Morgunblaðið - 28.11.1991, Side 30

Morgunblaðið - 28.11.1991, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NOVEMBER 1991 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Stýrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: ^ðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. í fylgd með töframönnum Sá sem gengur til móts við hann (William Shake- speare), kennir augnaráð hans á hug sínum, finnur sjónir hans líða um leyndustu fylgsni sálar sinnar og lokka fram í sviðsljós- ið þann sannleik sem þar fer huldu höfði. Sá sem fylgir hon- um eftir, hvort sem hann svífur um bláan himin ástar og unað- ar, eða kafar rautt vítismyrkur angistar og haturs, er djúptækri reynslu ríkari; sá sem sér honum undir hönd er skyggnari á sinn eigin heim, þessa haglegu smíð, jörðina, þetta veglega hvolftjald gulli drifið, festinguna, og birtist honum þó skírast a!ls sjálfur duftsins kostakjarni, maðurinn, í svip og háttum svo snjall og dásamur, prýði veraldar, af- bragð alls sem lifir; honum opn- ast hið veggjumvíða leikhús, þar sem öll veröldin er leiksvið, og hver karl og kona fær sitt hlut- verk, þar sem hver aldur á sína gleði, sína raun, þar sem ástin grær einsog grös í hlíð, þar sem feigðarköld frostsins nepja er hlýrri en bróðurþel sem brást; og hann heyrir máttuga rödd hans kalla fram úr fellum, lind- um og vötnum sveitir álfa og vætta til þess að leika list hugar- flugsins um stund og hverfa síð- an á vit þess sem ekki er, svo- sem vor mikli hnöttur sjálfur mun hjaðna sem svikult hjóm og eftir láta hvorki ögn né eyðu.” Þannig kemst Helgi Hálfdan- arson að orði í formála sínum fyrir leikritum Shakespeares þegar fyrsta bindið kom út á vegum Almenna bókafélagsins 1982 en nú er þessu mikla rit- verki lokið og hefur Mál og menning sent frá sér síðustu þijú bindi þess. Það hefur þann- ig tekið tæpan áratug að koma þessu snilldarverki á framfæri við íslenska lesendur og þá einn- ig væntanlega sem flest leikhús í landinu, svo vel sem til hefur tekist að þræða einstigið milli skáldlegrar sýnar og tungutaks hins mikla skálds og þess um- hverfis og tungutaks sem við teljum svo miklum skáldskap samboðið. Þýðingar Helga Hálf- danarsonar á höfuðsnillingi heimsbókmenntanna eru að sjálfsögðu mikill viðburður í ís- lenskri menningu og raunar ein af stóru vörðunum í bókmennta- sögu okkar. Við eigum fleiri þýðingar á verkum Shakespear- es og ber að fagna því að höfuð- skáld eins og Matthías Joch- umsson hafa einnig lagt til at- lögu við meistara erlends skáld- skapar enda hefur það aukið fjölbreytni bókmennta okkar og menningar. Fyrir tveimur árum gaf Menningarsjóður út útlegg- ingu Daníels Á. Daníelssonar á sonnettum Shakespeares og var það góð viðbót við önnur verk hans þýdd. Nú höfum við aðgang að öll- um verkum Shakespeares á eig- in tungu og mun það ávallt verða talið einstæður fjársjóður og sýnir seiglu þess arfs sem við höfum hlotið sem hvatningu til meiri afreka og mikilvægrar endursköpunar. Auk þess hefur Helgi íslenskað alla forngríska harmleiki sem varðveist hafa eftir Æskílos, Sófókles og Evrípídes. En áður hafði dr. Jón Gíslason unnið merkilegt braut- ryðjandastarf með þýðingum sínum á grískum fomskáldum sem Menningarsjóður gaf út. Skáldskaparafrek Helga Hálfdanarsonar er í sérflokki eins og augljóst má vera og gæti vel unnið til bókmennta- verðlauna ef þeir Vilhjálmur þyrftu á slíku að haldal! Það var í mikið ráðist þegar Almenna bókafélagið tókst á hendur útgáfu Shakespeare- þýðinganna og alls óvíst hvernig henni hefði reitt af ef félagið hefði ekki þá sýnt þann stórhug sem raun ber vitni. En vegna áfalla tókst félaginu ekki að leiða verkið til lykta. En nú hef- ur það verið gert og má telja útgáfu þriggja síðustu bindanna tímamót í íslenskum skáldskap og bókmenningu. íslendingar eiga mikla arf- leifð þar sem eru þýðingar af erlendum málum á tungu okkar. Slíkar bókmenntir hófust snemma á öldum og þá þegar unnin merkileg afrek en við þau bætt gegnum tíðina og þá ævin- lega í anda Brands byskups og annarra brautryðjenda. Helstu afrek íslenskrar menningar á siðaskiptaöld voru Nýja testa- mentisþýðing Odds og Guð- brands biblía en síðar hefja aðr- ir þessa bókmenntagrein til vegs og virðingar, menn eins og Jón Þorláksson á Bægisá sem hafði með þýðingum sínum stórmikil áhrif á tungutak íslenskrar ljóð- listar eftir hans daga og þá ekki síður Sveinbjörn Egilsson, Stein- grímur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson eins og fyrr greinir. Hómersþýðingar Sveinbjörns Egilssonar um mið- bik síðustu aldar sýna það um- hverfi sem nemendur Bessa- staðaskóla ólust upp í og nærð- ust á, íslenskri þjóð til gæfu og gengis á erfiðum tímum. Sumar þýðingar þessará manna eru með stærri vörðum á vegferð íslenskrar hugsunar um hjarn- breiður margvíslegra áhrifa. Hið besta úr erlendri menningu hef- ur ávallt verið íslenskum arfí nýr hvati í baráttu okkar fyrir þjóðlegri reisn og þá hafa þessi verk ekki síst skipt miklu máli fyrii' varðveislu og endurnýjun tungunnar sem nú á fremur í vök að veijast en nokkru sinni áður. En meðan listræn stórvirki eins og Shakespeare-þýðingar Helga Hálfdanarsonar eru ís- lenskum lesendum tiltæk og rata rétta boðleið til leiklistar- unnenda þurfum við engu að kvíða þótt að sé sótt úr öllum áttum. Við höfum hingað til getað valið úr erlendum áhrifum og breytt þeim í íslenskan veru- leika og skulum við vona að svo verði áfram. í Bessastaðaskóla var nem- endum ekki síst kennd íslenska við tungumálanáin. Kennararnir lögðu sig fram um að nota önn- ur mál og íslenskun þeirra til að skerpa móðurmálskunnátt- una. Þessi arfur fylgdi Bessa- staðamönnum og sér hans ekki síst stað í verkum Jónasar Hall- grímssonar sem drakk af þess- ari lind og hóf sjálfur nýjan þátt íslenskra bókmennta, ekki síst með þýðingum sínum sem voru upphaf nýrrar afstöðu til slíkra bókmennta þar sem fnim- kvæðið var ort upp með öllum þeim kostum sem einkenna ljóð- list þessa nútímalega og sígilda skálds. Hann endurskapaði jafn- vel Heine ef honum sýndist svo. Hann var lærimeistari þeirra sem síðar komu og unnu mikil afrek í þessari grein bókmennta þótt afstaða hans og Magnúsar Ásgeirssonar og Helga Hálfdan- arsonar sé önnur eins og sjá má af þýðingum þessara snill- inga. Þó staðfærir Magnús ef honum býður svo við að horfa og Helgi fer sínar leiðir eins og kunnugt er en báðir eru þeir trúrri frumverkunum en Jónas á sínum tíma. Erlend ljóð frá liðnum tímum, 1982, sýna ekki síst þann skáldlega kraft og þá tvímælalausu listrænu yfirburði sem einkenna þýðingarverk Helga Hálfdanarsonar. Nú er á íslandi unnið að þýð- ingum margra merkilegra verka erlendra og er það mikilvægt. Oft birtast ljóð og önnur skáld- verk sem veigur er í og má þar nefna þýðingar Guðbergs Bergssonar á Cervantes og er það mikið verk, svo mikilvægt sem það er í heimsbókmenntun- um; einnig útgefið af AB í átta bindum. Hér má einnig nefna mikilvægar þýðingar á tíma- mótaverkum sem. Hið íslenska bókmenntafélag hefur staðið að og birst hafa í flokknum Lær- dómsrit bókmenntafélagsins en nú síðast kom út Ríkið eftir Plat- on. Að þessari ritröð er mikill fengur eins og áður hefur verið minnst á í Morgunblaðinu. Allt ber þetta að þakka og annað ótalið. Helgi Hálfdanarson fylgdi Vilhjálmi úr hlaði með Fáeinum orðum um Shakespeare sem fyrr er vitnað til en þar segir í lok greinarinnar. „Hver sem um sinn gengur þessum töframanni á hönd, öðlast í svip nokkuð af kynngi hans og kenndum, fínnur í sjálfum sér þelið sem draumar spinnast úr; því verður enginn samur eftir, sem notið hefur fylgdar hans um furðuheima sögu og ævintýrs og um myrk- viðu mannlegs hjarta.” Það verður enginn samur sem kynnist þessum tveimur töfra- mönnum, William Shakespeare og Helga Hálfdanarsyni. Megi íslensk þjóð bera gæfu til að íýlgja þeim vörðum sem leiða okkur af hjarninu. EVROPUBANDALAGIÐ STAÐFE STIR EKKI SAMNING UM EES NEMA GEGN KARFAKVOTA HER VIÐ LAND Davíð Oddsson forsætisráðherra: Reyna á að ná samkomu- lsigi nær óskum Islendinga DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra segir að þótt krafa EB um karfakvot- ann sé óheppileg, þá hafi hún engin úrslitaáhrif hvað varðar samning- inn um evrópskt efnahagssvæði. Hann telur að freista beri þess að ná samkomulagi við EB sem yrði nær óskum Islendinga en þessi krafa Evrópubandalagsins er. „Ég skil þessa samþykkt Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi þann- ig að þeim finnist erfitt að taka af- stöðu til þátta, sem tengjast tvíhliða samningum og reyndar EES samn- ingunum að nokkru leyti einnig, þeg- ar þeim finnst útfærslan hjá tals- mönnum Evrópubandalagsins vera óljós,” sagði forsætisráðherra um þá ákvörðun SAS að falla frá stuðningi við samkomulag um evrópskt efna- hagssvæði, þangað til allar upplýs- ingar liggja fyrir. Forsætisráðherra var spurður hvort þessi krafa Evrópubandalags- ins um að fá að veiða hér 3000 tonn af karfa, væri þess eðlis að þetta væri óásættanlegt fyrir íslendinga: „Nei, það finnst/nér ekki. Hins veg- ar finnst mér þessi krafa vera mjög óheppileg. Að vísu var ekki búið að semja endanlega um þetta, og utan- ríkisráðherra og sjávarútvegsráð- herra var það ljóst fyrir alllöngu síð- an,”_sagði Davíð. „Ég tel að við eigum að freista þess að ná um þetta samkomulagi, sem væri þá nær okkar óskum, en kemur fram í kröfum EB. Þó er ljóst í mínum huga að þetta atriði veldur ekki úrslitum hvað samninginn um EES varðar,” sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra: Utilokað annað en taka tillit til atvinnurekenda ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist I ljósi þeirrar stöðu sem nú sé upp komin með kröfu EB um karfaveiðiheimildir ein- göngu, skilja þá afstöðu Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi að falla frá stuðningi við samkomulagið um evrópskt efnahagssvæði. „Ég tel útilokað annað en menn taki tillit til þess,” sagði sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég lít þannig á að þessi mál þurfi að komast í eðlilegan samn- ingsfarveg. Við höfum sett fram okkar samningskröfur. Þeim var ekki mótmælt í allt sumar og ekki fyrr en í októbermánuði af hálfu Evrópubandalagsins. Það er degin- um ljósara að menn tóku afstöðu til samningsins á grundvelli þeirrar samningskröfu sem við lögðum fram og Evrópubandalagið mót- mælti ekki á þeim tíma. Það er ekki viðunandi að annar aðilinn í slíkum samningum ráði samnings- „Það hafa komið fram ýmsar aðr- ar athugasemdir, sem eru tengdar saltsíldinpi, Aflamilun, útflutnings- heimildum og fleiru, og aðalsamn- ingamaðurinn sagði við okkur að þessi atriði gæti hann ekki tryggt, nema fallist yrði á kröfu EB um 3000 tonnin af karfa,” sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. Magnús benti á að íslendingar ættu í þessum efnum að hafa allt það frelsi sem þeir kærðu sig um, því ekki hefði verið samið um frí- verslun. „Þeir eru með styrki til síns sjávarútvegs sem skipta tugum millj- arða á ári. Við hljótum því að hafa fullan rétt til þess að jafna sam- keppnisskilyrði íslensks sjávarút- vegs, við erlendan, þegar um beina samkeppni er að ræða á milli evr- ópsks sjávarútvegs og íslensks,” sagði Magnús. Hann kvaðst því ekki skilja hvað menn væru að láta leiða sig út í, og hann hefði það á tilfinningunni að þeir væru komnir á eitthvert eilífðar- niðurstöðunni einn og sér,” sagði Þorsteinn. í minnisblaði sjávarútvegsráðu- neytisins frá því 22. október síðastl- iðinn segir m.a.: „Af hálfu íslands hefur verið lagt til að 70% af veiði- heimildum bandalagsríkjanna verði langhali en 30% karfi. Eftir er að ganga endanlega frá samningum að þessu leyti, en bandalagið hefur látið í ljós ósk um að veiða einung- is karfa. Þar sem vitneskja um út- breiðslu og afrakstursgetu langhal- astofnsins er af skornum skammti, undanhald. „Mér liggur við að segja að sumir telji það pólitískt svo mikil- vægt fyrir sig að þessir samningar komist í höfn, að það sé sama hvað þeir kosti,” sagði Magnús. Magnús var spurður hvort hann teldi að samningunum um evrópskt efnahagssvæði væri fórnandi vegna þessarar kröfu EB: „Ég vil ekki gefa neitt út um það, fyrr en ég sé það hvað i samningunum felst. Ég tel mig ekki vera með upplýsingar í höndunum sem ég ber fullt traust til, um hvert er innihald samnings- ins. Þess vegna tel ég að ekki sé um neitt annað að gera fyrir sjávarút- veginn en að fá þetta í heild sinni og'sjá hvað þeir eru að semja um og meta síðan afstöðuna út frá því,” sagði Magnús. er ljóst að auka þarf rannsóknir verulega á þessu sviði.” Sjávarút- vegsráðherra var spurður hvort þessi kafli hans eigin minnisblaðs hefði verið kynntur hagsmunaaðilum í sjávarútvegi, eftir að samningar um evrópskt efnahagssvæði tókust 22. október síðastliðinn: „Hagsmunaaðilum var sent þetta minnisblað sama kvöld og ég kom heim frá Lúxemborgarfundinum,” sagði Þorsteinn. Sjávarútvegsráðherra var spurð- ur hvað stórmál vséri þá verið að gera úr þessari kröfu Evrópubanda- lagsins, sem hefði samkvæmt þessu legið fyrir síðastliðnar fimm vikur: „Já, að vísu hefur það verið ljóst. En það sem hefur komið nýtt til sögunnar nú, er að EB undirritaði ekki samkomulagið um EES, nema við gæfum allt okkar eftir. Á Lúx- emborgarfundinum var ekki fjallað um tvíhliða samninginn. Það var gert ráð fyrir því að frá honum yrði gengið á næsta ári. Síðan seg- ir Evrópubandalagið: Við viljum hafa nótuskipti um einn þátt í tví- hliða samningnum áður en stafirnir verða settir undir aðalsamninginn, þá viljum við ljúka tvíhliða samning- um sem við ætlum að gera við Is- lendinga. Það auðvitað setur málið í nýtt ljós.” - í nýtt ljós, segir sjávarútvegs- ráðherra. Er þetta það stórt mál að mati sjávarútvegsráðherra, að hann ætli að leggja það til í rikis- stjórn íslands að við hverfum frá aðild að samningum um evrópskt efnahagssvæði, ef EB hvikar ekki frá þessari kröfu sinni: „Ég vil nú snúa málinu alveg á hinn bóginn. Ég trúi því ekki enn að Evrópuband- alagið láti stranda á afstöðu eins og þessari og tel eðlilegt að tíminn sem er til stefnu verði notaður til þess að leiða það í ljós,” sagði Þor- steinn. - En þú ert sem sagt reiðubúinn til þess að láta málið stranda á þessu, eða hvað? „Ég hef ekki tekið neina afstöðu í því. Ég hef aðeins sagt að það er ekki eðlilegt að málið beri að með þessum hætti og það er ekki eðlilegt að því verði lokið með þessum hætti,” sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra. Magnús Gunnarsson formaður SAS: Hef ekki þær upplýs- ingar sem ég treysti MAGNÚS Gunnarsson formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda I sjávarútvegi. segir að fram hafi komið á fundi hagsmunaaðila með fulltrúum utanríkisráðuneytis og sjávarútvegráðuneytis í fyrradag, að fjölmargir hlutir samningsins um EES séu ekki á hreinu. Hannes Hafstein aðalsamningamaður íslands hafi greint frá því að ísland yrði að fallast á að EB fengi heimild til þess að veiða 3000 tonn af karfa, til þess að aðrir þættir samningsins, svo sem saltsíldin, væru tryggðir. Atvinnurekendur í sjávarútvegi: Fallið frá stuðningi við EES- samning Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi sendi í gær frá sér fréttatilkynningu, þar sem hún ósk- ar eftir að taka eftirfarandi fram, í tilefni nýrra upplýsinga varðandi samning um evrópskt efnahags- svæði: „Á grundvelli þess sem kynnt var við lok samningsgerðar í Lúuxemborg um miðjan október, fagnaði Sam- starfsnefnd atvinnurekenda í sjávar- útvegi þessu samkomulagi og taldi hagsmunum íslendinga vel borgið. Nú hefur hins vegar komið í ijós að veigamiklar upplýsingar í tengslum við sjávarútvegsmál sem gefnar voru sem forsendur samkomulagsins eiga sér ekki'stoð í raunveruleikanum. í ljós hefur komið að eitt mikilvæg- asta atriði sem lagt var til grundvall- ar, þ.e. skipti á veiðiheimildum er nú túlkað með ítrustu hagsmuni Evrópu- bandalagsins í huga. Jafnframt kemur í ljós að Evrópubandalagið er ekki til- búið að staðfesta ýmis atriði samkom- ulagsins sem voru forsendur stuðnings Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi, nema íslendingar gangi að ítrustu kröfum bandalagsins um veiðiheimildir. Ennfremur er óljóst um nánari útfærslu á tvíhliða samningi íslands og Evrópubandalagsins um sjávarútvegsmál. Þess vegna verður Samstarfgnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi að falla frá stuðningi við samkomulagið þang- að til allar upplýsingar liggja fyrir í rituðu máli um einstök samningsatr- iði, þannig að hægt sé að leggja raun- hæft mat á efnisatriði samningsins. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Langhali. Teljum að langhali finn- ist í veiðanlegu magni - segir Vilhelmína Vilhelmsdóttir, fiski- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun LÍTIÐ er vitað uni langhalann, þá fisktegund sem styrrinn stendur nú um á milli EB og íslands, og hvort hann er í ísienskri fiskveiði- lögsögu í veiðanlegu magni, samkvæmt því sem Vilhelmína Vilhelms- dóttir fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Vilhelmína sagði að hér væri einkum um tvær tegundir langhala að ræða: slétti langhali, sem eink- um veiðist fyrir sunnan land og snarpi langhali. Langhalinn veiðist á 500 til 900 metra dýpi og þar fyrir neðan. Hún sagði að fyrir allmörgum árum hefði verið farið í sérstakan langhalarannsóknaleiðangur, en á síðustu árum hefði engu fé verið veitt til slíkra verkefna. „Það eru svona 13 eða 14 ár síðan þetta var rannsakað. Við höldum hins vegar að langhalinn sé til í veiðanlegu magni og byggjum það álit okkar á því að hann hefur fengið að vera í friði síðan Rússar hættu að veiða hann um 1968. Þeir hættu þá vegna þess að hann veiddist ekki lengur og við teljum að Rússar hafi þá gengið svo nærri stofninum að lítið hafi verið eftir. Langhalinn er hæg- vaxtarfiskur og þar sem hann hefur fengið að vera óáreittur svo lengi, teljum við að talsvert magn sé til af honum nú,” sagði Vilhelmína og bætti við að nauðsynlegt væri að ráðast hið fyrsta i rannsóknir á þessari fisktegund og stærð stofns- ins. Sléttþ langhali getur náð 111 sm lengd. í bók Gunnars Jónssonar, íslenskir fiskarer slétthalanum lýst meðal annars þannig: Langvaxinn og þunnvaxinn fiskur. Haus er stór og snjáldur er .stutt. Kjaftur er í meðallagi og tennur beittar. Augu eru stór. Bolur er stuttur, er stirtl- an er löng og mjókkar aftur í eins- konar hala. Hreistur er mjög stór- gert og smábroddótt. Litur er mógrár á baki, en silfurgrár á hlið- um og kviði. Uggar eru dökkir. Heimkynni slétthala eru í NA- Atlantshafi frá Þrándheimi suður í Skagerak og vestan Bretlandseyja suður á móts við Biskajaflóa. Þá er hann við Færeyjar og Island og einnig við S og V Grænland sunnar heimskautsbaugs, við Labrador og Nýfundnaland og suður til Nýja Englands. Hér við land finnst slétt- hali einkum sunnan- og suðvestan- lands, en einnig SA-lands. Er hann allalgengur á djúpslóð. Slétthali er botnfiskur og djúpfiskur sem hefur fundist á 180-2.195 dýpi, en er algengastur á 600-1.000 m dýpi. Hrygning fer sennilega fram allt árið hér við land, á meira en 1.000 metra dýpi SA, S og SV-lands, og eru egg sviflæg. Vöxtur er frekar hægur og vaxa hrygnur hraðar en hængar. Hér við land hefur veiðst 27 ára gömul hrygna, og var hún 104 sm á lengd. Krafa EB raskar ekki samning- nm mn evrópskt efnahagssvæði JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að samkomulagið um EES Iiggi fyrir og krafa EB um að fá að veiða 3 þúsund tonn af karfa fyrsta ár tvíhliða samnings íslands og EB raski þar ekki neinu. „Ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en samstaða verði um þessa niðurstöðu í ríkissljórn, vegna þess að mér og sjávarútvegsráð- herra var kunnugt um þessa kröfugerð EB áður en niðurstaðan fékkst í Lúxemborg,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þegar samkomulaginu um evr- ópskt efnahagssvæði var lokið 22. október var út frá því gengið að tví- hliða samningar tækjust við Noreg og ísland, en þeir voru ekki frá- gengnir. Það sem fyrir lá af íslands hálfu var tilboð sem hafði verið lagt fram fyrr um sumarið og það tilboð var kynnt rækilega hér. Hagsmuna- aðilar höfðu fyrir sitt leyti ekki and- mælt því tilboði,” sagði utanríkisráð- herra. Jón Baldvin sagði að þegar hann og Þorsteinn Pálsson hefðu komið heim frá Lúxemborg 22. október síð- astliðinn, hefði út af fyrir sig ekki verið hægt að segja neitt með neinni vissu um tvíhliða samninginn við EB, „annað en það að hann lægi ekki fyrir. Að honum yrði unnið á næstu vikum, en jafnframt var skýrt frá því að búast mætti við því að Evrópu- bandalagið sækti fast breytingar, að því er varðar langhalann,” sagði Jón Baldvin. „Það vissum við, samanber þessa minnisgi-ein sjávarútvegsráðherra frá 22. október sl. sem mér er sagt að hafi verið kynnt hagsmunaaðilum í sjávarútvegi,” sagði utanríkisráð- herra. Jón Baldvin kveðst auðvitað ekki hafa getað skýrt frá niðurstöð- um í tvíhliða samningnum fyrir- fram, þar sem út- færsla þess samkomulags hafi verið eftir. „Það er hins vegar ofmælt að hér sé um að ræða veigamikil atriði sem kollvarpi EES samkomulaginu. Ekkert sem varðar grundvallaratrið- in, viðmiðunarmörkin, hefur breyst. Það eru engar kröfur um breytingar á þeim, engar kröfur um meiri veiði- heimildir, engar kröfur um breyting- ar á gagnkvæmnisgrundvellinum. Við fáum í staðinn fyrir þessi 3000 tonna karfaígildi allt að 30 þúsund tonna veiðiheimild á loðnu í fiskveiði- lögsögu EB. Þetta er okkur reikningslega hagstæðara en EB. Það eina sem upp er komið er að við nánari skoðun í DG 14, sjávarút- vegsdeild EB og vafalaust af hálfu hagsmunaðila sjávarútvegsins í EB löndum er á það bent, að það liggi engar áreiðanlegar upplýsingar fyrir um langhala, sem er rétt. Því miður höfum við ekki á slíkar rann- sóknaniðurstöður að vísa, en þær eru nú áformaðar,” sagði Jón Baldvin. Hann sagði að sjónarmið EB í þessum efnum væri það að bandalag- ið vildi ekki binda sig af samningi um veiðiheimild á fiskitegund sem engin vissa væri fyrir hendi um að væri til í veiðanlegu magni. „Þess vegna verði fyrsta árið, í framkvæmd þessa rammasamnings, sem er til 10 ára, árið 1993 að heimila EB að veiða allan sinn kvóta í karfa, sem megi síðan endurskoða þegar rann- sóknaniðurstöður liggi fyrir,” sagði ráðherra. Utanríkisráðherra var spurður hvort Hannes Hafstein aðalsamn- ingamaður íslands myndi þrátt fyrir þann ágreining sem upp er kominn hér heima undirrita samninginn um EES eins og til stóð: „Nú virðist það vera ljóst að Evrópubandalagið geti ekki gengið frá textum, að því er varðar dómstólinn og það frestist því að þeirra hálfu að hægt verði að undirrita samninginn, framundir 13. desember næstkomandi. Því geri ég ráð fyrir því að tímafrestir séu rýmri heldur en við ætluðum í upphafi vik- unnar. Hitt er annað mál að það er okkur hagsmunamál að lúka þessum færslum sem fyrst. Af fyrri kynnum okkar af Evrópubandalaginu, sem er skrýtin skepna og nokkuð marg- höfða, vitum við að eftir því sem lengri tími líður, er sú hætta á ferð- um að fleiri aðilar aðildarlanda, stjórnkerfa einstakra landa, hags- munaaðilar og fleiri, reyni að krukka í texta samningsins sér í hag,” sagði Jón Baldin. „Já, við verðum reiðubúnir að undirrita samkomulagið, þegar EB hefur klárað dómsmálin,” sagði ut- anríkisráðherra aðspurður, „það er ekkert áskilið að samstarfsnefnd at- vinnurekenda í sjávarútvegi hrópi halleluja fyrirfram. Þeir segjast slá því á frest að taka endanlega afstöðu þar til allar upplýsingar liggja fyrir í rituðu máli. Það eru ósköp skiljan- leg viðbrögð.” „Menn skulu hafa það á hreinu að samningsniðurstaðan liggur fyrir og þetta mun ekkert raska henni. Ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en samstaða verði um þessa niðurstöðu í ríkisstjórn, vegna þess að mér og sjávarútvegsráðherra var kunnugt um þessa kröfugerð EB áður en niðurstaðan fékkst í Lúxem- borg. Sjávarútvegsráðherra skýrði frá því, sem og ég munnlega, þó ég færi auðvitað ekki fram um víðan völl til þess að gefa málið fyrirfram. Við höfðum fjórar vikur til þess að togast á um málið,” sagði Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.