTT. Aðrir útsölustaðin Metró, Reykjavík; Parma, Hafnarfirði; Neisti, Vestmannaeyjum; SÚN, Neskaupstað; Rafmagnsverkstæði L. Haraldssonar, Seyðisfirði; Hákon Gunnarsson, Höfn í Hornafirði; Straumur, ísafirði. s Jóhann Olafsson & Co SI'MMIIOROM • 104 lÍKVKJAVÍK • SÍMK.KK 5K8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.