Morgunblaðið - 11.02.1992, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992
Sýnishorn úr söluskrá:
★ Matvöruverslun, 900 fm. Góð staðsetning.
★ Verslun með antikvörur. Skemmtil. fyrirvinna.
★ Bjórkrá í miðbænum. Skipti möguleg.
★ Pöntunarlisti. Ódýrt fyrirtæki.
★ Sala á notuðum barnavögnum.
★ Glæsileg hárgeiðslustofa. Sala eða leiga.
★ Ný innréttuð sólbaðsstofa. Gott verð.
★ Söluturn með 5 millj. kr. mánveltu. Skipti á pöbb.
★ Innflutningur með 70 millj. kr. ársveltu.
★ Myndbandaleiga á frábærum stað.
★ Einn besti skyndibitastaður landsins.
★ Kvenfataverslun á Laugaveginum. Gott verð.
★ Ein elsta og þekktasta barnafataversl. landsins.
★ Blómabúð. Fallegar innréttingar. Gott verð.
★ Sérverslun með eigin innflutning.
★ Framköllunarfyrirtæki með Kodak-vél.
★ Fyrirtæki með auglýsingaskilti fyrir kjörbúðir.
★ Lítil bílasala. Ýmis skipti.
mniTT7^n?grTviT7i
SUÐURVE R I
SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
TILSOLU
KJARNHOLT III, BISKUPSTUNGUM
Gott 3ja hæða steinsteypt hús ásamt fallegu landi sem
nýtt hefur verið fyrir rekstur sumardvalarheimilis fyrir
börn. Skipulögð sumarhúsabyggð getur fylgt með í
kaupunum. Einnig 30 hesta hesthús. Margvíslegir
rekstrarmöguleikar fyrir félagasamtök og útsjónarsama
einstaklinga.
Upplýsingar gefur Gylfi í síma 652221 og 629283 eftir
kl. 19.00.
SIJÐURLANDSBRAIIT - VEGMUU
TIL LEIGU
Þetta glæsilega hús er til leigu.
Húsnæðið leigist tilbúið undir tréverk með fullfrá-
genginni glæsilegri sameign og lyftu.
Til afhendingar nú þegar.
Verslunarhúsnæði
Verslunarhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði
Skrifstofuhúsnæði
Geymsluhúsnæði
á jarðhæð er
á 1. hæð er
á 2. hæð er
á 3. hæð er
á 4. hæð er
á jarðhæð
143 fm
436 fm.
436 fm.
436 fm.
436 fm.
er 362 fm.
Upplýsingar í síma 622991 á daginn og á kvöldin
í símum 77430 og 687656.
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ?
Borgartúni 31. Lögfr. Pétur Þ. Sigurðsson hdl.
62-42-50
✓
Haldið á sléttuna
Bókmenntir
Jón Stefánsson
Þorvaldur Kristjánsson: Við enda
slétlunnar. Ljóð. Listhús. 1991.
Ekki veit ég hversu margir fjór-
tán ára unglingar skrifa ljóð reglu-
lega, ég get bara nefnt einn, Þor-
vald Kristjánsson. Og svo mikil er
þörfin hjá honum að hann sendir
frá sér bók með níu ljóðum á fjöru-
tíu blaðsíðum.
Fá skáld undir tvítugu hafa náð
að yrkja ljóð sem standast áhlaup
tímans, en þau eru til; franska
skáldið Rimbaud, undrabarn ljóð-
listarinnar, orti flest sín ljóð fvrir
tvítugt og ennþá súpa menn hveljur
andspænis þeim. Egill Skallagríms-
son er sagður hafa ort vísuna „Það
mælti mín móðir á sjöunda vetri,
eftir að hafa drepið mann í fyrsta
skiptið. Og þegar skrifað er um
látið stórskáld þykir gott að geta
vitnað í vísuna sem það bögglaði
saman fimm ára, eða viðlíka ungt,
því hún er ótrúlega seig sú trú
manna að bestu skáldin, snilling-
arnir, yrki fyrstu kvæðin kornung.
Menn fyllast því áhuga þegar fjór-
tán ára piltur, sem segist í viðtali
lesa frönsk skáld og Dostojevskíj,
gefur út ljóðabók. Er óhætt að
standa upp og skála fyrir upprenn-
andi skáldrisa? Áður en fagnað-
arópin skella á er betra að spyija
einfaldlega er hér skáld á ferð? Jú,
ég held það:
Endurhæfingardeild Landspítal-
ans flutti nýlega í nýtt húsnæði og
af því tilefni færði Lionessuklúbbur-
inn Kaldá, Hafnarfirði, deildinni
nýjan endurhæfingarbekk. Myndin
er tekin þegar bekkurinn var af-
hentur og sjúkraþjálfi á deildinni
Þetta var í fyrsta skipti,
sem ég kynntist dauðanum.
Hann kom
eins og storsveipur,
en endaði
í beiskum tárum bans.
Þetta ej' góð og umfram allt knöpp
mynd. Fleiri dæmi má tína til:
Þegar íkorninn bar bæn sína
upp fyrir regnboganum,
gegnum rykfallin gleraugu
komandi vors ...
Ekkert af ljóðum bókarinnar telst
þó til tíðinda, nema að þau yrkir
fjórtán ára piltur. Og með það í
huga er ekki annað hægt en hrista
höfuðið hlessa yfir málþroska Þor-
valdar, málþroska sem hann hefur
ekki fengið öðruvísi en gegnum
mikinn lestur. Auðvelt er að sjá á
ljóðunum hvaða skáld hafa heillað,
enda er Þorvaldur á þeim aldri þeg-
ar áhrifavaldarnir eru skynjuninni
yfirsterkari. Þarna þykist ég greina
áhrif frá Majakovskíj: „og tróðu
guðs orði / inní fitugrónar hlustir
múgsins“, áðurnefndum Rimbaud:
á daginn er úfið hafið,
útbrunnið kerti,
klukka, sem ekki slær
yfirgefínn gestgjafi
og er kvölda tekur
hverfur fólk inní sólsetrið.
Og þöglir, svartklæddir apar
ganga til jarðarfarar.
Og víða má hnjóta um hugsjúka
nautabana og dauðastemmningar
sýndi bekkinn í notkun. Á myndinni
eru talin frá vinstri: Ágústa Sigur-
jónsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Lillý
Jónsson, Inga Margrét Róbertsdótt-
ir, sjúkraþjálfari, Margrét Svavars-
dóttir og Bi'yndís Svavarsdóttir.
Þorvaldur Kristjánsson
sem leiða hugann að Lorca. íslensk
skáld virðast ekki í náðinni, enda
er andrúmsloftið iðulega suðrænt
hjá Þorvaldi; menn hvíla sig við
hnotutré og í stað lóunnar syngui'
næturgali.
Slæm og lítt reynd skáld eiga
það sameiginlegt að notast við of
mörg orð; þeir fyrrnefndu einfald-
lega vegna hæfileikaskorts, en síð-
arnefndu geta kennt æfingaleysi
um. Við enda slétlunnarer orðmörg
bók. Með harðari yfirlestri hefði
verið auðvelt fyrir Þorvald að skera
burt augljósa annmarka, til dæmis
öll tárin sem dtjúpa og falla eða
óþarfa endurtekningar:
og næstum ósýnilegir silkiþræðir
smugu næstum hljóðlaust til jarðar.
Af hveiju ekki „smugu hljóðlaust
til jarðar"? Annað dæmi:
og fljótið fór að streyma
ekki aðeins til að flytja
skip á milli
heldur líka
til að vera griðarstaður
fyrir orð lians.
Hefði ekki verið betra að segja:
„heldur líka / vera griðarstaður /
fyrir orð hans“?
Vid enda sléttunnar er alls ekki
slæmt byrjendaverk, miðað við ald-
ur Þor'valdar er hún mjög góð. ég
veit ekki hvort hann á eftir að stíga
fast til jarðar í skáldskapnum í
framtíðinni. En línur eins og þessar:
Fagnaðarlæti pldans
fóru um eyru hans
eins og þvtur
hundrað dúfna,
er þær kljúfa loftið
gefa manni rétt til að vænta af-
reka. En Þorvaldur á erfiðustu
þrautina eftir; að koma sér af þjóð-
braut áhrifavaldanna og finna sinn
eigin veg.
Landspítalinn fær
endurhæfingarbekk
1 Kfl 91 57fl L*RUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI- ,
41 I Jw"4 I 0 / U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggiiturfasteignaSaLi
Til sýnis og sblu m.a. eigna:
Rétt vestan borgarmarkanna
glæsil. raðhús á tveimur hæðum um 280 fm m/innb. bílsk. í byggingu,
næstum fullb. u. trév. Selst þannig eða lengra komið. Eftirs. staður.
Reisulegt steinhús í Langholtshverfi
tvær íb. Á neðri hæð er rúmg. 2ja-3ja herb. íb. og 3ja herb. íb. á efri
hæð. Góður geymslukj. og gott geymsluris. Stór bilsk. 40 fm fylgir.
Nýendurbyggð - frábært útsýni
Efri hæð 4ra herb. 113 fm v/Strandgötu í Hafnarf. Nýtt eldhús, nýtt
sérþvhús á hæðinni, nýtt bað. Gott geymsluris fylgir. Allt sér. Eigna-
skipti mögul. Mjög gott verð.
Þarfnast endurbóta
2ja herb. íb. ekki stór á 3. hæð i reisul. steinh. skammt frá Hlemm-
torgi. Svalir. Laus strax. Verð aðeins kr. 3,5 millj.
Endurbyggt endaraðhús
í syðstu röð í Fellahverfi 158,3 fm. Allt eins og nýtt. Kj. er undir hús-
inu. Sérbyggður bílsk. Glæsil., lóð ekki stór. Eignaskipti mögul.
Járnklætt timburhús við Blesugróf
ein hæð m/3ja herb. íb. vel með farið, nokkuð endurbætt. Langtl. fylgja.
Háaleitishverfi, Hvassaleiti, nágrenni
Á söluskrá óskast gott raðhús. Skipti mögul. á góðri 3ja herb. ib. i
hverfinu.
Hólahverfi - nágrenni
Leitum að góðri blokkariþ, gi/4 svefnherb. helst á 1. eða 2. hæð eða
í lyftuhúsi. Bílsk. þarf að’fylgja. Skipti á minni eign t hverfinu mögul.
• • •
Fjársterkir kaupendur óska
eftir 3ja-5 herb. íbúðum
miðsvæðis í borginni.
ALMENNA
FASTEIGNASAL AH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Mávahlíð - hæð
Falleg efri hæð í tvib. ásamt rúmg.
íbherb. í kj. m/sérsnyrtingu samt. um
160 fm. Efri hæð skiptist í 2 stofur, 2
rúmg. svefnherb., sólstofu o.fl. Laus
fljótl. Verð 9,8 millj.
Karlagata - 4ra-5 herb.
Efri hæð og ris i þríb. ásamt bilsk. Stofa
og eldhús á neðri hæð. 3 svefnherb.
og bað í risi. Áhv. m.a. 5,2 millj. hús-
bréf. Verð 8,5 millj.
Frostafold - 4ra
Glæsil. 4ra herb. 100 fm endaíb. á 3.
hæð í lyftuh. Sérþvherb. í íb. Fallegt
útsýni. Stórar suðursvalir. Áhv. 5,0
millj. veðdeild til 40 ára m/4,9% vöxt-
um. Verð 10,3-10,5 millj.
Reynimelur - 4ra
Björt 4ra herb. endaib. á 3. hæð i blokk.
3 svefnherb. á sérgangi, rúmg. stofa.
Fallegt útsýni. Verð 8,2 millj.
Stelkshólar - 2ja
Falleg 2ja herb. íb. 58 fm nettó á 3.
hæð í litlu fjölb. Rúmg. svefnherb.
m/parketi, stofa m/fallegu útsýni. Tengt
f. þvvél á baði. Verð 5,5 millj.
Atvinnuhúsnæði
Hverfisgata
Til sölu i nýl. lyftuh. 300 fm skrifst.- eða
iðnhæð og 450 fm verslhæð. Til afh.
nú þegar.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A,
VIÐAR FRIÐRIKSSON,
LÖGG. FASTEIGNASALI,
HEIMASÍMI 27072.