Morgunblaðið - 22.12.1991, Qupperneq 2
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
Beíndi höggum að höfð-
inu og ætlaði að slá mig út
- segir Sverrir Valdimarsson útibússtjóri ÁTVR, sem ráðist var á í Hafnarfirði
„HANN hafði hleypt loftinu úr öðru framdekkinu og ætlaði
greinilega að láta mig bogra yfir því og ráðast svo á mig ineð
kylfunni. Hann beindi höggunum að höfðinu og fyrsta höggið
átti að slá mig út, en mér tókst að verjast þyngstu höggunum
en sleppti þó aldrei takinu af peningapokanum," sagði Sverrir
Valdimai'sson, útibússtjóri ATVR í Lækjargötu í Hafnarfirði, í
samtali við Morgunblaðið i gær. Sverrir varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu sl. föstudagskvöld, að maður'vopnaður
kylfu réðst á hann á baklóð útsölunnar og reyndi að ræna hann
poka með yfir tíu milljónum króna. Ræninginn var ófundinn í
gær, að sögn lögreglunnar.
Morgunblaðið/Þorkell
Sverrir Valdimarsson á baklóð ATVR í Hafnarfirði, þar sem ráð-
ist var á hann í fyrrakvöld. Bíll Sverris er í baksýn.
„Atburðarásin var mjög hröð.
Ég var á leið í banka með pening-
ana og félagi minn var rétt farinn
út úr dyrunum og sennilega verið
kominn fyrir hornið á húsinu þeg-
ar ég kom út. Kylfumaðurinn
spratt upp fyrir framan bílinn
minn þegar ég gekk að honum.
Hann hafði falið sig fyrir framan
bílinn og var með kylfu á lofti.
Það er ekki rétt að það hafi verið
járnkylfa - harin hefur sennilega
verið með sandfyllta, vafða
slöngu. Þá byrjuðu höggin og
lætin og mér tókst að .veijast þeim
dálítið fyrst. Ég héít alltaf á pen-
ingunum. Ég notaði öll mín ráð
til þess að verjast. Hann gekk
bara beint í skrokk á mér og
ætlaði að lemja mig niður í jörð-
ina. Ég fékk mörg högg á höfuð-
ið - hann ætlaði að rota mig.
Höggin beindust eingöngu að
höfðinu, fyrsta höggið átti að slá
mig út. Ég var með aðra höndina
bundna allan tímann við pokann
sem geymdi peningatöskurnar og
varðist með hinni hendinni. Vi’ð
duttum báðir niður á planið og
þá fór ég að geta komið höggum
og spörkum á hann. Hann var
farinn að mæðast dálítið í öllum
hamaganginum. Svo spratt hann
upp og hljóp í burtu, út um hliðið
og meðfram veggnum á framhlið
hússins. Þaðan hljóp hann upp á
Hringbraut, bíllinn hans var við
rörasteypuna sem er þar -- það
sá kona sem sá hann flýja,“ sagði
Sverrir.
„Þetta var stór maður, 1,80 til
1,90 metrar á hæð, og mér leist
ekkert á hann þegar hann spratt
upp fyrir framan bílinn. Hann
virtist vera kröftugur en hann
hefur sennilega beðið þarna eftir
mér lengi og verið orðinn kaldur
- ekki haft alveg fulla orku. Hann
var með ljósa pijónahettu - lamb-
húshettu með götum aðeins fyrir
augun, svörtum hnésíðum frakka
og á íþróttaskóm. Annars gerðist
þetta svo hratt að maður gerir sér
ekki grein fyrir þessu og var bara
í því að veijast höggunum,“ sagði
Sverrir.
Hann sagði útilokað að maður-
inn hafi þekkt til innandyra, hann
hafi bara fylgst með þeim að
störfum og kynnt sér vel hvernig
flutningur á peningunum fór
fram. „Það kemur ekki annað til
- hann veit hver ég er, því hann
beið eftir mér. Hann gat alveg
eins ráðist á félaga minn því hann
var með poka líka.“
Hann sagði að þetta væri skelfi-
leg reynsla og hann væri enn að
jafna sig. „Þetta var svo óhuggu-
legt þegar hann spratt upp með
reidda kylfuna og svona klæddur.
Maður verður bara viti sínu fjær
og tekur á öllu sem maður á og
yfirspennist og verður aumur í
skrokknum eftir því. Hann kom
líka mörgum höggum á handleggi
mína. Ég er ekki mikið marinn
en eymslin eru dálítil. Ég fékk
líka skeinu á bæði gagnaugun.
Þetta fór betur en á horfðist. Ég
hélt alltaf pokanum, en missti
hann jú þegar hann stóð á fætur
og hljóp í burtu. Það runnu töskur
úr honum. Ég sópaði þeim í pok-
ann aftur og fór inn í bílinn og
læsti honum. Þá ók ég í hvelli út
fyrir hornið og náði sambandi við
fólk sem var í verslunarerindum
í Rafha, sem var opið. Hann hafði
hleypt úr dekkinu að framan eða
það hafði sprungið. Mér fannst
það þó einkennilegt með nýtt snjó-
dekk. Hann hefur ætlast til að ég
færi að bogra eitthvað þarna.“
Sverrir sagðist hafa verið með
mikla peninga í pokanum þó svo
að ræninginn hefði ekki getað
notað þá alla - altént ekki ávísan-
ir stimplaðar af útsölunni. „Það
er hægt að tala um tuginn,“ sagði
Sverrir, þegar hann var spurður
um hve margar milljónir voru í
pokanum.
Sverrir hefur unnið hjá ÁTVR
í tæp 27 ár, lengst af í útsölunni
á Laugarásvegi eða 23 ár og einn-
ig í útsölunni í Kringlunni. Hann
hefur búið í Hafnarfirði í 30 ár.
*
Ovíst hven-
ær þingstörf-
um lýkur
EKKI hafði tekist að ná sam-
komulagi á milli stjórnarliða og
stjórnarandstæðinga á Alþingi
um afgreiðslu þingmála þegar
þingfundir hófust eftir hádegi í
gær og óvíst var hvenær þing-
störfum lyki.
Við upphaf þingfundar eftir há-
degi í gær lá ekki fyrir formleg
afstaða stjórnarandstöðuflokkanna
til tilboðs sem stjórnarliðar gerðu
þeim snemma í gærmorgun. Tilboð-
ið fól í sér að sveitarfélögin myndu
greiða 500 milljónir í ríkissjóð en
nánari útfærsla á því gjaldi var
ekki tilgreind og jöfnunargjald
skyldi áfram lagt á fram í septemb-
er.
Geir H. Haarde, formaður þing-
flokks Sjálfstæðismanna, sagðist í
samtali við Morgunblaðið vonast til
þess að úr málum greiddist fljótlega
og taldi að enn væri vonarglæta
að Ijúka þingi með samkomulagi.
„Ella er okkur stjórnarliðum ekkert
að vanbúnaði að vera hér á milli
jóla og nýárs frekar en öðru vinn-
andi fólki sem stundar sín störf
þessa daga,“ sagði Geir.
Sjá þingfréttir á bls. 30-31.
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
Sjö á slysadeild
Sjö manns voru fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja bíla á gatnamótum Nóatúns og Skip-
holts laust fyrir klukkan eitt aðfaranótt laugardags. Tækjabíll slökkviliðsins kom á vettvang. Bílarnir voru
óökuhæfir eftir áreksturinn og voru fluttir á brott með kranabílum. Fimm farþegar og ökumenn beggja
bílanna voru fluttir slasaðir á Borgarspítalann og voru tveir karlmenn og ein stúlka enn á spítalanum í
gær. Þær upplýsingar fengust á Borgarspítala að mennirnir væru alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu.
Stúlkan var minna slösuð. Engin umferðarljós eru á þessum hættulegu gatnamótum en til stendur að
koma þeim upp á næstunni.
Framkvæmdasjóður:
52% hlutabréfa í Islenskum markaði til sölu
Framkvæmdasjóður hefur aug-
lýst 52% hlut sinn í Islenskum
markaði í Leifsstöð til sölu. Lengi
hefur staðið til að selja hlutabréf-
in en ástæðan fyrir því að gérigi’ð
var í málið nú er að sögn Bene-
dikts Antonssonar, skrifstofu-
stjóra sú, að nokkrir íslenskir
framleiðendur hafa gert tilboð í
hlutabréf sjóðsins. Nafnverð bréf-
ánna er 15 milljóriir og áætlað
söluverð rúmar 90 milljónir.
Benedikt sagði að Framkvæmda-
sjóður hefði eignast hlutabréfin í
kjölfar sameiningar Álafoss hf. og
Gefjunar á Akureyri en aldrei hefði
staðið til að þau yrðu til lángframa
í eigu sjóðsins. Hann sagði að bréfin
væru aqglýst nú vegna þess að kom-
ið hefði tilboð frá nokkrum íslensk-
um framleiðendum, en þar sem
sjóðurinn væri opinber þyrfti að aug-
lýsa bréfin til sölu þannig að aðrir
ættu kost á að kaupa þau.
EFNI
A
► 1-48
Endalok Júgóslavíu
►Ekki er séð fyrir endann á átök-
unum í Jógóslavíu og er óttast að
átökin kunni að breiðast til ann-
arra lýðvelda./ 10
í upphafi skal endinn
skoða
►Kynferðisglæpamenn fá oftast
væga refsingu miðað við aðra af-
brotamenn. Hvað veldur? /14
Slagsmál í Kristals-
salnum
►íslenskt leikhús hefur fengið
góðan gest þar sem er Nikolaj
Karpov Vasilíjevitsj ./16
Vopnin tala
► Steingrímur Sigurgeirsson blað-
amður skrifar um ástandið í
Suður-Afríku./ 18
Bráðum koma blessuð
jólin
►Litið inn á Litlu-jólin í leikskól-
um og grunnskólum./22
Að storka sjálfum sér
og heiminum
► Brot úr bókinni Lífsháskinn,
endurminningum Jónasar Jónas-
sonar./26
B
► 1-36
► 1-32
Jólin á Jólakortunum
► Hver er fagurfræði j ólakorta?
Hvernig lítur hinn dæmigerði jóla-
kortabunki út? Hvaða myndir eru
á jólakortunum sem fólk sendir
hvort öðru? Eru jóiakortin jólaleg?
í þessari grein er leitað svara við
þessum spurningum./ 1 og 14-15
IMýtt líf í nýju landi
► Spjallað við víetnamska fjöl-
skyldu sem kom til íslands í sumar
erleið./2
Mannlegi þátturinn
► Bi-yan Adams heillaði íslenska
æsku með blátt áfram fram-
komu./4
Ég saknaði hans mikið
► Helga Steinþórsdóttir, ein af
hetjum hversdagslífsins, sótt heim
/8
Hugleiðingar í ein-
semdinni
► í lok þessa árs eru liðin fimm
ár frá andláti Gísla á Uppsölum.
Hérgluggum við í hugleiðingar
hans um lífið og tilveruna frá fyrri
árum./lO
Kvikmyndahúsin um
jólin
►Arnaldur Indriðason fjallar um
jólamyndir kvikmyndahúsanna
./12
Fjöruleikur
►Einstæð myndasaga frá Eyjum.
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Fjölmiðlar 18b
Dagbók 8 Kvikmyndir 20b
Hugvekja 9 Dægurtónlist 21 b
Leiðari 24 Myndasögur 24b
Helgispjall 24 Brids 24b
Reykjavikurbréf 24 Stjörnuspá 24b
Minningar 39 Skák 24b
Fólk í fréttum 42 Bíó/dans 26b
Útvarp/sjónvarp 44 A förnum vegi 28b
Gárur 47 Velvakandi 28b
Mannlífsstr. 6b Samsafnið 30b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2—6—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4