Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 11 langa, samfellda röð serbneskra bæja og sveita í Króatíu og Bos- níu, en múhameðskir íbúar Bosníu yrðu eins og milli steins og sleggju. Friðarumleitanir Til þess að viðhalda óbreyttu ástandi tryggði forseti Bosníu- Herzegóvínu, múhameðstrúar- maðurinn Aija Izetbegovic, stuðn- ing Króata í lýðveldinu við yfirlýs- ingu um fullveldi Bosníu í októ- ber. Serbum var boðin aukin sjálf- stjórn, en þeir gátu ekki sætt sig við yfirlýsinguna og töldu að með henni hefði Bosnía fjarlægzt júgó- slavneska sambandsríkið, sem lýt- ur stjórn Serba. Izetbegovic hefur einnig sagt að ef Króatar og Slóv- enar fái sjálfstæði muni Bosníu- menn fara að dæmi þeirra og yfir- völd í Belgrad hljóta að reyna að sporna gegn því. „Stofnun nýrra ríkja í Júgóslav- íu og víðar í Evrópu mun hafa í för með sér fleiri breytingar í Evrópu,“ sagði einn helzti leiðtogi Bospíu, Bogic Bogicevic, í vik- unni, „marka upphaf þróunar, sem erfitt verður að ráða við, seinka. sameiningu Evrópu og stofna ör- yggi álfunnar í hættu.“ Aður en EB tók ákvörðun sína um skilyrta viðurkenningu á Kró- ötum og Slóvenum játaði forseti króatíska herráðsins, Anton Tus hershöfðingi, að hernaðarstaða Króata mundi batna ef Bosnía drægist inn í stríðið, því að þá mundi sambandsherinn neyðast til að dreifa kröftum sínum. Króatar hefðu þó ekki áhuga á því að það gerðist, þar sem mannfall yrði miklu meira í Bosníu en í Króatíu. Syðsta lýðveldið, Makedónía, hefur þegar lýst yfir sjálfstæði og kvartar yfir því að yfirlýsingunni hafi verið of lítill gaumur gefinn. Þar óttast menn einnig harðnandi átök og að auk þess muni Alban- ar, Grikkir og Búlgarar reyna að skara eld að sinni köku, þótt því sé neitað. í serbneska héraðinu Kosovo hafa Albanar lengi barizt fyrir sjálfstjórn, endu eru þeir 90% íbúanna. Svartfellingar eru hins vegar traustustu bandamenn Serba og vilja áframhaldandi aðild að Júgóslavíu. Þegar Franjo Tudman Króatíu- forseti ræddi í vikunni við Carring- ton lávarð, sáttasemjara EB, sagði hann að „forvitnilegt yrði að fylgj- ast með því hvort Makedónía mundi biðja um viðurkenningu". Hann sagði að „ekki væri eins ljóst hvað Bosnía-Herzegóvína mundi gera og að sjálfsögðu Serbía og Svartijallaland. Öll þessi mál eru óútkljáð. Frá okkar sjónarmiði skiptir mestu máli hvernig binda megi enda á stríðið." Hann kvaðst ánægður með viðræðurnar við Carrington, þar sem þær sýndu að Haag-ráðstefnan um Júgóslav- íu viðurkenndi sjálfsákvörðun- arrétt þjóða. Ferð Carringtons sýnir að sam- komulag EB um skilyrta viður- kenningu á Króatíu og Slóveníu hefur hleypt nýju lífi í tilraunirnar til að koma á friði í Króatíu. Carr- ington sagði að hann sæi ekki að viðurkenning á Slóveníu mundi hafa nokkra erfiðleika í för með sér, því að þar væru engir minni- hlutahópar, en gaf óljós svör um Króatíu og þegar hann kom til Belgrad lá við hann viðurkenndi ósigur. í Belgrad hafa fulltrúar SÞ kannað möguleika á að friðar- gæzlusveitir verði sendar á vett- vang og utanríkisráðherra Serbíu hefur rætt við Boutros Ghali, næsta framkvæmdastjóra SÞ, í Kaíró. HVÍTIR HNAKKAPÚÐAR - MIKID ÚRVAL X-Jöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! i fttwgiiiittMafrife Jólagjöfin handa afa ogömmu Inniskór í miklu úrvali Margar gerðir^ margirlitir Opið sunnudag frá kl. 13-18 Skóverslun Kópavogs HAMRABORG 3, SÍMI 41754. i itnrgmwí tafetfe | Meira en þú geturímyndað þér! Bækur sem gefa Auktu styrk þinn Sanaya Roman Er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar „Lifðu ígleði“. Hérlærir lesandinn að virkja innsæi sitt, næmi og alla skynjun á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Stig afstigi eru kenndar aðferðir til að auka skynjun og skilning, lyfta hugsunum og tilfinningum á æðra stig og takast á við hversdagslega hluti út frá nýjum gefandi sjónarhóli. Vígslan Elisabeth Haich Vigslan er ævintýraleg ferð um undirdjúp sálarinnar. Hún týsir einstakri andlegri reynslu, ferðalagi, sem hefst á einum tíma í fjarlægrí fortíð en endar á öðrum. Hér er á ferðinni einhver magnaðsta saga, sem fram hefur komið um andleg og dulspekileg mál. Höfundurínn fléttar saman á stórskemmti- legan hátt lifunum tveimur og dregur fram mörg dýpstu sannindi dulspek- innar með þeim skiiningi, sem sögupersónan öðlast á leið sioni. Mörg líf, margir meistarar Brian L. Weiss Hvað gerist þegar geðlæknir heyrir sjúkling i dáleiðslu vitna ílif fyrir árþúsundum? Og hvað ef þessi geðlæknir hefur aldrei lagt trúnað á dulræn fyrirbæri, hvað þá endurholdgun og önnur líf? Hann kemst ekki hjá þvi að hlusta, vega og meta... og sannfærast loks um, að við lifum ótal sinnum. MARGIR AÍEÍSTARAR Eftir dauðann - hvað þá? George W Meek Með þessari bók er svipt burt þeirri hulu sem aðskilið hefur okkar eigið jarðsvið og það sem stundum hefur verið nefnt himnariki eða heimurinn fyrir handan. Hér kemur i fyrsta sinn fram i bókaformi full staðfesting á því að hugur mannsins, dul, minni og persónuleiki lifa áfram eftir dauða efnislíkamans. Mikael handbókin Jose Stevens Þessi eintæða bók er skemmtileg lifandi kennsla komin frá Mikael, vits- munaveru á öðru tilverustigi. Hér fást svör við því hvers vegna mennimir fæðast aftur og aftur og hvernig sálkjarhinn, innsta gerð mannsins safnar sífelit i sig meiri þroska. Mikael handbókin er fyir alla sem velta tilverunni fyrir sér, alla sem vilja skilja sjálfa sig og aðra betur. Þessar bækur eru í sérflokki bóka, sem gefnar eru út fyrir þessi jól. Þær eru fyrir fólk, sem leitar og spyr spurninga um lífið og tilveruna. Þær spanna mörg svið og láta engan ósnortinn. NÝALDARBÆKUR LAUGAVEGI 66 • SÍMI 627700 & 627701

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.