Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Lífeyrisréttindi starfsfólks einkabanka og ríkisbanka: Málflutningnr í Félags- dómi hefst í aprflmánuði LÖGMAÐUR Sambands íslenskra bankamanna lagði fram greinargerð í félagsdómi á þriðjudag vegna stefnu íslandsbanka á hendur samband- inu til að fá úr því skorið hvemig bæri að túlka ákvæði kjarasamn- inga um að starfsmenn einkabanka njóti sambærilegra lífeyrisréttinda og starfsmenn ríkisbankanna. Að sögn Garðars Gíslasonar, forseta Félagsdóms, var málinu frestað til 26. mars til frekari skoðunar og kveðst hann búast við að málflutningur hefjist í fyrri hluta apríl. Sam- band bankamanna tekur ekki þátt. í samfloti samtaka vinnumarkaðar og starfsmanna rikisins fyrr en leyst hefur verið úr deilunni sem snýst um hvort starfsfólk einkabankanna eigi að njóta að öllu leyti sambæri- iegra lífeyrisréttinda og starfsfólk ríkisbankanna. Hann sagði að ein megin sérkrafa Sambands bankamanna í viðræðun- um um nýjan kjarasamning væri að tekin yrðu af öll tvímæli að starfs- fólk bankanna nyti sömu lífeyrisrétt- inda þar sem miðað yrði við ákvæði reglugerðar um eftirlaunasjóð starfs- fólks Landsbankans og Seðlabank- ans. Sagði Baldur að ekki yrði stað- ið upp frá samningaborðinu fyrr en gengið hefði verið frá þessu máli. íslandsbanki stefndi Sambandi bankamanna fyrir Félagsdóm í des- ember þar sem þess er krafist að viðurkenndur verði sá skilningur bankans, að í ákvæðum kjarasamn- inga um sambærileg réttindi starfs- manna ríkisbanka og einkabanka felist eingöngu ábyrgð á verðtrygg- ingu lífeyris en ekki loforð sem tryggi starfsfólki fullkomlega sambærileg lífeyrisréttindi, s.s. varðandi eftir- launarétt, makalífeyrir, örorkulífeyr- ir og bamalífeyrir. Baldur Óskarsson, framkvæmda- stjóri Sambands bankamanna, sagði að starfsfólk einkabankanna hafi fengið eftirlaun með sambærilegum hætti og starfsfólk ríkisbankanna. Einkabankar hefðu lagt til hliðar í varasjóði á efnahagsreikningi til að mæta þessum skuldbindingum. Sam- band bankamanna hefði því talið að bankamir túlkuðu ákvæði kjara- samninga með sama hætti og banka- starfsmenn en í desember sl. hefði íslandsbanki hins vegar ákveðið að skjóta þessu máli til úrskurðar Fé- lagsdóms. Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri íslandsbanka, sagði mál þetta eiga sér langa forsögu en samningaviðræður á undanfömum ámm hefðu ekki borið árangur og því verið talið eðlilegast að Félags- dómur úrskurðaði um túlkun ákvæð- is kjarasamninga, sem væri mjög óljós um um þetta álitaefni. „Bankinn hefur haft frumkvæði að viðræðum á milli aðila um þetta mál og talið mjög brýnt fyrir báða aðila að fá úrskurð í því,“ sagði Jó- hannes. VEÐURHORFUR I DAG, 19. MARZ YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er 992 mb lægð sem grynnist og mjakast norðaustur. Um 1600 km suður af Hvarfi er 985 mb lægð sem er á leið austnorðaustur. SPÁ; Suðlæg breytíleg eða vestlæg átt, smáél norðvestan og norðaust- anlands, en annars víðast þurrt. Hiti 3 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustlæg átt og heldur hlýnandi. Víða slydda um sunnanvert landið en annars þurrt. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg austlæg eða breytíleg átt og hiti víðast nálægt forstmarki. Skúri’r eða slydduél við suður- og austurströndina en annars þurrt að mestu. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað r r r * / * *** r r * r * * r r r r * r *** Rigning Slydda Snjókoma FÆRÐA VEGUM: Skýjað Alskýjað v ^ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka 5«9v ÍKI. 17.30ígær) Ágæt færð er í nágrenni Reykjavíkur. Greiðfært er4il Suðurnesja, um Mosfelisheiöí, Þrengsli og Hellisheíði. Greiðfært er um Suðurland og með suðurströndinni austur á Austfirði. Góö færð er á Hóraði. Greið- fært er fyrir Hvalfjörð um Borgarfjörð og Snæfellsnes í Dali og þaðan til Reykhóla. Greiðfært er frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og þaðan tii Bíldudals. Botns- og Breiðadalsheiðar eru færar og greiðfært er á milli Bolungarvfkur, ísafjarðar, Súðavíkur og inn í (safjarðardjúp. Greiðfært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og Drangsness, en Steingrímsfjarð- arheiði er fær stórum bílum og jeppum. Fært er um Norðurland tíl Siglu- fjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar og þaðan um Þingeyjarsýslur með strönd- inni til Vopnafjarðar. Mývatns og Möðrudalsöræfi eru jeppafær og fært er um Vopnafjarðarheiði fyrir jeppa og stærri bíla. Víða er snjór og hálka á vegum landsins. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 skýjað Reykjavik 1 snjóél Bergen 6 rigning Helsinki 3 súld Kaupmannahöfn 5 þokumóða Narssarssuaq +6 skýjBð Nuuk 8 skýjað Ósld 7 skýjað Stokkhólmur 8 hálfskýjað Þórshöfn 5 rigning Algarve 17 skýjað Amsterdam 10 þokumóöa Barcelona 12 þokumóða Berlín 10 léttskýjað Chicago 2 alskýjað Feneyjar 9 skýjað Frankfurt 13 léttskýjað Glasgow 7 skýjað Hamborg 11 léttskýjað London 12 skýjað LosAngeles 17 alskýjað Lúxemborg 12 léttskýjað Madríd vantar Malaga 16 mistur Mallorca 14 skýjað Montreal +5 léttskýjað New York 6 skýjað Orlando 24 skýjað Parls 13 skýjað Madeira 16 skýjaö Róm 11 heiðskírt Vírt 5 léttskýjað Washington 6 alskýjað Winnipeg +6 alskýjað Hollenskir dagar á Eyrarbakka: Guölaugur Pálsson elsti kaupmaður í heiminum er selur hollenskar vörur Selfossi. HOLLENSKIR listamenn og fleiri sem standa að hollenskum dögum á íslandi heimsóttu Guðlaug Pálsson kaupmann á Eyrar- bakka, sungu fyrir hann hollensk lög og færðu honum blóm og gjafir. Þetta gerðu þeir í tilefni þess að Guðlaugur er að þeirra sögn elsti kaupmaðurinn í heiminum sem selur hollenskar vörur. Guðlaugur, sem nýlega varð 96 ára, hefur stundað verslunar- rekstur í 74 ár. Hann sagði að hér áður, fyrir 50-55 árum, hefði hann flutt inn sjálfur vörur frá mörgum löndum. Frá Hollandi flutti hann ihn álnavöru og kvenkápur. „Og þær seldust mjög vel,“ sagði Guðlaugur sem var hinn ánægðasti með heimsóknina. Gestunum þótti greinilega mik- ið til þess koma að hitta Guðlaug og sjá hjá honum verslunina. Þeir færðu honum að gjöf listaverka- bók um Rembrandt og blómvönd. Harm W. de Boer, sem hafði orð fyrir gestunum, sagði að þeir hefðu séð nafn Guðlaugs í blöðum frá Englandi og Þýskalandi og það væri þeim sönn ánægja að hitta hann. Hollendingarnir spiluðu á harmonikkur og sungu, bæði inni í búðinni og úti á tröppum. Þetta vakti að vonum nokkra athygli vegfarenda sem stöldruðu við og urðu vitni að heimsfrægð Guð- laugs Pálssonar kaupmanns. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Spilað á harmonikkur og sungið á tröppum verslunar Guðlaugs Pálssonar. 14 sóttu um sýslumannsembætti í Hafnarfírði; Flestir umsækjendur eru sýslumenn eða í ráðuneyti MEÐAL fjórtán umsækjenda um embætti sýslumanns í Hafnar- firði, sem veitt er frá 1. júlí næstkomandi, er lög um aðskiln- að dóms- og umboðsvalds taka gildi, eru þrír sýslumenn og tveir bæjarfógetar á landsbyggðinni og þrír starfsmenn dómsmála- ráðuneytisins. Að auki sækir um embættið staðgengill núverandi sýslumanns og bæjarfógeta, Más Péturssonar, sem kosið hefur að neyta forgangs til dómaraemb- ættis við héraðsdóm Reykjaness. Þrír umsækjendanna óska nafn- leyndar, en hinir eru: Erlingur Óskarsson, bæjarfógeti á Siglufirði, Friðjón Guðröðarson, sýslumaður í Rangárvallasýslu, Guðmundur Sophusson, fulltrúi sýslumanns og bæjarfógeta í Hafn- arfirði, Jón Thors, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Krístján Torfason, bæjarfógeti f Vest- mannaeyjum, Magnús Brynjólfs- son, deildarstjóri hjá Gjaldheimt- unni í Reykjavík, Ríkarður Másson, sýslumaður í Strandasýslu, Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, Þorleifur Páls- son, skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneyti og Þorsteinn A. Jónsson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneyti. Ekið á öðru hundraðinu HRAÐI í umferðinni eykst í sama hlutfalli og birtan með hækkandi sól, að sögn lögregl- unnar í Reykjavík. Fjöldi öku- manna hefur undanfarna daga mælst á yfir 100 kílómetra hraða I borginni. Við hraðamælingar á Gullinbrú á þriðjudag reyndist einn öku- maður aka á nær 110 kílómetra hraða og var sviptur ökuréttind- um fyrir vikið. Hámarkshraði á brúnni er 60 km. Nokkur alvarleg slys hafa orðið á brúnni og ætti að vera full ástæða til að fara varlega þar. Annar ökumaður var að flýta sér milli Reykjavíkur og Mosfells- bæjar og mældist aka á nær 120 km hraða á Vesturlandsvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.