Morgunblaðið - 11.02.1992, Side 31

Morgunblaðið - 11.02.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992 31 Minning: Gerd Hallvarðsson Fædd 13. ágúst 1913 Dáin 2. febrúar 1992 í dag kveðjum við ömmu okkar, Gerd Hallvarðsson, hinstu kveðju. Amma Gerd fæddist í Reykjavík og bjó þar alla tíð. En foreldrar hennar voru norskir. Það voru kaupmanns- hjónin Lorentz Holan og Marie Muller. Þótt amma væri fædd á ís- landi, hefði vaxið hér úr grasi og búið sín fullorðinsár, var maður allt- af meðvitaður um það að hún var vissulega alnorsk. Það var ýmislegt í fari hennar og hennar nánasta umhverfi sem minnti á uppruna hennar. Við vorum ekki há í loftinu þegar fjölskyldan fór saman í skíða- ferðir upp í Hveradali eða inn í Jó- sefsdal. Pabbi ömmu var kunnur skíðamaður og einn af stofnendum Skíðafélags Reykjavíkur og frum- kvöðull að byggingu Skíðaskálans í Hveradölum. Heimili ömmu okkar og afa (Siguijón Hallvarðsson skrif- stofustjóri, dáinn 1987) á Tómasar- haganum, en þar höfðu þau lengst af heimili sitt, var á einhvern hátt „öðruvísi". í árvissum jóladagsboð- um var til dæmis alltaf norskur matseðill. Amma og afi voru að mörgu leyti ólík. Amma var norsk kaupmannsdóttir og heimskona. Hún kom frá ríkmannlegu menning- arheimili og lífsviðhorf hennar voru eðlilega mótuð af því. Hún var að vissu leyti á undan sinni samtíð í skoðunum sínum til dæmis varðandi stöðu konunnar í þjóðfélaginu, en á þessum tímum áttu allar konur að „starfa“ inni á heimilunum við hús- verk og barnauppeldi. Amma naut sín vel innan um fólk og hafði gam- an af öllu tilstandi. Hún fór til Nor- egs þegar færi gafst, oft sumar eft- ir sumar. Það var alltaf spennandi þegar hún kom heim úr þessum ferðum sínum. Eitt sinn var það að hún hafði með sér fersk jarðarber beint frá Osló. Þá voru börn, tengda- börn og barnabörn kölluð til og öll- um boðið upp á jarðarber með ijóma. Á svona stundum geislaði amma af gleði. Langafi og langamma byggðu sér sumarhús í norskum stíl við Selvatn. Langafi gaf ömmu land við þetta fallega vatn. Amma Gerd og Sigutjón afi byggðu sér þar bústað sem þau kölluðu Birkihlíð. Þessi staður er sannkallaður sæiureitur og ómetanlegar þær stundir sem við áttum þar. Leiðin frá vöggu til graf- ar er mislöng og mislétt hjá mann- anna börnum. Leið elsku ömmu var löng og viðburðarík -og oft var á brattann að sækja. Við sem þekkt- um hana eigum ótal fallegar minn- ingar um hana og þeim sem á falleg- ar minningar að ylja sér við, þarf aldrei áð verða kalt. Elsku amma var orðin þreytt og hvíldin-var óumf- lýjanleg því dauðinn er óaðskiljan- legur hluti lífsins. Hvíli hún í friði. Barnabörn. í dag er Gerd Hallvarðsson, fædd Muller, kvödd hinstu kveðju frá Dómkirkjunni, fjórum árum og fjórðungi eftir að eiginmaður henn- ar, Sigutjón Hallvarðsson, var það- an hafinn til hinstu hvíldar. Hann var henni átta árum eldri og náði-" hálfu fjórða ári hærri aldri, 82ja ára á móti 78 og hálfu æviári henn- ar. Því er þetta nefnt, að samrýnd- um hjónum er afar hugleikið að vera sem lengst samvistum og fá létt hvort öðru þunga og þrautir efri áranna. Þetta átti ekki síst við um þessi ágætu hjón, og var með fágætum, hve vel hann annaðist hana, þegar heilsubrestur bagaði. Þó reyndist hún sterk og bar missi sinn í hljóði. Gerd var eins og fíngerð jurt, gróðursett í framandi mold, norsk í báðar ættir, en fædd í Reykjavík 13. ágúst 1913, dóttir Lorentz H. Muller soprtvörukaupmanns og frömuðar vetraríþrótta og konu hans Marie Bertelsen. Enda þótt Norðmenn séu íslendingum ná- skyldir og nú enginn teljandi munut' á lífskjörum og lífsstíl þjóðanna, var þá mikið djúp staðfest milli norsks framtaks og höfðingsbrags, sem haslaði sér hvern völlinn af öðrum í íslensku atvinnulífi og viðskiptum, og deyfðar og drunga, sem enn háði landanum. Faðir hennar hafði efnast á örfáum árum og reist höfð- inglegt setur við Stýrimannastíg- inn, þegat' Gerd fæddist elst þriggja barna. Því hafði hún einungis af velsæld og fjölbreytilegri afþrey- ingu að segja í uppvextinum, sam- fara ströngum siðgæðislegum aga og kröfum um dugnað. Einkum stafaði þessum anda frá harðdug- legum og kappsfullum föður henn- ar, en hún virðist mér hafa tekið meira eftir móður sinni, hæglát, hlédræg og blíðlynd. Góð innsýn í líf þessarar fjöl- skyldu veitist í minningum_ Leifs Muller, bróður Get'dar, „Býr íslend- ingur hér?“, og er hugnæm lýsing, þar til hremmingin dundi yfir í lífi hans. Þau systkinin reyndu eftir megni að draga úr stéttarmun gagnvart skólasystkinum sínum, þannig t.d. að þær systurnar fengu lánaða garma af vinkonum sínum til að bera ekki úr hófi af þeim í leik. Allt frá 1914 áttu þau hjón sumarbústað upp við Selvatn í Mos- fellssveit, það sem komst upp eins konar norsk nýlenda: Muller var það og víðar frumkvöðull í skóg- rækt, og leiddi til ótrúlegrar grósku í þessú Heiðarlandi. Þau Gerd og Sigurjón fylgdu þessu fordæmi og reistu sinn sumarbústað þarna snemma á árum sínum og nefndu Birkihlíð. Þar var allt með sömu gróskuummerkjum, og þangað voru þau góð heim að sækja. Þess má geta, sem ég kynntist síðar, að Mullet' var upprunninn úr Þrænda- lögum og náfrændi Knut Getz Wold, þjóðbankastjóra Noregs, sem var ýmsum Islendingum að góðu kunn- ur, en hann hélt nokkru sambandi við Leif, meðan báðir lifðu. Mátti sjá sterkt ættarmót með þeim, sem og Birgi syni Gerdar. Um ekkert af þessu mundi ég nú fást, hefði Gerd ekki ung að árum veðjað á ungan og lítt reynd- an bóndason vestan af Mýrum og Snæfellsnesi, Sigutjón Hallvarðs- son, með Samvinnuskólapróf, nám- skeið úr Lundúnaveldi og nokkra starfsreynslu frá Ellingsen, þ.e. þegar kontinn í tæri við norsku nýlenduna. Hann hneigðist þó ekki fremur en bræður hans til viðskipta- umsvifa, heldut' fetaði miður arð- væna braut opinbers starfsmanns og var lengst af skrifstofustjóri lög- reglustjóraembættisins. Veit ég ekki annað en að kaupmannsdóttir- in hafi tekið því hlutskipti af ljúf- lyndi. Skartaði hún nafni Skutuls- eyjarbóndans, tengdaföður síns, eins og ekkert væri sjálfsagðara, eina mannveran sem gert hefur það að ættarnafni. Líf þeirra hjóna leið fram í lygnum straumi eindrægni og ljúflyndis. Trú þeirri hefð, sem hún var mótuð af, sótti Gerd ekki út af heimilinu, heldur bjó börnum sínunt þremur þar virki og griðastað til þess öryggis, sem þau hafa mót- ast af. Sá hópur, sem nú kveður móður, ömmu og langömmu þakk- látum huga, er þessi: Birgir, áður yfirdeildarstjóri Pósts og síma en nú framkvæmdastjóri eigin heil- sölufyrirtækis EFFCO, kvæntur Ragnhildi Eggertsdóttur, er var fjármálastjóri kvennablaðsins Veru, en er nú bókari fyrirtækis þeirra hjóna. Börn þeirra eru fjögur og barnabörnin einnig fjögur. Hall- varður bifreiðastjóri hjá Landsvit'kj- un, kvæntur Láru Scheving starfs- manni Pósts og síma, og eru börn þeirra fjögur og barnabörnin þrjú. Helga María, skrifstofustúlka í Byggðastofnun, gift Hreiðari Jóns- syni bifvélavirkja, og eiga þau tvö börn. Alls er þessi hóput' eftirkom- enda 23 manns. Þessum væna hópi nánustu að- standenda votta ég innilega hlut- tekningu, og þar með fyrir hönd hins breiða frændgarðs systkina- fjölskyldna Sigurjóns. Megi þeim blessast minning og manndómsarf- ur eftir gengin sæmdat'hjón, en þeim sjálfum eining á eilífðarbraut. Bjarni Bragi Jónsson. í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Gerd Hallvarðs- son. Gerd var af norsku bergi brot- in en fædd og uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar, Marie Bertelsen Muller og Lorentz Holan Mulier, voru bæði norsk en kynntust hér á landi árið 1909 þegar Marie kom til að heimsækja bróður sinn sem var búsettur hér. Þá hafði Lorentz verið hér frá því 1906. Árið 1911 kom Marie síðan aftur til íslands og þá til að giftast þessum unga manni sem hún hafði kynnst á Is- landi þrem árum áður og setjast hér að fyrir fullt og allt. Marie og Lorents varð þriggja barna auðið, af þeim var Gerd elst, þá Tonný, en yngstur var Leif. Af þessum þrem systkinum er nú aðeins Tonný á lífi. Æskuheimili Gerd var á Stýri- mannastíg 15. Faðir hennar vat' efnaður kaupmaður og allt uppeldi og aðbúnaður hennar og systkina hennar mótaðist af því. Eftir að skólagöngu hennar í Landakots- skóla lauk stundaði hún nám í Gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík og lauk þaðan pt'ófi. Eft- ir það fór hún að starfa í verslun föðut' síns, L.H. Mullers, í Austur- stræti 17, þar sem nú er Kjötbúr Péturs. Þegar hún var 17 ára fór hún einn vetur í heimavistarskóla í Edinborg til að læra ensku, eftir þann vetur fór hún til London og Parísar þar sem hún fór í leikhús, óperur og á söfn. Það voru ekki margar ungar stúlkur frá íslandi sem upplifðu slík ævintýri á þeim tímum. Gerd elskaði að ferðast, bæði innanlands og utan, og í eðli sínu var hún mikil útilífsmanneskja enda vön slíku lífi frá því hún mundi eftir sér en veikindi settu henni skorður sem ekki varð ráðið við. Ung fékk hún bólgna eitla á bak við lungun og var það upphafið að veikindum sem áttu eftir að setja sinn svip á allt hennar líf. 5. október 1935 giftist Get'd Sig- utjóni Hallvarðssyni sem var ættað- ur frá Skutulsey á Mýrum, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur hús- freyju og Hallvarðs Einvarðssonar bónda. Sigutjón starfaði lengst af eða yfir 40 ár sem skrifstofustjóri hjá Lögreglustjóraembættinu í Reykjavík, hann lést árið 1987. Þau Sigutjón og Gerd voru um margt ólík, hann bóndasonur ofan úr sveit en hún kaupmannsdóttir úr höfuð- staðnum, en þau áttu líka mikið sameiginlegt eins og það að njóta þess að vera úti í náttúrunni. Sem ung stunduðu þau bæði skíðaíþrótt- ina sér til ánægju og árið 1946 byggðu þau sumarbústaðinn Birki- hlíð við Selvatn í Mosfellshreppi í sama landi og foreldrar Gerd byggðu sinn bústað, Falkheim, 32 árum áður. Þarna upp við Selvatn undu þau Gerd og Sigutjón sér alla tíð vel og áttu sér unaðsreit og þarna hafa allit' þeirra afkomendur átt sínar yndislegustu stundir. Gerd og Sigutjón eignuðust þtjú börn, Birgir, Hallvarð og Helgu Maríu, sem öll eru á lífi og þeirra makar, barnabörnin eru orðin 10 og barna- barnabörnin 7. Við Gerd hittumst fyrst fyrir 37 árum, þegar eiginmaður minn Birg- ir, sem er elstur af þrem börnum hennar, fór með mig á heimili for- eldra sjnna til að kynna mig fyrir þeim. Eg var þá aðeins 16 ára og kveið þessari stund óskaplega. Þess hefði ég ekki þurft því mér var tek- ið opnum örmum af þeim báðum Sigurjóni og henni. Við Gerd urðum brátt miklar vinkonur og sú vinátta hefur enst æ síðan. Þrátt fyrir veik- indi sín vat' Gerd glaðlynd og kát, hún var félagslynd og hafði gaman af að vera innan um fólk og eins og ég nefndi áður þá hafði hún yndi af því að ferðast. Til Noregs fót' hún oft, þar átti hún jú sína ættingja og marga góða vini. Hún var mjög blíð að eðlisfari og þakk- lát fyrir allt sem fyrir hana var gert og það kom ekki síst fram eftir að hún varð öldruð og þurfti á hjálp að halda. Gerd var vönduð manneskja og öll þessi 37 ár frá því ég kynntist henni heyrði ég hana aldrei halla orði á neina mann- eskju. Hún var á margan hátt á undan sinni samtíð og hefur upp- eldi hennar vafalaust átt sinn þátt í því. Þegar hún var ung kona átti hún sér þann draum að setja upp verslun í Reykjavík en bæði var það að hún var heilsuveil og líka það að í þá tíð þótti ekki sæma að embætt- ismannsfrú í Reykjavík stæði í slík- um rekstri. Á tímamótum sem þessum, þegar maður kveður nána vinkonu og tengdamóður, koma svo mörg „ef“ upp í hugann, „ef“ hún hefði nú verið heilsuhraust, „ef“ hún hefði getað sett upp verslunina sína, „ef“ sú samtíð sem hún lifði í hér á ís- landi hefði verið önnur, til dæmis eins og í dag, „ef“ skjaldkirtilssjúk- dómurinn sem hún átti við að stríða þegar hún var kontin á miðjan ald- ur hefði uppgötvast fyrr, þá hefði allt hennat' líf getað ot'ðið öðruvísi. En hún átti því láni að fagna að eignast sinn góða mann og börn, það er ómetanleg gæfa og fyrir það vat' hún þakklát. Að lokum þakka ég elsku Gerd fyrir þá góðu vináttu sem við áttum saman. I mínum huga mun minn- ingin um hana ætíð lifa sem minn- ing um góða vinkonu sem hélt sinni reisn fram í andlátið og konu sem ég tel mig hafa lært margt og að- eins gott af. Blessuð sé minning Gerdar. Ragnhildur Eggertsdóltir. Magnea Kristjáns- dóttir - Minning Fædd 3. mars 1907 Dáin 31. janúar 1992 Með örfáum orðum langar mig til að minnast Magneu Kristjánsdóttur, en hún verður jarðsungin í dag, 11. febrúar, kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Foreldrar Magneu voru Kristján Bjarnason ættaður úr Norður-Þing- eyjarsýslu og Ingibjörg Magnúsdótt- ir, ættuð frá Tálknafirði. Magnea bjó með foreldruin sínum í Reykja- vík ásamt Ólöfu Benediktsdóttur, hálfsystur sinni. Foreldrat' Magneu slitu samvistir er Magnea var enn barn að aldri. Ólst hún upp frá því hjá móður sinni og Ólöfu hálfsystur sinni í Reyjavík. Magnea átti stóran hóp skyldmenna í Kanada, en það voru ættingjar í föðurætt. Magnea stundaði skólagöngu' í Reykjavík og útskrifaðist frá Versl- unarskóla íslands árið 1925. Magnea giftist fyrri manni sínum, Kristjáni Bjarnasyni, stýrimanni, 9. ágúst 1932. Kristján var yngstur þriggja sona hjónanna Bjarna Lofts- sonar og Gíslínu Þórðardóttur frá Bíldudal. Bræður Kristjáns voru Þórður og Loftur, faðir minn. Krist- ján starfaði sem stýrimaður hjá Eint- skipafélagi íslands og síðar Eim- skipafélagi Reykjavíkur allt til dauðadags. Hafði hann gerst hlut- hafi í því félagi er ltann réðst þang- að. Hann vat- 1. stýrimaður á flutn- ingaskipinu Heklu er það var skotið niður af þýskum kafbát 29. júní 1941 suður af Grænlands odda og fórst hann í þeim hildarleik í blóma lífsins ásamt 13 öðrum skipsfélög- um. Kristján og Magnea höfðu byggt sér húsið á Hrefnugötu 3 hér í borg og bjó Magnea þar alla tíð. Einnig bjó hjá henni á Hrefnugötu 3 Ólöf, hálfsystir hennar, meðan henni ent- ist aldur. Magnea giftist í annað sinn eftir- lifandi eiginmanni stnum, Sigmundi Guðbjartssyni, vélstjóra, 15. des- ernber 1951. Sigmundur vár skipsfélagi Krist- jáns í nokkur ár á flutningaskipinu Heklu og var einnig í áhöfninni er Hekla var skötin niður. Sigmundur bjargaðist ásamt 6 öðrum skipsfé- lögum eftir að hafa verið 10'A dag á fleka og höfðu þeir þá verið taldir af. Sigmundur starfaði lengst af sem vélstjóri á dýpkunarskipinu Gretti eða þar til hann fór í land fyrir ald- urs sakir. Magnea gekk í Oddfellow-stúk- una Sigríði nr. 3 17. maí 1960. Hafði hún mikla ánægju af að starfa í þeim ágæta félagsskap og mat hún mikils vináttu og félagsskap stúku- systranna. Viss er ég um að þær hafa metið mikils hennar góða við- mót og hlýju í starfi þeirra þessa þtjá áratugi. Magnea var vinur vina sinna og hélt mikilli tryggð við þá. Veit ég að hún kunni mjög vel að meta það er vinafólk hennar yngdi hana upp með því að skíra dætuf sínar í höfuðið á henni. Hélt hún mikið upp á báðar nöfnur sínar. Allt frá minni fyrstu bernsku eða svo langt sem ég man á ég rnargar Ijúfar minningar um Magneu, þessa fallegu og glæsilegu konu. Magnea var afar hlátunnild og komúst allir í gott skap í návist hennar. Hún hélt alla tíð mikið upp á mig eða elsku strákinn sinn eins og hún orð- aði það sjálf. Sagðist hún eiga pínu- lítið í mér.-alla vega nafnið. Fylgdist hún alltaf vel með mér alla tíð. Hræddur er ég urn að mér hafi ekki tekist að endurgjalda þessa miklu umhyggju þessarar elskulegu konu sem skyldi, í öllum þessum ys og þys nútímans. Alltaf var jafn mikil eftirvænting að koma í heimsókn til þeirra Magneu og Sigmundar á Hrefnugötu 3. Þar tók á móti nianni sama glað- værðin og hlýjan í hvert sinn. Þau voru afar samhent og nutu vel lífs- ins. Þau elskuðu að ferðast og fóru ótal ferðir til útlanda til að skoða sig um. Seinni árin ferðuðust þau oftast til Spánar og nutu lífsins þar í hita og rólegheitum eins og þau áttu meira en skilið. Einnig ferðuð- ust þau mikið hér innanlands. Samt kunnu þau best við sig á sínu elsku- lega heimili á Hrefnugötu 3. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, móður minnar, systur og barna hennaF votta ég Sígmúndi samúð okkar, 'en missir hans-er mikill. Kristján Loftssen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.