Morgunblaðið - 11.02.1992, Qupperneq 18
> I
18
vmlf 'j ! 1.A! jil.niítfl Íllfir. lfH",!, !j!'rr.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992
Framleiðnisjóður:
500-1.000 ársverk
rakin til sjóðsins
TALIÐ er að tilvist 500 til 1.000 ársverka í landbúnaði og tengdum
greinum síðustu 6-8 ár megi að verulegu leyti rekja til áhrifa af
gerðum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Heildarfjármunir sem sjóður-
inn hefur til ráðstöfunar á gildistíma búvörulaganna 1985-1992 verða
um 3,5 milljarðar, og hefur um helmingur af ráðstöfunarfénu farið
til aðlögunar hefðbundinna búgreina, eða 1.260 milljónir til sauðfjár-
ræktar og 540 milljónir til nautgriparæktar. Þetta kom fram í máli
Jóhannesar Torfasonar, stjórnarformanns Framleiðnisjóðs, á ráðu-
nautafundi Búnaðarfélags Islands og Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins sem hófst í gær.
Fyrstu Iög um Framleiðnisjóð eru
frá árinu 1966, en frá 1985 hefur
starfsemi sjóðsins nær alfarið mót-
ast af ákvæðum búvörulaganna.
Ráðstöfunarfé sjóðsins er að mestu
framlög úr ríkissjóði í takt við lækk-
un framlaga til útflutningsbóta með
mjólkur- og kjötafurðum, og sam-
kvæmt búvörulögunum skal fram-
lagi ríkisins varið til eflingar nýrra
búgreina, markaðsöflunar og til fjár-
hagslegrar endurskipulagningar bú-
reksturs á lögbýlum. Árlegt framlag
ríkisins árin 1988-1992 á að vera
4% af heildarverðmæti búvörufram-
leiðslunnar, en það er nú 650-670
milljónir króna. Fjárlög fyrir 1992
kveða hins vegar á um að framlagið
verði 340 milljónir á árinu.
í máli Jóhannesar Torfasonar kom
fram að það hefði verið stefna stjórn-
ar Framleiðnisjóðs að koma með
íjárhagslegum stuðningi til móts við
frumkvæði einstaklinga, samtaka og
stofnana við fjárfestingu í atvinnu-
rekstri, rannsóknum og þróunar-
verkefnum, sem hafí að markmiði
að auka fjölbreytni atvinnulífs í
dreifbýli og auka framleiðni hefð-
bundinna greina. Frá 1985 hefur
sjöðurinn samþykkt um 550 milljóna
króna framlög vegna búháttabreyt-
inga til um 550 aðila, en þar af
hefur mestu verið varið til loðdýra-
ræktar, eða 244 milljónum, og 101
milljón hefur verið varið til ferða-
þjónustu. Samtals nemur stuðningur
Framleiðnisjóðs við uppbyggingu
loðdýraræktar 957,6 milljónum
króna á verðlagi í desember síðast-
liðnum, en síðan 1988 hefur sjóður-
inn árlega lagt fram á bilinu 90-120
milljónir til fjölþættra björgunarað-
gerða við búgreinina.
Jóhannes sagði að 400-600 störf
tengdust þeim rekstri sem stofnað
hefur verið til með framlögum til
búháttabreytinga, og björgunarað-
gerðir til stuðnings loðdýrarækt
hefðu viðhaldið um 100 ársverkum
síðastliðin fjögur ár. Framlög til
stofnunar • og/eða ijárhagslegrar
endurskipulagningar fyrirtækja
hefðu lagt grundvöll að tugum nýrra
starfa, og framlög til rannsókna og
ýmissa þróunarverkefna hefðu skap-
að ný störf við rannsóknir, sem von-
andi leiddu til meiri framleiðni í
ýmsum greinum landbúnaðar. Þá
hefðu framlög til markaðsmála,
fræðslu og kynningar treyst ein-
hvern fjölda starfa í sessi og lagt
grunn að nýjum, og áhrif af aðild
Framleiðnisjóðs að núgildandi bú-
vörusamningi á tekjur í búvörufram-
leiðslunni væri ígildi margra árs-
verka.
Morgunblaðið/KGA
Sex hæða bílageymsla byggð við Hverfisgötu
Áætlað er að sex hæða bílageymsluhús við Hverfis-
götu verði tilbúið fyrir iök áfsins. Tvær af sex hæðum
hússins eru neðanjarðar og þær eru þegar uppsteypt-
ar og fokheldar. Um 80% hússins verða nýtt sem bíla-
geymsla en á götuhæð þess, vestan- og austanmegm,
er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturými í gierút-
byggingum. Húsið verður afhent í desember á þessu
ári tilbúið undir tréverk að innan og fullbúið að utan.
Bandarískí flugherínn kostar
starfsemi Ratsjárstofnunar
*
Arlegur rekstrarkostnaður er
áætlaður 580 milljónir króna
KOSTNAÐUR við rekstur Ratsjárstofnunar er um 10 milljónir
Bandaríkjadala á ári eða um 580 milljónir íslenskra króna og er
allur kostnaðurinn ásamt enduruppbyggingu ratsjárkerfisins
greiddur af bandaríska flughernum. Ratsjármerkin sem stöðvarn-
ar fjórar senda frá sér fara öll fyrst til varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli sem lætur þau síðan gagna endurgjaldslaust til flugstjórn-
armiðstöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli þar sem þau eru notuð
við stjórnun á almennri flugumferð.
Sjónsvið ratsjárstöðvanna
á íslandi
(113.000 fetahæð)
Viðbót á sjónsviði
með komu norðurstöðvanna
Gunnólfsvíkur-
Bolafjall
Ratsjárstofnun annast rekstur
gömlu ratsjárstöðva hersins á Mið-
nesheiði á Reykjanesi og Stokks-
nesi austan Homafjarðar. Lokið
er við að setja upp tvær nýjar
ratsjárstöðvar, svokallaðar norð-
urstöðvar, á Bolafjalli við ísafjarð-
ardjúp og Gunnólfsvíkurfjalli við
Bakkafjörð. Hafínn er rekstur á
Ásmundur Sigurðsson
fyrrv. alþingismaður látínn
ÁSMUNDUR Sigurðsson, fyrr-
verandi alþingismaður, kennari
og bóndi, andaðist á laugardag,
8. febrúar, 88 ára að aldri. Þing-
menn minntust hans í upphafi
þingfundar I gær.
Asmundur fæddist 26. maí árið
1903 á Reyðará í Lóni, Áustur-
Skaftafellssýslu, sonur hjónanna
Sigurðar bónda og búfræðings
Jónssonar og Önnu Lúðvíksdóttur
kennara. Hann varð búfraeðingur
frá Hvanneyri árið 1927 og nam
við leikfimi- og lýðháskólann í Olle-
rup, í Danmörku 19286-1929.
Hann var ráðsmaður við skólabúið
á Hvanneyri í Borgarfirði 1929-
1932 og jafnframt leikfimikennari
við skólann þar. Ásmundur var
bóndi á Reyðará 1932-1958 og
lauk kennaraprófi í Reykjavík árið
1940. Hann kenndi í Nesjahreppi
og Mýrahreppi á árunum 1932-
1946. Árið 1958 tók hann við starfi
fulltrúa við Búnaðarbankann í
Reykjavík og starfaði þar til 1973.
Asmundur kom fyrst á þing sem
varamaður landskjörinna alþingis-
manna Sósíalistaflokksins árið
1944. Hann var landskjörinn al-
þingismaður árin 1946-1953. Síð-
ast sat hann á þingi haustið 1966
og var þá varaþingmaður í Austur-
landskjördæmi. Hann átti sæti á
13 þingum alls.
Ásmundur var yfirskoðunarmað-
ur ríkisreikninga árið 1944 og sama
ár var hann skipaður í milliþinga-
nefnd til að endurskoða lög um
verðlagningu landbúnaðarvara og
fleira. Hann sat í nýbýlastjórn og
síðar landnámsstjórn árin 1947-
1971. Þá var hann ritstjóri Nýja
tímans árin 1950-1962. _
Eftirlifandi eiginkona Asmundar
Sigurðssonar er Guðrún Árnadóttir.
þeim og er litið á hann sem tilraun-
arekstur enn sem komið er, að
sögn Jóns E. Böðvarssonar fram-
kvæmdastjóra Ratsjárstofnunar.
Verið er að setja upp nýjar ratsjár-
stöðvar á Stokksnesi og Miðnes-
heiði. Hús suðurstöðvanna eru til-
búin, fjarskiptabúnaður kominn
að hluta og kveikt verður á sjálfum
ratsjánum í haust.
Rekstur norðurstöðvanna hefur
gengið vel, að sögn Jóns. Þær
senda út ratsjármerki alian sólar-
hringinn til Keflavíkurflugvallar
og síðan til flugmálastjórnar á
Reykjavíkurflugvelli þannig að
stöðvarnar nýtast nú þegar við
starfrækslu varnarliðsins og
stjórnun almennrar flugumferðar.
Með tilkomu norðurstöðvanna
stækkaði verulega það svæði sem
hægt er að fylgjast með í ratsjám.
Ratsjárstofnun rekur stöðvarn-
ar fyrir bandaríska flugherinn sem
greiðir allan kostnað. Hlutverk
hennar er að afhenda varnarliðinu
ratsjármerkin. Jón E. Böðvarsson
sagði að árlegur rekstrarkostnað-
ur væri um 10 milljónir Banda-
ríkjadala.
Hann sagði að stofnunin væri
með á snærum sínum 91 starfs-
mann um þessar mundir, allt ís-
lendinga utan sjö Bandaríkjamenn
sem væru að ljúka hlutverki sínu.
12-14 starfsmenn eru við hvetja
ratsjárstöð. Flestir starfsmenn
norðurstöðvanna vinna vakta-
vinnu og eru búsettir á höfuðborg-
arsvæðinu. Þeir vinna sjö daga og
eiga síðan jafn langt frí. Þó eru
fjórir starfsmenn stöðvarinnar á
Bolaijalli búsettir í Bolungarvík
og einn starfsmaður stöðvarinnar
á Gunnóifsvíkurfjalli býr á Bakka-
firði. Jón sagði að þetta myndi
breytast með árunum og fleiri
starfsmenn setjast að á viðkom-
andi stöðum.
Færeyjar ^
Kögun fær einkarétt á
hugbúnaðarvinnu
Innifalið í þeim starfsmanna-
fjölda sem Jón segir að sé á snær-
um Ratsjárstofnunar eru starfs-
menn Kögunar hf., sem er verk-
taki hjá stofnuninni. Á vegum
þess fyrirtækis eru um 15 menn
í þjálfun í Bandaríkjunum. Eru
þeir í raun þátttakendur í hönnun
og uppbyggingu hugbúnaðar fyrir
nýja hugbúnaðarstjórnstöð á
Keflavíkurflugvelli.
Kögun hf. hefur einkaleyfi á
viðhaldi og þróun hugbúnaðarins
hér á landi. Fyrirtækið er í meiri-
hlutaeigu Þróunarfélags íslands,
en í gildi er samningur milli Þróun-
arfélagsins og stjómvalda, hvernig
beri að gera fyrirtækið að almenn-
ingshlutafélagi í áföngum. Sú
kvöð hvílir á Þróunarfélaginu að
ábyrgjast að Kögun verði hæft til
að taka við þróun og viðhaldi kerf-
isins árið 1995. Eftir það þarf að
selja hlutabréf félagsins á almenn-
um markaði.
Stofnhlutafé Kögunar var 20
milljónir króna. Þróunarfélagið
átti 70% hlutafjár og og meðal
stofnenda voru 35 hugbúnaðarfyr-
irtæki en breyting hefur orðið á
eignaraðild og á Þróunarfélagið
nú rúman helming hlutafjár.
Áætlaður heildarkostnaður við
endurnýjun loftvarnakerfisins og
ratsjárstöðvanna er um 500 millj-
ónir dollara, eða um 27 milljarðar
króna. Hugbúnaðurinn sem notað-
ur verður í þetta nýja loftvarna-
kerfi hefur aldrei verið smíðaður
áður. Áætlað er að kostnaðurinn
við hönnun og smíði hans verði
um 200 milljónir dollara, eða um
13 milljarðar íslenskra króna.
Fram kom í viðtali Morgunblaðsins
við Gunnlaug M. Sigmundsson
framkvæmdastjóra Þróunarfé-
lagsins og Kögunar hf. í ágúst
síðastliðnum að á yfirstandandi
fjárhagsári Kögunar stefni í 125
milljóna króna veltu en stefnt sé
að því að útvíkka starfsemina í
framtíðinni og sett hafi verið
markmið um eins milljarðs króna
ársveltu eftir tíu ár. Gert er ráð
fyrir 45 manna starfsliði.
Fyrirlestur
um fornleifa-
rannsóknir
KRISTÍN Sigurðardóttir fornleif-
afræðingur flytur fyrirlestur mið-
vikudaginn 12. febrúar kl. 17.00
i Norræna húsinu sem nefnist:
Fornleifarannsóknir á íslandi fyrr
og nú.
í tengslum við efnið mun Kristín
sýna litskyggnur. Fyrirlesturinn sem
er öllum opinn er á vegum Minja og
sögu, áhugamannafélag um fornleif-
arannsóknir. Aðgangur er ókeypis.