Morgunblaðið - 10.01.1992, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992
47
i
I
I
<
<
(
(
(
í
I
I
I
I
I
KÖRFUKNATTLEIKUR / JAPISDEILDIN
Vonir Grindvík-
inga minnka enn
HAUKARNIR hafa greinilega
ekki sagt sitt síðasta orð í Jap-
isdeildinni í vetur en vonir
Grindvíkinga um að komast í
úrslit minnkuðu enn í gær-
kveldi þegar þeir töpuðu fyrir
Haukum. Æsispennandi og
jöfnum leik liðanna lyktaði með
88:83 sigri Hauka.
John Rhodes gaf tóninn strax í
bytjun þegar hann blakaði
knettinum í tvígang í körfu Grind-
víkinga eftir mis-
SkúliUnnar heppnuð skot félga
Sveinsson sinna. Rhodes tók
skrifar 16 fráköst í leiknum
og var geysilega
sterkur, sérstaklega í sóknarfrá-
köstum. Fyrri hálfleikur var fjörug-
ur og skemmtilegur. Mikill hraði
og þokkaleg hittni framan af.
Haukar leiddu lengst af og mest
með fimm stigum. Grindvíkingar
gáfu þeim þó ekkert eftir og kom-
ust tvívegis yfir en náðu ekki að
halda því.
Seinni hálfleikur var ekki síður
spennandi. Munurinn löngum 1-2
stig, allt þar til réttilega var dæmd
tæknivilla á Grindvíkinginn Rúnar
Arnason fyrir að mótmæla heldur
kröftuglega þegar dæmd voru á
hann skref. Grindvíkingar voru
komnir á skrið þegar þetta gerðist,
höfðu gert 6 stig í röð og voru
búnir að jafna 62:62.
Tæknivillan hafði mikil áhrif á
leikinn. Haukamir gerðu níu stig í
röð og öll orka gestanna fór í vinna
þann mun upp. Það tókst þó með
geysilegri baráttu og leikurinn enn
og aftur í jámum. Heimamenn vom
sterkari á endasprettinum.
Að öðrum ólöstuðum var ívar
Ásgiímsson mikilvægasti maður
Haukanna. Leikreynsla hann nýtt-
ist til fullnustu undir lokin, en þá
lék hann einstaklega vel. Jón Arnar
var góður svo og John Rhodes.
Hjá Grindvíkingum voru Guð-
mundur og Joe Hurst sterkastir en
aðrir eiga að geta betur. Bergur
Hinriksson stóð sig þó vel undir
miklum þfystingi í lok leiksins.
Sjálfsagt vilja íjölmargir Grind-
víkingar, sem fylgdu liði sínu til
Hafnarfjarðar, kenna dómumm
leiksins um úrslitin en ég held að
þegar grannt er skoðað hafi tækni-
villan sem réttilega var dæmd á
Rúnar Árnason haft meiri áhrif á
leikinn en dómararnir. Dómararnir
gerðu vissulega mistök, en þó mun
færri en leikmenn.
Úrskurður mótanefndar KKÍ:
Leikur Þórs og Hauka
farí fram sem fyrst
Þórsarar áfrýja til dómstóls (þróttabandalags Akureyrar
MÓTANEFND Körfuknatt-
leikssambands íslands hefur
komist að þeirri niðurstöðu,
að leikur Þórs og Hauka, sem
ftautaður var á og af á Akur-
eyri 20. desember sL, vegna
þess að Haukar mættu of
seint, skuli fara fram aftur.
jm
I Irskurður nefndarinnar er svo-
hljóðandi:
„Á gmndvelli 18. greinar reglu-
gerðar um körfuknattleiksmót er
mótanefnd gert að meta aðstæður
í tilfellum sem þessum.
Mótanefnd KKÍ hefur fjallað
um greinargerð vegna kæm á
leik Þórs og Hauka í Japisdeild-
inni 20. 12. 1991 I íþróttahöllinni
Akureyri og staðfestingu Flug-
leiða á seinkun á flugi FI 066.
Jafnframt hefur mótanefnd haft
til hliðsjónar greinargerð Kristins
Albertssonar, annars dómara
leiksins.
Niðurstaða mótanefndar er eft-
irfarandi: Á gmndvelii gagna frá
Flugleiðum uxn seinkun á flugi
telur mótanefnd að fullnægjandi
skýringar hafí fengist á fjarvem
keppnisliðs Hauka. Af þeim
ástæðum skai leikurinn fara fram
á Akureyri eins fljótt og auðið er
eins og um hinn upprunalega
væri að ræða.“
Þennan úrskurð kváðu upp Gísli
Georgsson, Ríkharður Hrafnkels-
son og Pétur H. Sigurðsson, en
Sverrir Hjörleifsson, sem er í
mótanefnd, ákvað að taka ekki
þátt í afgreiðsiu málsins þar sem
hann situr í stjóm Hauka.
Birgir Torfason, fonnaður
körftiknattleiksdeildar Þórs, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að jþeir væra mjög öhressir
með þessa niðurstöðu. „Við emm
ákveðnir i því að áffyja til dóm-
stóls Iþróttabandalags Akureyrar.
Dómarar leiksins ráðfærðu sig við
KKI áður en leikurinn var flautað-
ur af. Við voram búnir að hita
upp í tvo klukkutíma áður en leik-
urinn var flautaður af. Kosnaður
okkar vegna dórnara leiksins var
um sjötiu þúsund krónur, en þeir
komu til Akureyrar með leigu-
flugi,“ sagði Birgir.
Hægt er að áffyja úrskurði
mótanefndar til dómstóls íþrótta-
bandalags Akureyrar, eins og
Þórsarar hafa ákveðið að gera.
Úrskurði hans er svo hægt, ef
vill, að skjóta til dómstóls KKÍ
en úrskurður hans er endaniegur.
KNATTSPYRNA
ÓL-lid Norðmanna
mætir íslendingum
á Möltu-mótinu
ÓLYMPÍULIÐ Noregs verður
fjórða lið á fjögurra liða mótinu
í knattspyrnu, sem íslenska
landsliðið tekur þátt í á Möltu
í byrjun febrúar. Morgunblaðið
fékk þær upplýsingar frá Möltu
í gær, en áður var aðeins
ákveðið að landslið Möltu og
Albaníu kepptu á mótinu.
Olympíulið Noregs ætti að verða
verðugur andstæðingur því
það gerði sér lítið fyrir og burstaði
lið Ítalíu í undankeppni Ólympíu-
leikanna í júní á síðasta ára, 6:0, í
Noregi. ítaiir unnu seinni leikinn
svo 2:1 á heimavelli og unnu riðil-
inn. Það sem kom í veg fyrir að
Norðmenn kæmust á Ólympíuleik-
ana í Barcelona var tap, 0:1, heima
gegn Sovétmönnum og jafntefli
gegn þeim á útivelli.
Skv. þeim upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk í gær hafa Al-
banir enn ekki staðfest þátttöku
sína á mótinu, en látið það berast
að þeir muni láta mótshaldarana,
Möltubúa, vita tíu dögum áður en
mótið hefst, hvort þeir mæti! Komi
Albanir ekki hafa forráðamenn
knattspymusambands Möltu
ákveðið að búa til lið skipað erlend-
um leikmönnum sem leika með lið-
um í 1. deildinni á Möltu, og það
hlaupi í skarðið.
íslenska landsiiðið fer til Möltu
3. febrúar. Leikið verður 6., 8. og
10. febrúar og komið heim þann
ellefta.
URSLIT
Haukar- UMFG 88:83
íþróttahúsið Strandgötu, fslandsmótið í
körfuknattleik, Japisdeildin, fimmtudaginn
9. janúar 1991.
Gangur leiksins: 4:0, 6:6, 19:14, 21:21,
23:24, 29:24, 32:34, 44:40, 44:44, 62:56,
62:62, 71:62, 75:76, 81:81, 85:83, 88:83.
Stig Hauka: Jón Amar Ingvarsson 26,
John Rhodes 21, ívar Ásgrímsson 19,
Tryggvi Jónsson 8, Jón Öm Guðmundsson
7, Pétur Ingvarsson 5, Bragi Magnússon 2.
Stig UMFG: Guðmundur Bragason 24, Joe
Hurst 24, Hjálmar Hallgrímsson 8, Pálmar
Sigurðsson 8, Rúnar Amason 7, Bergur
Hinriksson 5, Marel Guðlaugsson 5, Pétur
Guðmundsson 2.
Áhorfendur: Um 300.
Dómarar: Helgi Bragason og Kristján
Möller. Lengstum alveg þokkalegir.
Bikarkeppni karla, undankeppni.
ÍS-UBK.........................72:78
Haukar-ÍR 36:30
fþróltahúsið Strandgötu, íslandsmótið i
körfuknattleik kvenna, fimmtudaginn 9.
janúar 1992.
Stig Iiauka: Hafdfs Hafberg 12, Hanna
Kjartansdóttir 6, Eva Ilavlekova 6, Ásta
Óskarsdóttir 6, Sólveig Pálsdóttir 4, Guð-
björg Norðfjörð 2.
Stig ÍR: Hildigunnur Hilmarsdóttir 7, Linda
Stefánsdóttir 7, Hrönn Harðardóttir 6, Vala
Úlfljólsdóttir 5, Guðrún Ámadóttir 3, Dag-
björt Leifsdóttir 2.
-*>*■
Jón Arnar Ingvarsson iék vel með Haukum í gær og varð stigahæstur
leikmanna, gerði 26 stig.
A-RIÐILL
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS
Leikír U J T Mörk u J T Mörk Mörk Stig
UMFN 15 7 O O 694:516 5 O 3 729:688 1423:1204 24
KR 14 6 0 1 654:534 5 0 2 639:616 1293:1150 22
UMFT 15 5 0 2 682:630 2 0 6 686:765 1368:1395 14
SNÆFELL 13 2 0 5 573:643 1 0 5 470:592 1043:1235 6
SKALLAGR. 14 2 0 5 597:638 0 0 7 545:750 1142:1388 4
B-RIÐILL
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS
Leikir u J T Mörk u J T Mörk Mörk Stig
ÍBK 13 6 0 0 669:527 6 0 1 645:560 1314:1087 24
VALUR 14 4 0 4 741:748 4 0 2 551:503 1292:1251 16
UMFG 15 5 0 3 696:620 2 0 5 598:594 1294:1214 14
HAUKAR 14 3 0 4 599:638 3 0 4 646:690 1246:1328 12
ÞÓR 13 2 0 4 547:557 0 0 7 542:694 1089:1251 4