Morgunblaðið - 11.02.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992
23
Formenn læknaráða Borgarspítala og Landakots um sameiningu:
Einföldun á dýrum þátt-
um í rekstri sjúkrahúsanna
Bráðaþjónusta á Borgarspítalann en öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á Landakot
IÞEIM hug'myndum sem eru til umræðu um hugsanlega verkefna-
skiptingu milli Borgarspítalans og Landakots ef af sameiningu
þeirra verður er gert ráð fyrir að bráðaþjónustan sé á Borgar-
spítalanum en öldrunar-og hjúkrunarþjónustan á Landakoti. For-
ráðamenn beggja þessara stofnana sjá margvíslegt hagi'æði og
hagkvænmi af sameiningu og munu á næstunni eiga viðræður
við heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra um mál þetta. Fyrsti
formlegi fundurinn gæti jafnvel orðið í dag, þriðjudag. Einnig
er beðið ákvarðana heilbrigðisráðuneytisins um skiptingu á 500
milljón króna varasjóðnum sem nota á til að mæta niðurskurði
á fjárveitingum til sjúkrastofnana.
Sigurður Björnsson fulltrúi
fatlaðra.
ar,“ sagði hún. „Handahófskenndar
aðgerðir eru einkennandi. Niður-
skurður á sjúkrahúsum, aðför að
Landakoti er dæmi um þau vinnu-
brögð sem eru viðhöfð. Skerðing
grunnlífeyris, hækkun lyfjakostn-
aðar, lækkun barnabóta. Aukin
kostnaðarhlutdeild sjúkra, fatlaðra
og aldraðra í heilbrigðiskerfínu er
staðreynd, þjónustugjöld. Aukinn
þungi og aukakostnaður hjá fjöl-
skyldum fatlaðra barna er stað-
reynd,“ sagði Selma Dóra Þorsteins-
dóttir meðal annars.
Tryggvi Friðjónsson las upp álykt-
un fundarms. í henni segir meðal
annars: „Útifundur Almannaheilla
krefst þess að stjórnvöld láti af árás-
um á velferðarkerfið og lífskjör
þeirra fjölmörgu sem eiga allt sitt
undir því. Útifundur skorar því á
ríkisstjórn og Alþingi að snúa nú
þegar við blaðinu og draga til baka
allar ráðstafanir sem leiða til skertr-
ar heilbrigðisþjónustu, gloppóttara
skóla- og menntakerfis, og lakari
afkomu þeirra sem höllustum fæti
standa.“
m.
i við ferðaskrifstofur:
laskrif-
irlanda
ganga frá því en Flugleiðir ráðast á
leiguflugið sem þær ætla sjálfar að
fljúga, og bjóða hagstæðari kjör hjá
erlendri ferðaskrifstofu," sagði Helgi
Jóhannsson, formaður Félags ferða-
skrifstofa.
„Flugleiðir segjast vera að æfa sig
fyrir Evrópubandalagið. Eigum við
þá að draga þá ályktun að við þurfum
að æfa okkur líka og fara með skipu-
lagt leiguflug inn á áætlunarstaði
þeirra? Eg hef hvatt til þess að aðilar
í ferðaþjónustu hér mæti samkeppni
frá EB með því að vinna saman og
Flugleiðir hafa tekið undir þessa
stefnu. En nú er greinilega komið
annað hljóð í strokkinn þar,“ sagði
Helgi.
Hann sagði að ferðaskrifstofurnar
hefðu flestar boðað stjórnarfundi í
þessari viku þar sem væntanlega yrði
rætt hvernig bregðast skuli við.
Ólafur Örn Arnarsson yfirlækn-
ir á Landakotsspítala segir að það
sé engin spurning að faglega
muni þessar tvær sjúkrastofnanir
bæta hvor aðra upp. „Faglegu
rökin fyrir sameiningu eru nokkuð
ljós og úr dæminu kæmi sterk og
öflug sjúkrastofnun," segir Ólaf-
ur. „Rekstrarhagkvæmnin byggist
á því að skipta á starfsemi milli
þessara stofnana þannig að ýmis
starfsemi á Landakoti yrði flutt í
B-álmu Borgarsjúkrahússins en
starfsemi þaðan flutt hingað á
Landakot. Þá er ég að tala um
flytja hjúkrunar-og öldrunarþjón-
ustuna á Landakot en bráðaþjón-
ustuna á Borgarspítalann."
Jóhannes M. Gunnarsson for-
maður Læknaráðs Borgarspítál-
ans segir að þegar rætt sé um að
spítalarnir bæti hvom annan upp
megi taka sem dæmi að engin
barnadeild er til staðar á Borgar-
spítalanum eins og á Landakoti.
„Það hefur ekki verið vansalaust
að Borgarspítalinn hefur ekki
barnadeild því alltaf er eitthvað
um að börn séu lögð inn af slysa-
deild og öðrum deildum spítalans,“
segir Jóhannes.
Ólafur Örn segir að með sam-
einingu sé hægt að sameina dýrar
deildir, svo sem skurðstofur,
röntgendeildir, rannsóknarstofur
og gjörgæslu og hafa á einum
stað og ná með því töluverðri hag-
kvæmni í rekstri. „Hvað varðar
B-álmu Borgarspítalans má nefna
að þar eru nú þrjár hæðir óinnrétt-
aðar og þar yrði hægt að koma
fyrir hluta af þessari dýru _ eða
viðamiklu starfsemi," segir Ólaf-
ur. „B-álman er að verulegu leyti
byggð fyrir fé úr Framkvæmda-
sjóði aldraðra og það áskilið að
þar væri öldrunarþjónusta. Þetta
hefur að mörgu leyti stöðvað þró-
un Borgarspítalans en með sam-
einingu myndi það vandamál leys-
ast með fyrrgreindri verkaskipt-
ingu.“
Jóhannes M. Gunnarsson tekur
undir orð Ólafs um einföldun á
dýrum þáttum í rekstri þessara
spítala og að sennilegasta niður-
staðan í verkaskiptingu væri að
flytja þá starfsemi sem hvað mest
viðbúnaðar krefst á Borgarspítal-
ann. „Síðasta haust var búið að
gera grófa áætlun um verkaskipt-
ingu og hún var mjög á þessum
nótum, það er að bráðaþjónustan
Sem kunnugt er af fréttum
strönduðu viðræður um sameiningu
þessara tveggja spítala í lok síðasta
árs á andstöðu St. Jósefssystra sem
hafa samning við ríkið til ársloka
flytti á Borgarspítalann en hjúkr-
unarþjónustan á Landakot," segir
Jóhannes. „En það yrði svo nýrrar
stjórnar að taka endanlegar
ákvarðanir í málinu og það er ljóst
að samruninn tekur nokkur ár í
framkvæmd.“
Formenn starfsmannaráða
Borgarspítala og Landakots hafa
Árni Sigfússon, stjórnar-
formaður Sjúkrastofnana Reykja-
víkur, sagði við Morgunblaðið, að
á fjárlögum væru tæpar 500 millj-
ónir króna á sérlið, ætlaðar til að
mýkja flatan niðurskurð á rekstr-
arfé í heilbrigðisþjónustunni. Þá
væru 195 milljónir króna á sérlið
fyrir stofnkostnað sjúkrahúsa í
Reykjavík. Sagði Árni að heil-
brigðisráðherra hefði sent borgar-
stjóra bréf þar sem fram komi að
meginhluti þessarar upphæðar sé
ætlaður til sameinaðs sjúkrahúss
ef af sameiningunni yrði. Á móti
hafi borgarstjóri lýst því yfir að
borgin væri tilbúin að greiða sinn
hlut í stofnkostnaði, 35 milljónir,
þegar af sameiningu verði. Loks
væru tæpar 100 milljónir króna á
sérstökum lið sem tengdist verka-
skiptingu og sameiningu í Reykja-
vík. Þarna hefði ráðherra því rúm-
ar 800 milljónir til ráðstöfunar.
Árni sagði síðan að Borgar-
spítalinn hefði sett fram tillögur
sem ættu að spara 200 milljónir
króna í rekstri spítalans. Landa-
koti væri ætlað að skera niður 480
milljónir króna en þar af væru 60
milljónir hluti spítalans í flötum
niðurskurði á rekstrarfé ríkis-
1996 um rekstur spítalans í núver-
andi mynd. Fram hefur komið að
þær telja áformaðan niðurskurð á
rekstrarfé Landakots nú brot á
þeim samningi.
átt óformlegar viðræður sín á
milli um hugsanlega sameiningu
og mál henni tengdri. Jón Högna-
son formaður starfsmannaráðs
Landakots segir að það sé sjálf-
sagt að kanna sameiningu en hins-
vegar sé erfitt að taka ákveðna
afstöðu til málsins þar sem svo
margir þættir þess eru enn óljósir.
Sigrún Knútsdóttir, formaður
starfsmannaráðs Borgarspítalans,
segir hið sama og að margar
spurningar séu á lofti hjá starfs-
mönnum um útfærsluna á samein-
ingunni. „Ef hin sameinaða stofn-
un verður hlutafélag eins og rætt
hefur verið um verðum við þá
áfrarn opinberir starfsmenn eða
ekki,“ segir Sigrún.„Og hvað verð-
ur með réttindi okkar eins og
æviráðningu, lífeyrissjóðsréttindi
stofnunar. Ef horft væri framhjá
420 milljóna mismuninum þýddi
þetta 260 milljóna króna sparnað
i rekstri. Og ef spítalarnir næðu
að spara sameiginlega 100 millj-
ónir til viðbótar væri þar kominn
360 milljóna króna sparnaður.
„Þá vantar enn rúmar 300 millj-
ónir króna til að við fáum sömu
upphæð og í fyrra. Því er það
mjög einföld spurning hvort það
fé verði útvegað og þar horfa
Björn Önundarson trygginga-
yfirlæknir segir að sitt álit á málinu
í heild sé að ekki megi hrófla við
þeim samningi sem St. Jósefssystur
gerðu við ríkið árið 1976 og gilda
á til loka ársins 1996. „Það er einn-
ig mitt álit að þessi sameining hafi
ekki í för með sér sparnað heldur
aukinn kostnað,“ segir Björn.
I yfirlýsingu þeirri sem Björn las
upp á fundinum kom fram gagn-
rýni á þær aðgerðir sem gripið
hefur verið til á Landakoti, það er
og fleira.“
Jón Högnason segir að þessi
mál hafi ekki enn komið til um-
ræðu innan starfsmannaráðsins á
Landakoti enda við önnur vanda-
mál að glíma þar nú sem er hinn
mikli niðurskurður á rekstrarfé til
spítalans.
Og Sigrún bendir á að fyrir jól-
in er þessi sameining var síðast á
döfinni hafi starfsmenn Borgar-
spítalans verið jákvæðir gagnvart
hugmyndum um sameiningu en
þau viðhorf gætu hafa breyst með
áformum um sparnað og niður-
skurð. „Menn verða að átta sig á
því að sameining þessara tveggja
spítala kostar fé og að hagnaður-
inn af sameiningunni sér ekki
dagsins ljós fyrr en á næsta ári
eða þarnæsta,“ segir Sigrún.
menn til þessa sameiginlega sjóðs
ráðherra. Þetta verðum við að
ræða, væntanlega á miðvikudag,“
sagði Árni.
Hann sagði að flest benti til
þess að sameining spítalanna
gæti formlega orðið á miðju þessu
ári en mikilvægt væri að menn
byijuðu strax að vinna skipulega
að henni. Til dæmis þyrfti að
tryggja mál starfsmanna. Árni
sagði þó, að geysimikil hreyfing
væri á starfsmönnum í sjúkraþjón-
ustu, allt að 25% á ári á ákveðnum
deildum. Ef þetta gengi eftir á
nýju sjúkrahúsi þyrfti væntanlega
að auglýsa eftir starfsfólki þótt
hagræðing til lengri tíma hlyti að
gera ráð fyrir að stöðugildum
fækki.
uppsögn alls starfsfólks spítalans.
Þar kemur ennfremur fram að þær
viðræður sem átt hafi sér stað nú
um nokkurt skeið hafi algjörlega
verið án vitundar og vilja Bjöms.
Af þessum sökum telji hann sig
knúinn til að segja sig úr stjórninni.
„Það er rétt að fram komi að
ég styð allan eðlilegan sparnað sem
ríkisstjórnin stendur að í heil-
brigðiskerfinu,“ segir Björn. „Því
ég tel að víða megi spara á þessu
sviði.“
Málið allt mjög óljóst
- segir systir Emmanuelle
SYSTIR Emmanuelle, talsmaður St. Jósefssystra, segir að hún vilji
ekkert tjá sig um liugsanlega sameiningu Landakots og Borgarspít-
ala að svo stöddu. „Þetta mál er allt svo óljóst í augnablikinu að
við viljum ekki ræða um það í fjölmiðlum," segir systir Emmanuelle.
Árni Sigfússon, sljórnarformaður Sjúkrastofnana Reykjavíkur:
Sameinaður spítali gæti
sparað 360 milljónir kr.
REIKNAÐ er með hægt verði að ná 360 milljóna króna sparnaði
í rekstri sameinaðra Borgarspítala og Landakotsspítala á þessu
ári miðað við framlög til spítalanna á síðasta ári. Er þá gert ráð
fyrir að um 300 milljóna rekstrarfé bætist við þær upphæðir sem
spítölunum hefur þegar verið úthlutað auk þess sem stærstur
hluti rúmlega 200 milljóna króna framlags ríkis og Reykjavíkur-
borgar vegna stofnkostnaðar renni til spítalans.
Þrír segja sig úr stjórn Landakots:
Sameining óvirðing
við St. Jósefssystur
- segir Björn Önundarson trygginga-
yfirlæknir sem sagði sig úr stjórninni
ÁGREININGUR kom upp í yfirstjórn Landakotsspítala á stjórnar-
fundi sem haldinn var um helgina og fjallaði um hugsanlega samein-
ingu spitalans við Borgarspítalann. Þrír af sjö stjórnarmönnum
sögðu sig úr stjórninni en það voru þeir Björn Önundarson, Erlend-
ur Einarsson og Haraldur Ólafsson. í yfirlýsingu sem Björn las upp
á fundinum kemur m.a. fram að hann telji sameininguna óvirðingu
við St. Jósefssystur og það óeigingjarna starf sem þær hafi unnið
hér á landi.