Morgunblaðið - 28.11.1991, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991
t
Elskuleg fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT BJARNADÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
áður Vesturgötu 66,
andaðist að kvöldi 26. nóvember.
Bjarni Vésteinsson, Steinunn Sigurðardóttir,
Margrét Bjarnadóttir, Sigurður Bjarnason.
t
Ástkær konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR,
Garðavegi 8,
Hafnarfirði,
lést í St. Jósefsspítala þriðjudaginn 26. nóvember.
Þorgils Þorgilsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn og móðurbróðir okkar,
FRIÐRIK MAGNÚSSON
hæstaréttarlögmaður
frá Akureyri,
lést 26. nóvember.
Fanney Guðmundsdóttir,
Magnús Árnason,
Gunnar Árnason.
t
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
LÁRUSG. JÓNSSON
fyrrverandi skókaupmaður,
umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli,
sem lést laugardaginn 23. nóvember sl., verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 29. nóvember kl. 10.30.
Anna K. Sveinbjörnsdóttir,
Hrefna Lárusdóttir Kvaran, Ragnar Kvaran,
Anna Margrét Lárusdóttir, Jónas Hallgrímsson,
Jón Lárusson, Sigríður Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN SAMÚELSDÓTTIR,
Skólabraut 5,
Hellissandi,
er lést þann 20. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 29. nóvember kl. 10.30.
Jónína Vigfúsdóttir, Páll V. Stefánsson,
Lára Vigfúsdóttir,
Svanur Karl Friðjónsson, Maria S. Þórisdóttir,
Signý Rut Friðjónsdóttir, Loftur V. Bjarnason,
Friðjón Rúnar Friðjónsson, Berglind Þórisdóttir
og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
GÍSLA KRISTJÁNSSONAR
skólastjóra á Hvolsvelli,
verður gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík laugardaginn 30. nóvem-
ber kl. 10.30.
Jarðsett verður í Stórólfshvolskirkjugarði.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Krabba-
meinsfélag íslands.
Guðrún Ormsdóttir,
Kristín Helga Gísladóttir, Vilmundur Árnason,
Ásgeir Gíslason, Angela Kellý Abbott,
Jóhanna L. Gisladóttir, Valgeir Guðmundsson,
Gísli Freyr, Trausti Már og Heiðrún ír.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
PÉTUR G. HALLSSON
stýrimaður
frá Síglufirði,
Otte-Rudsgade 17,1 t.v.,
Aalborg,
Danmörku,
lést sunnudaginn 24. nóvember.
Útför hans fer fram föstudaginn
29. nóvember í Aalborg.
Inger Hallsson,
Mona, Bjarni og Hallur K. Hallsson,
tengdabörn, barnabörn
og systkini hins látna.
Þórdís Páls-
dóttir - Minning
Fædd 21. júní 1933
Dáin 22. nóvember 1991
Elsku amma Dísa okkar er dáin.
Hún er farin frá okkur og kemur
ekki aftur, en við ætlum alltaf að
muna eftir henni og öllum góðú
stundunum okkar saman. Það er
svo gaman að minnast ferðarinnar
okkar vestur í Dýrafjörð í sumar
og hvað amma var dugleg og sterk
að koma með okkur þótt hún væri
veik og fyndi mikið til. Og kvöldin
sem við fengum mömmu og pabba
til að keyra okkur í Garðabæinn til
að heimsækja ömmu og afa. Þá
fengum við góðu kleinurnar hennar
ömmu og amma lét okkur segja sér
frá öllu sem var að gerast í skólan-
um hjá okkur.
Nú eru jólin að koma og þessi
jól verða örugglega allt öðruvísi án
ömmu Dísu. En við munum hugsa
til hennar um jólin og hugga afa
og Guðmund frænda og amma Dísa
mun lifa áfram í hugum okkar.
Takk fyrir allt.
„Tilvera okkar er undarlegt ferðaiag.
Við erum gestir og hóte! okkar er jörðin,
einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðmundsson)
Brynhildur, Pálmar
Tjörvi og Auður.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
Þessar ljóðlínur komu í huga mér
er ég fregnaði hið ótímabæra lát
Dísu vinkonu minnar, sem sýnt
hafði ótrúlegt þrek, andlegan styrk
og lífsvilja í erfiðum veikindum sín-
um, undanfama mánuði.
Þórdís Pálsdóttir, en svo hét hún
fullu nafni, fæddist 21. júní 1933
á Þingeyri. Árið 1952 giftist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Kristmundi Finnbogasyni, miklum
ágætismanni og eignuðust þau 5
mannvænleg börn.
Við saumaklúbbssystur Dísu
kynntumst henni þegar við vorum
allar ^ saman í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur árið 1952-53. Við skól-
asysturnar höfum alla tíð síðan
haldið hópinn og höfum við því ver-
ið saman í saumaklúbb í tæp 40 ár.
Dísa var alltaf afburða dugleg
og þroskuð. Hún var sú fyrsta af
okkur til að gifta sig og hún varð
einnig fyrst okkar að verða mamma
og nú er hún sú fyrsta úr hópnum
til að kveðja þennan heim og fara
á fund almáttugs Guðs og þeirrar
tilvistar sem enginn okkar þekkir
en sem við allar vonumst eftir að
fara til, í fyllingu tímans.
Það er stórt skarð sem Dísa skil-
ur eftir í okkar hópi og er hennar
sárt saknað. Eftir eigum við þó
yndislegar minningar um góða konu
og traustan vin. Fallega heimilið
þeirra Kristmundar var alla tíð opið
okkur skólasystrunum og þangað
var gott að koma og bar heimilið
og allar móttökur þar vott um þann
sérstaka myndarskap og snyrti-
mennsku, sem alla tíð einkenndi
Dísu.
Við skólasysturnar vottum Krist-
mundi, börnum þeirra og allri fjöl-
skyldunni, okkar innilegustu samúð
og biðjum Guð að styrkja þau á
þessum erfiðu dögum og styðja þau
í sorg sinni.
F.li. skólasystranna,
Björg Hjálmarsdóttir.
Hjartkær vinkona er látin. Ilug-
urinn reikar til þess tíma er við
ungar að árum vorum saman í tjaldi
í fjórtán daga á skátamóti á Þing-
völlum sumarið 1948. Veðrið var
eins fagurt og bezt lætur. Minning-
arnar um Þórdísi eru fagrar eftir
því.
Dugnaðurinn sem vinkona mín
sýndi í heljarstríði sínu var sá sami
og einkenndi líf hennar allt. Hún
vissi að hveiju stefndi en vildi ekki
gefast upp. Hún dreif sig sárlasin
í sumarbústað fjölskyldunnar í Dýr-
afirði til að mæta í afmæli bróður
síns. Lét sig hafa það þótt hún
þyrfti að beita sjálfa sig hörku.
Enginn velt hvenær lífslokin
knýja á dyr. Og ekki átti ég von á
því að þessi vinkona mín, sem var
svo rík af lífsorku, vinnusöm með
afbrigðum, reglusömu í einu og öllu
og dásamleg eiginkona, húsmóðir
og móðir, kveddi svo ung og svo
snögglega. En eftir lifa verk henn-
ar, stór og smá. Og ég veit að fjöl-
skyldan hugsar með þakklæti til
hennar fyrir þann tíma, sem þau
áttu saman.
Blessuð sé minning Þórdísar
Pálsdóttur.
Inga Tóta
Elsku ömmu minni þakka ég fyr-
ir allt.
Sé ég í sálu þér,
þó sértu fjarri.
- Sé þar heilan heim.
Tindrar ljós við ljós,
angar rós við rós,
býr þar guðleg göfgi.
Nær sem röðull rís
og rósir spretta,
nær sem vor vaknar.
nær sem bamslund mín
til bæna stígur,
mun ég minnast þín.
Góð var okkar ganga,
- guð einn ræður,
hann, sem hjörtun skilur.
Grátum þó eigi.
Grimm eru örlög,
og þyngri en tárum taki.
Blessi þig blómjörð
blessi þig útsær,
blessi þig heiður himinn!
Elski þig alheimur,
eilífð þig geymi,
signi þig sjálfur guð!
(Jóhannes úr Kötlum)
Júlli.
Mamma mín
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfí ég út I bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma Ijáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hve allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín,
elsku góða mamma mín. —
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflzt við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss bijóti í mola,
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín,-
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærust blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þ’ér í hinsta sinni,
kiýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín,-
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Arni Helgason, Móðir mín)
Kveðja frá börnum.
í dag verður til moldar borin
elskuleg mágkona mín, Þórdís Páls-
dóttir, en hún lést í Borgarspítalan-
um 22. nóvember síðastliðinn.
Ég kynntist Dísu veturinn 1952,
en þá vorum við báðar í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur, hún í heimavist,
en ég í dagskóla. Á sama tíma
kynntist ég bróður hennar, sem
seinna varð maðurinn minn. Þess
vegna kom það af sjálfu sér að
kynni okkar Dísu yrðu lengri, alveg
fram á þennan dag. Við höfðum
oft gaman af því að minnast þess
tíma, er við vorum í Húsmæðraskól-
anum og brandaranna þaðan.
Dísa fæddist 21. júní 1933 á
Þingeyri við Dýrafjörð og ólst hún
þar upp. Foreldrar hennar voru
hjónin Jóhanna Daðey Gísladóttir,
frá ísafirði, og Páll Jónsson frá
Önundarfirði. Böm þeirra eru: Guð-
munda Þórunn, Sigurður, Páll
Hreinn og yngst var Þórdís, sem
við kveðjum núna. Þegar Dísa var
10 ára lést faðir hennar, þegar skip
hans, Hilmir ÍS 39, fórst 25. nóv-
ember 1943, í ferð frá Reykjavík
til Arnarstapa. Var þetta hræðilegt
áfall fyrir alia, en móðir hennar lét
ekki bugast. Hún ól börnin fjögur
upp ein, kom þeim til mennta og
kenndi þeim augsýnilega að vinna
vel.
Dísa giftist 6. september 1952
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Kristmundi Finnbogasyni frá Þing-
eyri. Þau eignuðust fimm börn, Jó-
hönnu Daðeyju, f. 23. júní 1952,
Pálmar, f. 8. apríl 1955, Ágústu,
f. 4. júlí 1957, Hafdísi, f. 26. janú-
ar 1963, og Guðmund, f. 19. des-
ember 1972.
Dísa og Kristmundur bjuggu
fyrst á Þingeyri, en árið 1972 fluttu
þau að Lindarflöt 14 í Garðabæ.
Heimili þeirra bar vott frábærrar
húsmóður og garðurinn einnig,
hann var ekki undanskilinn.
Síðastliðið vor, I apríl, varð ljóst
að Dísa gengi með mjög alvarlegan
sjúkdóm. Við urðum öll harmi sleg-
in, en Dísa var sú eina, sem ekki
virtist bregða. Þegar vorið var að
koma, allt að lifna, grasið og blóm-
in að vaxa, fuglar að búa sér hreið-
ur og sólin skein, svo mikið og oft
í sumar, þá þurfti elsku Dísa að
beijast á móti þessum óvelkomna
vágesti, sjúkdómnum hræðilegá.
Og það gerði hún af svo mikilli
hörku og dugnaði, að undrun sætti.
Alltaf sá hún ljósglætu framundan.
En þó að mennirnir áætli er það
Guð sem ræður. Og við verðum að
trúa að það sé einhver tilgangur
með þessu öllu, sem við ekki skilj-
um.
Við eigum öll minningar, og þær
tekur enginn frá okkur. Við hjónin
og öll fjölskyldan eigum óteljandi
minningar frá góðum stundum hjá
fjölskyldunni á Lindarflöt 14 og líka
að vestan, frá Dýrafirði. Dísa var
einstök. Ef einhver veikindi bar að
í fjölskyldu okkar hringdi hún alltaf
og grennslaðist fyrir um hvernig
við hefðum það. Já, hlýjan streymdi
frá heimili þeirra og börnum öllum.
Þetta viljum við hjónin þakka fyrir,
af alhug.
Við sendum Kristmundi og allri
íjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum að Guð lini sorg
þ'eirra.
Margrét Sighvatsdóttir
Öll vitum við að í lífinu skiptast
á skin og skúrir. Lífið er oft á tíðum
rétt eins og veðráttan, stundum sól
og blíða, en stundum geisa líka
óveður.
I lífi minnar fjölskyldu ríkir nú
kuldi og vetur.
Haustið er búið að vera langt,
eða allt síðan vitað var að Dísa
frænka, eins og svo margir aðrir,
væri með krabbamein.
Þegar slíkar fréttir berast eru
allir harmi slegnir, allir vita hvaða
þýðingu þetta hræðilega orð getur
haft.
Einhvern veginn er það þó alltaf
svo að við vonum hið besta og ekki
síst þegar sjúklingurinn berst eins
hraustlega og Dísa frænka gerði,
en stundum bregðast vonirnar.
Ég ætla ekki að lofsyngja Dísu
frænku, það hefði hún ekki viljað.
Tilgangur þessara skrifa er einung-
is sá, að minnast hennar á raunsæj-
an hátt.
Óneitanlega reikar hugurinn til
baka á stundum sem þessari. Mínar
minningar ná þó ekki langt, enda
er aldurinn ekki hár, ég man þó
þegar Dísa, Kristmundur og fjöl-
skylda bjuggu á Þingeyri og eins
þegar þau fluttu á Lindarflötina.
Heimsóknirnar þangað eru orðnar