Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 29 Jóhannes Magnússon útgerðarmaður í Grímsey bíður eftir að veðrið Morgunblaðið/Hólmfríður Krókaleyfisbátarnir hafa ekkert getað róið; Útgerðarfélag Akureyringa: Um 880 tonn til vinnslu í janúar TREG veiði var allan síðasta mánuð, en ísfisktogarar ÚA komu þó með heidur meiri afla að landi í janúar miðað við sama mánuA á síðasta ári. ísfisktogararnir fímm komu með 774 tonn af afla að landi til vinnslunnar í janúar síðastliðnum, en í janúar I fyrra veiddu þeir 732 tonn. Togararnir fóru fyrr af stað til veiða eftir áramótin og lönduðu þeir níu sinnum í síðasta mánuði, en í janúar áuið 1991 lönduðu þeir sjö sinnum. Að viðbættum þessum 774 tonnum sem togararnir fengu í síðasta mánuði fékk frystihúsið einnig til vinnslu um 105 tonn úr togaranum Þór frá Dalvík, sem landaði tvisvar hjá Útgerðarfélagi Akureyrinjga. Einar Oskarsson hjá ÚA sagði að aflabrögð virtust lítið vera að glæðast, en þó hefði Kaldbakur EA landað um 120 tonnum í gær- morgun, sem þætti bara þokkalegt um þessar mundir. í síðustu viku lönduðu tveir togarar afla hjá ÚA, samtals 208 tonnum. Meira en 10 ákeyrslv ur á tveimur tímum Menn bíða eftir veðri en kvíða ekki fiskleysi - segir Jóhannes Magnússon Grímsey. ENN HAFA krókaleyfisbátarn- ir hér í Grímsey ekkert getað róið, en tíð hefur verið fremur Markaðsstjóri Foldu: Valtýr Valtýsson ráðinn VALTÝR Valtýsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Foldu hf. og tekur hann við starfinu 1. mars næstkomandi. Valtýr er 31 árs gamall Reykvík- ingur. Hann lauk prófi í íslensku og uppeldisfræði frá Háskóla ís- lands og stundað síðan framhalds- nám í Danmörku. Hann er sér- menntaður í útflutningsverslun og hefur lokið prófi frá The Danish School of International Marketing and Export. Valtýr hefur undanfarin ár búið í Danmörku þar sem hann hefur starfað hjá stóru markaðsfyrirtæki. Krossanesverksmiðjan hefur fengið 3.150 tonn af loðnu það sem af er þessu ári. Fjögur skip hafa landað loðnu hjá Krossanesi á árinu. í síðustu viku kom Sigurður RE með full- fermi og þá kom Súlan til lands á fimmtudag, en í lok janúar lönduðu Þórður Jónasson EA og Guðmund- leiðinleg það sem af er þessum mánuði. Krókaleyfisbátarnir, sem eru trillur undir sex tonn- um að stærð, hafa ekki mátt vera að veiðum síðustu tvo mánuði, en svo þegar fara mátti af stað 1. febrúar hefur ekki viðrað til veiðanna. Jóhannes Magnússon útgerðar- maður á tvo báta, Guðrúnu EA, sem er tæp fjögur tonn og hefur 70 tonna kvóta, og Sigfús Baldvin EA, sem er þriggja tonna trilla með krókaleyfi. Jóhannes keypti Sigfús Baldvin síðasta haust til að fylla upp í dauða tíma, en hann er ekki nema um það bil tvo mánuði að fiska þann kvóta sem hann hefur á Guðrúnu. „Þetta er alltof lítill kvóti, þetta gerir ekki nema rétt að halda í horfinu með útgerð- ina,“ sagði Jóhannes. „Það er ekkert veður, mér líst ekkert á þessa veðráttu, menn bíða bara eftir að komast á sjóinn. En ég er viss um að það mun fiskast vel þegar við komumst á sjó, ég kvíði ekki fiskleysi," sagði Jóhann- es. Hann hefur í hyggju að róa á krókaleyfisbátnum í febrúar og mars og ætlar að vera á færum. Jóhannes verður einn á trillunni. Um mánaðamótin mars/apríl ætlar ur Ólafur ÓF loðnu hjá Krossanesi. Jóhann Pétur Anderssen fram- kvæmdastjóri sagði að brætt hefði verið í síðustu viku og um helgina, en hráefnið væri að verða búið. Ekki var í gærdag vitað með vissu um næstu landanir, en þess vænst að fleiri skip kæmu innan skamms með loðnu. hann svo að skipta yfir og róa á Guðrúnu EA og vera þá á netum. Sonur hans hefur yfirleitt róið með honum, en ekki er víst að svo verði nú, en Jóhannes verður ekki í vand- ræðum með að fá mann í hans stað, því þegar hafa margir spurst fyrir um plássið, enda er Jóhannes einkar fiskinn. Sjómenn byrjuðu að róa um miðjan janúar og gekk vel, hægt var að róa flesta daga og ágætlega fiskaðist. Það sem af er febrúar- mánuði hefur tíð verið leiðinleg og hafa því krókaleyfisbátarnir ekkert getað farið á sjó, en þeir hafa ver- ið í stoppi frá því 1. desember síð- astliðinn og máttu fara til veiða 1. febrúar. Margir eru því óþreyju- fullir að veiðar geti hafist. TRÉVER hf. í Ólafsfirði er með tíu íbúðir í byggingu um þessar mundir, tvær þeirra eru í par- húsi seni skila á um næstu mánað- amót og er unnið við þær af full- um krafti. Hinum átta á að skila síðar en ekki er verið að vinna við þær sem stendur, þar sem menn leggja ekki í að steypa upp á miðjum vetri. Vigfús Skíðdal Gunnlaugsson rekur Tréver, en þetta fyrirtæki hans er orðið 32 ára gamalt og eru starfsmenn þess nú 16, en þegar mest er að sumrinu eru starfsmenn- irnir á bilinu 25 til 30 talsins. „Við erum í öllu sem viðkemur bygginga- iðnaði, tökum að okkur stærri verk- efni eins og húsbyggingar, rekum trésmíðaverkstæði og smíðum þar innréttingar og fleira, þá eigum við YFIR TÍU árekstrar urðu á Ak- ureyri á um það bil tveimur tím- um, frá hádegi og fram til kl. 14. Varðstjóri lögreglunnar á Akur- eyri sagði að hrinan hefði hafist laust fyrir hádegi og allt fram til kl. 14 hefðu menn stöðugt verið að tilkynna um árekstra. Vegna anna gat lögreglan ekki sinnt öllum út- köllum vegna þessara árekstra, en leiðbeindi fólki við að fylla sjálft vinnuvélar þær sem til þarf og loks má nefna að við keyptum steypu- stöðina sem Krafttak reisti hér vegna Múlaganganna," sagði Vig- fús, sem reyndar er ævinlega kall- aður Skíði á meðal heimamanna. Undanfarin ár hefur mikið verið um að vera í byggingaiðnaði í Ólafs- firði, að sögn Vigfúsar, mikið liefði út eyðublöð vegna tjóns. Ákeyrslurnar urðu víða um bæ- inn, hálka var ekki svo mikil, að sögn varðstjóra, en víða hálkublett- ir sem fólk virtist ekki átta sig á. Þá sagði hann einnig að autt hefði verið um langan tíma og naglar hefðu í einhveijum tilfellum gengið inn í hjólbarðana auk þess sem. þeir væru loðnir af tjöru og gripío því lítið. verið byggt síðastliðin ár, m.a. af íbúðarhúsnæði, þá væru einnig töluverð verkefni í kringum viðhald á skipum. „Við. unnum mikið fyrir Krafttak á meðan verið var að gera göngin, þannig að miðað við þann tíma eru verkefnin nokkru færri. Göngin hefðu þurft að vera helmingi lengri.“ STÍGAMðT - AKDREYRI (Samtök kvenna gegn kynferðislegn nfbeldi) Símatími alla fimmtudaga milli kl. 21-23 í síma 96-27611. Rúm 3.000 tonn af loðnu í Krossanes Morgunblaðið/Riínar Þór __________________ Vigfús S. Gunnlaugsson, Skíði, á verkstæði Trévers í Ólafsfirði. Göngin hefðu þurft að vera helmingi lengri - segir Vigfús S. Gunnlaugsson, verktaki í Ólafsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.