Morgunblaðið - 10.01.1992, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.01.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 33 störfum og barnauppeldi starfaði hún undanfarin 6 ár við afgreiðslu í Mosfellsapóteki og naut þar mik- ils skilnings og stuðnings frá sam- starfsfólkinu þar. Þegar .ég horfi til baka streyma fram minningar um vináttu okkar og samverustundir. Þessar minn- ingar tengjast kærleika, trausti, og glaðværð sem einkenndi aílt hennar viðmót. Þetta hafa verið mér dýr- mæt kynni og þetta eru minningar sem ég mun varðveita. Iiaustið 1990 urðu Sigurbjörg og ijölskylda hennar fyrir því áfalli að hún veiktist af krabbameini. Þá tók við erfitt tímabil, læknismeðferð á sjúkrahúsi og fjarvistir frá heim- ili. Síðastliðið sumar rofaði þó til um tíma og þá gat ijölskyidan far- ið saman í sumarfrí, en fjölskyldu- ferðalög voru þeirra líf og yndi. Að eðlisfari var Sigurbjörg létt í lund og hafði þá skoðun á lífinu að því skyldi lifað lifandi. A þessum erfiðu stundum leitar hugurinn til fjölskyldu hennar óg aðstandenda. Haraldur og börnin sýndu mikinn styrk og studdu Sig- urbjörgu þennan erfiða tíma. Fjöl- skyldan stóð saman um að láta erf- iðleikana ekki koma í veg fyrir eðli- legt heimilislíf og samskipti við ættingja og vini eins og hægt var. Þegar ijóst var að hveiju stefndi í nóvember sl. áttu þau hjónin þess kost að fara til Englands og dvelja á hressingarheimilinu Spring Hill sem er á friðsælum stað utan við London. Þetta var einstakt tæki- færi til að létta þeim baráttuna og heim komu þau endurnærð og vel uppbyggð. Þau áttu ekki tii orð um hvað mikið er hægt að gera á skömmum tíma og vonleysi var ekki til í þeirra huga. Þarna fer fram stórkostleg starfsemi fyrir fólk með sjúkdóma af ýmsu tagi, þar sem unnið er að því að styrkja einstaklinginn og auka baráttuþrek hans. Sigurbjörg hafði mjög mikinn áhuga á að miðla þessari reynslu sinni til annarra, sem þurfa á slíkum styrk að halda. En kallið kom skyndilega, áður en henni hafði unnist tóm til að koma þessum boð- skaj) á framfæri. Eg vil fyrir hönd fjölskyldu minnar votta Halla, börnunum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og við biðjum Guð að gefa þeim styrk um ókomna tíð. Margrét Bergsdóttir. í dag verður til grafar borin elskuleg vinkona mín og vinnufé- lagi, Sigurbjörg Bjömsdóttir. Laugardaginn 4. janúar sl. kvaddi þessi elskulega kona þetta jarðlíf eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Sigurbjörg, eða Sissa eins og hún var oftast kölluð, fæddist 28. júlí 1953 í Reykjavík,_ húh var dóttir hjónanna Helgu Ágústsdóttur og Björns Th. Gunnlaugssonar. Sissa var elst fjögurra systkina en þau eru Sigurveig, Anna Ásdís og Gunn- laugur Auðunn. Sissu kynntist ég fyrir 14 árum þegar Haraldur Magnússon unnusti hennat’ kom með hana í heimsókn til okkar hjónanna. Mér leist strax vel á hana, hún var lagleg, lágvax- in og grönn og mjög skemmtileg. Hún var með létta lund og átti ég eftir að kynnast því betur síðar er hún réðst til starfa í Mosfellsapó- teki. Sissa og Halli giftu sig á ann- an dag jóla ’79 og þann sama dag hafa öll börnin þeirra verið skírð. Sissa og Halli eignuðust 3 börn, en þau eru Unnur Osk, fædd 15. októ- ber ’79, Helga Björk, fædd 30. nóvember ’81 og Magnús Már, fæddur 9. nóvember ’84, allt eru þetta hin mannvænlegustu börn. Halli hafði áður eignast dóttúr fædda ’74 og hét hún Unnur. Hún lést aðeins 8 mánaða gömul úr heilahimnubólgu og var það honum þung raun. Sissa kom til starfa í Mosfellsap- óteki 1985 og vann hún þar þangað til á miðju ári 1991 er hún varð að hætta vegna heilsubrests. Það reyndist henni þungbært að þurfa að láta undan í stríðinu við krabba- meinið, hún sagði við okkur í apó- tekinu þegar hún tilkynnti okkur að hún yrði að hætta að vinna að læknisráði að sér fyndist það vera uppgjöf að þurfa að hætta að vinna. Sissa barðist hetjulega og var hún ákveðin í að gefast ekki upp þótt á móti blési. Það var í september ’90 að Sissa greindist með krabba- mein. Það var henni mikið áfall, því hún hafði fylgst með 2 konum á besta aldri sem unnu með henni í Mosfellsapóteki verða krabba- meini að bráð. Hrefna lést aðeins 40 ára árið 1988 og Helga vinnu- veitandi hennar lést 56 ára árið 1990. Sissa hafði fylgst með bar- áttu þessara kvenna við þennan skæða sjúkdóm og skal engan undra þótt henni brygði við er hún sjálf greindist með sama sjúkdóm. Á svona litlum vinnustað sem Mosfellsapótek er ná starfsmenn- irnir betur saman og hefur það sýnt sig nú hversu samhentur hópurinn er, við höfum allar sameinast í bar- áttu þessara kvenna, við höfum fylgst náið með öllu sem er að ger- ast, við höfum grátið saman og við höfum glaðst saman og nú enn einu sinni þurfum við að horfa upp á eina úr hópnum hverfa héðan af braut. Sissa var mjög trúuð kona og leitaði hún hjálpar í trúnni. Hún gekkst undir aðgerð 1990 og í fram- haldi af því fór hún í erfiða geisla- meðferð sem átti að duga og virtist svo vera og ákváðu þau hjónin að fara í sumarleyfi með börnin sín til Mallorka og fóru þau í júní ’91 og voru þar í 4 vikur. Henni leið vel þennan tíma og sagðist hún alveg hafa getað hugsað sér að vera leng- ur, en heim komu þau og fór hún þá að vinna. En eftir 2-3 vikut' dundi ógæfan yfir, enn á ný greind- ist hún með æxli en ekki á sama stað og áður, þetta reyndist henni þungbært, en hún lét ekki bugast, hún sagði bara „snýttu þér Sigur- björg“, og það gerði hún. Áfram gekk hún og nú í gegn um mjög erfiða geislameðferð en þrátt fyrir veikindin var stutt í spaug sern hún lét dynja á vinum og vandamönnum og læknum og hjúkrunarfólki á krabbameinsdeild kvennadeildar en þar eignaðist hún marga vini meðal starfsmanna sem fylgdust grannt með henni. En enn kom áfall. Geisi- ameðferðin reyndist ekki duga og var ákveðið að hún skyldi gangast undir lyfjameðferð, en áður en hún fór í hana ákváðu þau hjón að „flippa út“ eins og hún sagði. Þau skelltu sér í helgarferð til London og þar gátu þau verið í ró og næði saman. Heim komu þau full af bjartsýni um bata, hún hafði löngu áður breytt um mataræði ef það mætti verða henr.i til bjargar. En nú hófst erfiður tími hjá henni er hún bytjaði í lyfjameðferðinni, það reyndist henni kvalræði er frá leið en hún ætlaði ekki að gefast upp þótt á móti blési. Hún fór í 3 með- ferðir en þá kom stóra höggið. í bytjun nóvember kom í ljós að þessi meðferð bæri engan árangur og yrði hætt. Þetta gat ekki verið satt. Ilún sagði einu sinni við mig: „Veistu það V allý að þegar ég vakn- aði einn morguninn þá hugsaði ég „ó, þetta var bara draumur", en því miður áttaði ég mig á því að þetta var raunveruleikinn.“ Hún sagði líka við mig: „Veistu það Vallý mín það er mjög sérkennileg tilfinning að vita það að maður sé dauð- vona.“ Hún gat talað um það án þess að brotna niður og skil ég ekki hvílíkan styrk hún hafði. Hún var búin að ganga frá öllu sínu áður en hún dó. í lok nóvember ’91 fóru þau hjónin á heilsuhæli fyrir dauðvona fólk sem starfrækt er í Englandi. Þangað komust þau með hjálp góðra vina og reyndist Snorri Ingimarsson læknir þeim mikil hjálparhella við að komast þangað inn. Þarna dvöldu þau hjón 2 vikur sem reyndust henni sæluvikur, hún kom alsæl heim, full af lífsorku, nú skyldi hún halda ótrauð áfram. En á Þorláksmessu veiktist hún svo að hún átti ekki afturkvæmt heim og lést hún svo 4. janúar ’92. Elsku Halli niinn, börn ykkar og fjölskyldur. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Sissu verður lengi minnst sem elsk- ulegrar og skemmtilegrar konu, ég veit að hennat' er sárt saknað. Guð veri með ykkur um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. Valgerður Magnúsdóttir. Nú er komið að því sem við höf- um vonað að þyrfti ekki að koma til, þ.e.a.s. setjast niður og skrifa minningarorð um hana systur okkar sem lést sl. laugardag eftir stutt en ströng veikindi. Eins og blóm í vindi hefur hún barist áfram, gert allt sem hægt var að hugsa sér til þess að vinna á þessum illvíga sjúk- dómi, en hann hafði yfirhöndina að lokum. Vonirnar um þata eftir erfið- at' meðferðir brugðust. Heitasta ósk hennar, að fá að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar, varð ekki að veruleika, því hún átti ekki aftur- kvæmt af spítalanum er hún fór þangað í hinsta sinn á Þorláks- messudag, en áður hafði hún dvalið þar með hléum sl. 15 mánuði. Við hin sem eftir stöndum erurn reynsl- unni ríkari að hafa fylgst nteð henni í gegnum þann tíma. Bjartsýnina skorti ekki hjá henni, og ekki var að sjá á útliti hennar hvað hún var búin að ganga í gegnum. Þegar hún var spurð hvernig hún færi að því að líta svona vel út sagði hún og brosti sínu fallega brosi: „Hvað, maður tússar bara á sig varir, setur upp gleraugun svo að grátbaugarn- ir sjáist ekki og svo brosir maður bara gegnum tárin.“ Með stolti og virðingu kveðjum við hana og þökkurn guði fyrir að liafa átt hana fyrir systur. Elsku Halli, Unnur Ósk, Helga Björk og Magnús Már, hjá ykkur er missirinn stærstur, en minningin unt elskulega eiginkonu og móður lifir áfratn í hjörtum ykkat' og yljar ykkur í tómleikanum sem eftir stendur. Guð verið rneð ykkur öll- um. Hvíli hún í friði. Veiga og Gulli. Nú liefur hún Sissa frænka kvatt okkur eftir að liafa barist hetjulega við þann sjúkdóm sem hefur iagt svo allt of marga að velli. Ég man frek- ar lítið eftir Sissu fyrstu árin, hún var bæði eldt'i en ég og svo bjuggum við úti á landi en Bjössi frændi og hans fjölskylda í Reykjavík. Fyrsta ljósa minningin sem ég á af lienni er fermingarmyndin sem okkur var send vestur í Hólm. Ég horfði á þessa mynd með mikiili aðdáun. Bæði var þáð að mér fannst hún svo falleg með síða hárið sitt og svo að vera búin að fermast, það var nú aldeilis nokkuð, þessi mynd líður mér aldrei úr minni. Ég kynntist svo Sissu betur þegar við vorum um og yfit' tvítugt og þá fann ég fljótt að hennar innri maður var ekki síðri en sá ytri. Mér fannst hún strá blóm- um á þann veg sem hún gekk, hún hafði alltaf einltvetju góðu að miðla manni og hláturinn hljómaði oft þeg- ar fundum okkat' bar saman. Við vorum samtíða í öldungadeild FB og hittumst þá oft í frímínútum og spjölluðum saman um alla heima og geima. Það var svo fyrir nokkrum árum að við frænkurnar, dætur systkinanna frá Bakka, ákváðum að fara að hittast svona til að efla frændsemina og tína ekki alveg hver annarri. Þetta voru skemmtilegar stundir og alltaf glatt á hjalla. Við rifjuðum upp allar skemmtilegu stundirnar sem við höfðum upplifað hjá afa og ömmu á Bakka og voru þær minningar ótrúiega líkar, enda þótti okkut' öllum svo vænt um afa og ömmu sem voru okkur svo góð. Já, það var margt skrafað á þessum stundum og kynnin efldust. Þegar við hittumst síðast svona saman hafði Sissa gengist undir tvær erfið- ar aðgerðir og geislameðferð, en það var ekki hægt að sjá það á henni, hún var svo hress, glöð og hugrökk, skugginn vék fyrir gleðinni. Sissa var elst af okkur frænkunum og ein- hvern veginn fannst inér eins og við litum allar upp til hennar, hún var' bara þannig. I október síðastliðnum lágu leiðir okkar síðast saman, við lágum báðar á kvennadeild Landsp- ítalans en í ólíkum tilgangi. Ég var að fæða frumburð minn en hún var í erfiðri lyfjameðferð. Við heimsótt- um livor aðra nokkrum sinnum og ég fann ltversu innilega hún samgladdist mér eins og alltaf þegar ég sagði henni frá einhvetju góðu í líft mínu, hún var ekki að kvarta yfir sínu hlutskipti þó svo að_ þessi meðferð væri óvenju erfið. Ég fór svo og kvaddi hana því Halli var kominn til þess að sækja hana, Itún' kvaddi mig með bros vör en ég sá að lienni var brugðið. Þannig var hún í gegnum þessi veikindi, hún uppörvaði alla sem til hennar komu með brosi sínu og jákvæðu hugarf- ari og þannig mun ég ætíð minnast hennar sem hetju liversdagsins. Halli og börnin þeirra þtjú veittu henni mikla hamingju og þeim vil ég senda mínar dýpstu samúðar- kveðju svo og Bjössa frænda og hans fjölskyldu allri. Guð blessi ykk- ur öll. Ég hef augu mín til ijallanna: Hvað kemur mér hjálp? Hjálp mín kentur frá Drottni, skapara hint- ins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. (Davíðssálmur 122) Vilborg Anna Jónína Ág. Þórðardótt- ir Keflavík - Minning Fædd 13. ágúst 1902 Dáin 2. janúar 1992 Hvað skal segja sorgin þung er mætir? Guðs sonur þerrar tár og raunir bætir, að fela honum sig og alla sína er sælan mesta, harmar lífs þá dvína. Hver minning vermist geislum Guðs frá hjarta þeir geislar hrekja raunamyrkrið svarta, þau verða að björtum brosum sorgartárin því blessun Drottins fegrar liðnu árin. (G.G) I dag er gerð útför Jónínu Ág- ústu Þórðardóttur, Suðurgötu 14, Keflavík. Nína, eins og hún var alltaf köll- uð, hefði orðið níræð í ágúst nk. og hlakkaði til þess að fá allan hópinn sinn til sín við það tæki- færi, en „mennirnir álykta en Guð ræður“. Faðir hennar var Þórður Magn- ússon í Pálsbæ á Stokkseyri, fædd- ur 21. september 1869, dáinn 9. desember 1908. Móðir hennar var Ingibjörg Jónsdóttir, fædd 27. febr- úar 1869, dáin 6. maí 1938. Þau eignuðust 4 börn. Nína var tekin í fóstur sex ára gömul á Lindarbæ til Margrétar Þórðardóttur og Ólafs Ólafssonar hreppstjóra í Djúpárhreppi (Ása- hreppi), Rangárvallasýslu. Ólst hún upp við besta atlæti ásamt börnum þeirra hjóna. Til Vestmannaeyja fór Nína árið 1921, og kynntist þar mannsefni sínu, Kristni Magnús- syni, sem fæddist 7. ágúst 1904, dáinn 25. nóvember 1962. Þann 3. nóvember 1928 giftust Nína og Magnús og bjuggu í Árbæ í Vestmannaeyjum. Þeim varð fjög- urra barna auðið, tvíburanna Þór- unnar og Kristínar, en þær fæddust 25. mars 1930. Margrét fæddist 8. janúar 1932 og Guðni Reykdal, fæddur 28. mars 1935. Einnig gengu þau dóttursyni sínum, Magn- úsi Þór Magnússyni, í foreldrastað,- en Magnús fæddist 15. janúar 1947. Niðjar Nínu og Magnúsar eru orðn- ir 62 að tölu. Til Keflavíkur fluttu þau búferl- um árið 1952 og bjuggu lengst af á Hringbraut 61. Hjónabandið var einstaklega gott og var það mikið áfall fyrir Nínu og bönin að sjá á eftir Magnúsi, en hann lést á besta aldri árið 1962. Er aldurinn færðist yfir fiuttist Nína í þjónustuíbúð aldraðra á Suðurgötu 14 í Keflavík. í gegnum tíðina eignaðist Nína marga góða vini sem styttu henni stundirnar. Hún naut daglegrar umhyggju tengdadóttur sinnar, Matthildar Ingvarsdóttur, og sonar, Magnúsar Þórs. Á jóladag var heilsan orðin þann- ig, að flytja varð hana fárveika í Sjúkrahús Keflavíkur, þar sem hún naut umönnunar hjúkrunarfólks, tengdadóttur og dætra. Nínu flyt ég hjartans þakkir frá mér og mínu fólki, fyrir alla vin- semd, tryggð og hjartahlýju, frá því er ég kynntist henni sautján ára gömul og kom fyrst til Keflavíkur með unnusta mínum, Jóni Hafdal, dóttursyni hennar. Síðan kallaði ég Nínu ömmu, því slíkt var viðmót hennar. Ekki var síðra atlætið sem dóttir okkar Jóns varð aðnjótandi, er hún var við nám í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Eru þau kynni við langömtnu perlur á bandi minn- inga sem aldrei gieymast. Með Jónínu Þórðardóttur er gengin stórbrotin kona og er það trú mín að góður Guð leiði hana á æðra tilverusvið. Börnum og öðrum vandamönnum votta ég samúð mína. Elín. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar, Jónínu Ágústu Þórð- ardóttur, með nokkrum orðum, nú þegar hún er lögð til hinstu hvíldar hér á jörðu. Hún fæddist á Stokkseyri í upp- hafi aldarinnar, dóttir Þórðar Magnússonar og Ingibjargar Jóns- dóttur. Sjö ára fór hún í fóstur austur á Lindarbæ í Rangárvalla- sýslu. Hún var um sextugt þegar ég fæðist og mynd mín af henni markast að miklu leyti af því. Hún var amma í Kefló. Allt frá því að ég man eftir bjó hún þar á Hring- brautinni og síðar í þjónus.tuíbúðum aldraðra. Áður hafði hún búið í Vestmannaeyjum með afa mínum, Magnúsi Kristjánssyni, en hann lést fyrir tæplega þijátíu árum. Sú kynslóð sem fæddist um alda- mót er nú smám saman að hverfa af sjónarsviðinu. Fóik sem tók þátt í hvað mestum samfélagsbreyting- um sem orðið hafa. Fólkið sem með vinnu sinni lagði grunn að nútíma- samfélagi með stórkostlegum krafti og trú á framtíðina. Bjartsýni, dugnaður og trú á unga fólkið eru hugsjónir þessarar kynslóðar. I barnæsku minni man ég tæpast eftir jólunum öðruvísi en að amma hafi komið heim til okkar á Sel- fossi og tekið í spil. Hún var skemmtileg og virtist hlakka eins mikið til jólanna og ég. Hún kenndi mér margt og hvatti mig til dáða með glaðværð sinni og krafti. Hún var alltaf hress og kát og ekki þurfti mikið til að fá hana til að hlæja. Þegar ég óx úr grasi vissi ég að amma stóð mér nærri. Hún var mér einkar kær. Ég geri mér grein fyrir að ég þekki sögu hennar iítið, hennar vonir og þrár gegnum líftð, sorg og gleði. Hún gaf mér styrkt- arorð og hvatningu og gladdist yfir áföngum mínum. Ég undraðist oft hver feikna mikinn kraft þessi kona bjó yfir. Þrátt fyrir hrakandi heilsu virtist hún njóta hverrar stundar til hins ýtrasta og með bjartsýnu og jákvæðu hugarfari. Hún átti sér sterka trú sem gaf henni kraft og óþijótandi trú á framtíðina, unga fólkið og lífið. Ég kveð hér ömmu mína, hún var barn síns tíma, gædd léttri lund og hún markaði djúp spor í líf mitt. Minning hennar lifi. Óskar Sesar og fjölskylda, Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.