Morgunblaðið - 30.01.1992, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992
Unnið við veiðarfæragerð í nýju aðstöðunni á Hrafnistu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Nýr vinnusalur tekinn
í notkun á Hrafnistu
NÝR vinnu- og tómstundasalur, Súðin, var tekinn í notkun á Hrafn-
istu í Reykjavík í vikunni. Þar er niargs konar vinnuaðstaða fyrir
heimilisfólk t.d. leirmunagerð, smíðastofa og veiðafæragerð. Auk
þess er stunduð margþætt handavinna og sjö vefstólar eru í saln-
um. Með þessari nýju aðstöðu eykst vinnurými á Hrafnistu úr 45
sætum í 70 sæti.
Súðarherbergi í tveimur álmum
voru áður í því rými þar sem salur-
inn er nú. Vinna við breytingarnar
hófst í október árið 1990 og hefur
þak salarins verið endurbyggt að
miklu leyti. Salurinn er alls 282
fermetrar að flatarmáli.
Að sögn Jóhönnu Sigmarsdóttur,
forstöðukonu vistheimilisins, er
þetta stórbætt vinnuaðstaða. „Nú
getur fólk gengið frá vinnu sinni
að kvöldi og komið að henni aftur
að morgni en í salnum, sem notað-
ur var áður, þurfti alltaf að íjar-
lægja allt þegar vinnu lauk á dag-
inn,“ segir Jóhanna.
Þeir munir sem heimilisfólk
Hrafnistu hefur gert eru til sýnis
á sjómannadaginn ár hvert og auk
þess er haldinn árlegur basar í
nóvembermánuði þar sem munirnir
eru seldir.
Rafn Sigurðsson, forstjóri
Hrafnistu, sagði við opnun vinnu-
salarins að fleiri breytingar væru
á döfinni varðandi húsnæði Hrafn-
istu svo sem að stækka aðstöðu
fyrir sjúkraþjálfun og heilsugæslu.
Lögmannafélag íslands:
Aukinni innheimtu
ríkissjóðs mótmælt
UM síðustu áramót tóku gildi ný lög um aukatekjur ríkissjóðs, lög nr.
88/1991, þar sem m.a. eru lögfestar miklar hækkanir á þeim gjöldum,
sem innheimt eru í ríkissjóð vegna mála sem lögð eru fyrir dómstóla
og sýslumannsembætti landsins. Af því tilefni samþykkti stjórn Lög-
mannafélags Islands svohljóðandi ályktun:
„Stjórn Lögmannafélags íslands
mótmælir þessum hækkunum sem
eru langt umfram almennar verð-
lagshækkanir og telur að með þeim
sé vegið að réttaröryggi landsmanna.
Það er skoðun stjórnar LMFI að
hækkun gjaldanna lendi fyrst og
fremst á þeim sem minna mega sín
í þjóðfélaginu og að stærsti hluti
þessarar auknu gjaldtöku verði
greiddur af þeim aðilum, sem ekki
hafa séð sér fært að greiða skuldir
sínar og þurfa nú þegar að gjalda
fyrir vanskil með verulegum tilkostn-
aði.
Jafn og óhindraður aðgangur að
réttarkerfinu hefur til þessa verið
talinn einn af homsteinum mannrétt-
inda í siðuðum þjóðfélögum. Telur
stjórn LMFÍ að gjaldtaka þessi geti
þýtt verulega skerðingu á réttarör-
yggi landsmanna, þar sem hætt er
við að aðgangur að réttarkerfinu
verði nú háður efnahag þeirra, sem
réttar síns vilja leita. Hinir efna-
minni yrðu að sætta sig við að láta
fótum troða rétt sinn, þar sem þeir
hefðu ekki möguleika á að leggja
fram umtalsverðar fjárhæðir til
tryggingar útlögðum kostnaði.
I þessu sambandi vekur stjórn
LMFI athygli á því að stutt er síðan
söluskattur og síðar virðisaukaskatt-
ur var lagður á lögmannsþjónustu.
Við álagningu gjalda gáfu stjórnvöld
fyrirheit um það, að sett yrðu lög
um opinbera réttaraðstoð fyrir þá,
sem búa við rýra afkomu, til að auð-
velda þeim að leita réttar síns fyrir
dómstólum og stjórnvöidum. Hafa
þau fyrirheit til þessa reynst haldlít-
il. Stjórn LMFÍ harmar að lög um
opinbera réttaraðstoð skuli ekki hafa
verið samþykkt og telur það mjög
mikilvægt, eftir setningu aukatekju-
laganna, að frumvarp þar að lútandi
verði nú þegar lagt fram á Alþingi,
en með setningu slíkra laga er unnt
að bæta verulega stöðu þeirra sem
vegna fjárhagslegra erfiðleika eiga
þess ekki kost að leita réttar síns,
t.d. fyrir dómstólum og stjórnvöldum.
Áætlaðar tekjur bæjarsjóðs
Garðabæjar 657,7 milljónir
Útsvar áfram 7%
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun bæj-
arins fyrir árið 1992. Áætlaðar tekjur bæjarsjóðs eru 657,7 milljón-
ir króna, þar af er útsvar 499,7 milljónir króna eða 76% af sam-
eiginlegum tekjum. Stærstu útgjaldaliðir eru fræðslumál, 121,5
milljónir króna og til almannatrygginga og félagshjálpar er fyrir-
hugað að veija 70,8 milljónum króna eða 15,1% af rekstrargjöld-
um. Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 189,4 milljónir
eða 28,8% af sameiginlegum tekjum. Áætlað útsvar verður óbreytt
frá fyrra ári, 7%.
stæða. Lagt er til að þessu verði
mætt af hálfu bæjaryfirvalda á
sama hátt og fjölmörg heimili í
bænum verða að gera, þ.e.a.s. með
meira aðhaldi og sparnaði í dagleg-
um útgjöldum. Mikils er um vert
að vandað sé til þessara aðgerða
og sett séu raunhæf markmið.
Raunhæf markmið teljast: Engin
óvænt útgjaldaaukning verði við
endurskoðun fjárhagsáætlunar
1992 og 5-7% raunhækkun kostn-
aðar verði milli ára við gerð fjár-
hagsáætlunar 1993.“
Ginger
Baker og
hljómsveit
til íslands?
GINGER Baker, trommarinn
sem gerði garðinn frægan
með hljómsveitinni Cream á
sjöunda áratugnum, kemur að
öllum Iíkindum liingað til
lands um miðjan febrúar og
heldur tónleika í Púlsinum
ásamt hljómsveit sinni.
Með Ginger Baker leika
Svíarnir Jonas Hellborg á raf-
bassa og Jens Johansson á
hljómborð. Hellborg lék á sínum
tíma með breska gítarleikaran-
um John McLaughlin. Johansson
hefur leikið inn á plötu með
Hellborg og gaf sjálfur út plötu
í Svíþjóð fyrir nokkru.
Jóhann G. Jóhannsson sem fer
með listræn málefni Púlsins
sagði að kostnaðarsamt væri að
fá sveitina hingað til tónleika-
halds og ylti það á viðbrögðum
styrktaraðila hvort af því gæti
orðið. Þess má geta að hljóm-
sveit Ginger Bakers er á tón-
leikaferðalagi í Evrópu.
Til framkvæmda er áætlað að
veija 338,5 millj., þar af 132,2
millj. til nýbygginga gatna og er
þar um að ræða áframhald fram-
kvæmda við endurbyggingu Vífils-
staðavegar og framkvæmdir við
gatnagerð í Hæðahverfi. Þá er
gert ráð fyrir 35 millj. til byrjunar-
framkvæmda við nýjan grunnskóla
Silfurtónar.
Þorragleði
Silfurtóna
Silfurtónar halda þorraskemmt-
un sína í kvöld á Tveimur vinum,
en ekki annað kvöld eins og mis-
hermt var í Morgunblaðinu á
sunnudag. Á undan hljómsveit-
inni leikur og raular Valdimar
Flygenring.
í Hofsstaðamýri. Fjárhagsáætlunin
gerir ráð fyrir að hafnar verði
framkvæmdir við holræsaútrásir
og hefur á undanförnum árum
verið lagt fé í sjóð til að standa
undir framkvæmdum á þessu ári
og árið 1993.
Fram kemur að ekki sé gert ráð
fyrir hækkun álagðra gjalda um-
fram verðbreytingu vegna aðgerða
ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum
og jafnframt að skerðing á fram-
kvæmdafé Garðabæjar vegna
þessa nemi 22,5 millj. Við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar sam-
þykkti bæjarstjórnin að skipa
starfsnefnd bæjarfulltrúa til að
yfirfara rekstur og gera raunhæfar
tillögair um sparnað, sem hægt
yrði að hrinda í framkvæmd við
gerð fjárhagsáætlunar 1993. I
greinargerð með tillögunni sem
lögð var fram við fyrri umræðu
um fjárhagsáætlun bæjarins segir,
að mikil óvissa ríki um afkomu
heimilanna og um leið bæjarfélags-
ins.
„Óvissa í atvinnumálum svo og
nýjar og auknar álögur af hálfu
ríkisvaldsins ráða þar mestu um.
Það hefur verið stefna bæjarstjórn-
ar Garðabæjar frá upphafi að halda
álögum á íbúa í lágmarki. I sam-
ræmi við það tók núverandi bæjar-
stjórn ákvörðun um að halda
álagningarprósentu óbreyttri þrátt
fyrir augljósa þörf fyrir hið gagn-
Fjárhagsáætlun Akra-
neskaupstaðar lögð fram
FJÁRHAGSÁÆTLUN Akraneskaupstaðar fyrir árið 1992 var lögð fram
á fundi bæjarstjórnar mánudaginn 27. janúar. Hún gerir ráð fyrir að
sameiginlegar tekjur verði rétt tæpar 500 milijónir króna og rekstrar-
gjöld tæpar 394 milljónir króna.
Rekstrartekjur munu skv. þessu
hækka um 2,3% frá tekjum síðasta
árs. Röskar 106 milljónir koma til
eignabreytinga, sem er 21,2% af tekj-
um. Til gjaldfærðrar fjárfestingar er
varið 33,7 milljónum, þar af um 20
milljónum til gatnagerðar. Ekki hef-
ur verið ákveðið hveijar gatnafram-
kvæmdir verða, en ákvörðun um það
verður tekin við síðari umræðu. Svo
gæti farið að lögð yrði fram fram-
kvæmdaáætlun fyrir næstu tvö ár.
Til eignfærðrar fjárfestingar er
varið 67,9 milljónum og eru helstu
verkefni lokafrágangur við dvalar-
heimilið Höfða en til þess er varið
23,5 milljónum, til heilsugæslustöðv-
ar er varið 4,1 milljón, til Fjölbrauta-
skóla Vesturlands 8,5 milljónum, til
nýbyggingar tónlistarskóla 21 millj-
ón, framlag samkvæmt fram-
kvæmdasamningi við IA vegna bygg-
ingar búningsklefa 9,3 milljónir og
loks til stjórnsýslubyggingar 1,5
milljónir króna. Hjá hafnarsjóði verð-
ur ráðist í nokkur brýn verkefni.
Stærst þeirra er lagfæring Faxa-
bryggju, en sett verður upp nýtt stál-
þil á vesturkant hennar. Til þess
verður varið 25 milljónum. Að auki
verður löndunaraðstaða smábáta
stórbætt, en til þess verður varið um
8 milljónum.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra-
nesi, segir að í þessari fjárhagsáætl-
un séu helstu nýmælin þau að nú
væri Vatnsveita Akraness færð und-
ir bæjarsjóð og gerðar hafi verið
nokkrar formbreytingar á uppsetn-
ingu áætlunarinnar. Helsta fram-
kvæmd á vegum Vatnsveitunnar er
gerð vatnsmiðlunartanks en til þess
verkefnis er varið 11 milljónum.
Smíði tanksins er nú á lokastigi. Að
öðru leyti er ijárhagsáætlunin í sam-
ræmi við fyrirliggjandi þriggja ára
áætlun, en eilítill samdráttur í tekjum
og skattlagning ríkisins hafa leitt til
niðurskurðar á gjaldfærðri fjárfest-
ingu og að litlu Ieyti í eignfærðri fjár-
festingu. Gísli segir að bæjarstjórn
hafi lagt fram þriggja ára áætlun á
síðasta ári og farið eftir henni, en
nú hafi skattlagning ríkisins sett þar
strik í reikninginn. „Það er óþolandi
að leggja á sveitarstjórnarmenn lag-
askyldu um gerð langtímaáætlunar
fyrst löggjafinn og ríkisstjórn ætla
að grípa inn í ljármál sveitarstjórna
fyrirvaralaust eins og gerðist með
samþykkt „bandormsins“.“ Gísli seg-
ir að ef þannig haldi áfram verði
þriggja ára áætlanirnar marklausar
og gætu beinlínis reynst sveitar-
stjórnum hættulegar.
„Það er því eindregin áskorun
sveitarstjórnarmanna að sjálfstæði
sveitarfélaga verði tryggt. Fyrsta
skrefið til þess er afnám ríkisskatts-
ins á sveitarfélög," segir Gísli.
Áiögur ríkisins á bæjarsjóð Akra-
ness eru röskar 15,2 milljónir eða
um 3% af heildartekjum. „Við erum
að reyna að minnka skuldir bæjar-
sjóðs og tökum nú aðeins að láni 30
milljónir króna, en greiðum afborg-
anir sem nemur um 41,5 milljónum
króna auk þess sem um 12 milljónir
fara í greiðslu skammtímaskulda.
Það hefði verið veruleg búbót að fá
að halda þeim tekjum sem við verðum
að sjá af til ríkisins," segir Gísli.
Síðari umræða um áætlunina verður
18. febrúar nk. og verður hún þá
endanlega afgreidd auk þeirra til-
lagna sem væntanlega fylgja með
og eiga eftir að koma fram.
- J.G.