Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
GBH
2/20 RLW
Höggborvél „SDS Plus“ með
ryksugu. Þreplaus hraðastilling
afturábak og áfram. 500 W.
Aukahlutir: Vinkildrif, meitil-
stykki, meitlar.
Höggborvél „SDS Plus“.
Preplaus hraðastilling afturábak
og áfram. 500 W.
<2\
Gunnar Ásgeirsson hf.
Borgartún 24
Sími: 626080 Fax: 629980
Umboðsmenn um land allt
Þjóðarátak um stofn-
un meðferðarheimilis
fyrir vegalaus börn
eftirLáru Pálsdóttur
og Sólveigu
Asgrímsdóttur.
Vegalaus börn hafa að undan-
förnu verið í brennidepli og er það
vel. Þau hafa um langa hríð verið
eins og óhreinu börnin hennar Evu,
falin sjónum annarra en þess fólks
sem fæst við vandamál þeirra.
Vandi vegalausra barna er marg-
þættur. Við viljum undirstrika að
erfiðleika vegalausu barnanna má
oft rekja margar kynslóðir aftur í
tímann. Vanhæfni við að tjá tilfinn-
ingar og láta í té ást og umhyggju
ena einkennandi fyrir aðstandendur
þessara barna. Við nánari skoðun
kemur oftast í ljós að þeir fóru sjálf-
ir á mis við hlýju og ástúð í uppvext-
inum og hafa þess vegna svo lítið
að gefa. Það sem maður hefur aldr-
ei fengið er ekki hægt að láta frá
sér. Sjaldnast er hægt að benda á
eina orsök fyrir ógæfu vegalausu
barnanna og þeim ekki til fram-
dráttar að benda á foreldra þeirra
sem sökudólga. Þessum bömum
jafnt sem öðrum þykir oftast mjög
vænt um sína nánustu, aðstæður
hafa einfaldlega gert þeim ókleift
að búa saman. Okkar skoðun er sú
að þarna verði samfélagið að hlaupa
undir bagga og hjálpa þessum fjöl-
skyldum við að ijúfa vítahringinn.
Einn liður í því er að stofna með-
ferðarheimili þar sem börnin ná að
þroskast og dafna.
Samtökin Bamaheill urðu til þess
að opna umræðu um íslensk götu-
börn. Vafalaust hafa margir hrokk-
ið upp við vondan draum og jafnvel
neitað að taka mark á þeirri óþægi-
legu staðreynd að í íslensku alls-
nægtasamfélagi eru til börn sem
hvergi eiga höfði sínu að halla. Af
hálfu fjölmiðla hafa komið fram
sterkar óskir um að geta sýnt og
rætt við barn úr þessum hópi. Við
sem vinnum með þessi börn höfum
verið ófús að benda á einstaklinga
úr hópi vegalausra barna. Þar kem-
ur tvennt til. í fyrsta lagi erum við
bundin þagnareiði. I öðru lagi eru
þær byrðar sem börn þessi bera svo
þungar að við höfum veigrað okkur
við að bæta á þær. Að koma fram
opinberlega sem vegalaust barn og
standa berskjaldað gagnvart
ágengni annarra krefst innri styrks
og jafnvægis. Börn sem alla sína
ævi hafa átt undir högg að sækja
hafa ekki fengið slíkt veganesti.
Vegalaus börn
Til þess að gefa sem raunsann-
asta mynd af lífi vegalausra barna,
án þess að bregðast trúnaði við
þau, höfum við blandað saman
æviatriðum nokkurra skjólstæðinga
okkar í þær sögur, sem hér fara á
eftir. Von okkar er sú að skilningur
fólks á vanda þessara barna aukist
við lesturinn og að almenningur
styðji þjóðarátak Barnaheilla um
stofnun meðferðarheimilis fyrir
vegalaus börn.
-O-
Hann er tíu ára gamall drengur,
fyrsta barn móður sinnar, en hún
var aðeins 16 ára þegar hann fædd-
ist. Drengurinn hefur aldrei kynnst
föður sínum.
Foreldrar móður hans skildu þeg-
ar hún var aðeins 14 ára gömul,
móðir hennar fluttist úr landi en
sjálf fór hún á hálfgerðan vergang
og flæktist milli ættingja. Faðir
hennar er áfengissjúklingur og hef-
ur aldrei sinnt dóttur sinni. Henni
gekk illa í námi og hætti í skóla
að skyldunámi loknu, vann um tíma
í frystihúsi úti á landi en sneri aft-
ur til Reykjavíkur, þegar hún varð
barnshafandi. Ættingjar hennar
vildu ekkert af henni vita en foreldr-
ar skólasystur hennar skutu yfir
hana skjólshúsi uns hún fékk sama-
stað á heimili fyrir ungar verðandi
mæður. Eftir fæðingu drengsins bjó
hún um hríð hjá móðursystur sinni
en fljótlega kom upp missætti og
var mæðginunum vísað á dyr. Þá
var drengurinn þriggja mánaða.
Móðirin hefur nokkrum sinnum
farið í sambúð en þær hafa allar
staðið stutt og verið stormasamar.
Lengsta sambúðin stóð í tæp tvö
ár og var þá með eldri bónda en
hún réð sig til hans sem ráðskona.
Mæðginin eru afar háð hvort
öðru en tengsl þeirra einkennast
af miklum sveiflum. Drengurinn
hefur tekið á sig mikla ábyrgð
gagnvart móður sinni og lítur á sig
sem húsbóndann á heimilinu. Móð-
irin hefur alla tíð verið ófær um
að setja drengnum mörk og getur
á engan hátt stjórnað honum. Hún
á þó erfitt með að þola þegar yfir-
gangur hans beinist gegn henni og
hótar honum þá að fara burt og
skilja hann einan eftir. Hún hefur
stöku sinnum gert alvöru úr þessum
hótunum og skilið hann eftir eins-
amlan í nokkra daga. Einnig hefur
hún lamið drenginn í bræði.
Drengurinn hefur á 10 ára ævi
sinni verið á þremur dagvistunar-
stofnunum, 5 skólum og í sumar-
dvöl á 4 stöðum. Alls staðar lendir
hann í vandræðum vegna hegðun-
arerfiðleika. Hann er algerlega
ófær um að fara eftir settum reglum
og á mjög erfitt með að taka tillit
til annarra. Umheiminn skynjar
hann á fjandsamlegam hátt og
hann heldur að fullorðnir jafnt sem
börn vilji honum illt. Hann er lentur
„Samtökin Barnaheill
uröu til þess að opna
umræðu um íslensk
götubörn. Vafalaust
hafa margir hrokkið
upp við vondan draum
og jafnvel neitað að
taka mark á þeirri
óþægilegu staðreynd að
í íslensku allsnægla-
samfélagi eru til börn
sem hvergi eiga höfði
sínu að halla.“
í slagtogi með eldri drengjum og
hefur tekið þátt í innbrotum og
vasaþjófnaði.
Móðir hans skilur að hún ræður
ekki við hann og er reiðubúin til
þess að þiggja hjálp. Starfsmaður
félagsmálastofnunar hvetur hana
til þess að leita til Barna- og ungl-
ingageðdeildar með drenginn og er
hann lagður inn í nokkurra vikna '
rannsókn. I ljós kemur að hann
þarf á meðferð að halda á meðferð-
arheimili. Rannsóknin leiddi í ljós I
að hann er blíðlyndur en kvíðinn
drengur sem unir vel aðhaldi og
reglufestu, slíkt fengi hann á með- '
ferðarheimili. Auk þess þarf hann
hjálp við að leysa úr tilfinninga-
hnútum. Hann getur nú nýtt sér
meðferð, en eftir 1-2 ár er það
e.t.v. um seinan.
Umhverfisvænar
bleiur passa best
Vegna þess að Libero bleiur eru T lago
og þær einu með teygju að aftan og
réttu buxnalagi
cPlhpJUfr ^e'ur eru °^e'bQr
og ofnæmisprófaðar
NÝTT
Þær fást nú einnig í stærðinni Maxi Plus
10-20 kg. Góð sem næturbleia
Kaupsel hf.
Heildverslun, sími 27770.
Raforkukostnaður:
Næturtaxti hefur hækkað
um 15,2% frá 1. október j
PÉTUR Sigurðsson framkvæmdastjóri tæknisviðs Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík segir að raforkukostnaður fyrirtækisins hafi hækkað veru-
lega að undanförnu vegna hækkana á afltaxta en sérstaklega hafi þó
svokallaður næturorkutaxti hækkað umfram aðra taxta eða um 15,2%
frá 1. október 1991 til 1. janúar 1992. Að sögn Þorleifs Finnssonar,
forstöðumanns markaðsmála hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, er orka
á næturtaxta seld án álags og því um hreint orkugjald án kostnaðar
vegna afltaps að ræða. Því hafi næturtaxtinn hækkað meira en aðrir
raforkutaxtar að undanförnu og sé ekki samkeppnisfær við olíuverð.
Þorleifur sagði að allt að 20 orku-
kaupendur á veitusvæði Rafmagns-
veitu Reykjavíkur keyptu orku á
næturtaxta og þar af væru tveir stór-
ir orkukaupendur. Hann benti einnig
á að orkuverð skv. næturtaxta væri
mun lægra en almennt orkuverð eða
um 1,95 kr. kílóvattstundin að með-
altali án virðisaukaskatts.
Mjólkursamsalan kaupir raforku á
næturtaxta til að framleiða gufu að
næturlagi þegar álag er í lágmarki
og var það talið hagkvæmt á sínum |
tíma, að sögn Péturs. Var raforka
seld á næturtaxta í upphafi á mjög
hagstæðu verði, að sögn hans. (
1. október sl. varð 3,8% hækkun i
á öllum raforkutöxtum Rafmagns- '
veitunnar og 1. janúar varð rúmlega
11% hækkun á næturtaxtanum. i
Næsta breyting raforkuverðs er boð- I
uð 1. janúar 1993. Pétur sagði að
frá 1. okt. 1991 til 1. jan. 1992 hefði
orðið 2,4% hækkun á afltaxtanum.
Á sama tímabili hækkaði næturtaxt-
inn um 15,2% en hann vegur um
fjórðung í heildarraforkukostnaði
fyrirtækisins, sem er um 20 milljónir
kr. á ári. Heildarhækkunin á þessu
tímabili er 4,8%.
Frá 1. janúar 1992 til 1. janúar
1993 er boðuð 4,5% hækkun afltaxtans
og 10,8% á næturtaxta, að sögn Péturs.
„Þetta kemur sér mjög illa fyrir (
fyrirtækið sem byggði dýrt kerfi á
sínum tíma til að nýta sér næturraf-
magn og nú virðist verið að refsa
fyrir að fara út í það,“ sagði Pétur. ]
Hann sagði að þegar leitað hefði ’
verið eftir því hjá Landsvirkjun og i
Rafmagnsveitu Reykjavíkur hvort i
ekki væri möguleiki á að koma til I
móts við fyrirtækið sem stórnotanda
raforku hafi eingöngu verið boðið ,
uppá svokallaða ótrygga orku. Því
fylgi hins vegar sá ókostur að ef
vatnsbúskapur versnaði yrði orkuaf-
hendingin rofin.
Excel á Macmtosl
Grafík, fjölbreyttir útreikningar og öflugustu aðgerðir Excel.
Námskeið fyrir þá sem gera kröfur um góða ritvinnslu.
Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi
Tölvu- og verkfraéðiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar fjr
Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (J)