Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
ísl. útvarpsfélagíð hf. á 100% hlut í Sýn:
Hafa frest til 25.
júlí 1993 til þess að
selja meirihlutann
í SAMNINGI íslenska útvarpsfélagsins hf. og Útvarpsréttar-
nefndar vegna sjónvarpsleyfis til Sýnar hf., sem gerður var
sumarið 1991, skuldbatt félagið sig til að eiga ekki stærri hlut
í sjónvarpsstöðinni en sem næmi 20% af heildarhlutafjáreign
félagsins á hverjum tíma. fslenska útvarpsfélagið átti 70% í Sýn
hf. þegar samningurinn var gerður en á nú sjónvarpsstöðina
að öllu leyti eftir að það keypti 30% hlut Fijálsrar fjölmiðlunar
á síðasta ári. Þorbjörn Broddason, formaður Útvarpsréttar-
nefndar segir að Sýn fullnægi öllum skilyrðum nefndarinnar til
að hefja útsendingar þar sem íslenska útvarpsfélaginu hafi ver-
ið veittur frestur til 25. júlí árið 1993 til að breyta eignarhlut
sínum í stöðinni niður fyrir 20%.
Páll Magnússon sjónvarpsstjóri
segir að Sýn hefji tilraunasending-
ar á laugardag en stefnt sé að því
að dagskráin verði komin í endan-
legt horf í haust og þá fyrst megi
búast við að hægt verði að hefja
sölu hlutabréfa í sjónvarpsstöð-
inni.
Páll segir að Útvarpsréttar-
nefnd hafí verið kynnt drög að
dagskrá stöðvarinnar og ekki gert
neinar athugasemdir við hana.
Upphaflega hafí Sýn verið veitt
leyfi til helgarsjónvarps með
blandaðri dagskrá og endurnýjun
sjónvarpsleyfisins á síðasta ári
hafí verið veitt á grundvelli þess.
„Við komum svo til með að auka
og bæta dagskrána stöðugt,"
sagði Páll.
Að sögn Þorbjöms var það ekki
sett að skilyrði þegar Sýn hf. var
úthlutað síðustu lausu rásinni á
VHF-sviði að sjónvarpsstöðin
sendi út efni alla daga vikunnar.
„Ég hef enga ástæðu til að ætla
annað en að þeir noti þessa rás
og mér er kunnugt um að þeir
ætla að fara af stað með útsend-
ingar frá Alþingi, sem er mjög
nýstárlegt og spennandi. Þar eru
þeir að feta í fótspor sjónvarps-
stöðva bæði í Bretlandi og Banda-
ríkjunum," sagði hann.
Hollenskir dagar á íslandi
JOOP Hoekman, sendiherra Hollands á íslandi heils-
ar Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, við upp-
haf setningarathafnar viðamikillar Hollandskynn-
ingar sem hófst í Borgarleikhúsinu í gær. Á milli
þeirra stendur Ólafur Ragnarsson, aðalræðismaður
Hollands á íslandi. Hollenski píanóleikarinn Rian
de Waal flutti nokkur verk við setningarathöfnina
í gær en hann er talinn í hópi fremstu píanóleikara
Hollands. Á næstu dögum verður vakin athygli á
samskiptum íslendinga og Hollendinga á ýmsum
sviðum og munu flytjendur þjóðlegrar tónlistar,
konur í hollenskum þjóðbúningum, leikarar og
söngvarar ásamt hollenskum blómum og tijám setja
svip á þau fyrirtæki sem hlut eiga að kynningunni.
Verðfall á karfamarkaði í Þýskalandi:
Mál Eðvalds:
Sérfræðing-
ar tilnefndir
í næstu viku
ÞORSTEINN Pálsson dóms-
málaráðherra segist gera
ráð fyrir að hann tilnefni
sérfræðinga í næstu viku til
að gefa ríkisstjóminni ráð
um hvernig bréfi Wiesen-
thal-stofnunarinnar um mál
Eðvalds Hinrikssonar verði
svarað af hálfu íslenskra
stjórnvalda.
Sagðist Þorsteinn ætla að
kalla til tvo eða þijá menn til
að ijalla um málið. „Það verður
óskað eftir að þeir hraði sínum
störfum eftir föngum. Þeirra
starf er fyrst og fremst fólgið
í að gefa ráðgjöf um hvemig
rétt sé að svara þessum bréf-
um. Þetta verður ekki nein
rannsóknarnefnd," • sagði Þor-
steinn.
Færeyingar þrefölduðu magn
sitt af flökum á markaðinum
Staðfestar fregnir af undirboðum Færeyinga
VERÐFALL varð á karfa á Þýskalandsmarkaði í vikunni er
Færeyingar sendu 150 tonn af karfaflökum á markaðinn í stað
50 tonna eins og þeir sögðust ætla að gera. Útgerð togarans
Ogra tapaði 1,5 milljón króna í sölu sinni á þriðjudag af þessum
sökum en tap íslenskra karfaútflytjenda gæti numið 12 milljón-
um króna í heild þessa viku. Einar Svansson framkvæmdastjóri
Skagfirðings hf. segir að stærstu útflytjendur á karfa héðan líti
á þetta sem hreina skemmdarverkastarfsemi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vilhjálmi Vilhjálmssyni hjá Afla-
miðlun gáfu Færeyingar upp um
síðustu helgi að þeir myndu senda
50 tonn af flökum á Þýskalands-
markað en síðan hafa borist upp-
lýsingar um að magnið frá Færeyj-
um nemi 150 tonnum. Togarinn
Ögri var að selja karfa í Þýska-
landi á mánudag og þriðjudag. Á
mánudag fengust 97 krónur fyrir
kílóið í 196 tonna sölu en á þriðju-
dag féll það verð niður í 80 krón-
ur kílóið af 88 tonna sölu. Nemur
tap útgerðarinnar því um 1,5 millj-
ón króna á verðfallinu. Áætlað er
að íslenskir karfaútflytjendur selji
700 tonn af karfa I Þýskalandi
þessa viku og ef hið sama verður
upp á teningnum í dag og á morg-
un gæti tap þeirra numið um 12
milljónum króna á þessu verðfalli.
Vilhjálmur segir að hann hafí
fengið staðfestar fregnir af því að
Færeyingar hafi boðið karfaflök á
verði sem samsvari því að heill
karfi sé boðinn á 65 krónur kílóið
og þama geti því umtalsverðir
hagsmunir verið í húfí. íslendingar
og Færeyingar hafa gert með sér
samkomulag um skipti á upplýs-
ingum um magn karfa á Þýska-
landsmarkað til að skapa jafnvægi
á honum og koma í veg fyrir þær
miklu verðsveiflur sem hafa verið
á markaðinum og valdið hafa
kvörtunum frá kaupendum. Um
helgina var í annað skipti sem
reyndi á þetta samkomulag og það
brást með framangreindum hætti.
Aðspurður um skýringar á
þessu mikla magni af karfaflökum
í vikunni segir Vilhjálmur að hann
hafí ekki fengið þær enn frá Fær-
eyingum. Hinsvegar viti hann að
megnið af þessu umfram magni
hafí komið frá dönskum umboðs-
mönnum en ekki Færeysku fiski-
sölunni.
Einar Svansson framkvæmda-
stjóri Skagfírðings hf. segir að til
að setja þetta mál í samhengi
megi nefna að þrír stærstu útflytj-
endur á karfa, það er Skagfírðing-
ur, Grandi hf. og Ögurvík hf. selji
um 12.000 tonn árlega í Þýska-
landi. Ef verðið fellur um 10%
þýði það tap upp á 126 milljónir
króna fyrir þessi fyrirtæki. „Ég
skil ekki af hveiju íslensk stjóm-
völd settu það ekki sem skilyrði
fyrir kvótaúthlutuninni til Færey-
inga að svona lagað kæmi ekki
fyrir,“ segir Einar. „Að mínu mati
eru Færeyingar að ögra okkur
með því að selja fískinn á þessu
verði en karfaveiðar og vinnsla em
styrkt af því opinbera í Færeyjum
sem gerir þeim kleift að bjóða
þetta verð.“
Lítil loðnuveiði:
Þetta er orðið lokalegt
- segir Guðmundur Sveinbjömsson skipstjóri
Viðræður um nýja kjarasamninga:
Rætt verður um launaliði
o g gildistíma um helgina
VONAST er til að viðræður um launaliði og gildistíma nýrra kjara-
samninga geti hafist á morgun, föstudag, og fundað verði áfram
um helgina um þau atriði. I dag er gert ráð fyrir að sameiginleg
nefnd Alþýðusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja og Kennarasambands Islands í velferðarmálum ræði við full-
trúa ríkisstjórnarinnar og ríkissáttasemjari gerir ráð fyrir að í
lyölfar þess verði hægt að hefja viðræður um grundvallaratriði
nýrra lyarasamninga.
Sameiginleg nefnd aðila, bæði
launþega og vinnuveitenda, sem
hlut eiga að viðræðunum hittist
eftir hádegið í gær og var þar
farið yfír það sem gert hafði verið
og hver dagskráin yrði næstu
daga. í kjölfarið hittust samninga-
nefndir Alþýðusambands íslands
og Vinnuveitendasambands ís-
lands og einnig var unnið að því
tímasetja fund Bandalags staifs-
manna ríkis og bæja og Kennara-
sambands íslands með Samninga-
nefnd ríkisins.
„Við höfum ýtt mjög á eftir því
að það verði farið að ræða um
samningstímann og launaliðinn og
menn eru á því að það sé orðið
nauðsynlegt,“ sagði Guðlaugur
Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, í
samtali við Morgunblaðið. „Menn
vilja fá einhver endanleg svör frá
ríkisstjóminni varðandi velferðar-
málin, en síðan verði á föstudag
og laugardag farið að ræða aðal-
málin,“ sagði Guðlaugur ennfrem-
ur. -
LOÐNUFLOTINN er nú mest-
allur við Snæfellsnes. Þar var
lítil veiði í gær. Loðnan lá mik-
ið við botn, væntanlega að
hrygna, og erfitt að kasta á
hana. Þetta er orðið lokalegt,
sagði Guðmundur Sveinbjörns-
son, skipstjóri á Sighvati Bjarn-
asyni VE 81, í símaspjalli í gær.
Hann sagðist þó vonast eftir að
finna loðnu úr vestangöngunni
þannig að hægt yrði að veiða í
einhveija daga enn.
í gærmorgun höfðu veiðst
539.400 tonn af loðnu á vetrarver-
tíð auk 56 þúsund tonna á haust-
vertíð, þannig að veiðin var komin
upp í um 595 þúsund tonn. Þá er
eftir að veiða 155 þúsund tonn af
kvótanum.
Þó lítil veiði væri hjá flestum
bátanna í gær hafði Guðmundur
á Sighvati Bjarnasyni heyrt af ein-
hverri veiði á Breiðafirði og við
Reykjanesröst.
Jón Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra fískimjöls-
framleiðenda, sagði í gær ekki
veiddist nein loðna lengur fyrir
austan og taldi að nú væri loka
kafli vertíðarinnar hafínn. Von-
aðist hann þó eftir nokkrum góð-
um dögum til viðbótar.
-♦ ♦ ♦
Alþjóðlega skákmótið:
Þröstur í
efsta sæti
ÞRÖSTUR Þórhallsson er efstur
á alþjóðlega skákmótinu í Hafnar-
firði að loknum þremur umferðum
með 2'/2 vinning. Þröstur vann í
gær Ágúst Sindra Karlsson.
Björn Freyr Björnsson vann Lev-
itt, Conquest vann Margeir Péturs-
son og Motwani vann Björgvin Jóns-
son. Tveimur skákum var ólokið í
gærkvöldi. Hannes Hlífar Stefánsson
stóð betur gegn Helga Áss Grétars-
syni og Jón L. Árnason gegn Howell.
I 2-4 sæti mótsins eru Conquest,
Björn Freyr og Motwani með tvo
vinninga. Conquest hefur lakari
stöðu í biðskák gegn Hannesi Hlífari.