Morgunblaðið - 28.11.1991, Page 42

Morgunblaðið - 28.11.1991, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú freistast til að kaupa ein- hvem lúxusvarning núna. Forðastu að tala um viðkvæm einkamál. Þú þarft ekki að kaupa þér velvild annarra. Sýndu tilfinningar þínar. Naut (20. apríl - 20. maí) (ffö Lofaðu engu sem þú ætlar ekki að standa við. Maki þinn vinnur frábærlega með þér um þessar mundir. Vandamál kann að koma upp út af vini. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Ljúktu verkefni sem þú hefur með höndum. Þú hefur til- hneigingu til að slaka á og vanrækja starf þitt. Viðhafðu hófsemi í kvöld. Krabbi -^21. júni - 22. júlí) Hafðu ekki áhyggjur af vinn- unni núna, heldur taktu þér frí. Nú nýtur þín vel í félagslíf- inu, en verður að gæta þess að eyða ekki of miklu í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér tekst að greiða úr vanda- máli sem snertir einn úr flöl- skyldunni, en þú kannt að fyrt- ast við einhvem sem þú átt í viðræðum við núna. Láttu hag- -íívæmnina ráða ferðinni. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Ferð sem þú ráðgerir að takast á hendur kann að vera aðeins of kostnaðarsöm. Sameiginleg- ir hagsmunir ykkar hjónanna sitja í fyrirrúmi núna, en þú stendur í heilmiklu stússi heima fyrir í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þénar peninga á ný í dag, en þér eða einhvetjum þér ná- komnum hættir til að eyða of miklu. Lúxusinn freistar. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú finnur til öfundsýki í dag. Þér hættir til að vera allt of útausandi í ákafa þínum að vera fólki til hæfis. Njóttu frí- tíma þíns, en með hófsemd. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Efst á dagskránni hjá þér i dag er að fá ýmislegt lagfært heima fyrir. Ætlist þú til að aðrir geri að sem þér ber getur svo farið að ekkert verði gert. Steingeit (22. des. - 19. janúar) •Farðu ekki yfir strikið ef þú ferð að skemmta þér í dag. Ýmislegt af því sem þú heyrir núna er ekki sannleikanum samkvæmt. Þú færð viður- kenningu fyrir hópstarf sem þú tekur þátt í. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú hugsar ekki um annað en vinnuna í dag, en væntingar þínar kunna að vera óraunhæf- ar. Forðastu að deila við vin þinn út af peningum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú verður áheyrsla að furðu- legum yfirlýsingum í dag. Taktu þeim með fyrirvara. Hlustaðu vel í rökræðum sem þú tekur þátt í þegar líður á kvöldið. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stadreynda. DÝRAGLENS LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK LYPiA, COULP I BORROU) A PAPER CLIP? AREKI T YOU kind OF OLD FOR ME7 I PIPN'T A5KYOUTO MARRYMEÍ I JUST WANT A PAP6R CIIPÍ YOU NEEP MORE THAN A PAPER CLIP...I THINK YOU'RE C0MIN6 UN6LUEP.. Geturðu lánað mér bréf- Ert þú ekki of Eg bað þig ekki að giftast mér! Ég aklemmu? gamall fyrir bað þig bara um bréfaklemmu! mig? Þú þarft meira en bréfakl- emmu, ég held að þú sért búin með límið. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Drottningin er fjórða úti í trompinu og vörnin setur sagn- hafa strax í þá stöðu að þurfa að finna hana. Suður gefur; aliir á hættu. Norður ♦ DG865 ¥ K1076 ♦ D7 *D10 Suður ♦ K ¥ ÁG532 ♦ ÁK83 ♦ 932 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 2 lauf 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur tekur tvo fyrstu slag- ina á ÁK í laufi og spilar þriðja laufinu þegar austur sýnir tvílit. Nú er það spurningin: Á sagn- hafi að trompa með kóng eða tíu? Skoðum fyrst valkostina í ljósi tölfræðinnar: (1) Trompa með kóng og litlu spilað á gosa. Sú leið heppnast ef austur hefur byijað með D, D4 D8 eða D9. (2) Trompað með kóng og tíunni spilað næst. Það gengur þegar austur á D9, D8, D94 eða D84. (3) Trompað með tíu. Þar er einnig um fjórar vinningsstöður að ræða, þ.e. þegar austur á 84, 94, 98 eða 984. Það er greinilega mjótt á mununum, en þó er leið (2) töl- fræðilega skást, því það er sennilegra að austur sé með fleiri hjörtu en vestur. Hins veg- ar má ekki gleyma mannlega þættinum. Það er nefnilega vel hugsanlegt að austur hafí brugðið á leik með þrílit í laufi: Norður ♦ DG865 ¥ K1076 ♦ D7 ♦ D10 Vestur ♦ Á42 ¥ D9 ♦ 542 ♦ ÁKG85 II Suður ♦ K ¥ ÁG532 ♦ ÁK83 ♦ 932 Austur ♦ 10973 ¥84 ♦ G1096 ♦ 764 Sem gerir það heldur fýsilegri kost að trompa með tíunni. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Bad Bart- feld í Tékkóslóvakíu í október kom þessi staða upp í viðureign tékkn- eska stórmeistarans Plachetka (2.470) og júgóslavneska alþjóða- meistarans Lazic (2.430), sem hafði svart og átti leik. 32. - Rf4! 33. Dd2 (Ekki dugði heldur að þiggja fórnina: 33. gxf4 - Dh5, 34. f3 - exf3, 35. Dc2 - He2). 33. — e3! 34. Kxe3 — Rxe3 og hvítur gafst upp, því eftir 35. fxe3 — De4+, 36. Kgl — Rh3 er hann mát. Alþjóðlegi meistarinn Ger- man Titov frá Sovétlýðveldinu Moldavíu sigraði á mótinu með 6 v. af 9 mögulegum, en þrátt fyrir- þetta slæma tap náði Plachetka öðru sæti með 5‘A v. Lazic, Tékk- inn Dobrovolsky og Gipslis, Lett- landi hlutu 5 v. Mótið var í 8. styrkleikaflokki FIDE og þurfti 7 v. til að hljóta stórmeistaraáfanga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.