Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 39 • SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS • „Margt er skrýt- ið í kýrhausnum“ eftír Guðmund Jóhannsson Sennilega er það að bera í bakka- fullan’ lækinn að bæta örfáum orð- um í þá miklu umræðu sem orðið hefur varðandi þá skerðingu sem gerð hefur verið á velferðarþætti þjóðarinnar, auk þess sem búast má við að þessi orð falli í grýttan jarðveg hjá landsfeðrunum. Með því að undirritaður er úr þeim hópi sem teljast til aldraðra þá er það við hæfi að byijað verði á þeirri skerð- ingu sem gerð hefur verið á kjörum þeirra. Óneitanlega hefur verið veg- ið að þessum hópi og lítið siðgæði í þeirri valdbeitingu sem fram- kvæmd hefur verið. Skulu nú færð rök að þessum orðum. Er þar fyrst til að taka að með lögum nr. 82/1989 og reglugerð þar að lútandi nr. 47/1990 er eftir- launaþegum gert, ef þeir lenda á sjúkrastofnun lengur en íjóra mán- uði, að skyldu að greiða að vei'uleg- um hluta dvalarkostnað sinn að mati daggjaldanefndar, svo fremi að viðkomandi hafi einhveijar tekj- ur. Nú er það svo að flestir launþeg- ar eru í lífeyrissjóði og hafa þar af leiðandi einhveija aura á milli handa er þeir láta af störfum. Að stórum hluta verða þeir að láta þetta ganga til þeirrar sjúkrastofn- unar, sem þeir kunna að dvelja á. Ekki er ég alveg viss um að þetta hafi verið hugmyndin að baki með stofnun lífeyrissjóðanna. En hvað sem allri hugmynd líður þá er þarna gerður mikill réttindamunur á ein- staklingum hvort þeir eru komnir inn á ellilífeyrisaldurinn eða ekki. Þessu til viðbótar er svo nýjasta kveðjan til ellilífeyrisþega frá stjórnvöldum, þar sem þau tekju- tengdu ellilífeyrinn við fáranlega lág tekjumörk. v Bæði þessi atriði sem hér hefur verið minnst á jaðra við eignaupp- töku. Það skal viðurkennt að eðli- iegt er að allar gi’eiðslur sem koma beint frá Tryggingastofnuninni, s.s. heimilisuppbót, tekjutrygging og hvað það nú allt heitir renni til dvalarkostnaðar á þeirri sjúkra- stofnun semn einstaklingurinn dvel- ur á. Þessar aðfarir að ellilífeyris- þegum eru því lítilmótlegri sem vit- að er að þessir aðilar hafa ekkert vopn sér til varnar annað en orðsins brand en því miður þá eru húsbænd- urnir orðnir brynjaðir fyrir því vopni. í Morgunblaðinu 8. þ.m. ræðir Sólveig Pétursdóttir, varafor- maður Tryggingaráðs, að endur- skoða þurfi ákvörðun ráðsins frá 10. janúar sl. varðandi sparnað á hjálpartækjum. Það er vel þegar valdhafar sjá sig um hönd og viður- kenna mistök sín, og það er von- andi að fleiri taki sér þetta til fyrir- myndar og leiðrétti gerræðis ákvarðanir gegn ellilífeyrisþegum. Það er krafa að mál þeirra verði tekið til endurskoðunar. Nokkrar spurniugar Það hefur löngum verið vitað að ekki á eitt og hið sama við Jón eða séra Jón eða dettur nokkrum það í hug. Hitt er annað að „það sem höfðingjarnir hafast að hinir telja sér leyfist það“. Veist þú það, lesandi góður, að valdhafarnir eru farnir að spara við sjálfa sig? Guð láti gott á vita, en betur má ef duga skal. Þessi sparn- aður er fólginn í því að þeir fella niður þau 20% sem bætt var ofan á grunngjald dagpeninga fyrir stuttu. Eru þessir dagpeningar nokkurt ófrávíkjanlegt lögmál, því eru þeir ekki teknir alveg af? Hver kom þessu dagpeningarugli á? Væri ekki eðlilegra að þessir far- andpostular fengju greiddan ferða- kostnað eftir reikningi, svo fremi að þeir séu í ríkisins þágu á ferða- lagi og séu á sínum launum sam- kvæmt samningi. Það tekur út yfir allan þjófabálk að konur þessara manna geti ferðast til útlanda á dagpeningum á kostnað þjóðarinn- ar. Spurt er enn og aftur, því er þetta ekki afnumið eða finnst þess- um sérréttindaaðli notalegt að hafa svona reglur og geta vitnað í þær og segja að þetta sé bara svona. Já, já, það má víða spara. Ef það hefði farið framhjá einhveijum þá mætti spara ráðherrabílstjórann nema því aðeins að ráðherra sé það fatlaður að hann hafi ekki ökurétt- indi. Nú fyrir stuttu var tilkynnt að forsætisráðherrann væri á förum til Israels og í fylgd hans yrði frítt föruneyti. A svona samdráttartíma hefði ekki mátt spara svona ferð? Mig minnir að biskupinn okkar hafi afsalað sér ferð til Ítalíu á ráða- stefnu og gera það í sparnaðar- skyni að eigin sögn, og taki aðrir það til fyrinnyndar. Það kom í fréttum ekki fyrir löngu að hið margrædda dagpen- ingarugl hefði kostað þjóðina 1,3 milljarða króna á síðasta ári. Hefðu þær ekki verið betur komnar í eitt- hvað annað? Spyr sá sem ekki veit. Miklar umræður hafa orðið um hinar margumræddu og fræknu níu hundruð milljónir, sem Sameinaðir verktakar réttu híuthöfum sínum á dögunum. Því hefur verið haldið á loft af stjórnvöldum að lög vanti til að leggja skatt á þetta fé. Að vísu hefur ríkisskattstjóri látið þá skoð- un í ljós að meirihluta þess eigi að skattleggja. En dómstólar skulu um það dæma hvort svo skuli vera. A það má benda að hingað til hefur löggjafanum, svo vitað sé, ekki orði bumbult af að setja lög, í það minnsta ef það hefur snert aldraða. Margar fréttir hafa komið um það að hinir einstöku ráðherrar séu að skipa allskonar sérfræðinganefndir til að gera tillögur um hitt og þetta. Kosta þessar nefndir nokkuð? Og hver verður sparnaður í ráðuneyt- unum af þessu nefndafargani? Þó einn fáfróður spyiji margs þá ætl- ast hann ekki til að skipuð verði nefnd til að svara. Með virðingu. Guðmundur Jóhannsson „Það kom í fréttum ekki fyrir löngu að hið margrædda dagpen- ingarugl hefði kostað þjóðina 1,3 milljarða króna á síðasta ári. Hefðu þær ekki verið betur komnar í eitthvað annað? Spyr sá sem ekki veit.“ Höfundur er eftirlaunaþegi. LIFLYKILLINN Nytsöm lyklakippa sem getur stuðlað að björgun mannslífa. öll getum við einhverntíman lent í þeirri aðstöðu að þurfa að endurlífga einhvern og slíkir atburðir gera ekki boð á undan sér. Innihald þessarar lyklakippu getur komið að góðum noturn þegar blástursaðferðinni er beitt. Þetta er grfma sem sett er yfir vit sjúklingsins og stuðlar að réttri blástursaðferð ásamt því að koma í veg fyrir smit. Víða erlendis hefur "Líflykillinn" náð mikilli útbreiðslu vegna ótta við alnæmi. Lyklakippa er sá hlutur sem allir hafa í vasanum og tryggir það enn frekara öryggi. Líflykillinn er seldur til fjáröflunar fyrir SVFÍ Aðalfundur Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Iönaðarbank- inn hf., Reykjavík, árið 1992, verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, miðviku- daginn 1. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06. í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1992. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Kringlunni 7, 1. hæð (útibúi), Reykjavík, dagana 27., 30. og 31. mars nk. svo og á fundardegi. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1991 ásamt tillögum þeim sem fyrir fund- inum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 25. mars nk. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fund- inn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins skrif- lega í síðasta lagi 24. mars nk. Reykjavík, 16. mars 1992. Stjóm Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.