Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.11.1991, Blaðsíða 60
wgtmfrlðfeffe MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SIMI 691100, FAX 691181, POSTllÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 28. NOVEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. íslandsbanki; Starfsmönn- um fækk- aö um 80 á einu ári BANKASTJÓRN íslandsbanka tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að fækka stöðugildum í yf- irstjórn og stoðdeildum um 34, eða úr 187 í 153 og er vonast til að hægt verði að bjóða um helmingi þeirra starfsmanna sem munu hætta í höfuðstöðvum störf í útibúum bankans. Einnig hefur verið rætt við nokkra starfsmenn sem eru nærri eftirlaunaaldri um að þeir fari fyrr á eftirlaun. Engu að síður er fyrirsjáanlegt að ekki .verði komist hjá nokkrum upp- sögnum og verða þær miðaðar við 1. desember nk. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins má ætla að um 10 starfsmönnum verði sagt upp störfum. í heild er áætlað að stöðugildum muni fækka um 79 frá nóvember í ár til ársloka 1992. Skipulagsbreytingamar fela í sér að mynduð er sameiginleg banka- og framkvæmdastjóm, útibú fá beinni tengsl við höfuðstöðvar, fjár- stýring og umsjón með fjárfestingar- lánum er styrkt en jafnframt verður " skýrari aðgreining á sölu- og eftirlits- hlutverki í lánamálum. Stoðdeildir verða 12 en voru 19 við stofnun bankans, að því er fram kemur í til- kynningu bankastjórnar til starfs- manna. Gert er ráð fyrir að þeir starfs- menn sem flytjast til útibúa í sam- ráði við útibússtjóra muni koma í stað þeirra sem þar munu síðar hætta að eigin ósk. Er reiknað með að þrátt fyrir þessa viðbót starfsmanna útibúa í upphafi muni stöðugildum fækka þar um 42 til loka næsta árs án þess að til uppsagna þurfi að koma. í heild er áætlað að stöðugild- um muni fækka um 79 frá nóvember í ár til ársloka 1992, eða úr 829 í ^750. Mun þá hafa náðst 16% fækkun stöðugilda frá sameiningu íslands- banka og er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður bankans muni af þeim sökum halda áfram að lækka. „Meginmarkmiðið með breyting- um er einföldun skipulagsins og að boðleiðir verði beinni og skýrari held- ur en verið hefur,” sagði Björn Bjömsson, bankastjóri íslandsbanka í samtali við Morgunblaðið. „Það á sérstaklega við um tengsl útibúanna við höfuðstöðvar bankans. Með þess- um breytingum er markvisst stefnt að því að auka vald útibúanna, flytja vald frá höfuðstöðvum til útibúa þannig að bankinn verði valddreifð- ari en hefur verið.” Hraustir menn Morgunblaðið/RAX Þeir létu nepju vetrarveðurs ekkert á sig fá, drengirnir sem voru í skólasundi í sundlaug Hafnarfjarðar í gær, heldur báru sig mannalega og nutu áhyggjuleysis æskunnar. Tillögxtr sjávarútvegsráðherra um aðgerðir ríkisstj órnarinnar í sjávarútvegsmálum: Aðstöðugjald verði lagt niður í áföngum og orkuverð lækkað Fiskveiðasjóöi verði tryggðar lántökuheimildir vegna hagræðingarlána ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra liefur lagt fram til- lögur í sjö liðum fyrir ríkisstjórn- ina um aðgerðir til að styrkja stöðu sjávarútvegsins. Felast þær m.a. í að aðstöðugjald verði lagt niður í áfönguni frá næstu áramót- um, greiðslubyrði sjávarútvegsins verði lækkuð um 800 inilljónir kr. á næsta ári með frestun á afborg- unum lána Atvinnutrygginga- deildar Byggðastofnunar, felldar verði niður innborganir í botnfisk- deild Verðjöfnunarsjóðs sjávarút- vegsins, gjaldskrár Landsvirkjun- ar og almenningsveitna verði end- urskoðaðar með það að markmiði að lækka raforkuverð til sjávarút- vegsfyrirtækja og hætt verði við fyrirhugaðar gjaldskrárbreyting- ar RARIK um næstu áramót. Þess- ar aðgerðir eiga að bæta grciðslu- stöðu sjávarútvegsins um tvo millj- arða á næsta ári. Auk þessara aðgerða er lagt til að stjórnvöld beiti sér nú þegar fyrir almennri lækkun raunvaxta í sam- ráði við peningastofnanir og aðila vinnumarkaðarins. Þá er bent á ýms- ar stuðningsaðgerðir stjórnvalda við hagræðingu í sjávarútvegi og sam- einingu fyrirtækja. Er vísað til nýsettrar reglugerðar um Fiskveiðisjóð en skv. henni getur stjórn sjóðsins ákveðið lánveitingar til fjárhagslegrar endurskipulagning- ar og sameiningar fyrirtækja. Er lagt til að sjóðnum verði tryggðar full- nægjandi lántökuheimildir þar sem ^Forsætisráðherra og utanríkisráðherra: Krafa Evrópubandalagsins raskar ekki EES-samningnum SAMSTARFSNEFND atvinnurekenda í sjávarútvegi hefur ákveðið að falla frá stuðningi við samkomulagið um evrópskt efnahagssvæði „þang- að til allar upplýsingar liggja fyrir í rituðu máli”, eins og segir í frétt frá nefndinni. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að samkomuiagið um EES liggi fyrir og krafa EB um að fá að veiða 3 þúsund tonn af karfa fyrsta ár tvíhliða samnings íslands og EB raski þar ekki neinu. Davíð Oddsson forsætisráðherra tekur í sama streng, en Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Magnús Gunnarsson formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi segjast enga afstöðu hafa tekið til þess hvort þeir vilji að þátttaka Islands í EES strandi á þessari kröfu EB. „Ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en samstaða verði um þessa niðurstöðu í ríkisstjórn, vegna þess að mér og sjávarútvegsráðherra var kunnugt um þessa kröfugerð EB áður en niðurstaðan fékkst í Lúxem- borg,” sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra kvaðst telja kröfu EB óheppilega, en ",,þó er Ijóst í mínum huga að þetta atriði veldur ekki úrslitum hvað samninginn um EES varðar.” Sjávarútvegsráðherra segist í ljósi þeirrar stöðu sem nú sé upp komin skilja þá afstöðu Samtaka atvinnu- rekenda í sjávarútvegi. „Ég tel úti- lokað annað en menn taki tillit til þess,” sagði hann. Hann var spurður hvort hann væri reiðubúinn að láta þátttöku Islendinga í evrópska efna- hagssvæðinu stranda á kröfu EB. „Ég hef ekki tekið neina afstöðu í því,” sagði Þorsteinn. Jón Baldvin sagði ofmælt að hér væri um að ræða veigamikil atriði sem kollvarpi EES-samkomulaginu. „Ekkert sem varðar grundvallar- atriðin hefur breyst. Við fáum í stað- inn fyrir 3.000 tonna karfaígildi allt að 30 þúsund tonna veiðiheimild á loðnu í lögsögu EB,” sagði Jón Bald- vin. Magnús Gunnarsson segist ekki gefa neitt út á það hvort samningn- um um EES er fórnandi, fyrr en hann sjái hvað í honum felst. Sjá nánar í miðopnu. ljóst sé að ef samruni fyrirtækja leiði til betri afkomu og fyrirtækin geti fullnægt skilyrðum um tryggingar geti slík lán stuðlað að hagræðingu í greininni. Tillaga um frestun afborgana á lánum Atvinnutryggingadeildar felst í að afborganir sem falla í gjalddaga fram til 1. janúar 1994 færist aftur fyrir aðrar afborganir og lánstími lengist um fjögur ár. Þá er bent á að í áætlun Þjóðhagsstofnunar frá því í september er við mat á afkomu sjávarútvegsins á næsta ári gert ráð fyrir 2% innborgun í botnfiskdeildir sjóðsins. Falli þær niður þrátt fyrir óbreytt markaðsverð batni afkoma sjávarútvegsins um einn milljarð kr. Um áfangalækkun aðstöðugjalda segir m.a. að áætlað sé að innheimta nemi um 4,7 milljörðum á þessu ári en þar af greiði sjávarútvegurinn um 800 milljónir og er lagt til að fyrsta skref við afnám gjaldsins verði tekið um næstu áramót. Útflutningstekjur í sjávarútvegi lækka um 7-8 milljarða vegna afla- samdráttar á næsta ári sem leiðir til að afkoma sjávarútvegsins verður þremur milljörðum kr. lakari en í ár og greinin í heild rekin með 5,5% halla 1992. Að mati sjávarútvegsráð- herra verður greiðslustaða sjávarút- vegsins bætt um tvo milljarða verði gripið til þeirra aðgerða sem hann leggur til. Greinin þurfí því að taka á sig um einn milljarð en lækkun raunvaxta og stuðningsaðgerðir við hagræðingu og bætta aflanýtingu eiga að geta bætt það upp að eir- hveiju leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.