Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 2

Morgunblaðið - 16.02.1992, Side 2
‘ r, *,ih MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 Morgunblaðið/RAX Menntaskólanemar við styttuna af listaskáldinu góða. E g hafði ekki fylgst lengi með skáldskaparum- ræðu er ég tók eftir þeim áhrifum sem nafnið Jónas Hall- grímsson vakti; ég varð þess áskynja að skáldið var hafið yfír alla gagnrýni. Samt var ekki endi- lega rætt um kveðskapinn, menn slógu bara um sig með orðum Laxness: „Hann er Island!“ og þar með var málið útrætt. Allir dáðu skáldið Jónas og manninn Jónas og allt sem minnti á tilveru hans varð þannig ómetanlegt hversu ómerkilegt sem það var. Örlög hans minna því um margt á dýrk- un á rokkstjömum nútímans þar sem skítug skyrta er meðhöndluð eins og skinntjása frá 14. öld sem geymir máð orð úr Grettlu. Afleið- ingin af öllu þessu lofi og skrumi varð auðvitað sú að maður las ekkert eftir Jónas, setti sig upp á móti honum og leið eins og hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni. En ekki skiptir máli hvemig farið er með góðan kveðskap; ég hætti smám saman að dæsa „æ, þessi Jónas“ í hvert sinn sem einhver minntist á hann og fór að lesa kvæðin. Og komst að því að bestu kvæði Jón- asar blása á eyðingarmátt tímans. En ég hélt áfram að undrast þá buktandi virðingu sem umlykur skáldið, og spyr því sem svo: Af hverju þessi virðing? Hvemig varð hún til? Var hinn raunveralegi Jónas ekki nógu góður fyrir kvæð- in sín? Hvers vegna verður þetta umdeilda skáld að forseta ís- lenskra skálda og sem maður haf- inn upp yfir galla, elskaður og dáður af þjóð sinni? Og síðast en ekki síst; er hann jafn þekktur og hann er dáður? Hann er rækalli heppinn að smíða orð Jónas var umdeildur meðan hann lifði. Þeir voru til sem álitu illt eitt koma frá honum. Hannes Pétursson skáld hefur skrifað bók um Jónas (Kvæðafylgsni 1979) og vitnar þar í orð sem Pétur Guð- johnsen söngkennari og músík- maður lét falla eftir að hafa heyrt hendinguna „Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi“ úr vísum íslendinga. Pétur sagði: „Hvemig gat svona fagurt farið að koma út úr helvítis kjaftinum á honum Jónasi.“ En flestir vinir Jónasar bjuggust við miklum afrekum af honum, þó ekki allir. í bréfi til Jóns Sigurðssonar vænir Páll Mel- steð skáldið um leti; segist hafa lítið traust á honum. Orðfimi Jón- asar dregur Páll þó ekki í efa, en tekur fram að Jón sé honum fremri: Hann er rækalli heppinn að smíða orð. Það ertu líka bróðir minn ... Já falleg era þar sum orðin, sem hann hefur smíðað. Mér þykir hann samt ekki skrifa betur málið en þú bróðir! Fyrir utan skrif Konráðs Gísla- sonar um vin sinn Jónas í níunda og síðasta árgangi Pjölnis 1847, virtist enginn fínna sig knúinn til að setjast niður og segja frá hon- um fyrr en formáli Hannesar Haf- steins birtist framan við ljóðmæli Jónasar 1882. Formálinn, sem er í bland ævisaga og úttekt á skáld- skapnum, dregur dám af tilefninu; þetta er formáli við bók látins góðskálds, tónninn einkennist af virðingu án þess að allt leysist upp í lofgjörð. Að sögn Hannesar mynduðust snemma „hálfgildings töfrasögur um skáldið vegna jarð- fræðiþekkingar þess.“ Og ekki er að efást um að „töfrasögur“ þess- ar hafi hjálpað til við að skapa mýtuna sem var að festa sig í sessi á þessum tíma. Jónas er tungumálið og tilfinningarnar Nítjánda öldin var öld þjóðernis- baráttu; eftir að hafa lotið í duftið fyrir Norðmönnum og Dönum í rúm fimmhundrað ár, eygði þjóðin möguleika á sjálfstæði. Þjóð sem stendur í sjálfstæðisbaráttu verður að eiga fijálsræðishetjur, andlega þjóðfána sem hægt er að skírskota til í baráttunni. Við áttum fomsög- umar og út úr þeim stökk Gunnar á Hlíðarenda, hetjan og víkingur- inn sem Jónas átti ekki minnstan þátt í að hefja á loft í þjóðernis- kvæðum sínum. Jónas er þá full- trúi tilfinninga og tungunnar en alþingismaðurinn og sjálfstæðis- hetjan Jón Sigurðsson fulltrúi föð- urlegrar skynsemi og rökhyggju. Hann er ísland Síðla árs 1928 sat ungur íslensk- ur rithöfundur í Los Angeles og skrifaði um Jónas Hallgrímsson. Rithöfundurinn var Halldór Kiljan Laxness og ári síðar kom greinin út í Alþýðubókinni Að öllum líkind- Hvar er hann þessi Jónas...? Þeir vora tákn þjóðarinnar og ekki mátti falla á þá blettur. Auðvitað gerist þetta ekki með opinberri tilskipun, en áður en nokkur veit af virðist einungis vera talað vel um Jónas Hallgrímsson. Þjóðskáldin ortu um hann kvæði og hans eigin voru á hvers manns vörum, hafin yfir gagnrýni. Bene- dikt Sveinbjarnarson Gröndal, stórskáld í lok síðustu og byrjun þessarar aldar, var sá eini sem mótmælti þessari þróun opinber- lega. í fyrirlestri um skáldskap, 1888, fullyrðir hann að oflofið geti svipt Jónas mannlegum eiginleik- um og komið í veg fyrir að fólk njóti kvæða hans á réttum forsend- um. um hefur engin grein gert jafn mikið í að sannfæra þjóðina um mikilvægi Jónasar. Tvennt kemur til; annars vegar stílfegurðin og hins vegar sú niðurstaða að ljóð Jónasar séu: ... ísland sjálft einsog það hefur skapast í þjóðarvitundinni á þús- und baráttuárum og þó ekki einsog skáld sáu það og spá- menn, heldur einsog þjóðin sá og fann, bóndinn í dalnum og konan hans og fólk þeirra. Ljóð hans eru hið íslenska sálarlíf sjálft, einsog landið hefur skap- að það þjóðinni ... þannig má segja að hver ósvikin sál sé brot af Jónasi Hallgrímssyni ... hann er Island. Eins og stundum gerist í skáld- skap þá era rökin ekki svo ýkja sterk; greinin er nokkurs konar galdraþula sem sannfærir þann sem les. Á þessum tíma hafði Lax- ness nýlega snúist til sósíalisma, hætt við að sigra heiminn og snúið kröftum sínum og áhuga óskiptum að landinu sem fæddi hann. Trúr nýrri hugsjón gerir hann Jónas að skáldi alþýðunnar, og um leið að samheija sínum; jafnvel að vænt- anlegt nóbelsskáldið hafi útí ein- hverri amerískri íbúð litið á sig sem fimmta Fjölnismanninn. Eftir skrif Laxness verður nokk- uð ljóst að sá maður sem les ekki Jónas Hallgrímsson telst ekki al- mennilegur íslendingur, skilur ekki land sitt og þjóð. Að minnsta kosti fullyrðir Tómas Guðmundsson skáld, árið 1945, að naumast verði sá maður sem ekki kann á Jónasi skil, með öllu talinn góður íslend- ingur. Var Jónas heilagur? Lengi hefur verið deilt um til hvaða kvenna Jónas yrkir ástar- kvæði sín. Nöfn tveggja koma oft- ast upp; Þóru Gunnarsdóttur og Kristjönu Dorotheu Knudsen. í lok þriðja áratugar þessarar aldar gaf Matthías Þórðarson út ritverk Jón- asar í fjóram bindum og ritar þar ævisögu skáldsins. Matthías ber mikla lotningu fyrir Jónasi, á hon- um er að skilja að fegurð kvæð- anna sé allt að því ójarðnesk og Jónas hafi verið fullkominn hvað varðar greind og góðsemi. Allt sem skáldið kom nálægt er athyglinnar virði, til dæmis eru einkunnir hans úr Bessastaðaskóla tíundaðar ná- kvæmlega og Matthías harmar þá óheppni Jónasar að hafa einungis hlotið þriðju einkunn í sögu. Hjá Matthíasi fá stúlkurnar tvær skýr einkenni og eru aldeilis ólíkar dömur; Þóra er saklaus og indæl, náskyld Sigríði í Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen. Kristjana er hins vegar Guðrún úr sömu sögu; spillt gála með fagra lokka, sem villir á sér heim- ildir en kemur upp um innræti sitt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.