Morgunblaðið - 11.02.1992, Page 30

Morgunblaðið - 11.02.1992, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 Minning: -Böðvar Magnús- son vagnasmiður Böðvar Magnússon vagnasmið- ur er látinn á nítugasta og fyrsta aldursári. Böðvar var fæddur 19. desemb- er 1901 að Lágum í Ölfusi og ólst þar upp við vanaleg sveitastörf. Hann var til sjós á togurum og nokkrar vertíðir og alla tíð síðan félagi í Sjómannafélagi Reykjavík- ur. Árið 1935 byrjar Böðvar að vinna hjá frænda sínum Kristni Jónssyni vagnasmið sem rak um margra ára skeið vagnasmiðju og síðar bifreiðaverkstæði á Grettis- götu 21 í Reykjavík. Hann tók próf í vagnasmíði árið 1946 og mun vera eini íslendingurinn sem tekið hefur slíkt próf hér á landi. Þar vann Böðvar meðan verkstæð- ið var starfrækt eða til ársins 1970, fyrstu árin sem vagnasmið- ur, en eftir að vagnasmíðin var lögð niður á verkstæði Kristins Jónssonar, við bifreiðasmíði. Síð- ustu starfsárin vann hann á bif- reiðaverkstæði Ragnars Valssonar í Kópavogi en hann hafði lært bif- reiðasmíði á verksæðinu hjá Kristni Jónssyni á Grettisgötunni. Böðvar var mikill hagleiksmaður og stundum fenginn til að gera við gamla muni hjá Þjóðminjasafn- inu. Hann mun vera einn af fáum Islendingum sem kunni að smíða hjól úr járni en með trépílárum undir bifreiðar. Böðvar var geð- góður maður sem helst aldrei skipti skapi og var hann vinsæll meðal vinnufélaga sinna. Böðvar kvæntist 28. september 1946 Sigurlaugu Einarsdóttur sem fædd var á Steini á Reykjaströnd, 7. mars 1899. Heimli þeirra var lengst af á Snorrabraut 30 í Reykjavík. Ekki eignuðust þau börn en mörg börn löðuðust að þeim og sóttu til þeirra. Sigurlaug andaðist á afmælisdegi Böðvars 19. desember 1989 eftir langvar- andi vanheilsu og sjúkrahúsvist. Hún lá síðustu árin á Landakoti og fór Böðvar gangandi í heim- sókn til hennar á hveijum degi meðan honum entist heilsa. Eftir að hann veiktist lá hann á Landa- koti í nokkra mánuði en síðustu þijú árin dvaldi hann á Elliheimil- inu Grund. í veikindum þeirra hjóna Böð- vars og Sigurlaugar önnuðust Pálmi Jóhannsson og kona hans Ólafía Bjarnadóttir ásamt Margr- éti Halldórsdóttur þau eins og sína eigin foreldra. Hafi þau kærar þakkir fyrir. Böðvar verður jarðsettur við hlið konu sinnar í Fossvogskirkju- garði. Blessuð sé minning mætra hjóna. Vilhelmína Salbergsdóttir, Jóhann Hálfdanarson. Garðabær Blaðbera vantar í Hæðarbyggð og Dalsbyggð. Upplýsingar í síma 656146. Bókasafnsfræðingar með langa starfsreynslu á sérfræðibókasafni óska eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Svar sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „B - 7473“ fyrir mánaðamót. Knattspyrnufélag Reykjavíkur óskar eftir að ráða forstöðumann. Starfið felst í að annast daglegan rekstur félagsins og að hafa um- sjón með mannvirkjum þess, þ.m.t. viðhaldi. Leitað er að starfsmanni með rekstrarlega þekkingu og reynslu í umsjón með fasteign- um. Umsóknum skal skila til formanns hússtjórn- ar KR í KR-heimilinu, Frostaskjóli 2 í Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 2. mars nk. Hússtjórn KR. Hafrannsóknastofnun og Háskólinn á Akureyri Hafbeit á þorski Hafrannsóknastofnun í samstarfi við Háskól- ann á Akureyri óskar að ráða tímabundið starfsmann til undirbúnings tilraunafram- leiðslu á þorskseiðum í Eyjafirði. Verkefnið tengist öðrum rannsóknaverkefnum við Haf- rannsóknastofnun og Háskólann á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi hafi æðri mennt- un á sviði sjávarlíffræði, fiskifræði eða fiskeldis. Upplýsingar veita Steingrímur Jónsson, Haf- rannsóknastofnun, Akureyri, og Jón Þórðar- sort, Háskólanum á Akureyri, í síma 96-11780. Skriflegar umsóknir sendist Hafrannsókna- stofnun, pósthólf 875, 602 Akureyri, fyrir 1. mars. ÓSKAST KEYPT Lagerhillur óskast Óskum eftir að kaupa notaðar lagerhillur fyrir vörubretti. Upplýsingar í síma 620486. TILKYNNINGAR Vestmannaeyingar Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, verður með viðtalstíma föstudaginn 14. febrúar á bæjarskrifstofunum í Vest- mannaeyjum frá kl. 10.00-12.00. Þeir, sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma við ráðherrann, geta látið skrá sig á skrifstof- um Vestmannaeyjabæjar í síma 11088. Iðnaðarráðuneytið, viðskiptaráðuneytið, 6. febrúar 1992. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Póllandssöfnunin Þar sem óhjákvæmilega verða breytingar á fatasendingum Ingþórs Sigurbjörnssonar til Póllands eru þeir, sem lagt hafa þessu máli lið, beðnir að koma á fund, sem haldinn verð- ur í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5, 2. hæð, nk. fimmtudag 13. febrúar kl. 17.00. Stórstúka Islands. NAUÐUNGARUPPBOÐ ■ Nauðungaruppboð annaö og síðara á eftirtöldum eignum fer fram i dómsal embættis- ins, Aðalgötu 7, Stykkishólmi, föstudaginn 14. febrúar 1992 og hefst kl. 10.00: Brautarholt 3, efri hæð, Ólafsvík, þingl. eig. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf.. þrotabú, eftir kröfum Hróbjarts Jónatanssonar, hrl. Jóhanns H. Níelssonar, hrl., Byggingasjóðs ríkisins og Ólafs Gústafssonar hrl. Ennisbraut 30, Ólafsvík, þingl. eig. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf., þrotabú, eftir kröfum Hróbjarts Jónatanssonar, hrl. og Jóhanns H. Níelssonar, hrl. Ólafsbraut 6, Ólafsvík, þingl. eig. Hraðfrystihús Ólafsvikur hf., þrotabú, eftir kröfum Hróbjarts Jónatanssonar, hrl. og Jóhanns H. Níelssonar, hrl. Sandholt 9, Ólafsvik, þingl. eig. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf., þrotabú, eftir kröfu Símonar Ólasonar, hdl. Sildargeymsla í Ólafsvik, þingl, eig. Hraðfrystihús Ólafsvikur hf., eft- ir kröfu Jóhanns H. Nielssonar, hrl. Athafnalóð í Ólafsvik, þingl. eig. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf., þrotabú, eftir kröfu Jóhanns H. Nielssonar, hrl. Fiskverkunarhús við Klif, Ólafsvík, þingl. eig. Hraðfrystihús Ólafsvík- ur hf., þrotabú, eftir kröfu Jóhahns H. Nielssonar, hrl. Verbúð á Snoppu, eining 15, Ólafsvik, þingl. eig. Hraðfrystihús Ól- afsvikur hf., þrotabú, eftir kröfu Brbbjarts Jónatanssonar, hrl., Jó- hanns H. Nielssonar, hrl. og Landsbanka íslands. Fiskimjölsverksmiðja, mjölgeymsla og lifrarbræðsla, Ólafsvík, þingl. eig. Fiski- qg síldarmjölsverksmiðjan hf., þrotabú, eftir kröfum Sigríð- ar Thorlacius, hdl., Jóhanns H. Níelssonar, hrl., Hróbjarts Jónatans- sonar, hrl., Fiskveiðasjóðs íslands og Byggðastofnunar. Fiskimjölsverksmiðja i Ólafsvik, þingl. eig. Fiski- og sildarmjölsverk- smiðjan hf., þrotabú, eftir kröfum Hróbjarts Jónatanssonar, hrl., Jó- hanns H. Nielssonar, hrl., Sigriðar Thorlacius, hdl., Fiskveiðasjóös íslands, Byggðastofnunar og Ingólfs Friðjónssonar, hdl. Sýslumaður Snæfelísness- og Hnappadalssýslu. Bæjarfógetinn í Ótafsvik. Nauðungaruppboð á fastejgninni Smiðjuseli 2. Fellabæ, eign Þrotabús Baldurs og Óskars hf., fer fram laugardaginn 15. febrúar 1992, kl. 14.00 á eign* inni sjálfri, eftir kröfu skiptaréttar Norður-Múlasýslu. Endanleg sala. Uppboðshaldarinn i Norður-Múlasýslu. ÝMISLEGT Dansfélagi óskast Áhugasamur drengur, meðalhár, f. 1978, sem hefur æft dans í 5 ár, leitar að dans- félaga með góða undirstöðukunnáttu, mikinn metnað og góðan tíma til æfinga. Upplýsingar í síma 16064 eftir kl. 16.00. Reykjavíkurdeild RKÍ Barnfóstrunámskeið RKÍ Kennsluefni: Umönnun ungbarna, matar- hættir, skyndihjálp, fyrirbygging slysa, leik- fangaval. Leiðbeinendur: Fóstra og hjúkrunarfræðingur. 1. 18., 19., 23. og 24. mars. 2. 21. og 28. mars, 4. og 11. apríl (laugard.). 3. 25., 26., 30. og 31. mars. 4. 1., 2., 6. og 7. apríl. 5. 8., 9., 13. og 14. apríl. 6. 29. og 30. apríl og 4. og 5. maí. 7. 6., 7., 11. og 12. maí. 8. 23. og 30. maí, 6. og 13. júní (laugard.). 9. 1., 2., 3. og 4. júní. 10. 10., 11., 15. og 16. júní. Kennslustaður: Fákafen 11, 2. hæð. Kennslutími: Kl. 18.00-21.00 nema á laugar- dögum er kennt kl. 10.00-13.00. Upplýsingar og skráning í síma 688 188 á skrifstofutíma kl. 8.00-16.00. miðvikudaginn 12. febrúar verö- ur i Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst stundvíslega kl. 20.30. Fyrir kaffihlé sýnir Pétur Þor- leifsson myndir frá Kili' á því svæði sem gönguleiðin frá Hvítárnesi að Hveravöllum ligg- ur um (þrjár gönguferðir áætlað- ar nk. sumar). Svo verður hann með frásögn í máli og myndum af spennandi skíðagönguferð yfir Vatnajökul og flugmyndir af gönguleið yfir Vatnajökul sem fyrirhugað er að fara i sumar á vegum Ferðafélagsins frá Hveragili í norðri að Þormóðs- hnútu í suðri. Áhugasamt feröa- fólk ætti ekki að láta þessa sýn- ingu Péturs fram hjá sér fara og ekki hinir sem vilja skoða stór- brotið landslag. Eftir kaffihlé verða sýndar myndir úr nokkrum styttri og lengri ferðum FÍ. m.a. ferð frá Reykjarfirði yfir Drangajökul. Félagskonur sjá um kaffiveiting- ar i hléi, Aðgangur kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Fólk sækir bæði fróðleik og skemmtun á myndakvöld Ferðafélagsins. Kynnist eigin landi ferðum Ferðafélagsins. Allir velkomnir félagar og aðrir. Spilin góðu eru enn til sölu. Ferðafélag íslands. FÉLAGSLÍF □ EDDA 59921127 = 6 HELGAFELL 59922117 VI 2 D HAMAR 59921102 - FRL. I.O.O.F. Rb. 1 = 1412118 — NK. ADKFUK Fundur í kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. Anna Hugadóttir sér um fundarefni. Kaffi eftir fund. Allar konur hjartanlega velkomnar. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Myndakvöld Ferða- félagsins miðvikudag- inn 12. febrúar Kjölur - Vatnajökull o.fl. Myndakvöld Ferðafélagsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.