Morgunblaðið - 11.02.1992, Síða 19

Morgunblaðið - 11.02.1992, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 19 Aðalfundur Meitilsins hf.: Hlutafj áraukning um 135,5 milljónir Þorlákshöfn. Á AÐALFUNDI Meitilsins hf. sem haldinn var laugardaginn 8. febrú- ar var hlutafé aukið um 135,5 milljónir og óstaðfest loforð liggur fyrir um 31 miHjón að auki. Idgjöld bðfreiðatrygginga (ábyngðar- framrúðu og ökumanns/eig. trygging) Eldri en 30 ára með 70% bónus*, áhættusvæði 1 VÍS Sjóvá-Almennar Tryggingamiðstöðin 1SQ1- iöqoT^ i 11 qa_ 11 Qi. i o00. ' rTTZ: 4 104. 4om ’ * 1 II. 1.1.90- 1.1.91 1.3.91- 1.3.92 122.92- 1 1.2.93 1 1.1.90- 1.1.91 1.1.91- 1.1.92 1.2.92- 1 1.2.93 1 1.1.90- 1.1.91 1.1.91- 1.1.92 1.2.92- 1.2.93 Lítill bíll 18.562 26.795 24.835 20.593 23.727 31.609 18.561 20.434 25.440 Meðal bíll 21.512 30.268 28.655 23.970 27.393 36.162 21.510 23.569 28.852 Stór bíll 23.724 32.871 31.414 26.494 30.134 39.483 23.722 25.918 31.505 17 ára með 10% bónus, áhættusvæði 1 Lítill bíll 42.927 55.491 73.038 42.927 47.989 68.203 42.924 46.240 72.290 Meðal bíll 51.009 65.008 87.063 51.008 56.766 80.464 51.006 54.812 84.776 Stór bíll 56.963 72.020 97.342 56.963 63.235 89.408 56.963 61.127 94.158 *Sjóvá Almennar meö hæst 65% bónus Bifreiðatryggingar: Iðgjöld hafa hækkað um allt að 33% frá síðasta ári Eftirtaldir aðilar lögðu fram hlutaféð: Olíufélagið hf. kr. 50.000.000 Ölfushreppur kr. 60.000.000, Lífeyrissj. verkal. Suð- urlands kr. 10.000.000, Verkalýðs- félagið Boðinn kr. 5.000.000, At- vinnuþróunarsjóður Suðurlands kr. 5.000.000, Útvegsfélag Samvinnu- manna kr. 5.000.000 og Rás sf. kr. 500.000. Á fundinum var kosin ný stjórn og er hún þannig skipuð: Geir Magnússon, fyrir hönd Olíufélags- ins, Benedikt Sigurðsson, fyrir hönd Vátryggingafélagsins, Ríkharð Jónsson, fyrir hönd Útvegsfélags Samvinnumanna, Guðmundur Her- mannsson, fyrir hönd Ölfushrepps, og Guðmundur Baldursson. Til vara: Guðbrandur Einarsson og Bjarni Jónsson. Endurskoðendur voru kjörnir Sigurður Pálsson, lög- giltur endurskoðandi, og Þórarinn Sigurjónsson. Pétur Olgeirsson, framkvæmda- stjóri, sagði að gott hljóð hefði ver- ið í fundarmönnum og sér fyndist bjartara framundan en oft áður. Hann sagði að fyrirtækið ætti 5.300 tonna kvóta og eitt skip sem ekki kæmi til með að veiða allan þann kvóta, þannig að eitthvað yrði að gera en stefnan yrði mótuð á fyrsta fundi nýju stjórnarinnar sem verður næstkomandi fímmutdag. Heimild var fyrir 300 milljóna hlutafjáraukningu og nú var heimil- að að auka hlutafé um 150 milljón- ir þannig að heimild er nú fyrir 450 milljóna aukningu í allt, því ætti að vera hægt að bjóða almenna sölu á hlutafé en Pétur sagði að alltaf hefði verið stefnt að því að bjóða starfsfólki að kaupa hlutafé. - J.H.S. --------------- Leiðrétting í FRÉTT um Jóhann Jónasson út- gerðarmann frá Þorshöfn látinn, misritaðist nafn eftirlifandi eigin- konu hans. Hún heitir Guðlaug Pétursdóttir. Beðist er afsökunar á þessari misritun. IÐGJÖLD bifreiðatrygginga Vátryggingafélags Islands, Sjó- vár-ÁImennra og Trygginga- miðstöðvarinnar hækkuðu um- talsvert milli áranna 1991 og 1992 þrátt fyrir umrótið á tryggingamarkaðnum undan- farnar vikur. Iðgjald af ábyrgð- artryggingu ökumanna 30 ára og eldri með 70% bónus á litlum bíl á áhættusvæði 1 hækkaði mest á milli ára hjá Sjóvá- Almennum, eða um 7.887 kr., sem er 33% hækkun, en minnst hjá VÍS, eða um 4.064 kr. 1. janúar 1991 var sams konar iðgjald hjá VÍS 20.771 kr. en hækkaði í 24.835 kr. 1. febrúar 1992, eða um 4.064 kr. sem er 19,5% hækkun. Þetta iðgjald var hjá Sjóvá-Almennum 23.727 kr. 1. janúar 1991 en hækkaði í 31.609 kr. 1. febrúar 1992, eða um 7.882 kr., sem er 33% hækk- un. Sama iðgjald var hjá Trygg- ingamiðstöðinni 20.434 kr. 1. jan- úar 1991 en hækkaði í 25.440 kr. 1. febrúar 1992, eða um 5.006 kr. sem er 24% hækkun. Við samanburð á iðgjöldum þessara þriggja félaga síðustu þijú ár kemur i ljós að iðgjald 30 ára ökumanns með 70% bónus á litlum bíl á áhættusvæði 1 með tryggingu hjá VÍS hækkaði um 6.273 kr. frá I. janúar 1990 til 1. febrúar 1992, úr 18.562 kr. í 24.835 kr. sem er 33% hækkun. Hjá Sjóvá-Almenn- um hækkaði þetta iðgjald um II. 016 kr. frá 1. janúar 1990 til 1. febrúar 1992, úr 20.593 kr. í 31.609 kr. sem er 53% hækkun. Þess ber að geta að hæsti bónus hjá Sjóvá-Almennum er 65% en þar er ellefta tjónlausa árið ið- gjaldsfrítt. Iðgjaldið ræðst ekki af aldri tryggingataka eins og hjá hinum félögunum tveimur og býð- ur félagið upp á lægstu iðgjöldin til aldurshópsins 17-25 ára. Hjá Tryggingamiðstöðinni lítur dæmið þannig út að iðgjaldahækk- unin frá 1. janúar 1990 til 1. febr- úar 1992 í ofangreindu dæmi er 6.871 kr., iðgjaldið hækkaði úr 18.561 kr. í 25.440 kr. sem er 37% hækkun. Ofangreind dæmi eru tekin úr grunniðgjaldaskrá félaganna en auk þess bjóða félögin annan við- skiptaafslátt sé tryggingataki með fleiri tryggingar hjá viðkomandi félagi. Menningar- og friðarsamtök kvenna: Lausagöngu her- manna mótmælt BREYTINGUM á útivistarregluni varnarliðsmanna er harðlega mótmælt í ályktun aðalfundar Menningar- og friðarsamtaka ís- lenzkra kvenna. I ályktuninni segir að „lausaganga hermanna“ sé umhverfisspillandi og rýri öryggi Islendinga. Fundurinn, sem haldinn var 5. febrúar, lýsir yfir furðu og van- þóknun á því, að reglur um ferðir varnarliðsmanna hafi verið rýmk- aðar. Slíkt sé óþarfí þar sem vera erlends herliðs á íslandi sé augljós- lega algerlega óþörf og þjóni eng- um heiðarlegum tilgangi. í ályktuninni er enn fremur minnt á mótmæli bæjarbúa gegn lausagöngu búfjár í þéttbýli vegna umhverfisspjalla og segir að öllu fremur sé „lausaganga hermanna“ um landið til þess fallin að spilla umhverfi og lýra það öryggi sem fólkið í landinu hafi búið við í byggð og á ferð um óbyggðir ís- lands. Þá mótmælir fundurinn harð- lega því sem kallað er árás fjárveit- ingavaldsins á menntakerfi þjóðar- innar og telur minnkun kennslu og versnandi aðbúð að skólastarfi vera brot á grundvallarmannrétt- indum. Morgunblaðið/Bjöm Þ. Kristjánsson Leifur Eiríksson í eigu KLM Þó nafni Leifs Eiríkssonar hafi alltaf verið haldið hátt á lofti á íslandi er því samt þannig farið að um þessar mundir heitir engin íslensk flugvél í höfuðið á landkönnuðinum. Slík vél er aftur á móti í eigu hollenska flugfélagsins KLM og er í Evrópuferðum þess. Hér að ofan er mynd af umtalaðri vél á Landvetter flugvellinum í Gautaborg. Hún er af gerðinni Boing 737-400. Ódýrt, þægilegt og spennandi með SAS Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofuna þína. SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! « Laugavegi 172 Sími 62 22 11 j- o Q /Æ/S4S NORÐURLANDAFARGJÖLD SAS* DANMÖRK SVÍÞJÓÐ Keflavík - Kaupmannahöfn 26.690.- Keflavík - Stokkhólmur 28.830.- Keflavík - Gautaborg 26.690.- NOREGUR Keflavík - Malmö 26.690.- Keflavík - Osló 24.980.- Keflavík - Vásterás 28.830.- Keflavík - Kristiansand 24.980.- Keflavík - Norrköping 28.830.- Keflavík - Stavanger 24.980.- Keflavík - Jönköping 28.830.- Keflavík - Bergen 24.980,- Keflavík - Kalmar 28.830.- Keflavík - Váxjö 28.830.- *Verö miöað viö 5 daga hámarksdvöl (4 nætur) aö meötalinni aöfararnótt sunnudags. Barnaafsláttur er 50%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.