Morgunblaðið - 11.02.1992, Side 20

Morgunblaðið - 11.02.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992 Neyðarástandi lýst yfir í Alsír; Valdhafar búast til að banna FIS Fjörutíu manns fallnir og 300 særð- ir í átökum frá því á föstudag Algeirsborg. Iieuter. VALDHAFARNIR í Alsír lýstu yfir neyðarástandi í eitt ár á sunnu- dagskvöld og bjuggu sig undir að banna Islömsku hjálpræðisfylk- inguna (FIS), flokk heittrúaðra múslima, eftir að 40 manns hið minnsta höfðu beðið bana í átökum öryggissveita og múslima frá því á föstudagskvöld. Um 300 manns særðust í átök- unum og hundruð manna voru hand- tekin. „Alsír er núna á barmi borga- rastyrjaldar. Alsírskt blóð streymdi á götunum," sagði fréttamaður als- írska sjónvarpsins. Götur Algeirs- borgar tæmdust því sem næst algjör- lega eftir að tilkynnt hafði verið í útvarpi og sjónvarpi að lýst hefði verið yfir neyðarástandi. Valdhafarnir veittu innanríkisráð- herra landsins, Larbi Belkheir, aukin völd til að binda enda á óeirðirnar. Ráðherrann getur látið handtaka menn sem hvetja til andófs, fyrir- skipað húsleit á nóttu sem degi, bannað verkföll og útifundi og lokað samkomustöðum. Hann getur einnig sent andófsmenn fyrir herrétt, bann- að fólki að fara á ákveðna staði eða ferðast á ákveðnum tímum og leyst upp sveitarstjórnir. I yfirlýsingu frá innanríkisráðu- neytinu sagði að það væri að und- irbúa bann við íslömsku hjálpræð- isfylkingunni, sem berst fyrir stofn- un íslamsks ríkis, „vegna ítrekaðra lögbrota". Talið er að slíkt bann geti haft alvarlegar afleiðingar. „Þetta fólk verður enn róttækara. Það neyðist til hefja leynilega starf- semi, gerast hryðjuverkamenn," sagði vestrænn stjórnarerindreki í Algeirsborg. Sænskir jafnaðarmenn: Gjaldþrot blaðaút- gáfu veldur hneyksli Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. BLAÐAFYRIRTÆKI sænskra jafnaðarmanna, A-pressen, var úr- skurðað gjaldþrota í gær og er þetta orðið eitt mesta hneykslismál í sögu sænskrar blaðaútgáfu. Tveir menn í stjóm Jafnaðar- mannaflokksins hafa boðist til að segja af sér vegna málsins, þeir Bo Toresson ritari og Björn Wall gjaldkeri. Framkvæmdastjóra A- pressen, Torbjörn Báth, var vikið frá á föstudag. Ingvar Carlsson, leiðtogi flokks- ins, segir að skuldir fyrirtækisins nemi rúmum 100 milljónum sæn- skra króna, rúmum milljarði ÍSK. A-pressen keypti dagblaðið Arbet- et, sem er gefið út í Malmö og Gautaborg, árið 1985 og fyrrver- andi ritstjóri þess, Lars Engqvist, segir að stjóm fyrirtækisins eigi ein sökina á gjaldþrotinu. Hún hafí fært 60 milljónir sænskra króna, um 600 milljónir ÍSK, frá Arbetet til annarra blaða fyrirtæk- isins, Dagbladet og Nya Norrland. Arbetet hyggst krefja Jafnaðar- mannaflokkinn skaðabóta vegna þessa máls. Blaðið verður að öllunr líkindum gefið út þessa viku en óvíst er um framhaldið. Ingvar Carlsson telur að svo kunni að fara að leggja verði Arbetet niður og hann skellir skuldinni á stjóm A-pressen, sem hann segir hafa látið hjá líða að skýra flokksforyst- unni frá alvarlegri stöðu fyrirtæk- isins. Stjórnendur og starfsmenn blaða fyrirtækisins hafa hins veg- ar sakað flokksforystuna um ósannsögli, því hún hafí fengið upplýsingar um fjárhagsvanda fyrirtækisins en virt þær að vett- ugi- * Polfoto Eins og sjá má eru skemmdir á efri hæðum Próvíantgarðsins miklar. Ennfremur varð mikið vatns- tjón á neðri hæðunum. Bruni í Kaupmannahöfn: Sögufrægt hús stórskemmdist Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bru- un, fréttaritara Morgunblaðsins. EITT af sögufrægari húsum Kaupmannahafnar, Próvíant- garðurinn, stórskemmdist í bruna á sunnudag. Um tíma leit út fyrir að eldurinn læsti sig í nálægar byggingar eins og Kristjánsborgarhöll og Konung- legu bókhlöðuna en slökkviliði borgarinnar tókst að slökkva eldinn áður en það varð. Arna- safn var til húsa í Próvíantgarð- inum frá 1957 þangað til það var flutt út á Amager á áttunda ára- tugnum. Tjónið á Próvíantgarðinum er metið á 500 milljónir danskar (tæpa fímm milljarða ÍSK). Ekki varð tjón á mönnum. Verið var að gera húsið upp og var því verki næstum lokið. Húsið er tengt Kri§tjánsborg, þinghúsi Dana, og átti.að nota það undir skrifstofur þingflokka og umhverfismála- ráðuneytið. Talið er að brunann Ljósm/Kristján Pétur Guðnason Próvíantgarðurinn (t.h.) eins og hann leit út fyrir brunann. megi rekja til gáléysis byggingar- verkamanna. Það var Kristján IV sem lét reisa Próvíantgarðinn árið 1602. Þar voru vistageymslur flotans. í þá daga stóð húsið við sjó en síðan hefur verið fyllt upp í Orlogshöfn og þar er nú Rósagarðurinn við Konunglegu bókhlöðuna. Evrópska efnahagssvæðið: Evrópiibandalagið kynnir tillögur til málamiðlunar Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMNINGAMENN Evrópubandalagsins (EB) gerðu fyrir síðustu helgi fulltrúum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) grein fyrir hugmynd- um sínum um lausn á ágreiningnum um fyrirkomulag dómstóla í samn- ingnum um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Samkvæmt heimildum í Brussel koma tillögur EB að mörgu leytj til móts við hugmyndir sem EFTA kynnti í lok janúar um sama efni. I gær var haldinn óformlegur samningafundur EFTA og EB til að fjaila um mögulega málamiðlun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er framkvæmdastjórn EB tilbúin til að falla frá kröfum sínum um að dómar Evrópudómstólsins hafi í framtíðinni fordæmisgildi inn- an EES. í samningsdrögunum er gert ráð fyrir að dómar sem felldir hafa verið fyrir gildistöku samnings- ins hafi fordæmisgildi innan Evr- ópska efnahagssvæðisins en hug- myndir EB gera nú ráð fyrir að það verði í verkahring sameiginlegrar stjórnarnefndar EES að ákveða hvaða dómsúrskurðir Evrópudóm- stólsins, sem felldir verða eftir gildi- stöku samningsins, hafi fordæmis- gildi. Náist ekki samkomulag geti EB gripið til gagnaðgerða s.s. frestað viðeigandi köflum samningsins. EB mun samkvæmt hugmyndunum til- búið til að falla frá kröfunni um fullt réttarsamræmi innan EES. Þá gera tillögur EB ráð fyrir að ekki verði fjallað sérstaklega um samkeppnismál í EES-samningnum, hvað þau varðar yrði óbreytt ástand frá því sem nú er í samskiptum band- alaganna. Ágreiningi vegna EB- reglna yrði samkvæmt hugmyndum EB skotið til sameiginlegrar stjórnar- nefndar EES. Hún getur síðan vísað málinu til umsagnar Evrópudóm- Yfirmaður Stasi ákærður fyrir morð: Ákærði borimi í réttarsal Berlín. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir Erick Mielke, fyrrum yfirmanni a- þýsku öryggislögreglunnar Stasi. Mielke, sem er 84 ára gamall, er svo hrumur að bera varð hann inn í réttarsalinn I Berlín. Mielke er ákærður fyrir að hafa árið 1931 myrt tvo lögreglumenn fyrir framan höfuðstöðvar þýska kommúnistaflokksins. Ennfremur er honum gefið að sök að hafa framið mannréttindabrot og kosningafals á meðan hann var yfirmaður Stasi. Veijendur Mielkes segja að morð- ákæran byggist á afbroti sem sé fyrnt og sönnunargögnin megi rekja til framburðar manna sem Gestapo, leynilögregla Hitlers, pyntaði. Saka- dómur í Berlín úrskurðaði á síðasta ári að ákvæði um fyrningu sakar ættu ekki við því Mielke hefði falið málsskjöl um morðin eftir að Austur- Þýskaland var stofnað. Mielke var borinn inn í réttarsalinn í skotheldu búri. Þegar hann var spurður um fæðingardag sagðist hann ekki muna hver hann væri. Neitaði hann að svara öðrum spurn- ingum. Sagðist hann vera veikur og að hann vildi fara heim. Erich Mielke í réttarsalnum í gær. Reuter stólsins en slíkt yrði að vera sam- hljóða. Úrskurðir Evrópudómstólsins væru ekki bindandi fyrir EFTA þann- ig að gert er ráð fyrir að stjórnar- nefndin geti samið um einhver frávik frá úrskurðum Evrópudómstólsins. í hugmyndum EB er lagt til að stjórnarnefnd EES geti samhljóða skotið málum til sérstaks gerðar- dóms ef EFTA grípur til öryggis- ákvæða í samningnum. Kröfum EFTA um gerðardóm vegna gagnað- gerða EB komi til frestunar á ein- stökum þáttum saraningsins er hafn- að. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru uppi raddir innan fram- kvæmdastjórnar EB um að banda- lagið geti gripið til gagnaðgerða s.s. refsitolla sé talið að styrkir spilli samkeppnisstöðu EB-fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að samningavið- ræðum verði haldið áfram í dag, þriðjudag, en auk viðræðna um fyrir- komulag dómstóla er þess freistað að leysa önnur útistandandi ágrein- ingsmál. Á miðvikudag kemur sú deild innan ráðherrarráðsins sem fjallar um samskipti við EFTA saman til að undirbúa fund fastafulltrúa aðildarríkjanna sem verður í Brussel á fimmtudag. Sameiginlegur fundur yfirsamninganefnda bandalaganna verður á föstudag og óstaðfestar heimildir hér í Brussel herma að stefnt sé að því að samningamennirn- ir setji upphafsstafi sína undir sam- komulagið um EES síðdegis þann dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.