Morgunblaðið - 22.12.1991, Page 15

Morgunblaðið - 22.12.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 \ bætur og endurkrefði síðan söku- dólgana. Miskabætur eru í eðli sínu mjög matskenndar og oft á tíðum í hóf stillt. Samkvæmt upplýsingum lögfræðings, er algengt að gera miskabótakröfu upp á hálfa til eina milljón króna í nauðgunarmáli, en algengar dæmdar miskabætur væru frá 300 þúsundum og upp í hálfa milljón. Þyngsti dómur 10 ár Eins og fram kom hér að framan, má dæma menn til 16 ára eða til ævilangs fangelsisvistar fyrir nauðgun, og er það refsihámark það sama og lög kveða á um í morðmál- um, en þar er refsilágmarkið fimm ár á meðan refsilágmark í sifjaspells- málum er ekkert en eitt ár í nauðg- unarmálum. Þrátt fyrir svo háan refsiramma, eru engin dæmi um svo þunga refsingu í íslenskri réttarfars- sögu hvað nauðgunarmál snertir. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er þyngsti dómurinn, sem fallið hefur í nauðgunarmáli, frá árinu 1961, en hann hljóðaði upp á tíu ára fangelsisvist. Að honum frá- töldum eru þyngstu dómar í nauðg- unarmálum sem fallið hafa fjögurra og fjögurra og hálfs árs fangavist og algengir eru þeir eitt til tvö ár og upp í þijú ár. Fyrri ferill hefur áhrif Til viðmiðunar má nefna dóma yfir tveimur skartgripaþjófum nú nýverið, en annar þeirra hlaut eins og hálfs árs fangelsisdóm og hinn tveggja og hálfs árs dóm, sem í fyrstu virðast ívið þyngri dómar en venjulega gengur og gerist í nauðg- unar- og sifjaspellsmálum, þó al- menningur kunni að telja slík mál mun alvarlegri en skartgripaþjófn- aði. „Það er svo afskaplega margt sem getur spilað inn í dóma, til dæmis það hvaða sögu afbrotamenn- irnir eiga að baki. Og hvað viðvíkur skartgripaþjófunum tveimur, þá áttu þeir sér afar litríka afbrotasögu, báðir tveir. Þeir brotamenn, sem hafa hrein vottorð fyrir, fá vægari dóma fyrir fyrsta brot og algengt er að dómar fyrir auðgunarbrot séu skilorðsbundnir," segir ónefndur dómari í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að ákveðin dómvenja hafi myndast í áranna röð við mat á nauðgunar- og sifjaspellsmálum. Sú hefð gangi út á eins árs fangelsis- vistun sem lágmarksrefsingu og allt að fjögurra og hálfs árs hámarks- vistun. Gömul löggjöf Fyrir Alþingi liggur nú stjórnar- frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, sem eru frá árinu 1940. í frumvarpinu felst endurskoðun á þeim kafla hegning- arlaganna sem fjallar um kynferðis- brot, en frumvarp sama efnis hefur þrisvar sinnum áður verið flutt á Alþingi án þess þó að málið yrði útkljáð í eitt skipti fyrir öll. í frum- varpinu eru refsimörk fyrir kynferð- isbrot almennt þyngd frá því sem er í gildandi lögum, þó með einstökum frávikum, en verði frumvarpið að lögum verða refsimörk fyrir kynferð- isbrot hér á iandi með þeim þyngstu ■ á Norðurlöndum. í tillögum nauðg- unarmálanefndar, er mikil áhersla lögð á aukna réttarvernd og aðra aðstoð við fórnarlömb eða þolendur kynferðisbrota. Fyrsti flutningsmað- ur frumvarpsins, Sólveig Pétursdótt- ir, Sjálfstæðisflokki, sagði meðal annars á sínum tíma: „Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um kynferðisbrot og þá ekki síst gagn- vart börnum og ljóst er að allur al- menningur lítur þau mál mjög alvar- legum atrgum. Túlka má þessa um- ræðu sem nokkurs konar ákall til íslenska réttarkerfisins um að bregð- ast ekki hlutverki sínu þegar slík afbrot eru annars vegar. Þess eru jafnvel dæmi að menn hafi haft tækifæri til að fremja fjölda kynferð- isbrota á löngu tímabili og getur slíkt haft það í för með sér að al- menn virðing fyrir lögum þverri.“ Meginbreytingar Þær meginbreytingar, sem það frumvarp sem nú liggur fyrir þing- heimi felur í sér, eru í fyrsta lagi að öll ákvæðin eru nú gerð ókyn- bundin en í gildandi lögum eru marg- ar greinar þannig að einungis konur njóta refsiverndar og karlar einnig geta verið gerendur. Rétt þykir að öll ákvæðin nái jafnt til karla sem kvenna í samræmi við réttarþróun í öðrum löndum. í norsku hegningar- lögunum hefur lengi verið ókyn- bundið ákvæði og lögum var einnig breytt í það horf í Danmörku árið 1981 og í Svíþjóð 1984. Þótt brot þessi bitni nær eingöngu á konum og núverandi orðalag sé því næst raunveruleikanum, er ekki ástæða til að ætla, að víðtækara orðalag raski á nokkurn hátt réttarstöðu kvenna. Ákvæði frumvarpsins eiga því jafnt við um athafnir karla og kvenna og taka til kynferðismaka og annarra kynferðisathafna sam- kynja persóna, eftir því sem við á. Fullframið samræði í öðru lagi felst í frumvarpinu aukin réttarvernd þar sem á því er byggt að samræði verði skýrt rýmra en samkvæmt gildandi lögum og lagt er til að lögfest verði að önnur kynferðismök verði lögð að jöfnu við samræði. Ekki er ætlast til í frum- varpinu að fullframið samræði sé virt með sama hætti og tíðkast hef- ur í réttarframkvæmd, það er þegar getnaðarlimur karlmanna er kominn inn í fæðingarveg konu og samræð- ishreyfingar hafnar, segir í greinar- gerð. Nægilegt er, að getnaðarlimur karlmanns sé kominn inn í fæðingar- veg konu að nokkru leyti eða öllu. Sáðlát þarf ekki að hafa átt sér stað, og meyjarhaft þarf ekki að rofna, ef því er að skipta, segir ennfremur. Nákvæm skilgreining fullframins samræðis skiptir því minna máli en áður, ef fyrirhugaðar breytingar verða að lögum. Onnur kynferðismök Lagt er til að svokölluð „önnur kynferðismök", sem nú er fjallað um í 202. grein, verði lögð að jöfnu við samræði, svo sem gert hefur verið í hinum sænsku ákvæðum frá 1984. Svarar þá hvort tveggja nokkurn -veginn til hugtaksins „utuktig om- gang“ í norsku hegningarlögunum. Ber að skýra hugtakið „önnur kyn- ferðismök“ fremur þröngt, þannig að átt sé við kynferðislega misnotk- un á líkama annarrar manneskju, er kemur í stað hefðbundins sam- ræðis eða hefur gildi sem slíkt. Eru þetta athafnir sem veita eða eru al- mennt til þess fallnar að veita hinum brotlega kynférðislega fullnægingu. Kynferðisleg áreitni Þá eru í frumvarpinu ný ákvæði um kynferðislega áreitni, sem ekki telst slík misnotkun á líkama, að hún komi í stað hefðbundins samræðis eða hafi gildi sem slíkt, þ.e. „önnur kynferðismök". Hér er átt við ýmiss konar káf, þukl og annars konar lík- amlega snertingu og ljósmyndun af kynferðislegum toga. sem hingað til hefur verið heimfært undir 209. gr. laganna. Rétt þykir að veita slíkri háttsemi meiri athygli en áður með þessu sérákvæði og taka harðar á brotum. Með þessu er þó engan veg- inn ætlunin, fremur en verið hefur, að takmarka eðlilega umgengni og gælur foreldra og annarra ættingja við börn sín og barnabörn, segir í greinargerð. Sifjaspell Jafnframt eru ákvæði um sifja- spell flutt yfir í kaflann um kynferð- isbrot þar sern þau þykja betur eiga heima þar. I frumvarpinu segir að hver sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við barn eða ung- menni, yngra en 18 ára, sem er kjör- barn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni, sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 4 árum, og allt að 6 árum, sé barn yngra en 16 ára. En sá, sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 10 árum. Önnur kynferðisleg áreitnj varðar fangelsi allt að 4 árum. í umræðum á Alþingi sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, m.a.: „Mín skoðun er sú að engin rök séu fyrir því að hafa vægari refsiákvæði fyrir þann aðila sem beitir barn kynferðislegu ofbeldi ef barnið er kjörbarn, stjúpbarn, fóst- urbarn, sambúðarbarn eða ung- menni sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis. Ég vil leggja kynforeldri og fósturforeldri eða stjúpforeldri að jöfnu í þessu máli. Það sem málið snýst um er trúnaðarbresturinn við barnið og brotið gegn kynfrelsi þess ... Það er fráleitt að ætla að kynferðisafbrot kjör- eða stjúpforeldris, svo dæmi séu nefnd, hafi minni skaðlegar af- leiðingar fyrir barnið í för með sér en þegar um kynforeldri er að ræða.“ „Við gerum greinarmun á milli kynforeldra annars vegar og stjúp- foreldra hins vegar einfaldlega vegna þess að við teljum blóðböndin auka á alvarleika brotsins. Það má segja að það sé hvorki neitt rangt né rétt í þessu. Þetta er spurning um gildismat og siðræn viðhorf," segir Jónatan Þórmundsson, pró- fessor, en hann ásamt Þorsteini A. Jónssyni í dómsmálaráðuneyti samdi frumvarp það sem nú liggur fyrir þingheimi. Ingibjörg Sólrún sagðist jafn- framt Vilja á brott ákvæði í frum- varpinu sem segir: „Samræði eða önnur kynferðismök milli systkina varða fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára aldri, þegar verknaðurinn átti sér stað, má ákveða, að refsing falli niður að því er þau varðar." Hún segir: „Þetta ákvæði byggir á aldagömlum viðhorfum um blóð- skömm og ég fæ ekki séð að þessi ákvæði standist í dag miðað við breytt siðferðisviðhorf og fæ ekki séð að þetta þurfi að vera refsivert athæfi ef jafnræði ríkir á milli systk- ina. Að sjálfsögðu ætti athæfið að vera refsivert eins og önnur kynferð- isafbrot ef annar aðilinn misnotar yfirburði sína, t.d. í aldri eða þroska, en að öðru leyti tel ég ekki rétt að þarna sé um refsivert athæfi að ræða.“ , Að sögn Jónatans er samræði milli systkina alls staðar talið injög alvarlegt, jafnvel í frumstæðustu þjóðfélögum. „En þetta er eitt af því sem menn verða að gera upp við sig, hvort slíkt athæfi eigi að teljast refsivert, eða bara siðlaust, því Þpging refsinga er þróun sera gerist á löngnm tíma - segir Jónatan Þórmundsson prófessor „ÉG GET ekki neitað því að stundum finnst mér dómar fyrir nauðganir og sifjaspell of vægir. Stefnan í frumvarpinu, sem legið hefur fyrir þingi nú í nokkur ár, er sú heldur að þyngja viðurlög í þessum málum, en það er oft mjög erfitt að draga svona ályktan- ir vegna þess að aðstæður geta verið svo mismunandi. Það er svo margt sem dómarar þurfa að taka tillit til, meðal annars aldur manna og fyrri ferill,“ segir Jónatan Þórmundsson prófessor og formaður svokallaðrar nauðgunarmálanefndar, sem falið var að kanna hvernig háttað er rannsókn og meðferð nauðgunarmála og geri tillögur til úrbóta í þeim efnum. 5 Eegar verið er að tala um að þyngja dóma, þá er verið að tala um að hækka hámark refsimarkana í lögum þó dómstólar séu í sjálfu sér ekki bundnir af þeim. En með hækkun refsimarka felst ákveðin viljayfírlýsing lög- gjafans. Slíkt hefur, að mínu mati, áhrif aðeins þegar til lengdar læt- ur, en alls ekki á skömmum tíma. í öðru lagi eru dómarar sjálfstæðir og þeir, eins og aðrir, eru að ein- hveiju leyti háðir almenningsálit- inu, en þynging viðurlaga er nokk- uð sem verður að eiga sér stað á löngum tíma. í bytjun aldarinnar var til dæmis mjög greinilegt að tekið var mun harðar á alls kyns þjófnuðum, jafnvel smáþjófnuðum, heldur en líkamsárásum. En nú hefur dregið úr þessarri tilhneig- ingu því nú er lagt mun meira upp úr friðhelgi líkama og heilsu heldur en áður. Og þó svo að okkur finn- ist stundum ekki tekið nógu hart á líkamsárásarmálum við ákvörðun refsinga, þá hefur samt orðið mik- il breyting á frá þvi sem áður var,“ segir Jónatan. Hann álítur að taka eigi miklu harðar á likamsárás heldur en þjófnaði. „Og gildismat mitt segir mér líka að ekki eigi að gera upp á milli þeirra sem annars vegar fremja þjófnað eða hinsvegar fjár- svik, svokölluð hvítflibbabrot. Þar hefur líka verið tilhneiging í þá átt að taka mun harðar á smáþjóf- inum heldur en hvítflibbabrotum og það er reyndar alkunna út um lönd. Maður, sem stelur kannski 10 þúsund krónum úr söluturni, getur fengið álika refsingu eins og maður sem dregur sér nokkrar milljónir í sparisjóði. Þetta er nokk- uð sem er ekki augnabliksann- marki. Þetta er arfleifð sem er að smábreytast," segir Jónatan. Margar nefndir víða um lönd hafa verið settar á laggimar til þess að ijalla um gildi refsinga og hvort ein tegund refsinga sé betri eða verri en einhver önnur. „Það hefur engum dottið neitt skárra í hug en fangelsisvist sem refsingu fyrir alvarleg brot. Fangelsisvist er þrátt fyrir allt mun mannúð- legri en alls kyns líkamsrefsingar sem forfeður okkar notuðu á sínum tíma. Það er náttúrulega ýmislegt Jónatan Þórmundsson prófessor. hægt að gera til þess að endur- hæfa menn og sjálfsagt ber að stefna að því og eflaust hafa sum- ir gagn af slíkri endurhæfingu þó ekki sé hægt að tryggja að allir hafi gagn af henni. Á hinn bóginn hef ég mjög ákveðna skoðun á því hvað ekki á að nota í refsingar- skyni og hvað það snertir þá hef ég barist gegn viðurlögum eins og afkynjun. Slík refsing fínnst mér koma aftast úr fomeskju og ég held að þorri almennings hljóti að vera sammála mér í þvi,“ segir Jónatan, en í lögum frá 1938 eru til ákvæði sem heimila að gerð sé afkynjunaraðgerð á kynferðisaf- brotamönnum. 15 margt er ósiðlegt í okkar þjóðfélagi sem varðar ekki endilega við lög. Það getur vel verið að slík verði nið- urstaðan einhvern tímann, en ég tel að sá tími sé ekki kominn, jafnvel þó svo að um fullorðnar manneskjur sé að ræða.“ Kvennalistakennt * „Umræðan um þetta' frumvarp á þingi hefur, að því er mér hefur virst, verið ansi Kvennalistakennd. Til dæmis hafa komið fram athuga- semdir um að það vanti í frumvarp- ið sérstakt ákvæði um nauðgun eig- inmanns á eiginkonu, en það hefur legið fyrir í áratugi að það er jafn refsivert að eiginmaður nauðgi eig- inkonu eins og að karl nauðgi konu almennt, en slíkt er sjaldan kært, eðli máls samkvæmt, því sönnunar- afstaðan er mjög erfið,“ segir Jónat- an. „Auk þess finnst mér umræðan um vændi orðin dálítið skrýtin enda gætir ákveðins misskilnings þar, að því er mér finnst. í fyrsta lagi er eins og fólk átti sig ekki á því að það er engin breyting frá því sem nú er. Vændi hefur verið, og er áfram í frumvarpinu, refsivert þegar það er stundað í atvinnuskyni og það þarf töluvert sterka samvinnu fyrir því að svo sé. Þetta þýðir að þó að kona eða karl stundi öðru hvoru eitt- hvert vændi og taki greiðslu fyrir, þá er fráleitt að það falli undir lög- in. Sérstaklega var tekið tillit til hóps af ungum stúlkum, sem virðast vera háðar fíkniefnum og selja sig til þess að afia fjár fyrir efnunum. Þær falla örugglega ekki undir lög- in,“ segir Jónatan. Vægari hegning Eins og fram kemur í 202. gr. núgildandi almennra hegningarlaga, þá ber að beita „vægari hegningu“ í einstökum tilfellum. I þeim tilvikum er það hins vegar algerlega á valdi dómstóla að ákveða þau viðurlög þar sem að refsirammi er hvergi skil- greindur. „Hinsvegar má það teljast ljóst að kynferðismök önnur en sam- ræði geta haft mjög alvarlegar af- leiðingar. í riti sínu um kynferðisaf- brot segir prófessor Jónatan Þór- mundsson m.a.: „Hugtakið holdlegt samræði er hvorki skilgreint í lögum né greinargerð. Samræði hefur í fræðiritum og framkvæmd verið tak- markað við hefðbundnar samfarir karls og konu. Með þessu eru útilok- uð kynmök samkynja persóna og mök karls og konu með öðrum hætti en notkun kynfæranna einna. Það kann þó að vera jafnalvarlegt, ef brotaþola er misboðið kynferðislega með öðrum hætti, að slepptri þung- unarhættunni. Má þar nefna kyn- ferðisathafnir, er beinast gegn öðr- um hlutum iíkamans eða fram- kvæmdar eru með verkfærum," seg- ir í greinargerð. „Réttarþróun hefur víða hnigið í þá átt að endurmeta refsinæmi kyn- ferðisbrota og þá ekki síður ýmsar kynferðisathafnir aðrar en samræði. Sem dæmi má nefna að hugtakið „sexual penetration" í hegningarlög- um Illinois-ríkis tekur til hvors tveggja. Þá var það lögfest 1984 í Svíþjóð að jafna ýmsum kynferðisat- höfnum við samræði, ef þær veita eða eru til þess fallnar að veita hin- um brotlega kynferðislega fullnæg- ingu,“ segir m.a. í greinargerð með frumvarpinu 1987. Almennt siðamat Ennfremur segir: „Samræmi er oft furðugott milli refsiák- vörður.ar og almenns siðamats og réttarvitundar. Kemur það m.a. fram í því að oft er lögð meiri áhersla á afleiðingar háttsemi en lögin gera ráð fyrir. Líkur benda til þess að hér hafi orðið misbrestur á. Það er þó ekki alfarið við dómstóla að sak- ast í þessu efni þar sem löggjafinn hefur hingað til lagt jafnt refsimat á kynferðisbrot af því tagi sem hér er um fjallað. Frumvarpinu er ætlað að bæta úr þessu og stuðla að breyttu refsimati dómstóla." í riti Jónatans Þórmundssonar „Viðurlög við afbrotum“, segir: „Sérstakar lög- skýringarástæður í greinargerðum eða öðrum lögskýringargögnum geta gefið dómstólum gleggri vís- bendingu og haft þannig meira leið- beiningargildi en almennt gerist um refsimörk laga.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.