Morgunblaðið - 22.12.1991, Síða 38

Morgunblaðið - 22.12.1991, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1991 Steinþóra Þorvalds dóttír - Minning Fædd 24. júlí 1922 Dáin 13. desember 1991 „Líf og dauði hildi heyja ..." Þegar ég man fyrst eftir mér, var Þóra frænka hjá okkur á Báru- götunni. Pabbi minn, Brynjólfur (f. 10. apríl 1883), hafði byggt húsið sitt sumarið 1926 á fimm mánuð- um, 153 dögum. Það var staðið vel að verki í þá daga. Steypan var -Könduð á staðnum, hrærð með skóflum, hífð upp af handafli, dyr og gluggar smíðaðir á staðnum úr sniðhefluðum viði frá Völundi. Hefl- amir eru allir til ennþá. Bókhald til yfír hvert dagsverk og hvern nagla. Þannig var unnið í þá daga. Þetta er aðeins sýnishorn af gamla tímanum fyrir 65 árum. Um það leyti bjó Þorvaldur (f. 25. apríl 1894, d. 39. okt. 1955) bróðir móður minnar, Halldóru (f. 21. júlí 1898, d. 27. ágúst 1977), að Torfastöðum í Grafningi. Hann bjó með Málfríði Sigurðardóttur (f. 16. mars 1898, d. 29. júlí 1978) og átti þá með henni 4 börn. Síðar bættust 3 við, og kvæntist hann Málfríði fyrir ævilok. Óþekktur sjúkdómur lagði heimili þeirra í rúst á tímabili, en með samheldni og góðum vilja var það byggt upp aftur og tók að blómstra að nýju. Málfríður ól manni sínum 7 börn. Þau eru: Helgi (f. 14. júní 1921 að Bakka í Ölfusi) ókvæntur, bóndi að Gamla Hrauni við Eyrarbakka. Steinþóra (f. 24. júlí 1922 að Torfa- stöðum II í Grafningi, d. 13. des- ember 1991), sem nú er látin, var gift Guðjóni Ólafssyni (f. 19. febr- úar 1906, d. síðast í júlí 1964) bif- reiðarstjóra. Sigurjón (f. 15. september 1924) verkstjóri, kvænt- ur Ólafíu Lóu Bergmann (f. 27. janúar 1922). Guðgeir, plastmóta- smiður (f. 27. apríl 1926 að Torfa- stöðum II, d. 21. desember 1989), var kvæntur Ölmu Ásmundsdóttur (f. 6. september 1921). Þau skildu. Margrét Sigríður (f. að Alviðru 1928, d. sama ár). Sigurður (f. 24. september 1934 að Gamla Hrauni) bifvélavirki, var kvæntur Önnu Maríu Samúelsdóttur (f. 1. desem- ber 1941) var síðar kvæntur Hall- fríði Öldu Einarsdóttur (f. 22. apríl 1933, d. 19. mars 1978) og Þor- björgu Huldu (f. 21. febrúar 1940 að Gamla Hrauni), gift Rögnvaldi Björnssyni (f. 5. maí 1928) trésmið. Málfríður var alin upp að Hlíð í Grafningi, og þangað kom Þorvald- ur ungur sem vinnumaður og felldi hug til þessarar laglegu, greindu og söngelsku stúlku. Hófu þau sam- búð og bjuggu fyrst að Litla-Hálsi í Grafningi 1918-20, síðar að Gljúf- urholti í Olfusi 1920-21 og á Bakka 1921-22. Þar var Helgi fæddur. Árið 1922 var flutt að næsta bæ við Alviðru, Torfastöðum II (1922-26) við Álftavatn. Þangað hafði ættfaðirinn Þorvaldur Þor- steinsson (f. 1743), bóndi að Botn- um í Meðallandi, komið um Hafurs- ey (2 ár) og Hlíð í Selvogi (7 ár) eftir flótta (1784) undan Skaftár- eldum 1783. Dóttir hans, Sigríður (f. 1793, d. 1860), giftist Helga (f. 1771, d. 1854) bónda í Alviðru Árnasonar. Helgi var langafi Þor- valdar. Steinþóra var heitin eftir föðurbróður sínum Þorsteini (f. 9. febrúar 1893, d. 10. júlí 1922), sem þá var nýlátinn, og hann eftir föður Þorvaldar frá Botnum. Um haustið 1926 lamaðist Þor- valdur við vinnu sína og gat enga björg sér veitt. Óþekktur sjúkdómur olli hræðslu, og hin unga húsfreyja var niðurbrotin. Þorvaldur var flutt- ur til Reykjavíkur sem sjúklingúr til rannsóknar, sem engan árangur bar. Hann var bara lamaður. Eftir lýsingu að dæma hefur sennilega verið um að ræða lömunarveiki. Leysa varð upp heimilið og koma börnunum fjórum til vina og ætt- ingja. Árni (f. 7. október 1880 að Torfa- stöðum í Grafningi, d. 6. október 1966) bróðir Þorvaldar, bauð þeim þá að taka við búinu í Alviðru. Það varði þó ekki eins lengi og til stóð. Þorvaldur og Málfríður fóru með Helga til Alviðru og voru þar 1926-29. Þar var torfbær og þar fæddist Margrét Sigríður 1928, og dó hún sama ár. Ungbarnadauði var í þá daga tíð- ari en nú. Bæir oft kaldir, kvef og lungnabólga, og nær engin ráð við þeim örverum, sem lengi vel voru aðalviðfangsefni læknavísindanna. Þetta breyttist fyrst með tilkomu sýklalyijanna 1940. Þá varð til sá nýi öruggi heimur, sem við lifum nú í. Sigutjón fór til Guðjóns Jónsson- ar trésmiðs, sonar hjónanna í Hlíð, og konu hans Jónínu Ólafsdóttur, systur Guðjóns, síðar eiginmanns (1942-1956) Steinþóru. Guðjón Jónsson var mikill vinur pabba míns. Sátu þeir oft að tafli fram á nótt að lokinni sinni erfiðu vinnu- viku. Hann var einn af þessum “kappsfullu mönnum, alltaf glaður og síbrosandi. Hann lést eftir vinnu- slys, féll á höfuðið milli hæða. Guðgeir fór fyrst að Bíldsfelli og síðar til Jóns Gíslasonar föðurbróð- ur Málfríðar á Eyrarbakka. Steinþóra fór fyrst haustið 1926 til Kristínar í Öndverðarnesi, sem gift var Bjarna (f. 11. júní 1883, d. 22. desember 1926) bróður Þor- valdar. Þar voru fyrir 8 börn, og von á því níunda, þegar Bjarni lést af slysförum tveim dögum fyrir jól. Síðasta barn Kristínar og Bjarna var Unnur (f. 17. ágúst 1927, d. 6 mars 1982), síðar eiginkona mín (1952-1962) og móðir tveggja barna minna, Brynjólfs (f. 6. apríl 1952) og Jónu Elfu (f. 5. júní 1956). Steinþóra mun hafa verið 5 ára, þegar hún kom á Bárugötuna 1927, Jóna Kristín (f.. 27. mars 1927, d. 25. október 1964) systir mín ný- fædd og ég (f. 4. október 1928) á leiðinni. Þóra var hjá okkur í 7 ár og mín hjálparhella á meðan ég réð ekki ennþá við Stínu. Með þessari góðu hjálp hafði ég í raun yfirhönd- ina á heimilinu allt frá byrjun. Þóra var mikill fjörkálfur, og ég mun hafa tekið hana mér til fyrirmyndar í mörgu, enda var hún stóra systir mín. Einu sinni fékk Þóra nýjan kjól, gekk strax að stórum spegli í svefnherberginu, virti fyrir sér kjól- inn, dansaði fyrir framan spegilinn og sagði: „Nei sko, hvað ég er fín: Mig langar svo að balla.“ Frá Alviðru fluttu þau Þorvaldur að Borg í Eyrarbakkahreppi og bjuggu þar 1929-31. Árið 1930 keypti Þorvaldur Gamla Hraun II (vesturbæ) við Eyrarbakka, byggði nýtt hús 1934, kallaði til sín aftur barnahópinn smám saman og bjó þar síðan. Þegar mamma fór með okkur Stínu í sveit að Straumi fyr- ir sunnan Hafnarfjörð 1932, var Þóra líklega ekki með. Hún mun hafa fengið að vera á Gamla Hrauni þessi tvö sumur, en á veturna var hún hjá okkur til 12 ára aldurs 1934 eða 35. Þannig var lífið í þá daga. Sjúk- dómar, sem nú heyra sögunni til, voru nær óviðráðanlegir og jafnvel ekki greinanlegir. Engar voru al- mannatryggingar. Ef eitthvað bar út af, leystust heimilin upp. Þetta sama hafði gerst með heimili móður minnar að Alviðru um aldamót. Hún var þá á 2. ári, foreldralaus og send á til vandalausra. Sem betur fer heyrir þetta fyrirkomulag nú sög- unni til. Málfríður var merkiskona, greind og fróð, mikill ættfræðingur og tók sjálf saman þann fróðleik, sem henni fannst vanta. Þannig skrifaði hún ættartölu sína, sem náði yfir rúm 1700 ár (260-1977). Er það hið merkasta rit og er til í handriti á Landsbókasafni. Þórður Sigurðs- son bóndi á Tannastöðum hafði skrifað ættartölu Árna bróður Þor- valdar, og náði hún yfir rúm 2000 ár (100 f.Kr.-1916). Það rit mun vera til á Bókasafni Árnessýslu á Selfossi sem handrit. Eg leyfi mér að efast um, að nokkur ætt í heimin- um hafi verið betur rakin en barna þeirra hjóna. Þetta er því hið merk- astá mál, sem allir geta verið stolt- ir af. Guðjón og Steinþóra gengu í hjónaband 19. september 1942, eignuðust 4 dætur og bjuggu í rúm 14 ár á Víðimel 60. Dætur þeirra: Málfríður (f. 25. október 1942) húsmóðir, gift Frantz Hákansson (f. 14. október 1939) flugstjóra. Börn þeirra: Ágúst (f. 21. febrúar 1961) flugmaður, kvæntur og á 3 börn, Hrönn (f. 28. september 1965) hjúkrunarfæðingur, í sambúð og á 1 dóttur, Björk (f. 15. júní 1967) vinnur á Holiday Inn, í sam- búð og á 1 dóttur. Vilborg (f. 23. nóvember 1943) íþróttakennari og myndlistannaður, gift Helga Ólafs- syni (f. 19. nóvember 1936) skip- stjóra. Börn þeirra: Steinþór (f. 12. janúar 1969) í sambúð, Ólöf Helga (f. 21. janúar 1972) nemandi í Fjöl- brautaskóla í Keflavík, Örn (f. 22. júní 1974) á listabraut í Fjölbrauta- skóla Breiðholts. Margrét (f. 27. október 1944) skrifstofumaður, gift Magnúsi Daníel Ingólfssyni (f. 11. mars 1944) vélstjóra. Börn þeirra: Guðjón (f. 18. ágúst 1965) forrit- ari, giftur og á 1 dóttur, Inga Mar- ía (f. 11. september 1966) hjá Ferð- amálaráði í New York, Halldóra (f. 22. desember 1968) húsmóðir, gift og á 2 börn. Ragnhildur (f. 30. júní 1951) húsmóðir, gift Sævari Þór- arinssyni (f. 21. júní 1950) skip- stjóra og útgerðarmanni. Börn þeirra: Gunnlaugur (f. 9. nóvember 1970) nemandi í sjómannaskóla og á 1 barn, Albert (f. 18. október 1973) sjómaður, Steinþóra (f. 24. október 1974). Steinþóra og Guðjón slitu samvistir 1956. Þóra hélt alltaf tryggð og sam- bandi við „frænku“ sína á Bárugöt- unni og var henni til óblandinnar ánægju alla tíð. Þóra og Gauji voru tíðir gestir við spilaborðið, sem var stór þáttur í heimilislífinu um helg- ar og hátíðar. Gagnkvæmar heim- sóknir um hátíðar voru einnig fastir liðir, sem allir hlökkuðu til. Ég Útför t HELGU HALLDÓRSDÓTTUR frá Dagverðará, sfðasttil heimilis í Hjallabrekku 33, Kópavogi, ferframfrá Fossvogskirkju mánudaginn 23. desemberkl. 15.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og stjúpfaðir, GLÚMUR BJÖRNSSON, Hátúni 4, verður jarðsunginn frá Dórpkirkjunni 27. desember kl. 13.30. Ingibjörg Sigurðardóttir, Stefán Björnsson. Sigríður Eggertsdóttir, Vilborg Eggertsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Hildur Eggertsdóttir, Ingibjörg Eggertsdóttir, Hulda Eggertsdóttir og Hlöðver Eggertsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN B. GUNNLAUGSSON, Tunguseli 11, Reykjavík, verðuf jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. desember kl. 10.30. Regína Birkis, Gunnlaugur K. Jónsson, Auður Guðmundsdóttir, Guðbjörg Birkis Jónsdóttir, Marinó Björnsson, Dalla Jónsdóttir og barnabörn. ■■ Ástkær eiginmaður minn, faðir, h tengdafaðir og afi, BJÖRN BJÖRNSSON, Kögurseli 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. desember kl. 15.00. Elsa Unnur Guðmundsdóttir, Hafdís Björnsdóttir, Sævar Geirsson, Valtýr Björnsson, Anna Kristín Björnsdóttir, Guðmundur Haildórsson, Anna Birna Björnsdóttir, Kjartan Örvar, Björn Björnsson, Svanhildur Arnarsdóttir, Peter Moldt, Guðfinna Arnarsdóttir, Bjarni Tryggvason, Guðmundur Arnarsson, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Hrönn Arnarsdóttir, Bergur Gunnarsson, Arna Bára Arnarsdóttir, og barnabörn. minnist þess, þegar Þóra kom með stelpurnar sínar dragfínar í röð í heimsókn. Þær gengu hátíðlega og stilltar inn og heilsuðu eftir formúl- unni, en eftir það flýttu þær sér úr kápunum og fóru að leika sér. Þá voru formúlan búin. Eins og áður er sagt var Þóra mikill fjörkálfur á barnsaldri, en síðan róleg, hlédræg, hugguleg, blíðlynd, hláturmild og aðlaðandi kona. Umbucðarlyndið var í ríkum mæli. Ef eitthvað var að, hló hún bara og gerði grín og gott úr öllu. Þegar litið er til baka til hins gamla tíma, rekst maður víða á menn og konur, sem vekja aðdáun fyrir ævistarf sitt, verk sín, dugnað og harðfylgi. Menn hættu sér fram á ystu nöf, og sumir lengra. í þá daga unnu menn í raun oft á mörk- um lífs og dauða. Ég vil ljúka þessum orðum með síðasta erindi úr ljóði Þórðar Sig- urðssonar bónda og fræðimanns á Tannastöðum í Ölfusi. Hánn orti það til minningar um Bjarna Jóns- son bónda að Öndverðarnesi í Grímsnesi, móðurbróður minn og tengdaföður. Hann lést, áður en við hjónin vorum fædd og var föður- bróðir Steinþóru. Ljóðið er ort eftir sviplegt fráfall hans tveim dögum fyrir jól fyrir 65 árum. Hann koll- keyrði sleða á leið í kaupstað. Ljóð- ið er birt í Ættartölu Árna Jónsson- ar í Alviðru á bls. 53. Líf og dauði hildi heyja, hver, sem kemur, flytur burt, hver, sem lifir, hann skal deyja. Hér er ekki að sðkum spurt. Ymsir vinir feigir falla. Flóknu gjörast málin vönd. í stríði dauðans styðji alla sterka Drottins máttarhönd. (Þórður Sigurðsson á Tannastöðum) Jón Brynjólfsson Föstudaginn 13. desember sl. lést amma mín Steinþóra Þorvaldsdótt- ir, „amma Þóra“, á sjötugasta ald- ursári. Hún fæddist þann 25. júlí 1922, dóttir hjónanna Málfríðar Sigurðardóttur og Þorvaldar Jóns- sonar bónda á Gamla Hrauni í Ár- nessýslu. Tvítug að aldri giftist hún Guðjóni Ólafssyni vélstjóra úr Reykjavík, en hann Iést 1964. Þau eignuðust 4 dætur, Málfríði, móður mína sem er gift Frantz Hákansson flugstjóra, Vilborgu, gift Helga Ólafssyni skipstjóra, Margréti, gift Magnúsi D. Ingólfssyni vélstjóra og Ragnhildi, gift Sævari Þórarinssyni skipstjóra. Barnabörnin, en undir- ritaður er þeirra elstur, eru 12 og barnabarnabörnin orðin 9. Ekki er mér grunlaust um að hafa notið þess nokkuð að vera eina barna- barnið á fyrstu árum ævi minnar og alltaf verið í pössun hjá ömmu en á þeim árum bjó hún í húsi því sem kallað var Hálogaland og stóð við Sólheima, en er nú horfíð. Amma starfaði lengi á gæsluvöll- um Reykjavíkurborgar og var mjög vinsælt hjá okkur barnabörnunum að fara á róló hjá henni. Sonur minn, 9 ára, á einnig minningar um að hafa dvalið stund og stund hjá henni á gæsluvellinum við Njáls- götu, þar til hún lét af störfum sakir heilsufars. Fyrir um fimm árum veiktist hún nokkuð og var þróttur hennar all takmarkaður síð- an. Amma eignaðist aldrei eigið hús- næði og digrir urðu sjóðir hennar aldrei af veraldlegum auði. Um ára- bil bjó hún í húsnæði bróður síns, en fyrir liðlega ári flutti hún í leigu- íbúð í Norðurbrún 1. Þar held ég að henni hafi liðið vel. Ekki óraði mig fyrir að heimsókn hennar í afmæli dóttur minnar sunnudaginn 8. desember sl. yrði í síðasta sinn sem ég sæi hana. Eftir á finnst mér að heimsóknirnar og símtölin hefðu mátt vera svo miklu fleiri. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Við leiðarlok vil ég þakka ömmu minni allt sem hún var mér og mín- um. Guð geymi hana. Ágúst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.