Morgunblaðið - 22.12.1991, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
SLAGSMALÍ
KRLSTALSSALNUM
eftir Urði Gunnarsdóttur
LEIKARARNIR mynda eina
iðandi kös. Þeir eru að æfa
slagsmál í Kristalssal Þjóð-
leikhússins innan um voldug-
ar Ijósakrónur og skrautlega
stóla. Þeim til aðstoðar er
kunnuglegt nafn úr heimi
skáklistarinnar: Karpov. En
þó Karpov þessi kunni ekki
mikið meira en manngang-
inn, er hann vel heima í öðru
er varðar gang og hreyfingar
í leikhúsi. Hann fer hratt yf-
ir, kennir leikurunum að
sparka, slá og skella í gólfið
með miklum tilþrifum. í
kringum þá sveimar túlkur-
inn og þýðir eldsnöggt það
sem þeim fer á milli. Þeir
horfast einlæglega í augu
þegar þeir talast við þó þeir
skilji ekki hver annan án að-
stoðar túlksins. En Karpov
nær greinilega til sinna
manna og svipur augnanna
segir oft meira en mörg orð.
.íkolaj Vasílíjevítsj
Karpov ber fjölda
titla. Hann er leik-
ari og prófessor í
sviðshreyfingum
og skylmingunj við
Ríkisleiklistar-
skólann í Moskvu.
unnið við uppsetningu
yfir 80 sýninga, við 30 kvikmynd-
ir og hefur starfað með mörgum
þekktustu leikhúsmönnum heima-
lands síns. Þá eru ótalin þau lönd
sem hann hefur starfað í.
Hingað er Karpov kominn í boði
Þjóðleikhússins til þess að aðstoða
við uppfærslu á jólaleikritinu,
Rómeó og Júlíu, auk þess sem
hann heldur námskeið fyrir leikar-
ana. Ekki er hægt að segja annað
en hann komi víða við á meðan á
dvölinni stendur, því hann hefur
einnig fylgst með æfingum á leik-
ritinu „Eg heiti ísbjörg, ég er ljón“,
sett upp skylmingaatriði hjá ís-
lensku óperunni og þjálfað nem-
endur Leiklistarskóla íslands.
„Sviðshreyfingar sameina hugs-
un og framkvæmd, skilning og
hegðun leikarans undir ákveðnum
aðstæðum," segir Karpov. „Leik-
aranum nægir ekki að skilja verk-
efnið sem fyrir hann er lagt, held-
ur verður hann að vita hvernig
það skal leyst. Leikari sem ekki
þekkir verkfæri sitt til hlítar stend-
ur auðvitað illa að vígi. Til að
geta staðist þær kröfur sem leik-
stjórinn gerir, verður leikarinn sem
sagt að geta stjórnað þeim hæfi-
leikum sem hann býr yfir. Þess
vegna eru til iéiklistarskólar. Ef
leikhúsið væri ekki svona þyrfti
enga skóla, heldur brygðu leik-
stjórarnir sér út á götu og kræktu
sér í þann sem þeim litist best á
og skelltu þeim á ijalirnar.
Starf mitt er þannig fólgið í því
að gera leikarann færan um að
frarríkvæma ákveðna hluti, án þess
þó að hann hætti að leika, svo sem
að detta, slást, velta niður stiga,
hoppa yfir hindranir, nota bók,
ö '2
lí
•o3 £ .fa
X 3 tá
. >D 'O
5"! T3
’S gíi*
> ^ Cfi
113
*
03 CJ 3
g * o
'O - - bxi
•rp SS ©
en 'O ,
_ »;
2 I?t»
~ :£. s
bcÆ s
° » 2
Cfl sQ
s -P ^
g
ra s-
S- CÖ.
e'3 a
po.-2
||3
•g) ®
. 1?
a) ~ £
» s ro
> J g
o -s S
§•.&#
staf eða vopn, svo eítthváð sé
nefnt. I Rómeó og Júlíu þarf'
Rómeó til dæmis að stökkva niður
af fjögurra metra háum vegg og
síðar að beijast eins og ljón upp
á líf og dauða. Til að geta þetta
verður hann að vera vel á sig korri-
inn líkamlega en það eitt hjálpar
honum ekki til að túlka sálar-
ástand Rómeós. Þær tilfinningar
vakna annarsstaðar og þeim verð-
ur líka að koma til skila til áhorf-
enda.
Grundvallaratriði er að þróa
ákveðna eigihíéika hjá leikaran-
um, eiginleika á borð við hug-
rekki, styrk, úthald, viðbragðsflýti
og gott jafnyægisskyn. Einnig
samvirkni tilfinninguna fyrir
formi, rými og tímasetningu auk
mýktar pg léttleika. Líkaminn er
verkfæri sem hann tjáir tilfjnning-
ar sína'r með og bætir þannig við
merkingu textans."
Það er ekki lítið sem góður leik-
ari þarf að hafa á valdi sínu, leik-
húsið virðist harður húsbóndi? „Já,
leiklistina er ekki hægt að stunda
nema með því að helga sig henni
algerlega og færa persónulegar
fórnir," segir Karpov. „Aðeins
þeir, sem ekki geta lifað án leik-
hússins eru færir um að starfa
þar. Þeir leikarar Þjóðleikhússins,
sem ég hef haft kynni af, eru fólk
af þessu tagi. Þeir eru ekki hrædd-
ir við að reýna eitthvað nýtt og
njóta þess sem þeir era að gera,
Auðvitað eru ekki gerðar sömu
kröfur til yngri og eldri leikara,
til dæmis hvað líkamsþrótt varðar,
en það eitt að bæði reyndari og
óreyndari leikarar skuli mæta til
mín í tíma, sýnir að þeir stefna
að því að bæta sig. Það er ákaf-
lega mikilvægt, því þegar leikari
fer að róast og missa áhugann
hættir hann að vera spennandi.
Ég hef tekið eftir því að óháð
þjóðerni og leikhúshefðum eru
leikarar um margt eins. Þeir eru
Morgunblaðið/Þorkell
bernskir og á vissan hátt varnar-
lausir. Allir gera þeir sömu vitleys-
urnar. Leikarar eru einstakt fólk
sem þarf að vinna með eins og
börn, elska heitt, leiða yfir götu
og kasta síðan út í kalt vatnið til
þess að kenna þeim að synda.“
Leikhúsið í heimalandi Karpovs
á sér ríka hefð og hann segir stöðu
þess furðugóða miðað við stöðu
evrópsks leikhúss. „Munurinn á
rússnesku leikhúsi og evrópsku er
sá að Rússar eiga betri leikara.
Ræturnar eru sterkari og svo er
undirbúningurinn betri. Evrópskir
leikarar fá aftur á móti að prófa
svo margt, miklu meira en rússn-
eskir starfsbræður þeirra, en
hætta er á því að kunnátta þeirra
sé þar af leiðandi yfirborðskennd-
ari. Munurinn kemur til dæmis
skýrt fram í uppbyggingu leiklist-
arnámsins. í Rússlandi ber sami
kennari ábyrgð á sínum sérstaka
og sérvalda hópi allan námstím-
ann; í fjögur ár. Þessi kennari,
kallaður meistari, skilgreinir
stefnu og skipulagningu námsins.
Þegar leikararnir útskrifast svo
að námi loknu og fara að'sækja
um hlutverk, eru þeir ekki endilega
spurðir í hvaða skóla þeil' lærðu,
heldur hjá hveijum. ‘
Hvað evrópskt, og einnig ís-
lenskt leikhús varðar, er tíma-
skorturinn áberandi. Hann er
dragbítur vestræns leikhúss. Það
er ekki það að leikstjórarnir séu
vondir,. heldur gefst þeim ekki tími
til þess að fara ofan í smáatriðin,
en það eru einmití þau sem skipta
svo miklu máli. Áhorfandinn vill
skynja blæbrigði smáatriðanna,
það nægir honum ekki að vita að
leikarinn eigi að vera ástfanginn
maður, heldur vill hann sjá hvern-
ig þessi maður hagar sér þegar
hann er ástfanginn, hvernig það
kemur fram í öllu hans fasi.“
Karpov er agaður maður. Hann