Morgunblaðið - 28.11.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.11.1991, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 SAMEINUMST GEGN ALNÆMI Ferðalög og alnæmi eftir Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur Alnæmi er alþjóðlegt vandamál. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tel- ur að innan níu ára — árið 2000 — verði þrjátíu til fjörutíu milljónir karla, kvenna og barna um allan heim smitaðar af alnæmisveirunni. Ferðalög hafa farið sívaxandi frá lokum síðustu heimsstyijaldar og er spáð að ferðaiðnaðurinn verði orðinn stærsti iðnaðurinn í heiminum um næstu aldamót. Þjóðfélagsbreytingar í Evrópu og samningar um evrópskt efnahagssvæði benda ennfremur til þess að ferðalög verði stærri þáttur í lífsmynstri almennings. Yfirskrift greinarinnar, „Ferðalög og alnæmi”, gæti bent til að ferðalög og ferðamenn breiði út alnæmi. Svo er ekki. Það er ætíð hegðun fólks, hvort sem það er á innlendri eða erlendri grund, sem skiptir öllu máli um hvort alnæmi og aðrir kynsjúk- dómar breiðast út. Ýmislegt bendir til að sumir einstaklingar hagi sér öðruvísi á ferðalögum — taki meiri áhættu. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að fræðslu til ferðamanna. Á meðan ekki er til lækning eða bóluefni við alnæmi eru upplýsingar og fræðsla eina fyrirbyggjandi leiðin í að hindra frekari útbreiðslu. Var helmingur þjóðarinnar erlendis á síðasta ári? Líkt og aðrir Norðurlandabúar eru íslendingar oft á faraldsfæti. Á Norðurlöndum er aukningin á smiti alnæmisveirunnar einna mest hjá ferðalöngum og þar af er helmingur- inn ungt fólk. Meira en helmingur alnæmissmits meðal nýsmitaðra Finna má rekja til smits á ferðalagi erlendis — annaðhvort af samferða- manni eða innfæddum. Á síðasta ári taldi útlendingaeftirlitið 142.054 ís- lendinga sem komu til landsins. Inni í þeirri tölu eru vafalaust nokkrir sem taldir hafa verið oftar en einu sinni. Sé tekið mið af því má gera ráð fyr- ir að minnsta kosti helmingur þjóðar- innar hafí verið á faraldsfæti síðasta árið. Má þar nefna sólaralandaferðir, vetrarferðir svo sem skíðaferðir, við- skiptaferðir, „ævintýraferðir”, lestarferðalög ungs fólks um Evrópu, ferðir námsmanna og útskriftarferðir skólanema. Til Islands koma einnig margir ferðamenn en Útlendingaeft- irlitið taldi 141.772 erlenda ferða- menn inn í landið á síðasta ári. Vitneskjan nægir ekki — viðhorfsbreytinga er þörf Smitleiðir alnæmis eru þær sömu innanlands sem utan — kynmök við smitaðan einstakling, með smituðu blóði til dæmis á óhreinni sprautu- nál, smit frá móður til bams á með- göngu eða í fæðingu. Varúðarráð- stafanir eru einnig þær sömu alls staðar í heiminum. Það er vel þekkt staðreynd — því miður — að vitneskj- an ein um smitleiðir virðist ekki breyta miklu í kynhegðun fólks svo það hagi sér á ábyrgari hátt gagn- vart sjálfum sér og öðrum. Eðli mannsins er flóknara en svo. Til dæmis er lítið gagn í að vita að smokkurinn dregur stórlega úr líkum á alnæmissmiti og öðru kynsjúkdóm- asmiti ef viðkomandi vill svo ekki nota smokkinn vegna þess að þá gefur hann til kynna skipulagningu kynlífsins og þar með „lítið spenn- andi kynlíf’. Ein af ranghugmyndum í kynlífi er að ekki megi undirbúa það heldur verði það að gerast sjálf- krafa. Smokkurinn þarf heldur ekki að gefa til kynna lauslæti heldur ábyrga hegðun hjá körlum og konum. Á meðan áðumefnd viðhorf eru ráð- andi er hætta á að vitneskja um smitleiðir og hættulaust kynlíf missi marks. Viðhorfsbreytinga er einnig þörf og það tekur lengri tíma en að innbyrða þekkingarmola. Kynhegðun heima og erlendis í upphafi greinarinnar nefndi ég að ýmislegt benti til að sumir ein- staklingar taki meiri áhættu á ferða- lögum. Þeir sem ferðast án maka, eru einhleypir eða ungir, eru þeir sem kannanir sína að þurfa að sýna sér- staka aðgætni í kynhegðun sinni á ferðalögum erlendis. Þótt tilgangur ferða geti verið mismunandi kveikja ferðalög í okkur margvíslegar tilfinn- ingar. Á ferðalagi fínnst fólki það hafa aukið frelsi, fleiri möguleika á að kynnast framandi hlutum og reyna eitthvað nýtt. Það er gott að komast í nýtt umhverfi og vera í kringum nýtt fólk, fjarri heimahög- unum „því þar er ailan andskotann hægt að gera” segir í kvæðinu. í heimalandinu eru oft á fólki ýmis félagsleg höft sem ekki gætir á ferð- alögum í framandi umhverfi. Stund- um er um að ræða áfengis- og vímu- efnanotkun og tungumálaerfiðleika í ofanálag. Þetta tvennt gerir það að verkum að líkamsmálið (í stað talaðs máls) veðrur meira ráðandi en ella. Einnig gæti ferðalangur ver- ið staddur í landi þar sem blóð er ekki skimað og þar af leiðandi hætta á smiti við blóðgjöf. Næsti smokka- eftir Harald Briem Þau rúm tíu ár sem alnæmi hef- ur verið þekkt hefur sjúkdómurinn stöðugt breiðst út og er núorðið vandfundið það ríki sem ekki hefur orðið hans vart. Enn sem fyrr hefur sjúkdómurinn náð hvað mestri út- breiðslu í Afríku þótt flest skráð tilfelli séu í Bandaríkjum Norður- Jóna Ingibjörg Jónsdóttir „Þeir sem ferðast án maka, eru einhleypir eða ungir, eru þeir sem kannanir sína að þurfa að sýna sérstaka að- gætni í kynhegðun sinni á ferðalögum erlendis.” sjálfssali er kannski langt í burtu. Oll þessi atriði eru aðeins brot af þeim þáttum sem gera það að verk- Ameríku. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur að undanförnu verið hröð í Suður-Ameríku og í Asíu, einkum Suðaustur-Asíu. Áberandi er að hlutur fíkniefnaneytenda og þeirra, sem smitast við kynmök gagnkyn- hneigðra, fer vaxandi meðal smit- aðra. í kjölfar þessa smitast æ fleiri konur og þar með börn með hörmu- legum afleiðingum. Á íslandi, eins og í sumum ná- grannalöndum okkar, hefur út- breiðsla sjúkdómsins ekki orðið eins hröð og upphaflega var óttast. Hafa skal þó í huga að hérlendis greinist nýr smitaður einstaklingur á fjögurra til sex vikna fresti. Það er þeim áhyggjuefni, sem fást við þennan sjúkdóm í návígi, að margir þeirra, sem greinast hafa með smit að undanfömu, hafa smitast ný- lega. Eru sumir þeirra ungir að árum og eru ýmist gagnkynhneigð- ir, hommar eða fíkniefnaneytendur. Ekki hefur tekist að hefta út- breiðslu alnæmis í heiminum enn sem komið er. Hins vegar hefur náðst talsverður árangur í meðerð sýktra einstaklinga. I fyrsta lagi hafa komið á markað lyf sem hefta sjúkdómsþróun smitaðs einstakl- ings með því hindra vöxt og við- gang alnæmisveirunnar. Þessi lyf auka lífslíkur smitaðra einstaklinga ög lengja í rauninni meðgöngutíma sjúkdómsins. Þess hefur þegar gætt að dregið hefur úr tíðni alnæmis meðal efnaðra þjóða vegna þessa. í öðru lagi hafa orðið framfarir í meðferð svokallaðra fylgisýkinga alnæmis og fyrirbyggjandi meðferð þeirra. Meðferð af þessum toga er kostnaðarsöm og vandséð hvernig fátækar þjóðir, þar sem vandinn er hvað alvarlegastur, hafi efni á að bjóða þegnum sínum hana. Eina raunhæfa leiðin til að hindra út- breiðslu alnæmis er virkt bóluefni. Enda þótt bjartsýni manna á því að takist að finna slíkt bóluefni hafi aukist, eru enn nokkur ár í að það komist á markað, reynist það nothæft á annað borð. Á fyrstu árum alnæmisfaraldurs- ins urðu mönnum smitleiðir sjúk- OPIÐ LAUGARDAGA. OPIÐ SUNNUDAGA13-18 RCR KRISTML * FÁKAFENI 9, SÍMI 679688 Alnæmi í tíu ár Metsölublað á hvetjum degi! um að ferðamenn þurfa að sýna sér- staka aðgætni og læra að njóta lífs- ins án þess að koma heim með al- næmi eða annan kynsjúkdóm í far- teskinu. Fræðsla er eina „bólusetningin” við alnæmi Hvarvetna þar sem sérstakt fræðsluátak hefur átt sér stað um ferðalög og alnæmi hefur því verið tekið vel af ferðamönnum. Ekki eru samt allir jafn hlynntir heilsuvernd ierðamanna hvað varðar alnæmis- varnir, samanber yfirvöld í einu Mið- jarðarhafslandanna sem ákváðu að sleppa því að búa til fræðsluefni handa ferðamönnum um alnæmi og aðra kynsjúkdóma af ótta við að það myndi fæla þá frá. Er hætt við að ferðamenn líti á upplýsingar sem prédikanir og að vitneskja um' hættu á smiti eyðileggi ferðaánægjuna? Þeir sem þekkja til gerðar fræðslu- efnis vita að það er vel hægt að matreiða fræðslu svo hún komi til móts við væntingar og þarfir ferða- manna og ferðaþjónustuaðila þannig að síkar áhyggjur eru óþarfar. Ferðalög eru sjálfsögð Með fræðslu er ekki átt við að ferðamenn eigi ekki að heimsækja staði þar sem alnæmi er landlægt. Þvert á móti. Það er hægt að ferð- ast hvert sem er og kynnast hverjum sem er — hvar sem er á hnettinum. Aðalatriðið er hvort viðkomandi ferð- alangur kjósi að haga sér þannig að Haraldur Briem „Alnæmi er sjúkdómur, sem ekki er bundinn við sérstaka minnihluta- hópa, heldur getur hent hvern sem er sem ekki sýnir nauðsynlega að- gát.” dómsins ljósar, en hann smitast með óvörðum kynmökum, blóð- blöndun og frá móður til bams í móðurkviði og við fæðingu. Einnig er talið að bam geti smitast með mengaðri bijóstamjólk. Enn hefur ekkert það komið í ljós sem styður að sjúkdómurinn smitist með öðrum hætti. Öll venjuleg umgengni við smitaða einstaklinga t.d. á vinnu- stöðum og á heimilum er því hættu- laus. Þó eru til vinnustaðir þar sem hættur geta leynst en það em sjúkrahús og vissar rannsóknar- stofnanir þar sem meðferð mengaðs blóðs og annarra líkamsvessa fer fram. Þótt óhöpp séu afar fágæt og eiga naumast að geta komið fyrir sé fullrar smitgátar gætt, eiga þau sér endum og eins stað. Þau verða yfirleitt með þeim hætti að heilbrigðisstarfsmenn stinga sig á mengaðri nál eða egghvössum hlut- um. Þrátt fyrir það er smit mjög ólíklegt í hveiju tilviki. Nú hafa fréttir borist af því frá Bandaríkjunum að fjórir sjúklingar hafi smitast af sama tannlækni, sem nú er látinn. Ástæðan fyrir þessum atburði er óljós en talið er að smitgátarreglum hafi ekki verið fylgt. Mál þetta hefur hlotið gífur-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.