Morgunblaðið - 22.12.1991, Síða 1
80 SIÐUR B
293. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
A
Atta fyrrum sovétlýðveldi ganga í nýja samveldið;
Ágreiningiir um skipan
varnarmála óútkljáður
Alma-Ala. Reuter.
SAMKOMULAG náðist í gær á fundi leiðtoga fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna í
Alma-Ata, höfuðborg Kazakhstans, um að átta lýðveldi bættust í iióp þeirra þriggja
sem stofnuðu Samveldi sjálfstæðra ríkja 8. desember síðastliðinn. Nafn samveldis-
ins verður óbreytt en ekki tókst hins vegar að leysa ágreining um framtíðarskip-
an varnarmála.
Það voru Rússland, Hvíta Rússland og
Úkraína sem stofnuðu samveldið í Minsk
fyrir tveimur vikum. Nú bætast í hópinn
Moldova, Kazakhstan, Armenía, Az-
erbajdzhan, Úzbekistan, Túrkmenistan,
Kírgístan og Tadzhíkistan. Georgía sendi
áheyrnarfulltrúa á fundinn og tekur
ákvörðun síðar um aðild.
Undanfarna daga hefur komið í ljós
ági’einingur milli leiðtoga Rússa og Úkra-
ínumanna um varnarsamstarf í samveldinu
og tókst ekki að leysa hann að fullu í
gær. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, vill
einn her undir einni stjórn og að öll kjarna-
vopn verði í Rússlandi undir einni stjórn.
Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, hefur
hins vegar Iýst því yfir að hann sé yfirmað-
ur hersins í Úkraínu og að samveldið eigi
ekki að hafa sameiginlegan her. Jafnframt
vill hann að þau aðildarríki samveldisins
sem nú hafa langdræg kjarnavopn fái
neitunarvald um beitingu kjarnavopna af
hálfu sérhvers samveldisríkis — „hnapparn-
ir“ verði fjórir, eins og hann hefur orðað
það. Gert var bráðabirgðasamkomulag um
sameiginlega yfírstjórn hersins en loka-
ákvörðun um framtíðarskipan varnarmála
verður tekin í Minsk 30. desember nk.
Fram að þeim tíma verður bara „einn
hnappur“, að sögn Seitcazys Matajevs, tals-
manns forseta Kazakhstans. „Ég get fuil-
vissað ykkur um að Sovétríkin eru ekki
lengur til,“ sagði talsmaðurinn á fundi með
blaðamönnum.
Líklegt er talið að komið verði á fót
tveim samstarfsráðum samveldisins nýja.
Annað verði skipað þjóðhöfðingjum lýð-
veldanna en hitt leiðtogum ríkisstjóma
þeirra. Fréttastofan Interfax segir að leið-
togarnir hafi sent Míkhaíl Gorbatsjov bréf
þar sem segi að Sovétríkin og forsetaemb-
ættið séu ekki lengur til og honum þakkað
mikið og gagnlegt starf.
Sjá baksvið á bls. 4
Litlu jólin
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Litlu jólin hafa verið haldin með glæsibrag í skólum og á barnaheimilum landsins undanfarna daga. Myndin var tekin á Árborg,
þegar börnin þar héldu litlu jólin. Sjá fleiri myndir á bls. 22-23.
Skrapatólið
Rolls-Royce
Sérsmíðaður Rolls-Royce eðalvagn af
gerðinni Silver Spur, sem kostaði vel
yfir tíu milljónir ISK í Bretlandi og hefði
vafalaust orðið tvöfalt dýrari hér heima,
hefur valdið notanda sínum, David
Goldstone, „andlcgu álagi“ þau tvö ár
sem fyrirtæki hans hefur átt bílinn. Að
sögn Goldstone hefur hann þurft að
sætta sig við skrölt og högg, bensíngjöf-
in hefur átt til að festast, einnig hefur
heyrst undarlegt ýlfur sem ekki hefur
fundist nein skýring á þótt bíllinn hafi
verið rannsakaður í verksmiðjum Rolls-
Royce. Bílstjórahurðin skrölti, fjarstýr-
ing til að opna dyrnar virkaði ekki fylli-
lega, letinginn svonefndi á þurrkunum
tók oft til starfa óumbeðið og linakka-
púði var gallaður. Þjófavarnarkerfið
hefur einnig bilað tvisvar. Fyrirtæki
Goldstone hefur kært verksmiðjurnar
fyrir að láta frá sér fara vöru sem ekki
hafi verið söluhæf og krefst skaðabóta
fyrir „andlegt álag, óþægindi og von-
brigði“. Einnig vill það fá bætur vegna
þess að endursöluvirðið hafi stórlækkað
eftir þessa hrakfallasögu.
Fyllið og ekk-
ert froðusnakk!
Er glasið hálffullt eða hálftómt? Sjálf-
sagt liggur munurinn í auga sjáandans
en bjórunnendur í Bretlandi hafa lengi
barist fyrir því að
settar yrðu reglur
um leyfilegt há-
marksmagn froðu í
bjórglasi. Stjórnvöld
hafa nú mælt svo
fyrir um að á hverju
bjórglasi eigi að vera
lína skammt fyrir neðan barminn. Er
nú skylt að froðan í glasinu nái ekki
niður fyrir línuna. Breytingin gæti kost-
að kráareigendur í Bretlandi 225 millj-
ónir punda á ári (23,4 milljarða ÍSK).
Talið er að þessi regla geti Ieitt til verð-
hækkunar en nú kostar hálfpottur (0,568
1) af öli u.þ.b. 165 ÍSK í London.
SÞ bannar notk-
un risarekneta
Tillaga um að banna algerlega notkun
risarekneta sem nokkrar þjóðir hafa
notað á úthöfunum og geta verið tugir
kílómetra að Iengd, var samþykkt á AIls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna seint á
föstudagskvöld. Netin eru sögð drepa
allt kvikt sem í þau kemur. Bannið tek-
ur gildi 1. janúar 1993. Svipaðar sam-
þykktir hafa áður verið gerðar á þinginu
en að þessu sinni hafa þau ríki sem eink-
um hafa notað netin; Japan, Suður-
Kórea og Tævan, lýst því yfir að þau
muni hlíta banninu.
IIFPHÁFim
mmjKOBA
14
ENDALOK 10
JUGQSLflVÍU
Óttazt að átökin breiðist út
til annarra lýðvelda