Morgunblaðið - 22.12.1991, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991
SKÓVERSLUN
PARÍS ATHEN
PETER KaiSER
Mikið úrval af hönskum og töskum.
Gjafakortin okkar eru góð, hentug og vinsæl jólagjöf.
Póstsendum samdægurs -5% staógreiósluafsláttur.
Kringlunni,
Kringlunni 8-12,
sími 689212
S I M A L I N A N
UPPSELT
KX-T 2386 BE Verð kr. 12.332 stgr.
Sfmi með símsvara — Ljós í takkaborði — Úttarandi skila-
1xk3 upp i 1/2 mln. — Hver móttekin skilatxið geta verið
upp i 21/2 mfn. — Lesa má inn eigin minnisatriöi —
Gefur til kynna að 15 skilaboö hafa verið lesin inn —
Hægt að ákveða hvort símsvarinn svari á 3 eða 5
hringingu — Tónval/púlsval — 15 minni, þar af 3
númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að
geyma viðmælanda — Stillanleg hringing —
Hljóðstillir fyrir hátalara — Veggfesting.
KX-T 2365 E Verð kr. 10.849 stgr.
Skjáslmi, sem sýnir klukku, simanúmer sem val
ið er, tímalengd símtals — Handfrjáls notkun —
28 beinvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4
sinnum — Hægt að setja slmanúmer í skamm-
tlma endurvalsminni — Hægt að geyma við-
mælanda — Tónval — Stillanleg hringing —
Hægt að setja simanúmer i minni á meóan
talað er — Veggfesting.
KX-T 2322 E
KX-T 2342 E Verð frá kr. 5.680 stgr.
KX-T 2342 E handfrjáls notkun — KX-T 2322 E hálf-
handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6
númer fyrir beinval — Endurhringing — Hægt er
að setja slðast valda númer i geymslu til endur-
hringingar, einnig er hægt að setja sfmanúmer i
skammtlma minni á meðan talað er — Tónval/
púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 stilling-
ar fyrir hringingu — Veggfesting.
PANAFAX UF 121
Verð kr. 64.562,-stgr.
Telefaxtæki með 10 númera skammvals-
minni — Allt frá stuttum orðsendingum til
Ijósmynda — Sendir A4 slöu á aðeins 17
sekúndum — í fyrirtækiö — Á heimiliö.
FARSÍMI Verð frá kr. 96.775 stgr.
Panasonic farsíminn er léttur og meðfærilegur,
vegur aðeins 4,9 kg. og er þá rafhlaðan meötalin.
Hægt er að flytja tækið með sér, hvenær og hvert
sem er, en einnig eru ótal möguleikar á að hafa
slmtækiö last i bílnum, bátnum eða sumarbú-
staðnum.
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S. 695500/695550
Sveinn Kr. Guðmunds-
son, Akranesi
Einn þeirra manna, sem fyrstur
bauð mig velkominn til starfa á
Akranesi, þegar ég flutti þangað
fyrir 17 árum, var Sveinn Kr. Guð-
mundsson, útibússtjóri við Sam-
vinnubankann þar. Frá þeim degi
þróaðist kunningsskapur okkar til
traustrar og varanlegrar vináttu,
sem ekki hefir borið skugga á til
þessa dags.
Sveinn Kristinn, eins og hann
heitir fullu nafni, er Austfirðingur
að uppruna, fæddur að Búðum í
Fáskrúðsfirði 22. desember árið
1911. Foreldrar hans voru hjónin
Guðmundur Stefánsson smiður og
Guðrún Jónsdóttir. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínum. Ungur fór
hann að stunda sjóinn og fékkst
við hverskonar sjávárstörf í heima-
byggð sinni til ársins 1935. Á árun-
um 1930-1932 var hann við nám í
Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Þar reyndist hann hinn nýtasti
skólaþegn, bæði ágætur námsmað-
ur og meðal hinna fremstu var hann
í félagsstörfum.
Árið 1935 hóf Sveinn störf hjá
Kaupfélagi Fáskrúðsfírðinga. Það
sama ár gerðist hann einn af stofn-
endum Verkalýðsfélags Fáskrúðs-
fjarðar og var formaður þess til
1941. Þá átti hann sæti í hrepps-
nefnd Búðahrepps og var þar vara-
oddviti 1937-1941.
Þessar staðreyndir sýna, að hann
var þá þegar, um og innan við þrí-
tugsaldur, meðal forystumanna í
félagsmálum sveitar sinnar. Það var
því skarð fyrir skildi, þegar hann
hvarf á braut og flutti alfarinn suð-
ur á Akranes árið 1941. Þar hóf
hann störf hjá Kaupfélagi Suður-
Borgfirðinga og var ráðinn þangað
sem kaupfélagsstjóri árið eftir,
1942.
Kaupfélagsstjórastörfum gegndi
Sveinn til ársins 1963. Þá var hann
ráðinn til starfa sem útibússtjóri í
Samvinnubanka íslands hf., sem
stofnaður var á Akranesi 3. janúar
1964. Jafnframt hafði hann með
höndum umboð fyrir Samvinnu-
tryggingar á Akranesi. Störfum
sínum, bæði í kaupfélagi og banka,
gegndi Sveinn af lipurð og festu,
sem öfluðu bæði honum og fyrir-
tækjunum vinsælda og trausts. Ein-
hvern tíma lét hann þau orð falla,
að í bankanum hefði hann aldrei
þurft að neita viðskiptavini um fyr-
irgreiðslu þó að e.t.v. hefðu ekki
allir fengið alltaf eins mikið og um
var beðið. En allir voru sáttir við
málalokin. Hér er mikið sagt. Og
áreiðanlega er það ekki heiglum
hent að stýra banka til slíkrar niður-
stöðú. Þar kom fyrr en varði, að
útibúið á Akranesi var orðið það
stærsta utan Reykjavíkur og
blómstraði ár frá ári.
Þó að Sveinn hafí jafnan sinnt
sínum störfum á þann veg, að þar
varð vart á betra kosið, þá gaf
hann sér eigi að síður góðan tíma
til að taka þátt í hinum ýmsu félags-
málum og leggja góðum málum lið.
Hann átti sæti í bæjarstjóm Akra-
ness 1946-1950, í yfirkjörstjórn
Vesturlandskjördæmis um árabil,
formaður fræðsluráðs Akraness
1959-1971. Þá hefir hann verið í
stjórn Alþýðuflokksins fyrir Vestur-
landskjördæmi frá 1977 og starfað
í íjölmörgum ráðum og nefndum á
vegum flokksins. í stjórn Byggða-
safnsins í Görðum átti hann sæti
frá 1973-1986, í bankaráði Seðla-
banka íslands frá 1980-1988, í
Góðtemplarareglunni um áratuga
skeið og í Oddfellowreglunni frá
1953, Þar hefir hann gegnt flestum
trúnaðarstöðum sem hægt er að
kjósa einn mann í. Miklu víðar hef-
ir Sveinn komið við sögu á vett-
vangi félagsmála, þó að hér verði
ekki lengra út á þær brautir haldið.
En þess skal getið og á það minnt,
að alls staðar var vel að verki stað-
ið í þeim málum, sem Sveinn lagði
lið. Hans lóð var jafnan þungt á
vogarskálinni, þegar því Var að
skipta.
Kona Sveins er Guðrún Þórey
Örnólfsdóttir frá Suðureyri í Súg-
andafirði, hin ágætasta kona, sem
NÝJAR JÓLASENDINGAR
samkvæmisfatnaður.
(WA prjónafatnaður.
Munið gjafakortin
Laugaveg 118.
reynst hefir manni sínum traustur
og ástríkur lífsförunautur. Þau eiga
4 börn. Elst þeirra var Guðrún
Margrét. Hún lést af barnsförum
17. nóvember 1971, glæsileg stúlka
og stórvel gefin. Maður hennar var
Páll Ingólfsson. Næstur henni er
Örnólfur, lögreglumaður í Reykja-
vík, kvæntur Guðrúnu Björnsdótt-
ur, þá er Kristján, fulltrúi hjá Essó,
kvæntur Sigrúnu Karlsdóttur og
búa þau á Akranesi, yngstur er
Sigurbjörn, hann er launafulltrúi
hjá NATO á Keflavíkurflugvelli,
kvæntur Dagbjörtu Hansdóttur.
Þau búa í Reykjavík.
Sveinn lét af störfum við bank-
ann um 1980. Næsta árið hafði
hann svo með höndum umsjón með
byggingu stórhýsis, sem Samvinnu-
bankinn lét reisa við Kirkjubraut
28.
Síðustu árin hefir Sveinn fengist
við ýmislegt, því að enn hefir aldur-
inn unnið lítt á honum. Hann hefir
enn sem fyrr brennandi áhuga á
sínum fyrri hugðarefnum og leggur
hiklaust fram styrka hönd þeim til
stuðnings þegar þess er þörf. Það
er mikils virði að eiga slíka menn
sem hann er að félagsbróður og vini.
Það var vel að orði komist og
mikill sannleikur sagður í fáum
orðum, þegar sagt var um Svein
Guðmundsson sjötugan: „Það eru
mannbætandi forréttindi að fá að
starfa með mönnum eins og Sveini
Kr. Guðmundssyni."
Ég tek heils hugar undir þessi
orð. Þau eru ekki síður sönn í dag
en þau voru fyrir 10 árum.
Eg óska mínum kæra vini og
félagsbróður hjartanlega til ham-
ingju með áttræðisafmælið og bið
honum, hans góðu eiginkonu og
ástvinum þeirra Guðs blessunar í
bráð og lengd og óska þeim öllum
gleðilegra jóla.
Björn Jónsson
Sveinn Kristinn Guðmundsson
fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði
og ólst þar upp hjá foreldrum sín-
um, Guðmundi Stefánssyni sem var
smiður þar og Guðrúnu Jónsdóttur
húsfreyju.
Það er ekki að sjá þegar maður
Iítur Svein á gangi við störf eða
þegar hann tekur til máls að þar
sé á ferð maður sem er áttræður,
öðru nær, fas hans allt er snarpt,
hugsun athugul viðhorf glögg og
framsetning máls á þann hátt að
hver samferðamaður gæti verið
stoltur af slíkum færum.
Sveinn nýtur þess að setja fram
sínar skoðanir þegar við á, um hvert
það málefni sem til umræðu er það
sinnið, og hefur ærið oft lag á að
færa skýr rök fyrir sínum málflutn-
ingi.
Sveinn stundaði nám í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni 1930-
1932. Stundaði hann alla algenga
vinnu á Búðum til ársins 1935 en
hóf þá verslunarstörf hjá Kaupfé-
lagi Fáskrúðsfirðinga.
Sveinn Kr. Guðmundsson hóf
snemma opinber afskipti. Hann var
fyrsti formaður og einn af stofnend-
um Verkalýðsfélags Fáskrúðsfjarð-
ar frá 1935-1941, einnig var hann
kjörinn í hreppsnefnd Búðahrepps
og var oddviti 1927-1941. Sveinn
fluttist til Akraness til að starfa
hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga
og var kaupfélagsstjóri þess 1942-
1963.
Sveinn hefur tekið virkan þátt í
Alþýðuflokknum, setið 16 ár í stjórn
kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á
Vesturlandi, lengst af sem formað-