Morgunblaðið - 28.11.1991, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991
Orðið vinsælla að
fjárfesta á Kjalamesi
- segir Pétur F. Þórðarson sveitarsljóri
ÍBÚÐARHÚ3NÆÐI á Kjalarnesi hækkar nú um mánaðamótin um 15%
eins og fram kom í frétt í blaðinu sl. föstudag. Að sögn Péturs F.
Þórðarsonar, sveitarstjóra Kjalarnesshrepps, er þetta þriðja árið sem
hækkunin er meiri þar en annars staðar. Telur hann ástæðuna auknar
vinsældir íbúðarhúsnæðis þar.
„Fyrir þremur árum óskuðum við
eftir því við Fasteignamat ríkisins
að það skoðaði sérstaklega sölu-
samninga íbúðarhúsnæðis á Kjalar-
nesi vegna lágs fasteignamats,”
sagði. „Þá kom fram að fasteigna-
mat þyrfti að hækka um a.m.k. 20%
umfram verðlagshækkun íbúðarhús-
næðis í landinu til þess að jafnvægi
yrði náð milli fasteignamats og þess
verðs sem’ sölusamningar bentu til
að væri eðlilegt.”
Mikil aðsókn að
sýningn Karólínu
MIKIL aðsókn hefur verið að
málverkasýningu Karólínu Lár-
usdóttur í Gallerí Borg og vel á
annað þúsund manns sóttu sýn-
inguna um helgina.
Aðeins örfáar myndir eru enn
óseldar af sýningunni en hún stend-
ur til 3. desember næstkomandi og
er opin daglega frá kl. 14.00-18.00.
Pétur sagði að ákveðið hafi verið
að þessi hækkun kæmi á þremur
árum, en nú væri sá tími liðinn.
„Allan þennan tíma hefur Kjalarnes
verið með mesta hækkun fasteigna-
mats íbúðarhúsnæðis á landinu. Á
þessu þriggja ára tímabili hefur enn
orðið hækkun, þannig að þrátt fyrir
þessa miklu hækkun fasteignamats
nú er enn um ójafnvægi að ræða,
sem bendir til að á næsta ári eða
árum hækki fasteignamatið meira á
Kjalarnesi en almenn verðlagshækk-
un fasteigna í landinu.
Þetta þýðir í raun að það er að
verða vinsælla að fjárfesta á Kjalar-
nesinu. Margir sækja út fyrir Reykja-
vík en vilja þó ekki búa of langt úti
í sveit. Auk þess hefur Hitaveita
Reykjavíkur selt vatn til húshitunar
hér frá árinu 1989 á sama verði og
í Reykjavík,” sagði Pétur.
Hann segir Kjalarneshrepp vera
um 500 manna sveitarfélag og eitt
þeirra þar sem fólksfjölgun hafi orð-
ið hvað mest undanfarin ár.
Leikfélag Reykjavíkur:
Sýning á Þéttingu í þágn
Krabbameinsrannsókna
EFNT verður til sérstakrar Styrktarsýningar á leikriti Sveinbjörns
I. Baldvinssonar Þéttingu í litla sal Borgarleikhússins fimmtudaginn
5. desember. Leikfélag Reykjavíkur hefur ákveðið að allar tekjur
af sýningunni skuli renna til Rannsóknarstofu Krabbameinsfélags
íslands í sameinda- og frumulíffræði.
Leikarar og starfsmenn sýning-
arinnar gefa vinnu sína á þessari
sýningu. Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, keypti fyrstu mið-
ana á sýninguna, en hún er vernd-
ari Krabbameinsfélagsins.
Þétting fjallar m.a. um krabba-
mein. Hlaut sýningin á sínum tíma
lof gagnrýnenda fyrir nærfærin tök
höfundar á þessu viðkvæma efni.
Hallmar Sigurðsson er leikstjóri,
Jón Þórisson gerði leikmynd, og
Ögmundur Jóhannesson sá um lýs-
ingu. Með helstu hlutverk fara
Kristján Franklín Magnússon, Sig-
rún Edda Björnsdóttir, Soffía Jak-
obsdóttir, Pétur Einarsson og Sig-
rún Waage.
Sýningin er kl. 20 þann 5. des-
ember og er sala hafin á þessa
styrktarsýningu.
Sigurður Hróarsson leikhússljóri afhendir Vigdísi Finnbogadóttur
forseta íslands fyrstu miðana á hátíðarsýningu á Þéttingu. Almar
Grímsson formaður Krabbameinsfélags íslands var viðstaddur.
Lokatónleikar orgel-
árs í Bústaðakirkju
HÓPUR tónlistarfólks, undir
forystu Guðna Þ. Guðmunds-
sonar, organista Bústaða-
kirkju, flytur kirkjulega sveiflu
með léttum lögum í kvöld,
fimmtudag kl. 20.30.
Flytjendur verða söngkvartett
Bústaðakirkju, þau Ingibjörg
Marteinsdóttir, Stefanía Valgeirs-
dóttir, Einar Örn Einarsson og
Eiríkur Hreinn Helgason og
bjöllu- og barnakór Bústaða-
kirkju. Nýráðinn aðstoðarprestur
Bústaðakirkju, Sigurjón Árni Ey-
jólfsson, mun leika á saxófón.
Haukur Morteins
söngvari kemur
fram og einnig
hljóðfæraleik-
aranir Eyþór
Þorláksson,
Guðmundur
Steingrímsson og
Sveinn Eyþórs-
„ , „ _ . son. Með þéss-
um tonleikum
lýkur orgelári Bústaðakirkju, sem
haldið var í tilefni kaupa kirkjunn-
ar á nýju orgeli.
Chalumeaux tríóið, ásamt söngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Hrafnhildi Guðmundsdóttur og
John A. Speight
Mozart í Kristskirkju
CHALUMEAUX tnoið heldur tónleika í Kristskirkju í kvöld, klukk-
an 20.30, ásamt söngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Hrafnhildi
Guðmundsdóttur og John A. Speight. Chalumeaux tríóið er skipað
þremur blásurum, þeim Óskari Ingólfssyni, Sigurði Snorrasyni
og Kjartani Óskarssyni og á tónleikunum í kvöld leika þeir félag-
arnir á Bassetthorn.
Tónleikarnir eru helgaðir Wolf-
gang Amadeus Mozart og hefjast
á því að flutt verða stutt verk,
Adagio, úr Divertimentis, nr. 4
KV 439.b. og Adagio, KV 356
fyrir glerhörpu. Þá verða fluttir
tveir sálmar, „0 Gottes lam,” KV
343 og „Als aus Ágypten,” fyrir
mezzosópran og þijú bassethorn.
„Mikið af frímúraramúsík Mozarts
var skrifuð fyrir bassetthorn, sem
er afbrigði af klarinetti,” segir
Óskar Ingólfsson, einn af meðlim-
um tríósins, „og flest þessara
verka eru skrifuð á árunum 1783
til 1785. Það má eiginlega segja
að á þeim tíma hafi verið klarinett-
hirð í kringum hann. Stadler bræð-
urnir voru þó þeirra frægastir og
Mozartkonsertinn og klarinettk-
vintettinn eru skrifaðir fyrir þessa
tvo bræður. Það er mjög sérkenni-
legt að það hefur aldrei verið skrif-
að eins mikið af klarinettverkum
og um miðbik 18. aldar, en þá er
skyndilega hætt að skrifa fyrir
þetta hljóðfæri. Það datt eiginlega
út úr tónlistarsögunni. Það er leið-
inlegt því klarinettið hefur mjög
sérstaka eiginleika. Það fer upp á
hæstu tóna og niður á þá lægstu.
Það hefur því stórt raddsvið sem
er þar að auki mjög jafnt. Það er
dálítið gaman að því að á íslandi,
ekki stærra landi, eru til fjögur
bassethorn, þannig að það er hægt
að flytja alla þessa tónlist eins og
hún er upphaflega samin.”
Síðasta verkið sem flutt verður
fyrir hlé er Divertimento nr. 3,
KV 396. Þetta verk er fyrir þrjú
bassethorn, en hefur verið leikið
á önnur hljóðfæri. „Þetta er einn
af smellum Mozarts, _ef svo má
að orði komast,” segir Óskar. „Um
leið og hann hafði skrifað verk sem
féllu fólki í geð, virðist eins og
aðrir hafi tekið þau um leið og
umskrifað fyrir önnur hljóðfæri
og þau voru spiluð út um allt.”
Eftir hlé verður meginverk
kvöldsins flutt, Næturljóð Moz-
arts, annarsvegar fyrir sópran,
mezzosópran og bariton, hinsveg-
ar fyrir þijú bassetthorn. „Nætur-
Ijóðin sex eru tækifæristónsmíðar
sem Mozart samdi til flutnings á
heimili Gottfrieds Jaquin, vinar
síns og velgjörðarmanns,” segir
Óskar. „Texti fjögurra þeirra eru
eftir Pietro Metastasio, en tveir
textanna eru eftir óþekkta höf-
unda. Ljóðin eru full af gáska og
glaðværð en þó með álvarlegum
undirtóni. Þau fjalla öll á glettinn
hátt um ást og kærleika.”
Nú kallið þið ykkur Chalume-
aux tríóið. Hvaðan kemur það?
„Chalumeaux er dregið af hljóð-
færum sem eru forverar klari-
nettsins. Fram að þessum tíma,
hefur allur sá peningur sem við
þremenningarnir höfum aflað okk-
ur með tónleikum, farið í að kaupa
þessi hljóðfæri. Chalumeaux er
eins og blokkflauta með klari-
nettmunnstykki. Við eigum nú
þegar orðið þijú hljóðfæri og eftir
áramót eignumst við tvö í viðbót.
Þá opnast okkur alveg nýtt verk-
efnaval. Það sárasta við að leika
á klarinett, er að maður á ekki
aðgang að nema takmörkuðu
tímabili tónlistarsögunnar, til
dæmis getum við ekki leikið bar-
okktónlist. En það breytist með
Chalumeaux, því það er til haugur
af nótum fyrir það hljóðfæri á
söfnum um allan heim. Okkur
opnast því alveg nýr heimur, því
þetta eru verk sem ekki er hægt
að leika á önnur hljóðfæri.”
ssv
Innkaupaferðir erlendis:
Viljum að tollleit verði
efld með ákveðnu átaki
- segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
„OKKAR óskir eru þær að unn-
ið sé að þessu máli með kerfis-
bundnum hætti og að tollleit sé
efld með ákveðnu átaki,” segir
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra. Fjármálaráðuneytið hef-
ur sent utanríkisráðuneytinu
bréf um að tolleftirlit á Kefla-
víkurflugvelli verði gert virk-
ara. Ástæða bréfsins er hin
mikla aukning í innkaupaferð-
um almennings til útlanda,
Söngvartett Bústaðakirkju ásamt Sigurjóni Árna Eyjólfssyni og
Guðni Þ. Guðmundsson organisti.
einkum Skotlands, á síðustu
vikum.
Friðrik Sophusson segir að það
sé í verkahring fjármálaráðuneyt-
isins að annast tolla- og skattamál.
En þar sem Keflavíkurflugvöllur
heyri undir lögsögu utanríkisráðun-
eytisins hafi þeir sent fyrrgreint
bréf þangað og geti að öðru leyti
lítið annað gert en að koma á fram-
færi upplýsingum um hve mikil
verðmæti ferðafólki er heimilt að
taka með sér til landsins án þess
að þurfa að borga af þeim tolla.
Áðspurður um hvort ekki hafí
komið til tals að hækka þá lág-
marksupphæð sem í gildi er, 24.000
krónur, segir Friðrik að það sé
markmið fjármálaráðneytisins að
hafa þær reglur sem í gildi eru sem
eðlilegastar og í sem mestu sam-
ræmi við það sem gildir I nágranna-
löndum okkar. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Varnarmálaráðuneytinu
var þessi upphæð, 24.000 krónur,
ákveðin í ágúst 1989 en hafði fram
að þeim tíma verið 20.000 krónur
frá júlí 1988. Tekið skal fram að
áfengi og tóbak er utan við þessar
upphæðir.