Morgunblaðið - 11.02.1992, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992
t
Eiginmaður minn,
ÁSMUNDUR SIGURÐSSON
fyrrverandi alþingismaður,
Barónsstig 65,
lést 8. febrúar.
Guðrún Árnadóttir.
t Systir okkar,
SESSELJA TÓMASDÓTTIR
frá Auðsholti,
lést á elliheimilinu Grund 3. febrúar. o
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. febrúar
kl. 1.30 e.h. Systkinin.
t
Fósturmóðir okkar,
ÞRÚÐUR BJARNADÓTTIR,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn
8. febrúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Þrúður Karlsdóttir,
Karl Karlsson.
t
Systir okkar og mágkona,
ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR JOHNSON,
áðurtil heimilis
á Sólvallagötu 16,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi 8. febrúar.
Pétur Kristjánsson,
Haraldur Kristjánsson, Gerða Herbertsdóttir.
t
Faðir okkar,
HJÖRLEIFUR GÚSTAFSSON,
lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 9. febrúar.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Jónína Hjörleifsdóttir,
Dagbjört Hjörleifsdóttir,
Gústa Hjörleifsdóttir,
Magnhtldur Hjörleifsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON
fyrrum póstmaður í Hafnarfirði,
lést á Sólvangi laugardaginn 8. febrúar.
Ásta G. Lárusdóttir, Eyjólfur Einarsson,
Guðmundur Lárusson, Unnur Einarsdóttir,
Guðrún Lárusdóttir, Jóhannes Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SESSELJA EINARSDÓTTIR,
Hrafnistu,
áður til heimilis á Brekkustíg 4A,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. febrúar
kl. 10.30.
Jónína Halldórsdóttir, Hannes Ingibergsson,
Guðrún Halldórsdóttir,
Magnea Halldórsdóttir, Grímur H. Lárusson,
Hafsteinn B. Halldórsson, Helga Kristín Friðriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur fósturfaðir, tengdafaðir, faðir, bróðir og afi,
PÁLL MELSTEÐ ÓLAFSSON
múrarameistari,
áðurtil heimilis Lækjarási 3,
Reykjavfk,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. febrúar
kl. 15.00.
Hulda Guðmundsdóttir, Örn Guðmundsson,
Svavar Guðni Svavarsson,
Helga Pálsdóttir,
systkini og barnabörn.
Minning:
Sigríður Pálsdótt-
ir,saumakona
Fædd 14. febrúar 1908
Dáin 4. febrúar 1992
Þeim fækkar nú óðum, sem slitu
barnsskónum á fyrsta tug þessarar
aldar. Eina slíka konu kveðjum við
í dag frá Siglufjarðarkirkju. Hún
lést 4. febrúar sl. í Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar.
Sigga Páls, eins og hún var gjarn-
an nefnd meðai kunnugra, fæddist
á Skeiði í Austur-Fljótum 14. febrú-
ar 1908 og var þvi nær 84 ára er
hún lést.
Foreldrar hennar voru Anha Her-
mannsdóttir frá Reykjarhóli og Páll
Bjömsson, búandi hjón á Skeiði.
Systkini hennar voru' tvö, Björn
bóndi að Miðsetju í Blönduhlíð, en
hann lést 1979, og Herborg Páiína,
sem lést á bamsaldri. Foreldrar
hennar bjuggu skamman tíma á
Skeiði. Fjölskyldan flosnaði upp, sem
kallað var, foreldrarnir fóru í vinnu-
mennsku, hvort í sínu lagi, með sitt
barnið hvort á framfæri. Það elsta
og yngsta. Það varð því hlutskipti
Siggu að hverfa úr foreldrahúsum á
viðkvæmum aldri, enda mun þessi
bitra reynsla hafa mótað líf hennar
síðar meir.
Hún dvaldi nokkur ár á ýmsum
stöðum í Skagafirði, mest þó í skjóli
móður sinnar og með henni flyst hún
til Siglufjarðar að lokinni fermingu,
þar sem hún bjó ætíð síðan. Á
unglingsárunum vann hún fyrir sér
ýmist í vist eða síldarvinnu á sum-
rum.
Ung hóf hún sambúð með Gunn-
ari Ásgrímssyni, sem entist langa
ævi, eða allt þar til Gunnar lést 6.
mars 1978.
Ég, sem þessi minningarbrot rita,
var svo lánsöm að finna heimili
þeirra Siggu og Gunnars barn að
aldri og ólst upp með þeim alla tíð.
Gunnar var sjómaður og sjaldan
heima, þannig að við tvær sýsiuðum
mest saman.
Á þessari stundu hvarflar hugur-
inn til liðinna ára með söknuði og
trega. Mér var tekið sem þeirra eig-
in barni frá upphafi og naut ég
ástúðar og umhyggju þeirra alla tíð.
Með þeirra tilstuðlán komst ég í
framhaldsskóla sem var alls ekki
sjálfgefið á þeim árum.
Hún sagði mér oft frá æsku sinni
þegar hún var hjá vandalausum við
misjafnt atlæti, en aldrei minnist ég
þess að hún hallmælti nokkrum
manni enda var gerð hennar siík að
'það samræmdist ekki hugarfarinu.
Snemma kom í Ijós að Sigga átti
þann meðfædda eiginleika að vera
hög í höndum svo af bar. Henni tókst
að nýta þessa hæfileika og komast
til náms í kvenfatasaumi hjá Þóru
Jónsdóttur frá Kirkjubæ sem þá
kenndi slíka kúnst á Siglufirði.
Saumaskapur alls konar varð síð-
an hennar lífsstarf, því hún hafði
saumastofu á heimili sínu í full 50
ár eða allt þar til hún fór á ellideild
sjúkrahússins 82ja ára gömul. Áður
en hún hóf saumanámið var hún
einn vetur í Húsmæðraskóla ísa-
fjarðar. Hún minntist skólasystra og
kennara þar ætíð með hlýhug.
Sigga var éðlisgreind, en efni og
aðsíæður þess tíma leyfðu ekki
munað eins og það var gjarnan
nefnt, hjá þeim sem áttu þess kost
að læra meira, en það sem lögbund-
in barnafræðsla bauð.
í huga Siggu var enginn staður
fegurri en Siglufjörður. Þar hafði
hún dvalið frá unga aldri og þar
kaus hún sér hinstu hvíld.
Það var hrífandi að heyra hana
lýsa því þegar morgunsólin skaut
kollinum uppfyrir Staðar-Hólshyrn-
una, svo gullnum roða sló á bæinn
sem enn var í fasta svefni. Henni
þótti nú ekki björgulegt að sofa af
sér þessa listrænu fegurð.
Sigga fóstra mín sinnti ekki mikið
félagsmálum, gaf sér ekki tíma í
slíkt. Heimilið og saumaskapurinn
voru henni nægileg verkefni, þó
studdi hún slysavamafélagið sem
sönn sjómannskona ásamt. fleirum
frjálsum félagasamtökum.
Margir urðu til að heimsækja
hana vegna saumanna og þar mynd-
aðist oft góð vinátta sem hélst ævi-
langt.
Að leiðarlokum vil ég þakka allar
okkar samverustundir og ómetan-
lega umhyggju fyrir mér og fjöl-
skyldu minni. Þótt leiðir skilji að
sinni munum við hittast í fyllingu
tímans á strönd eilífðarinnar.
Guð blessi minningu Sigríðar
fóstru minnar.
Farðu á vegum friðarboðans,
fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim.
Hulda.
Þeir syngja við rúmið þitt og sólseturljóð,
því öllum varst ástrík og einlæg og góð.
Og, við tökum undir þá óma með þeim,
og kvöldbæn okkar föpr skal fylgja þér
heim.
Þú sagðir að guð skyldi vera okkar vöm,
ef alltaf væmm auðsveip og elskuleg börn.
Og við við skulum reyna að muna þitt mál,
og minning þína geyma í óspilltri sál.
(Guðm. Guðmundsson)
Hún amma, Sigríður Pálsdóttir,
saumakona frá Siglufirði, er dáin.
Það er erfitt og sárt að þurfa að
sætta sig við þá staðreynd að hún
sé nú horfin yfir móðuna miklu.
Það var alltaf svo gott að koma
til ömmu, þar ríkti svo mikil frið-
sæld. Okkar fyrstu minningar tengj-
ast allar ömmu Siggu á einn eða
annan hátt.
Amma var róleg og hæglát kona,
anaði ekki að neinu og vann sín
verk vel og örugglega. Og þó hún
væri ekki í því að siða okkur til þá
lærðum við af henni að heiðarleiki.
Vinnú- og hjálpsemi eru gulls ígildi
en sá sem liggur í leti og ómennsku
kemst ekkert áfram í lífinu.
Amma Sigga var okkur mjög góð
og vildi allt fyrir okkur gera. Hún
var saumakona og öll áttum við
okkar fasta sess í saumaherberginu,
t
Minningarathöfn um eiginmann minn,
föður okkar, tengdaföður, afa og bróður,
JÓHANN JÓNASSON,
Langanesvegi 33,
Þórshöfn,
er lést 2. febrúar sl., fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 13. febrúar
kl. 10.30. (
Jarðsett verður frá Sauðaneskirkju laug-
ardaginn 15. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag (slands.
Guðlaug Pétursdóttir,
Guðrún R. Jóhannsdóttir,
Jónas S. Jóhannsson,
Pétur S. Jóhannsson,
Jóhann Þ. Jóhannsson,
Kristín Antonsdóttir,
barnabörn og systkini.
Þórarinn Sigurðsson,
Þorbjörg Þorfinnsdóttir,
Vilborg Stefánsdóttir,
Hafdís Hannesdóttir,
Ólafur Gunnarsson,
við endann á sníðaborðinu og þar
gátum við setið heilu og hálfu dag-
ana og spjallað við ömmu um lífið
og tilveruna og aldrei var hún of
upptekin til að svara. Og öll lærðum
við að sauma í höndunum með
fingurbjörg og öllu tilheyrandi og
það var toppurinn á tilverunni að fá
að prófa saumavélina. En ekki þótti
okkur gaman að taka til eftir okk-
ur, en amma stóð fast á því að mikil-
vægt væri að að læra að hirða um
sína hluti sjálfur því það gerði það
enginn fyrir mann.
Orðin eru eitthvað svo fátækleg
þegar lýsa á jafn yndislegri mann-
eskju og. ömmu Siggu, minningarnar
streyma fram en okkur reynist erfitt
að koma hugsunum okkar á blað.
Amma Sigga var áreiðanlega
hvíldinni fegin, því hún hafði átt við
erfið veikindi að stríða undanfarin
tvö ár. Nú er hún hjá Guði og englur-
unum segir sá yngsti okkar og við
sem eldri erum trúum að þar sé
hún, ásamt Gunnari afa og muni
þaðan áfram fylgjast með okkur.
Okkur langar til að kveðja ömmu
okkar með fögrum ljóðlínum Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi.
Blessuð sé minning elsku ömmu
Siggu.
Velkomin nótt, sem allir þreyttir þrá,
sem þjáða getur svæft með friðarkossi.
Hver tekur sér það vald að vekja þá,
sem vakna undir dagsins þyngsta krossi?
Þið munduð ekki gimast glaum og dans,
ef gistuð þið í verkamannsins kofa.
Ó, hafið lágt við litla gluggann hans
og lofið dagsins þreytta barni að sofa.
Hulda Hrönn, Þórður Már,
Grétar Ingi, Gunnar Rafn og
Hilmar Smári Sigurðarbörn.
Ég flnn það gegnum svefninn
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og iokar á eftir sér.
Þetta ljóð Davíðs Stefánssonar
kom í huga mér er ég frétti að hún
Sigga Páls væri látin 4. febrúar síð-
astliðinn.
Ég ætla ekki að rekja ætt eða
uppruna hennar enda er ég ekki
nógu kunnug því. En ég man xeftir
henni Siggu Páls saumakonu fyrir
55 árum þegar hún saumaði á mig
matrosakjól sem þá var í tísku. Sigga
og mamma mín voru vinkonur og
ekki var alltaf borgað fyrir sauma-
skapinn í beinhörðum peningum
heldur voru kannski höfð verka-
skipti.
Hún Sigga var hljóðlát og vann
verk sitt vel eins og segir í kvæðinu
og ekki var sett upp tímakaup fyrir
verkið heldur sátu samviskusemin
og vandvirknin ætíð í fyrirrúmi.
Sigga eignaðist ekki börn sjálf, en
fyrir 50 árum kom móðir mín frænku
sinni í dvöþ til hennar Siggu og
Gunnars Ásgrímssonar, manns
hennar. Þessi frænka mín og vin-
kona er Hulda Steinsdóttir. Kom hún
hingað úr Fljótunum til náms. Koma
hennar varð mikill gleðigjafi fyrir
þau hjón og varð hún eins og dóttir
þeirra er tímar liðu. Hulda giftist