Morgunblaðið - 28.11.1991, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991
ísland er land þitt
eftirKára
Krisljánsson
Það er ánægjulegt að nú síðari
mánuði hefur orðið veruleg um-
hverfisvitundarvakning og tals-
verð opinber umræða hefur orðið
um náttúruvemdarmál. Áformin
um álver og miklar virkjunarfram-
kvæmdir hafa að hluta til verið
driffjöðrin í þeim umræðum. Sí-
fellt fjölgar þeim sem lýsa því
yfir að við eigum ekki að fóma
öllum okkar fallegu náttúruperl-
um í kapphlaupinu við að verða
ríkari sem þjóð. Og kannski er
það einmitt það sem fólk áttar sig
á að náttúran, ef hún er varðveitt
óskemmd af manna völdum, þá
verður hún það verðmæti sem við
sem þjóð getum verið hreykin af.
Er þetta kannski óraunsæ
bjartsýni, var hugsjón Sigríðar í
Brattholti, sem lagði mikið á sig
til þess að Gullfoss yrði ekki fóm-
að á altari mammons, bara hjóm;
eigum við bara að leggja náttúru-
perlumar okkar undir í pókerspil-
'inu? Það ætti ekki að hafa farið
framhjá þér að hluti af umhverfis-
umræðunni að undanfömu hefur
snúist um hvort framkvæmdagleði
okkar mannanna eyðileggur
stærsta og a.m.k. stórfenglegasta
víðerni óspilltrar náttúm í Evrópu.
Þetta svæði er Ódáðahraun, um
5.000 ferkílómetra stórt.
Landsvirkjun hefur ákveðið að
leggja 220 kV háspennulínur frá
Fljótsdalsvirkjun um Jökuldals-
heiði, Krepputungu, suður fyrir
Herðubreiðartögl upp undir
Dyngjufjöll og þaðan um Útbruna,
víðáttumikla hraunbreiðu að
Svartárkoti í Bárðardal og þaðan
til Akureyrar.
Þessi lína hefur verið nefnd
Fljótsdalslína 1, sjá meðf. kort.
Gert er ráð fyrir að leggja línu
frá Sigölduvirkjun norður Spreng-
isand og tengja við Fljótsdalslínu
1 í Bárðardal, en sú línulögn er
ekki til umflöllunar hér, heldur
Fljótsdalslína 1.
Ódáðahraun er ekki bara urð og grjót.
í samræmi við aukin ferðalög
fólks um Iandið hafa fordómar um
að hálendið sé örfoka eyðimörk
þokað fyrir virðingu fyrir smáv-
öxnum öræfagróðrinum, og þegar
þér er bent á að tæplega lófastóra
skófin sem molnaði undan fótum
þér var jafngömul og hávaxna
birkitréð í garðinum heima hjá þér
þá vex virðing þín fyrir þraut-
seigju þessarar smávöxnu plöntu
sem náttúran hefur ráðgert að
vinni sitt verk við óblíðar aðstæð-
ur kulda og stutts sumars í
óbyggðum Iandsins. Skófirnar
undirbúa landið undir meiri ög
þróaðri gróður með því að mynda
jarðveg, t.d. í hraunum. En Ód-
^áðahraun er ekki heldur líflaust
að öðru leyti, það veitir mórauðum
ferfætlingum hæli líkt og það
veitti ógæfumönnum hæli áður
fyrr, en þjóðin hefur einnig for-
dæmt þessa frumbyggja landsins
okkar og þeir eru réttdræpir hvar
sem til þeirra næst, líkt og Fjalla-
Eyvindur og Halla forðum. Okkur
er lítill sómi að svona leikreglum,
við ættum að létta fordómunum
af refunum og a.m.k. að koma í
veg fyrir að þeir verði drepnir á
heimilum sínum, grenjunum.
Við verðum að bera virðingu
fyrir náttúrunni, hún verður hér
áfram þegar við förum yfír móð-
una miklu.
Margir hafa orðið snortnir af
hrikaleik og óheflaðri náttúru
Ódáðahrauns en færri hafa ort
af innsæi náttúruunnandans líkt
og Steinunn Ásmundsdóttir gerir:
„Ef náttúra landsins,
fósturjörðin, er þér ein-
hvers virði, þá þarfnast
hún þín núna. Stöndum
saman og forðumst
óafturkræf skipu-
lagsmistök.”
Öræfaljóð
Odáðahraun
endalaustogendanlegt
gamalgrimmt ogógurlegt
hýsir þó fijókom lífsins
örsmáudinhvílirþar
líkt ogEyvindur forðum
erhann fól sigígjótum
Ódáðahraun
svo óhagganlegt
tímiþinn annaren okkar
kominnfrádeigluelds
tilseigluþesssemer
Kynslóðirkoma ogfara
viljaráðskastmeðþig
en týnasthverafannarri
án sérstaks hróðurs íhraun
sem eitt sinn draup íeldi
ogstorknaðiíeilífð
Skóf í Ódáðahrauni.
Okkur var kennt að við ættum
að sigrast á náttúruöflunum en
það getur ekki verið rétt, við hljót-
um að eiga að læra að lifa með
náttúrunni og jafnframt að virða
hana.
Stundum virðist sem hönnuðir
mannvirkja eins og virkjana trúi
blindandi á þessa gömlu firru, að
sigrast á náttúrunni og beygja
hana undir sig, en áreiðanlega
læðist að þeim sá grunur að nátt-
úran breyti forsendum og koll-
varpi skapnaði þeirra. Stundum
finnst mér að þetta viðhorf sé
ráðandi hjá þeim sem ætla sér að
bijóta undir sig Ódáðahraun með
því að leggja þar háspennulínur,
því að áformað er að leggja a.m.k.
þijár stórar háspennulínur um
Ódáðahraun á næstu áratugum,
en nærtækast er þó að halda að
þeir ætli með þessu að vinna fýrir-
tækinu vel og fara sem næst,
stystu leið milli Fljótsdals og Ak-
ureyrar.
En það hefur verið litið framhjá
mörgum staðreyndum í málinu,
svo sem því að línumöstrin, um
30 metra há, myndu vera í for-
grunni margra fegurstu fjalla á
þessu landi svo sem Herðubreiðar,
Kverkijalla og Dyngjufjalla, lín-
unni fylgdi verkslóði torfarinn en
myndi freista óvandaðra innlendra
sem erlendra ökumanna til að
reyna sig og ökutækin. Lærum
af mistökunum. Línuleiðin austan
Skjaldbreiðs við Þingvelli hefur
leitt af sér að ökuslóði liggur nú
upp á dyngjuna, sömu örlög bíða
Kollóttu dyngju í ódáðahrauni,
einni fegurstu dyngju þessa lands,
og fjótlega myndaðist torfærubif-
reiðaslóði um Flötudyngju frá
Bræðrafelli að Herðubreið vestan-
verðri, ef skammsýn áform Lands-
virkjunar verða ofan á.
Ég óttast ekki dóm framtíðar-
innar, hann verður okkur í hag
sem viljum bjarga Ódáðahrauni
frá því að lenda undir jarðýtu-
tönn, við og framtíðin eigum rétt
á að geta gengið um óspillt víðern-
ið jafnvel dögum saman án þess
að rekast á fretandi farartæki.
Og við eigum rétt á að geta virt
fyrir okkur jarðmyndanir, sem nú
má hvergi sjá annarstaðar á þess-
ari jörð, án þess að þurfa að hafa
þær umvafðar háspennulínum.
Skipulagsstjórn auglýsti fyrr-
greint línustæði í byijun október
sl. og frestur til að senda inn
mótmæli rennur út 5. desember
nk. Það er því undir þér komið
hvernig þessu máli lyktar. Lands-
virkjun hefur verið bent á að eðli-
legast sé að leggja línurnar sams-
íða núverandi byggðalínu norður
fyrir Mývatn, þar er mannvirki
og verkslóði, og byggðalínuleiðin
er einungis 8 kílómetrum lengri
en ef farið er um Ódáðahraun.
Eðlilegast er þó að byggja lagn-
astokk í jörð 10—12 km leið fram-
hjá Mývatni fyrir væntanlegar
háspennulínur og fyrir byggðalínu
og losna þannig við alla sjónmeng-
un af þeirra völdum, og kostnaður
er hverfandi, a.m.k. í samanburði
við sæstrengi til Evrópu.
Ef náttúra landsins, fóstuijörð-
in, er þér einhvers virði, þá þarfn-
ast hún þín núna. Stöndum saman
og forðumst óafturkræf skipu-
lagsmistök.
Mótmæli þarf að senda a.m.k.
til Skútustaðahrepps eða Jökul-
dalshrepps og samrit til Skipu-
lagsstjórnar, Laugavegi 166,
Reykjavík.
Höfundur er landvörður í
Herðubreiðarlindum og Öskju.