Morgunblaðið - 11.02.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992
17
Rán Armanns-
dóttir — Minning
Fædd 10. maí 1951
Dáin 5. febrúar 1992
Okkur langar með örfáum orð-
um að minnast fyrrverandi mág-
konu okkar, Ránar Ármannsdótt-
ur, sem lést 5. febrúar sl.
Þó að aldursmunurinn hafi verið
14 ár gat maður alltaf leitað ráða
hjá henni eins og um jafningja
væri að ræða. Hún vildi oftast leið-
beina okkur systrunum sem best
hún gat og voru þær leiðbeiningar
vel þegnar þegar unglingsárin
vildu reynast erfið viðureignar.
Við þökkum fyrir allar samveru-
stundirnar sem við áttum og biðj-
um Guð að blessa minningu Ránar
Ármannsdótttur.
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður
og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið
hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.
(Spámaðurinn)
Elsku Beggi og Geir, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð og biðj-
um algóðan Guð að gefa ykkur
styrk og huggun í sorginni.
Ásdís, Þórdís
og fjölskyldur.
í dag verður til moldar borin,
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði,
frænka mín og vinkona, Rán Ár-
mannsdóttir. Hún fæddist á Nes-
kaupstað 10. maí 1951. Dóttir
hjónanna Ármanns Sigurðssonar
og Guðfinnu Kristjánsdóttur, en
hún lést 1. apríl 1989. Rán stund-
aði nám í Flensborg í Hafnarfirði
og fór síðan í Húsmæðraskólann
á Blönduósi, lauk þar námi 1970
og hóf störf hjá Tryggingastofnun
ríkisins sama ár og vann þar til
1978. Hún giftist Bergþóri Pálma-
syni 28. júlí 1978. Rán átti ein son
frá fyrra hjónabandi, Geir Gunn-
arsson, f. 9. maí 1974.
Það er ekki auðvelt að rekja lífs-
elsti sonur veiktist og lést úti í
Kaupmannahöfn. Þá vildu þau allt
fyrir okkur gera — þau voru svo
sannarlega vinir í raun.
Erlingur átti góða konu, Gun-
hild, var hún mikil húsmóðir og
mjöggestrisin. Hún lést 1979. Seldi
hann þá húsið og var á hálfgerðum
hrakhólum eftir það, eins og að
hann hefði misst kjölfestu í lífinu.
Hingað heim kom hann samt
eftir það okkur til mikillar ánægju
ásamt Axel syni sínum sem var á
leið til Grænlands til að stunda
tannlækningar.
Eftir það heyrðum við sjaldnar
frá honum og nú hefur lagt upp i
sína hinstu för. Bið ég honum Guðs
blessunar með hjartans þakklæti
fyrir góð kynni og vináttu þeirra
hjóna.
Ég sendi börnum hans og vensla-
fólki einlægar samúðarkveðjur.
J.B.I.
hlaup vinkonu sinnar nýlátinnar.
Ótímabær dauði manneskju er það
sem við eftirlifendur eigum íivað
erfiðast með að sætta okkur við í
þessu lífi og ennþá trúi ég því
vart að hún Rán sé dáin. „Kallið
mig frænku," sagði Rán er hún
og Beggi komu í heimsókn til okk-
ar hjónanna dag einn fyrir nokkr-
um árum. Þá þekkti ég lítið þessa
frænku mína, en hafði þó hitt
hana nokkrum sinnum áður. Nú
fannst henni tími til kominn að
kynnast þessum frænda sínum og
hans fjölskyldu betur. Og heim-
sóknin varð ógleymanleg, við sát-
um öll, töluðum og hlógum. Það
var svo margt sem við þurftum
að ræða. Við horfðum á yndislegt
sólarlag og áfram var haldið, með
sögur af atburðum og fólki, okkar
fólki. Og þessa nótt fengum við
meiri vitneskju um ættina og upp-
runann en við áður höfðum vitað,
sólin kom upp, það birti. Það birti
líka í sálinni þennan morgun því
að við fundum að við höfðum eign-
ast vini. Að eiga fólk eins og Rán
og Begga að vinum er ómetan-
legt. Eftir þetta áttum við öll ynd-
islegar stundir saman þar sem
gleðin var ætíð látin ráða ferðinni
— engin hugmynd var svo vitlaus
að hún væri ekki framkvæmanleg,
væri hún skemmtileg. En eins og
ætíð, tekur allt enda.
Við vissum alla tíð að Rán gekk
ekki heil til skógar, en það var
ekki verið að bera það á torg —
lífsgleðin réð ferðinni og umhyggj-
an fyrir Geir og Begga var það
sem ætíð einkenndi hennar líf.
Ekkert okkar gerði sér því ljóst
hversu alvarlegt þetta var, engan
grunaði hvert stefndi þegar Rán
var lögð inn á Borgarspítalann
fyrir fáum dögum. Því var reiðar-
slagið enn meira þegar við fengum
fréttirnar um lát hennar. Það eina
sem nú huggar er minning um
góða vinkonu og frænku, minning
um hlátur og gleði.
Elsku Geir, Eygló, Beggi, Ár-
mann og systkini. ykkar er þó
missirinn mestur, megi sá sem
öllu ræður veita ykkur styrk og
trú til að standast þessa raun, og
minnumst þess að nú, að eins og
kvöldið forðum hnígur sólin til við-
ar, en hún mun rísa á ný, og þá
mun minningin um Rán frænku
lýsa okkur öllum.
Hafi elsku Rán þökk fyrir sam-
verustundirnar.
Ævar, Una Lilja, Hildur
og Grétar Þór.
Fyrirlestur á
vegiim L AUF
LANDSSAMTÖK áhugafólks
um flogaveiki, LAUF, halda
fræðslufund i kvöld kl. 20.30 í
Safnaðarheimili Langholts-
kirkju.
Séra Bragi Skúlason heldur'
fyrirlestur um sorg og sorgarvið-
brögð vegna veikinda barna. Auk
félagsmanna eru kennarar, fóstrur
og aðrir þeir sem annast flogaveik
börn velkomnir á fundinn.
--------------
■ ALMENNUR fundur foreldra
og kennara í grunnskólum
Reykjavíkur haldinn í Hvassaleit-
isskóla 8. febrúar 1992 skorar á
ráðmenn þjóðarinnar að endur-
skoða áform sín um niðurskurð á
fjármagni til grunnskóla. „Á báðar
hendur skal til barnanna líta“ seg-
ir gamalt máltæki og það er
sannarlega í fullu gildi í nútíma-
samfélagi. Við sem þekkjum best
aðbúnað íslenskra skólabarna vit-
um að þar er brýn þörf á úrbótum
og myndarlegt átak á því sviði
muni skila þjóðinni allri varanleg-
um arði.
(Fréttatilkynning)
El HVmMipNN NNN
HNEINN NNTUUKUN ?
KJARNAHVITLAUKUR
-Geirlanknrinn hreini og góbi
KJARNAHVITLAUKUR
-Geirlanknrinn hreini og góbi
• 100% hreinn hvítlaukur
• Enginaukefni
• Engin fylliefni
• Engin eftirlykt
• Framleiddur í Bandaríkjunum
HEILNÆM NÝJUNG
í aldaraöir hafo menn þekkt hollustu hvítlauksins.
En lyktin af honum heftir verið jafn kunn.
Með siðmenningu varð hvítlaukur minni þóttur í
fæðu, en því meira notaður sem krydd.
Að góðu heilli, hefur holiustugildi hvítlauks verið
uppgötvað með nýjum hætti. Neysla jókst með
tilkomu lyktarlausra og lyktartempraðra
hvítlauksafurða. Nauðsynlegt þótti að eyða lyktinni
með því að fjarlægja hluta virku efnanna eða nota
fylliefni. Niðurstaðan varð því blanda úr hvítlauk
og fylliefnum.
Nú hafa bandarískir matvælafræðingar fundið
einstaka framleiðsluaðferð sem frostþurrkar
ferskan hvítlauk dn þess að hann tapi virkum
efnum. Úr ferskum hvítlauknum er unnið
hreint hvítlauksduft ón allra íblöndunarefna.
Þetta er Kjamahvítlaukur, sem er svo hreinn að
hann er vörumerktur 100% hreinn hvítlaukur,
svo samanþjappaður að lg jafhgildir 2,5g af
ferskum hvítlauk.
Best af öllu er, að aðeins þú veist að þú notar
hvítlauk, vegna þess aö það er engin eftirlykt.
EOALVÖRUR
Framleitt af PURE - GAR Inc. USA.