Morgunblaðið - 06.03.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
27
Minning:
Albert Einvarðs-
son, Akranesi
Fæddur 18. febrúar 1920
Dáinn 1. mars 1992
í dag kveðjum við góðan og kær-
an afa, Albert Einvarðsson frá Mar-
bakka.
Hann var sonur Einvarðs Guð-
mundssonar og Guðrúnar Sigurðar-
dóttur sem einnig bjuggu þar.
Bræður afa voru þeir Sigurður,
Hallvarður, Guðmundur og Jósep,
sem er sá eini sem eftir lifir af góð-
um bræðrahóp. Árið 1943 kvæntist
afí eftirlifandi konu sinni, Helgu
Indriðadóttur frá Hömrum, Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði.
Þau bjuggu fyrstu 20 hjúskaparár
sín á Marbakka og eignuðust þar
fjögur börn. Árið 1962 fluttu þau
þaðan og nýja heimilið þeirra var á
Sandabraut 13 á Akranesi en þar
bjuggu þau allt þar til fyrir tveimur
árum en þá fluttu þau á dvalarheim-
ilið Höfða þar sem þeim hefur liðið
mjög vel.
Það var okkur öllum mikið áfall
þegar við fréttum að afi væri dáinn.
Það var svo ótrúlegt. Hann, sem
aðeins nokkrum mínútum áður var
hinn hressasti og hló með okkur.
Það myndaðist tómarúm í hjörtum
okkar allra og á aldrei eftir að fylla
í það skarð. Það var alltaf gaman
að fara til afa og ömmu og tala við
þau um daginn og veginn. Það sem
var sérstaklega gaman fyrir okkur
öll var að fínna hvað afí fylgdist vel
með okkur og ef eitthvað sérstakt
var að gerast í lífi okkar var afi
ekki ánægður nema við settumst hjá
honum og segðum honum allt um
það. Hann var einnig mjög ánægður
þegar hann sagði okkur frá ein-
hveiju sem hann hafði afrekað og
höfðum við oft gaman af þegar hann
var að gorta af hinu og þessu. Ef
við börnin afrekuðum eitthvað
merkilegt var tilhlökkunin alltaf
mest að segja afa frá því vegna
þess að við gátum alltaf séð að hann
fylltist stolti og ánægju og talaði
mjög mikið um það. Við erum öll
mjög ánægð með að á þeim tíma
sem við fengum að hafa afa hjá
okkur var hann mjög hress og þrátt
fyrir veikindi sem hijáðu hann síð-
ustu árin lét hann aldrei á sjá. Hann
var aldrei of upptekinn fyrir okkur
börnin og vildi allt fyrir okkur gera.
Það sem hann hafði mest gaman
af var að gleðja okkur því hann var
aldrei ánægður ef hann vissi að ein-
hveiju okkar leið illa. Frá því við
fæddumst hefur ekkert okkar séð
afa í vondu skapi. Hann var þannig
persóna að ef við vorum niðurlút gat
hann alltaf hresst okkur við og látið
okkur sjá björtu hliðamar á öllum
málum. Hann átti það þó til að stríða
okkur ef eitthvað fór úrskeiðis en
aðeins á þann hátt að allir höfðu
gaman af. Við eigum öll afa mikið
að þakka og við lærðum mikið af
honum. Hans síðasta verk í þessu
lífí var að keyra ömmu heim að
dyrum á dvalarheimilinu Höfða og
aðeins nokkrum mínútum síðar var
hann dáinn. Við biðjum algóðan guð
að veita elsku ömmu styrk því miss-
ir hennar er mestur. Við munum öll
hjálpa henni og styðja eins og við
getum. Að leiðarlokum þökkum við
afa fyrir samfylgdina í þessu lífí og
biðjum algóðan guð að geyma hann.
Guð blessi minningu hans.
Albert, Siggi, Lilja,
Lúðvík, Guðrún og Gísli.
Nú er hann Berti afí dáinn. Ein-
hvern veginn hafði ég aldrei gert
mér grein fyrir tilverunni öðruvísi
en að hann væri hluti af henni. Ég
ætla að reyna að minnast hans með
nokkrum fátæklegum orðum.
Þegar ég var lítill átti ég heima
fyrir ofan afa og ömmu, og voru
samverustundirnar því margar,
mikið rabbað, margar sögur sagðar
og ávallt mikið um að vera á Sanda-
brautinni. Það var toppurinn á til-
verunni að fá að hlaupa niður til
þeirra á kvöldin, og horfa með þeim
á sjónvarpið. Þau áttu nefnilega
litasjónvarp sem var alveg „meiri-
háttar“. Það sem vakti samt hvað
mesta forvitni var barinn hans afa,
sem mér þótti það glæsilegasta sem
nokkurn tíma hafði verið gert, það
kom æði oft fyrir að maður læddist
að honum til þess að sjá hvað afí
ætti þar og hvað hann eiginlega
geymdi í þessum skáp.
Þegar að við svo fluttum fækk-
aði samverustundunum en á hveij-
um degi var farið í kaffí til þeirra
þegar búið var að bera út dagblöð-
in, og þá var rætt um allt milli him-
ins og jarðar, og öll vandamál leyst
við kaffíborðið, sem alltaf var hlað-
ið því besta sem hægt var að hugsa
sér. Aðalmálið á dagskrá var samt
yfirleitt knattspyrnan og var afi
okkur ávallt ósammála, svona meira
í gríni. Sagði alltaf að hann þyrfti
bara að fara að æfa til þess að
redda þessu Skagaliði sem ekkert
gæti. Vöktu þessi tilmæli afa ávallt
mikinn hlátur. Eftir kaffið var tek-
inn rúntur um bæinn og farið á
bryggjuna og skoðað hvaða bátar
væru í landi. Einu sinni í viku var
hlaupið út í sjoppu og náð í get-
raunaseðla sem voru fylltir út, mjög
vandlega, eftir miklar pælingar, og
drukkið kók með. Það var alltaf
gott að koma á Skagabrautina, og
veija stundum með afa og ömmu.
Það kemur oft sá tími í lífi ungra
drengja að það að þvælast með afa
er það allra skemmtilegasta sem
hægt er að hugsa sér. Hann veit
svo mikið, skilur mann svo vel, og
auðvelt að treysta honum fyrir sín-
um dýpstu leyndarmálum. Krakkar
og eldra fólk virðist passa svo vel
saman. En svo færðust unglingsár-
in yfír með öllu tilheyrandi, og þá
var allt í einu orðinn svo lítill tími
til þess að heimsækja afa og ömmu.
En þegar farið var var alltaf tekið
á móti okkur með mikilli hlýju og
ástúð og allt reynt fyrir okkur að
gera.
En nú er afí farinn frá okkur,
og samverustundirnar í þessu jarðn-
eska lífí verða ekki fleiri. Elsku afa
vil ég þakka fyrir allar þær ánægju-
stundir sem hann gaf okkur öllum,
og hversu mikið hann gaf okkur
af sér. Við vitum að við eigum eft-
ir að hittast einhvers staðar í fram-
tíðinni, og ég reyni að syrgja hann
ekki með tárum, heldur gleði í
hjarta, gleði yfir því að hafa verið
svo lánsamur að hafa fengið að
veija hluta af lífi mínu með honum,
þó að kveðjustund sé ávallt erfið
og sársaukafull. Guð blessi afa
minn og taki honum opnum örmum.
Drottinn blessi ömmu, og gefi
henni styrk. Megi afí vaka yfir
henni og styðja hana í gegnum
þessa miklu sorg. Veri hann ávallt
nálægur.
Hafsteinn.
Morgunblaðið/Amór
Svipmynd frá undankeppni Islandsmóts yngri spilara í sveita-
keppni sem fram fór um sl. helgi. Tólf sveitir tóku þátt í keppn-
inni víðs vegar að af landinu.
_____________Brids_________________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsdeild Sjálfsbjargar,
R\ík
Sveit Þorbjöms Magnússonar
sigraði í aðalsveitakeppni deildarinn-
ar sem er nýlokið. Sveitin hlaut alls
136 stig en sjö sveitir tóku þátt í
keppninni. Með Þorbimi spiluðu
Guðmundur Þorbjömsson, ína Jens-
en, Þórir Leifsson og ' Friðbjörn
Gunnlaugsson.
Næstu sveitir:
Sigurðar Björnssonar 123
Meyvants Meyvantssonar 112
Stefáns Sigvaldasonar 105
Mánudaginn 9. mars verður spil-
aður tvímenningur. Spilað er í Sjálfs-
bjargarhúsinu, Hátúni 12, og hefst
spilamennskan kl. 19.
Bridsfélag kvenna
Sl. mánudag var önnur umferð
spiluð í parakeppninni og er staða
efstu para þannig:
Halla Bergþórsdóttir - Vilþjálmur Sigurðsson
398
Ester J akobsdóttir - Aron Þorfmnsson 393
Margrét Margeirsdóttir - Gissur Gissurarson367
Lovísa Jóhannsdóttir - ísak Ö. Sigurðsson 364
Dúa Ólafsdóttir - Guðjón Kristinsson 361
Sigriður Pálsdóttir - Eyvindur Valdemarsson351
Erla Sigvaldadóttir - Guðlaugur Karlsson 350
Úrslit í riðlunum urðu þannig:
A-riðilI:
KristínKarlsdóttir-MagnúsOddsson 190
Lovísa Jóhannsdóttir - Isak Ö. Sigurðsson 175
Guðrún Jóhannesd. - Guðmundur Kr. Sigurðss.
168
B-riðiIl:
Margrét Margeirsdóttir - Gissur Gissurarson 195
Halla Bergþórsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson
188
Kristín Jónsdóttir - Valdemar Jóhannsson 173
C-riðiIl:
Hildur Helgadóttir—Ólafía Þórðardóttir 192
Ester Jakobsdóttir—Aron Þorfínnsson 186
Sigrún Pétursdóttir - Sveinn Sigurgeirsson 178
Bridsfélag Fljótsdalshéraðs
Staðan eftir 16 umferðir í aðal-
sveitakeppni Bridsfélags Fljótsdals-
héraðs er þessi:
Sveit Herdísar 316
Sveit Sveins Guðmundssonar 294
Sveit Þorsteins Bergssonar 274
Sveit Norðanmanna 262
Sveit Kristjáns Björnssonar 262
Sveit Heiðrúnar Ágústsdóttur 258
Sveit Menntaskólans Egilsst. 250
Sveit Bergs Sigbjömssonar 218
Spiluð er tvöföld umferð og 16
spila leikir.
Bridsdeild Barðstrendinga-
félagsins
Nú er lokið aðalsveitakeppni
deildarinnar með sigri sveitar Þórar-
ins Ámasonar sem hlaut 310 stig.
í sveitinni eru Þórarinn Ámason,
Gísli Víglundsson, Friðjón Margeirs-
son og Ingimundur Guðmundsson.
Röð efstu sveita var sem hér segir:
Þórarinn Árnason 310
Guðmundur Sigurvinsson 279
Leifur Kr. Jóhannesson 262
Ragnar Bjömsson 248
Anton Sigurðsson 243
Björn Bjömsson 243
ÁgústaJónsdóttir 239
Sigurður ísaksson 238
Alls spiluðu 16 sveitir í keppn-
inni. Dagana 9. og 16. mars verður
fírmakeppni (tvímenningur). Upp-
lýsingar og þátttökutilkynningar í
síma 71374 á kvöldin (Ólafur).
WIKA
Þrýstimælar
Allar stæröir og geröir
©taoUsuvjigjwiir & ©® M*
Vesturgötu 16 - Símar 14680-132»
T-Jöfðar til
X X fólks í öllum
starfsgreinum!