Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992
Lækkun dagpeninga:
17% skerðing' hjá
ráðherrum en
20% hjá öðrum
RÁÐHERRAR taka á sig hlutfallslega minni skerðingu dagpen-
inga en æðstu embættismenn og þingmenn skv. þeim nýju reglum
um lækkun ferðakostnaðar sem samþykktar hafa verið. Sérstakt
20% álag sem ráðherrar hafa fengið ofan á fulla dagpeninga er
fellt niður sem þýðir að greiðslur til þeirra lækka um 17% en
dagpeningar annarra eru skornir niður um 20%.
„Strangt til tekið er þetta rétt
ef reiknað er í prósentum. Þarna
stóð vaiið á milli þess að ráðherrar
fengju 97% af fullum greiðslum
eða láta hina fá 83% af fullum
dagpeningum ef þetta hefði verið
hnífjafnt," sagði Bolli Þór Bolla-
son, skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneytinu. Þess í stað var ákveð-
ið að lækka dagpeninga embættis-
manna og 'þingmanna í 80% af
fullum greiðslum en taka 20%
álagið af ráðherrum sem fá 100%
dagpeninga eftir breytinguna, skv.
upplýsingum Bolla.
Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra hefur sent bankastjórnum
ríkisbankanna bréf með tilmælum
um að ferðakostnaður bankastjóra
verði lækkaður í samræmi við
breytingar sem ákveðnar hafa ver-
ið á lækkun dagpeninga ráðherra
og æðstu embættismanna eða um
20% en ákvörðun um það er í valdi
bankaráðanna.
Tilnefningar til Oskarsverðlauna
erlendra mynda:
Börn náttúrunnar
til umræðu vestra
—
Gestir í Hallgrímskirkju við upphaf tón-
leikanna í gærkvöldi. Á innfelldu inynd-
inni sjást tæknimenn undirbúa útvarpsút-
sendinguna.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Islensk tónlist til 20 Evrópulanda
TÓNLEIKÚM í Haligrímskirkju í gærkvöldi var útvarpað beint
T.il 20 landa um útvarpsstöðvar, sem aðild eiga að Evrópusam-
bandi útvarpsstöðva. Tónleikarnir voru liður í Tónmenntadögum
Ríkisútvarpsins, sem standa fram á næstu helgi.
Til að útvarpa tónleikunum
varð Ríkisútvarpið að leigja jarð-
stöð frá BBC í Bretlandi og settu
tæknimenn hana upp við Hall-
grímskirkju í gær. Á fimmta
hundrað listamanna tók þátt í
tónleikunum, Sinfóníuhljómsveit-
in, Mótettukór Hallgrímskirkju,
Hamrahlíðarkórinn, Kór Lang-
holtskirkju, Kór Öldutúnsskóla,
Karlakór Reykjavíkur og karla-
kórinn Fóstbræður, auk einsöngv-
aranna Bergþórs Pálssonar,
Sigurðar Bragasonar og Mörtu
Halldórsdóttur. Á efnisskránni
voru gömul og ný íslensk verk og
var 1100 ára saga íslenskrar tón-
listar rakin í tali og tónum.
Stórkaupmenn afturkalla umboð Jóhanns J. Ólafssonar
til setu í sljórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna:
Akvörðunin styðst
ekki við heimildir
-segir Jóhann J. Ólafsson o g ætlar að sækja fundi áfram
STJÓRN Félags íslenskra stórkaupmanna hefur samþykkt að aftur-
kalla umboð Jóhanns J. Ólafssonar til setu í stjórn Lífeyrissjóðs
verslunarmanna þegar þrjár vikur eru eftir af kjörtímabili stjómar-
innar. Einar Birnir, varamaður Jóhanns, mun taka sæti í stjórn sjóðs-
ins fyrir hönd FÍS það sem eftir er af yfirstandandi kjörtímabili.
Jóhann J. Ólafsson segir að ákvörðun FÍS styðjist hvorki við heimild-
ir í reglugerð né almennar reglur félagaréttar og ætlar hann að
sækja fundi sjóðsins áfram. Birgir R. Rafnsson, formaður FÍS, segir
að mál sem verði til umræðu í sjóðnum geri það að verkum að Jó-
hann sé vanhæfur til þess að sitja fundi hans.
„NOKKRIR í hópnum, sem vel-
ur tilnefndu myndirnar, hafa
Svartfugl-
inn sestur
upp í Eyjum
Vestmaiinaeyjum.
SVARTFUGLINN er sestur
upp í Eyjum. Óskar Sigurðs-
son, vitavörður á Stórhöfða,
sagðist hafa séð fyrstu fugl-
ana sitja uppi síðastliðinn
laugardag.
Svartfuglinn sest venjulega
upp fyrri hluta febrúarmánaðar.
Fuglinn fer frá berginu í byijun
ágúst og sest ekki upp aftur
fyrr en í febrúar. Eyjamenn Ííta
á uppsetu svartfuglsins sem
óbrigðult merki þess að vetri
sé farið að halla og styttast fari
í að náttúran taki á sig svip
vorverkanna.
Grímur.
Verkfræðistofur:
Alltað
„Þetta þýðir að á styttra tíma-
bilinu er fækkunin 25 manns og
40 á lengra tímabilinu, að öllu
óbreyttu," sagði Guðrún Zoega,
framkvæmdastjóri Félags ráð-
gjafaverkfræðinga. Könnunin náði
til 350 verkfræðinga. Hún kvaðst
hringt í mig og sagt að Börn
náttúrunnar komi sterklega til
álita,“ sagði Siguijón Sighvats-
son, kvikmyndaframleiðandi
hjá Propaganda-film í Los Ang-
eles, þegar hann var inntur álits
á því hvort líklegt væri að
myndin yrði meðal 5 erlendra
mynda er kepptu um Óskarinn
í flokki erlendra mynda. Til-
nefningarnar verða kunngerð-
ar seinna í mántrðinum en Ósk-
arsverðlaunaafhendingin fer
fram 30. mars.
Siguijón sagði að það væri
myndinni í hag að nefndin væri
þekktari fyrir að velja íhaldssamar
myndir en umdeildar. Mætti í því
sambandi nefna „Babettes
Gæstebud" sem væri á rólegri
nótunum. Þá sagði hann að marg-
ir nefndarmenn væru komnir á
efri ár og því væri ekki ólíklegt
að myndin höfðaði fremur til
þeirra en ella. Almennt sagði
Sigurjón að myndin mæltist mjög
vel fyrir. 4-500 manns velja
myndir til tilnefningar.
telja að taka mætti síðara tímabil-
inu með nokkrum varhug. Verk-
fræðistofur innan Félags ráðgjafa-
verkfræðinga vinna að langmestu
leyti fyrir opinbera aðila og sagði
Guðrún að um það leyti árs sem
könnunin var gerð hefði ekki verið
Jóhann J. Ólafsson; sem er for-
maður Verslunarráðs Islands, hefur
setið í stjórn Lífeyrissjóðs verslun-
armanna í 21 ár, þar af 15 ár sem
aðalmaður og 6 ár sem formaður.
Það var Birgir R. Jónsson, formað-
ur FÍS, sem ritaði Jóhanni bréf 6.
búið að samþykkja fjárlög og fjár-
hagsáætlarnir sveitarfélaga. „Ég
held að staðan sé að glæðast eitt-
hvað um þessar mundir.“
Hún sagðist ekki vita til þess
að nokkum tíma áður hefði viðlíka
samdráttur verið í verkefnum fyr-
ir verkfræðistofur.
Yfirvinna hefur alveg verið
skorin niður á allflestum verk-
fræðistofum innan Félags ráð-
gjafaverkfræðinga. Algengt var
að yfirvinnuhlutfall væri 20-30%
ofan á dagvinnutímann.
febrúar sl. þar sem hann skýrði frá
ákvörðun stjórnarinnar. Birgir er
jafnframt formaður íslenskrar
verslunar, sem FÍS, Kaupmanna-
samtökin og Bílgreinasambandið
stofnuðu eftir að slitnaði upp úr
samstarfí þessara aðila og Verslun-
arráðsins um rekstur Skrifstofu við-
skiptalífsins.
Jóhann kvaðst ekki geta áttað
sig á því hvað lægi að baki ákvörð-
uninni. Hún kæmi alveg fyrirvara-
laust. Boðað hefði verið til fundar
í FÍS með einnar klukkustundar
fyrirvara þar sem ákvörðunin var
tekin. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins lét Jón Sigurðarson, sem
á sæti í stjórn FÍS, bóka mótmæli
við þessari ákvörðun. Jóhann hefur
ráðfært sig við lögfræðinga og
formann sjóðsins, Guðmund Garð-
arson, og sagði Jóhann að þeir
væru á einu máli um að hér væri
lögleysa á ferð.
„Þetta er fyrirvaralaust, án skýr-
inga, ólöglegt og marklaust. Eg,
sem stjórnarmaður í Lífeyrissjóðn-
um, og Lífeyrissjóðurinn sjálfur,
getum ekki þolað það að hægt sé
að kippa stjórnarmönnum út fyrir-
varalaust að ástæðulausu. Það er
opin Ieið til að beita þá þrýstingi í
afstöðu þeirra til einstakra mála.“
Hann sagði að aðeins alvarleg
brot réttlættu missi kjörgengis og
hann hefði setið í aðalstjórn sjóðsins
í 15 ár án þess að nokkur athuga-
semd hefði verið gerð við sín störf.
Jóhann hefur sent FÍS bréf þar sem
hann lýsir því yfír að hann ætlist
til þess að verða boðaður á fundi
stjórnarinnar.
Vanhæfur til að fjalla um
ákveðið mál í sjóðssljórn
Birgir Rafn Jónsson sagði að
stjórn FÍS hefði óskað eftir því að
kallað yrði á varamann Jóhanns J.
Olafssonar, Einar Birni, þar sem til
umræðu yrði í sjóðnum mál sem
gerði það að verkum að Jóhann
væri vanhæfur til að sitja fundi
sjóðsins. Eðlilegra væri að vara-
maðurinn sæti þá. „Við viljum
tryggja það að okkar sjónarmið
komi fram í þessari umræðu,“ sagði
Birgir. Hann vildi ekki að öðru leyti
tjá sig um málið.
------» ♦ ♦-----
Eins dags
verkfall FÍN
EINS dags verkfall Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga hófst á
miðnætti í nótt. Félagið fundaði
með samninganefnd ríkisins án
árangurs hjá ríkissáttasemjara í
gær og hefur næsti fundur aðila
verið boðaður á föstudaginn
kemur.
Félagar í FÍN starfa meðal ann-
ars í Blóðbankanum, Hafrann-
sóknastofnun og hjá Veðurstofu
Islands, auk ýmissa annarra opin-
berra rannsóknarstofnanna. Starf-
semi á Veðurstofu Islands fellur
niður. Þar verða ekki unnar veður-
spár, en maður verður á öiyggis-
vakt sem mun gefa út stormviðvar-
anir ef ástæða er til. Neyðarvaktir
verða einnig á öðrum stofnunum
þar sem það er nauðsynlegt.
12%fækkun
starfsfólks á næstunni
ALLT AÐ 12% fækkun starfsmanna á verkfræðistofum er fyrir-
sjáanleg á næstu mánuðum. Félag ráðgjafaverkfræðinga stóð fyr-
ir könnun meðal verkfræðistofa innan vébanda félagsins í desem-
ber og var spurt um samdrátt næstu þijá mánuði og næstu sex
mánuði. í ljós kom að fyrstu þijá mánuði ársins er gert ráð fyrir
rúmlega 7% samdrætti og 12% fyrstu sex mánuði ársins.