Morgunblaðið - 10.01.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.01.1992, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Útflutningur SH í fyrra: Magnið 10% minna en verðmætið 4% meira HEILDARVERÐMÆTI útflutnmgs Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á sjávarafurðum árið 1991 nam tæplega 19,8 milljörðum króna, miðað við cif-verðmæti, en samtökin seldu sjávarafurðir fyrir tæplega 19 milljarða króna árið 1990. Það er 4% verðmætaaukning milli ára. SH flutti út samtals 85 þúsund tonn af sjávarafurðum til þriggja heimsáifa í fyrra á móti 94 þúsund tonnum árið áður, þannig að útflutningurinn dróst saman um 10% í magni, sem m.a. endurspeglar aflasamdráttinn. Um 130 manns sitja nú árlegan verkstjórafund SH á Hótel Loftleiðum en fundinum lýkur í dag. Evrópumarkaður er stærsti mark- aður SH en verðmætishlutdeild hans á sl. ári nam 52% af heildarsölunni. Bandaríkin halda aftur á móti sæti sínu sem stærsta einstaka viðskipta- land SH. Útflutningur Sölumiðstöðvarinnar til Evrópubandalagslandanna var mjög svipaður í magni og verðmæt- um á milli áranna 1990 og 1991. Sala til IFPL, dótturfyrirtækis SH í Grimsby, var lítillega minni en árið á undan. Verðmætaaukning var aft- ur á móti 6% milli ára en Sölumið- stöðin seldi sjávarafurðir til Bret- lands fyrir 2,8 milljarða 1991. Dótturfyrirtæki SH í París, IFPE, seldi 18 þúsund tonn af fiski í fyrra, sem er um 3% magnaukning milli ára en verðmætaaukningin varð mun meiri, eða 12%, en söluverðmætið er 3,7 milljarðar króna. Samdráttur varð aftur á móti bæði í magni Qg söluverðmæti hjá VÍK, dótturfyrir- tæki SH í Hamborg. VÍK seldi 14 þúsund tonn á sl. ári fyrir tæpa 3 milljarða króna, sem er 4% minnkun verðmætis, en samdráttur í tonnum var 15% milli árá. Bandaríski markaðurinn hélt sama magnhlutfalli, eða 22%, miðað við heildarútflutning SH milli áranna 1990 og 1991. I fyrra voru flutt út rúmlega 18 þúsund tonn af frystum fiskafurðum til Coldwater Seafoód Corp. í Bandaríkjunum en 21 þúsund tonn árið áður. Munurinn í magni liggur í samdrætti á þorskafurðum en samdráttur í sölu þeirra til Evr- ópulanda og Bandaríkjanna var mjög svipaður 1991. Mesta verðmætaaukningin varð í sölu á sjávarafurðum til Asíulanda. SH rekur sölufyrirtækið IFPC í Tókýó, sem sinnir sölumálum í'Ásíu, en Japan er mikilvægasti markaður- inn í Áusturlöndum. I fyrra seldi SH um 20 þúsund tonn til Asíu fyrir tæplega 2,8 milljarða króna, sem er 30% verðmætaaukning frá 1990. Mestu munar þar um breytingu í samsetningu fisktegunda. Karfa- og grálúðusala jókst til Asíu í fyrra en samdráttur varð í sölu á síld og loðnu, sem eru verðminni afurðir en þær fyrrgreindu. Um 900 tonn af ferskum iaxi voru flutt út á vegum SH á síðastliðnu ári en þessi útflutningur nam um 1.200 tonnum árið áður. SH hóf útflutning á hrossakjöti til Japans á nýliðnu ári. Um er að ræða fitusprengt kjöt, sem er að mestu úrbeinað fyrir flutning, m.a. til að draga úr flutningskostnaði, en alls flutti Sölumiðstöðin út 55 tonn fyrir 30 milljónir króna í fyrra. Þyrlukaup: Niðurstaða viðræðna 1. febrúar VIÐRÆÐUR standa nú yfir við fulltrúa bandarískra stjórnvalda um hugsanlega samvinnu í björg- unarmálum, í samræmi við tillög- ur þyrlukaupanefndar. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðhcrra segir að viðræðurnar gangi eðlilega fyrir sig og ekkert bendi til ann- ars en að niðurstaða fáist fyrir 1. febrúar. Þorsteinn sagði að að fenginni niðurstöðu af viðræðunum við Bandaríkjamenn væri hægt að leggja mat á þá kosti sem völ væri á, með- al annars að velja þyrlugerð. Ráðu- neytisstjórar dómsmálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis annast viðræð- urnar fyrir íslensk stjómvöld og bandaríski sendiherrann fyrir Banda- ríkjastjórn. Þorsteinn sagði að í fjárlögum og frumvarpi til lánsijárlaga væm allar nauðsynlegar heimildir til kaupa á björgunarþyrlu og lántöku vegna þess. VEÐUR Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) ÍDAGkl. 12.00 VEÐURHORFUR í DAG, 10. JANÚAR YFIRLIT: Á Grænlandssundi er 973ja mb lægð á hreyfingu norð- austur en 978 mb lægð um 1.200 km suður af Hvarfi hreyfist norð- ur og síðar norðaustur. Hæðarhryggur yfir Bretlandseyjum þokast suðaustur. SPÁ: Á morgun verður austan og suðaustan kaldi með rigningu sunnan- og austanlands en norðaustan stinningskalda og éljum á Vestfjörðum. Annars staðar úrkomulaust að mestu. Hiti 3 til 5 stig suðaustanlands, en um og undirfrostmarki norðvestan til á landinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðlægar áttir. Rigning eða slydda um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið norð- austanlands. Áfram fremur hlýtt í veðri. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjaö Skýjað Aiskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. ■j o Hrtastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V Éi / / / / / / / Rigning / / / Þoka Þokumóða # / # / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # # # ’, ’ Súld OO Mistur Skafrenningur K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyrí 1 úrkoma í grennd Reykjavík 5 rigning Bergen 2 léttskýjað Helsinkl + 2 alskýjað Kaupmannahöfn 3 skýjað Narssarssuaq +6 léttskýjað Nuuk +10 vantar Osló 2 léttskýjað Stokkhólmur 0 alskýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 13 alskýjað Amsterdam 5 rignig og súld Barcelona vantar Berlín 9 rigning Chicago 4 rigning Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 10 skýjað Glasgow 3 léttskýjað Hamborg 3 súld London 5 rigning Los Angeles vantar Lúxemborg 8 rigning og súld Madríd 7 léttskýjað Malaga 15 skýjað Mallorca 15 skýjað fMontreal +10 alskýjað NewYork vantar Orlando vantar París 9 skýjað Madeira 18 skýjað Róm 13 þokumóða Vín 0 þoka Washington 6 rigning Winnipeg +20 léttskýjað Formaður Hlífar um deiluna í Straumsvík: Stjómað með tilskip- unum ekki samráði SIGURÐUR T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, segir að það sé fyrst og fremst stjómunarstíll forstjóra Islenzka álfélagsins, Christians Roths, sem valdi óánægju mcðal starfs- manna í álverinu í Straumsvík. Sigurður segir Roth stjórna með tilskip- unum, án samráðs við starfsmenn. „Það er uppi mjög alvarlegur ágreiningur. Það alvarlegasta af hon- um snýst alls ekki um sætabrauð," sagði Sigurður . Deilur hafa orðið í álverinu vegna þess að starfsfólki hefur verið boðið upp á sætabrauð með kaffinu í stað smurbrauðs. „Þótt við séum alltaf tilbúnir til samráðs kalla einhliða ákvarðanir fyrr eða síðar á hörkulegar aðgerðir. Hann [Roth] er alltaf vitlausu megin landamæranna við gerð kjarasamn- inga. Hann er alltaf bijótandi, hvort sem er í litlu eða miklu, það sam- komulag sem við höfum gert,“ sagði Sigurður. „Þegar samráð er nauð- synlegt eru ýmis smáatriði, sem vilja klemmast á milli. Það er langtum verra að ræða um þau þegar búið er að koma einhveiju á einhliða sem átti að vera samráð um. Ef einhver smáatriði eru ekki eins og hinum aðilanum líkar, þá geta þessi smáu atriði orðið illvíg. Ég veit ekki hvort Þjóðveiji af hans gráðu skilur þetta. Allir sem vita hvað orðið samráð þýðir, vita að það gildir ekki um dagskipanir, sem annar aðilinn gef- ur.“ Sigurður sagði að það væri hér um bil eingöngu framkoma hins nýja forstjóra, sem gæti valdið leiðindum í álverinu. Hann sagði að Christian Roth ætti að forðast að tala um að í álverinu væru of mörg verkalýðsfé- lög til að semja við. „Hann hefur ekki reynt að semja við einn eða neinn. Hann er með tilskipanir, sem eiga ekki við nema annar aðilinn ætli sér að kúga hinn,“ sagði Sigurð- ur. „Við biðjum um kjarasamninga og að kjarasamningar séu haldnir." Sigurpáll Jónsson aðalbókari látinn SIGURPÁLL Jónsson, fyrrum aðalbókari Sjúkrasamlags Reykjavíkur, er Iátinn. Hann var 75 ára, fæddur 4. janúar 1917, í Reykjavík. Sigurpáll var sonur Jóils ívars- sonar verkamanns í Reykjavík og konu hans, Aðalheiðar Ólafsdóttur, sem ættuð var frá Sogni í Ölfusi. Sigurpáll varð búfræðingur frá Hólum 1937, en réðst ungurtil ísa- foldarprentsmiðju, þar sem hann starfaði um árabil, frá 1942 til 1964. Hann var stofnandi bókaút- gáfunnar Frónar og átti sæti í stjórn Bóksalafélags Islands um skeið. Á árunum 1964 til 1970 var hann framkvæmdastjóri Vikunnar, en síðustu starfsárin var hann aðal- bókari Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Sigurpáll tók ríkan þátt í félags- málum, einkum innan íþróttahreyf- ingarinnar. Hann var leikmaður með meistaraflokki knattspymufé- lagsins Vals á stríðsárunum og varð síðar formaður íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR. Hann var ritstjóri og útgefandi íþróttablaðsins Þróttar á árunum 1943 til 1945. Sigurpáll var einnig um langt skeið einn af framámönnum Stangveiðifélags Reykjavíkur.. Sigurpáll Jónsson Eftirlifandi kona Sigurpáls Jóns- sonar er Steinunn M. Steindórsdótt- ir tónlistarkennari. Þau eignuðust þijú börn, Björn Vigni, ritstjórnar- fulltrúa við Morgunblaðið, Eybjörgu Dóru, móttökustjóra á Hótel Holti, og Jón, myndlistarmann og safn- vörð á ísafirði. I I [ 1 I I i I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.